Morgunblaðið - 28.04.1972, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1972
Félag ísl. prentiðn
aðarins stofnað
— samtök prentiðnaöarins
sameinast í eitt félag
Milljón tonn á ári:
Námurekstur
á Grænlandi
Fyrirtæki fær leyfi Dana
FÉLAG ísl. prentiðnaðarins var
stofnað hinn 29. desember sl., en
félag þetta er samtök fyrir-
tækja prentiðnaðarins á íslandi,
þ.e. atvinnnrekenda, sem eiga og
reka prentsmiðju, bókbands-
vinnustofu, prentmyndagerð og
offsetplötugerð. Að stofnun FÍP
stóðu fjögur félög atvinnurek-
enda í prentiðnaði: Félag ísl.
prentsmiðjueigenda, Félag bók-
bandsiðnrekenda á islandi, Félag
prentmyndagerðaeigenda og
Félag offsetprentsmiðjueigenda.
Með stofnun FÍP eru eldri félög-
in lögð niður sem slík.
Markmið Félags ísl. prentiðn-
aðarins eru í aðalatriðum eftir-
farandi: Að koma fram sem ein
heild í öllum þeim málum, sem
varða prentiðnað landsins í heild,
þ.á m. gagnvart launþegafélög-
unum við gerð samninga við þau
og túlkun þeirra samninga og
framkvæmd/ Að koma á sam-
rætni í rekstri þeirra fyrirtækja,
er að félaginu standa/ Að vinna
gegn óheilbrigðri samkeppni í
iðninni/ Að láta x té leiðbeining-
ar um rekstrarfonn og vinnu-
tækni. Einnig að aðstoða félags-
bundna aðila um hagkvæm inn-
kaup á þeim vörum, sem þeir
þarfnast/ Að semja leiðbeiningar
xtm verðútreikninga, gera skrár
og bæklinga um verðmyndun og
verðskrár fyrir prentiðnaðinn í
landinu/ Að afla hagnýtra er-
lendra upplýsinga og vinna að
hvers konar umbótum og fram-
förum prentiðnaðarins í landinu/
Að styðja menntun og tækni-
fræðslu í prentiðnaðinum, m.a.
með þvi að styrkja starfrækslu
skóladeildar fyrir iðngreinar, svo
fremi að hið opinbera fullnægi
ekki þörfum í þeim efnum.
FÍP hélt fyrsta aðalfund sinn
hinn 24. marz sl. og á fundinum
var stjórn sú, sem kosin var á
stofnfundinum, öll endurkjörin.
Hana skipa:
Baldur Eyþórsson, formaður,
Haraldur Sveinsson, varaformað-
ur, Eymundur Magnússon, xitari,
Stefán Jónsson, gjaldkeri, Arn-
bjöm Kristinsson, Gunnar S.
Þorleifsson og Kristinn Sigur-
jónsson meðstjórnendur. Auk
þessara manna hefur forstjóri
Rikisprentsmiðjunnar Guten-
berg heimild til setu stjórnar-
funda, sem og annarra funda
félagsins.
Fyrirtæki innan FÍP eru nú 75
talsins og auk þess hefur Guten-
berg viss ten-gsl við félagið, en
er ekki fullgildur félagsaðili —
er t.d. sérstakur samningsaðili
um kjaramál. Félagið hefur ráð-
ið Grétar G. Nikulásson sem
framkvæmdastjóra, og mun
hann sjá um rekstur skrifstofu
FÍP, en hún og félagsheimili
eru til húsa að Mjóstræti 6, en
félagið á mestan hluta þeirrar
húseignar.
DÖNSK yfirvöld hafa veitt heim-
ild til hagnýtingar á blýi, zinki
og nokkru magni af silfii er
finnst í Svartenglafjalli á Græn-
landi, að því er segir í frétt í
danska blaðinu Jyllandsposten.
Stórt kanadískt námaxyrir-
tæki, Commco, hefur um árabil
gert itarlegar rannsóknir á þessu
svæði og hefur mælt með því við
dótturfyrirtæki sitt, Greenex, að
það hefji hagnýtingu þessara
náttúruauðlinda.
Hagnýting málmanna í fjall-
inu kallar á gífurlegar fram-
kvæmdir. Leggja verður svlf-
braut upp fjallið, sem er 600 m
hátt og erfitt uppgöngu. Reynzt
getur erfitt að bora í fjailllið, enda
er svæðið allt mjög hrjóstrugt.
Stór hluti fjal'lsins verður
sprengdur í loft upp en grjótið
notað við stíflu- og hafniargerð.
Höfn hefur þegar verið gerð og
geta skip notað harxa fimm til
sex mánuði ársins. Þá verður að
reisa stórar geymslur fyrir málm
grýtið.
Gert er ráð fyrir að úr f jallinu
fáist á ári um það bil ein milljón
lesta af málmgrýti, og af því
yrðu um 250.000 lestir zink og
55.000 tonn blý, en ef til vill get-
ur fengizt meira magn þar sem
rannsóknir á fjallinu byggja á að
eins um tuttugu borunum.
Áætlað er að Greenax verði að
fjárfesta allt að 500 mill.iórium
danskra króna til þess að
koma námarekstrinum af stað,
en rekstrarútgjöld á ári eru auk
þess áætluð um það bil 25 mil'lj-
ónir danskra króna. Þótt talað
sé um að hafizt verði handa á
Castro til
Moskvu í júní
Moskvu, 26. apríl. NTB-AP.
TASS fréttastofan sovézka
skýrði svo frá í morgun, að Fidel
Castro, forsætisráðherra Kúbu,
værl væntanlegur til Sovétrikj-
anna í opinbera vináttuheimsókn.
Miini hann koma þangað síðast í
júnímánuði t boði miðstjórnar
sovézka kommúnistaflokksins og
stjórnar Sovétríkjanna. Castro er
Alexei Kosygin, forsætisráðherra
Sovétrikjanna, kunnugur frá því
hann heimsótti Havana í októ-
ber sl. en Leonid Brezhnev, leið-
toga flokksins hefur hann ekki
hitt að máli.
þes.su ári, geta liðið mörg ár þar
ti'l útskipun hefst.
Greenex hefur staðið í samn-
ingum við Græmllandsráðuneytið
um Svartenglafjailll siiðan .969.
Samkomulag hefur náðst um
skilmála sem kveða meðal ann-
ars á um að Greenex greiði
danska ríkimu 300.000 danskra
króna á ári. Gert er ráð fyrir að
fyrirtækið greiði í skatta 45%
af nettóhagnaði. En fyrst um
siinn munar mest um að Greenex
skapar fjölda manns atvinnu á
Grænlandi.
MBL. hefur borizt eftirfarandi
athugusemd frá félagsmálaráð-
herra:
Sem andsvar við árás á mig
— sem Morgunblaðið heíur kom-
ið á framfæri fyrir 7 húsnæðis-
málastjórnarmenn, óska ég birt-
ingar á eftirfarandi:
Sjömenningamir hafa eftir
mér, að leggja beri starfsemi
Húsnæðismálastofnunar ríkisins
niður. — Þetta er alrangt, og all-
ur pístill þeirra þanmig byggður
á rangfærslu.
Ljóst var af ræðu minni, að ég
taidi starfið fuilframkvæmanlegt
af einni stofnun í staðinn fyrir
tvær. Og ég er andvígur því, að
tvær stofnanir annist þau störf,
sem ein getur innt af hendi.
Þá er það tilbúningur einn og
staðlausir stafir, að ég hafi í
framsöguræðu minni veitzt að
þeim sjömenningunum á nokk-
urn hátt. — Ég veittist að flokk-
imum fyrir að viðhalda því kerfi,
að fjölmenn sveit flokkspóli-
tískra fulltrúa sé til þess sett að
annast afgreiðslu á jafn sjálf-
sögðu og ópólitisku verkefni og
afgreiðsla húsnæðislána er.
Útlegging sjömenninganna um
stjómmálalega rannsóknarstarf-
semi á iánsumsækjendum, er
þeirra en ekki mín — en þó e.t.v.
ekki alveg út í hött.
Málið er ofur einfalt:
Lögin segja nákvæmlega til
um, hve stórar íbúðir geti notið
lánafyrirgreiðslu skv. Húsnæðis-
málaiöggjöfin '. — Teikningar
Teiknistofunnar segja í smáatrið
um hvernig íbúðimar skuli vera.
Og Veðdeildin annast afgreiðslu
lánanna. Og því spyr ég: Hvers
vegna þarf tvær stofnanir og
fjölmenni flokkspólitiskra full-
trúa til að annast þessi einföldu
viðskiptaatriði ?
Þetta eru mínar skoðanir, og
að þeim tel ég mig jafn frjólsan
„Andrésar
Andar
skemmtanir14
£ VETUB hafa klúbbfélagar I
Lionsklúhbnum Þór gengizt fyr-
ir nokkrum barnaskemmtunum
í Háskólabíói, seni kallaðar hafa
verið „Andrésar Andar skemmt-
anir“, enda hafa allir hinir ungu
samkomugestir verið leystir út
með gjafapökkiim, sem hafa að
geyma ýmsar Disneyvörur. Með
samkoniiim þessum hefur klúbb-
urinn safnað fé til styrktarTjalda
nesheimilinu í Mosfellssveit.
Síðasta Andrésar Andar skemmt-
unin verður á sunnudaginn kem-
ur kl. 1:15 e.h. í Háskólabiói.
Myndin var tekin, er fjórir félag-
ar í Þór, þeir Stefán íslandi, Guð-
mundiir Vignir Jósefsson, Frið-
finnur Ólafsson og Haukur Þor-
leifsson, voru að afhenda gjafa-
pakka að einni santkomunni lok-
innL
og sjömenningarnir eiu að sin-
um, um að það sé persónuleg
árás á þá að bent sé á, að bragar-
bót mætti gera á ríkjandi lána-
kerfi í húsnæðismálum.
En lítum þá á verkefni þessar-
ar 9 manna húsnæðismálastjórn-
ar. Því er rétt lýst í pistli þeirra.
Það er þetta:
Skoða ber, hvort umsöknir full
nægi gildandi lögum og reglum.
Þarf til þess flokkspólitíska
sveit 9 manna? — Ég segi nei.
— Allir þeir, sem sent hafa lög-
lega umsókn, eiga nú að fán lám.
Þarf flokkspólitiska fulltrúa til
að taka ákvörðun um það? -—
Ég segi nei.
Líta ber á, hvenær umsóknir
berast og afgreiða þær í réttri
röð.
Þarf úbvalda fylkin0u flo-klks-
póiitiskra fulltrúa til þess verks?
— Ég segi nei.
Ganga ber úr skugga um, hve-
nær íbúð hafi orðið fökheld, skv.
vottorði þar um.
Þarf flokkskjöma 9 manna
sveit til þessa vandaverks? —
Ég segi enn nei. Og þetta er það,
sem ég leyfi mér að nefna póli-
tísikt þukl.
Enn fráleitara en allt þetta,
með enn sterkari flokkspólitísk-
um keim er þó tilnefning 7 aðal-
manna og 7 varamanna, samtals
14 manns, i stjóm verkamanna-
bústaða jafnvel í fámennum
byggðariögum úti um land.
Mundi það líka vera árás á þá
sjömenningana að vilja fækka í
því liði?
Þessar skoðanir minar setti ég
fram nú, í trausti þess, að heijl-
brigt almennimgsálit mundi sikap-
ast í málinu og auðvelda breyt-
ingar síðar. Það held ég llka að
hafi tekizt.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna
— Einvígið
Framhald af bls. 32
fyrir sínum hluta einvigisins,
eftir að Fischer hafði krafizt
hlutdeildar í hagnaði af ein-
víginu. Eftir að undirbúning-
ur að einviginu hafði þannig
farið úrskeiðis, stakk Euwe
upp á því, að nýjar viðræður
færu fram um einvígisstað.
Það var ósamkomulag milli
keppenda um einvigisstað,
sem leiddi til þess, að skipta
varð einvíginu. Spasský vildi
Island en Fischer Júgóslavíu.
I símskeytinu segir enn-
fremur: „Einvigið verður að
halda samkvæmt þeim skil-
málum, sem fram koma í
bréfi Skáksambands Islands
frá 29. desember 1971 að frá-
skildu því atriði, sem varðar
skiptingu einvígisins í tvo
hluta.“ Sovézka skáksamband-
ið segir jafnframt, að einvígið
eigl að byrja eins og áfoim-
að var hinn 22. júní.
„Ef FIDE fær varið aðstand
endur einvigisins fyrir duttl-
ungum Fischers, verður unnt
að halda einvígið. Ef banda-
ríski stórmeistarinn fellst
ekki skilyrðislaust á allar
kröfur FIDE, verður að svipta
hann réttinum til þess að tefla
einvígið. Verður þá sam-
kvæmt reglunum að tilnefna
nýjan áskoranda," segir í sím-
skeyti sovézka skáksambands-
ins.
í tilefni þessarar fréttar
sneri Morgunblaðið sér tii
Guðmundar G. Þórarinssonar,
forseta Skáksambands ís-
lands, og spurði hann álits.
Svaraði hann á þessa leið:
„Ef það getur orðið til þess
að leysa vandann, munum
við berjast til þrautar fyrir
því, að allt einvígið verði hald
ið hér. En margt er óvíst enn,
svo sem hvaða ákvörðun
Euwe tekur og hvort Fischer
myndi samþykkja að tefla ein-
vigið hér.
Einbýlishús — raðhús
eða góð íbúð óskast til leigu ssm fyrst. Há leiga í boði.
Tilboð sendist blaðinu fyrir 3. maí nk. merkt: ,Há leiga —
1392".
100-200 fm verzlunorhúsnæði
óskast á leigu. Þarf ekki að vera laust
fyrr en í haust. Kaup koma til greina.
Sími 13562.
Athugasemd
frá félagsmálaráöherra
Hainnibal Valdlmarsson.