Morgunblaðið - 30.04.1972, Síða 10

Morgunblaðið - 30.04.1972, Síða 10
10 MORGUNBL.AÐ[Ð, SWNUDAGUR 30. APRfL 1972 Gunnar Gunnarsson skáld: EYJAN HVÍTA EFTIRFAKANDI greín ritaði Gunnar Gunnarsson fyrir þýækt tíniarit, en það hefur ekki treyst sér til að birta hana, enda er óhikað fjaliað um málstað fslendinga, f upphafi segir frá landnámi fslands, baráttu þjóðarinnar við óblíð náttúruöfl og Ioks því striði, sem liáð hefur ver ið á síðustu árum gegn rán- yrkju „á bráðum nauðrökuð- um hafsbotni“, eins og skáld ið kemst að orði. Morgunblaðið hefur fengið leyfi Gunnars Gunnarssonar til að birta greinina, enda er hún rnark hugrvefltja í dag þar sem 1. maí er nú helgaður landhelgismálinu og verndun fiskstofnanna við stendur lamdsims. Byjan hvíta, eyja staðgóðs 5ss og ódrepandi funa, þar sem loúptar jökulbungur yfir- ignæfa fjarvíðar flatneskjur eyðisanda og sumpart grárra, sumpart vart kólnaðra kol- svartra hrauna, þaw elztu skrýdd óravíddum bláinandi víði- og birkikjarrs auk afur- grænna angandi dala, ísland heítin, á sér þá meðal þjóð- landa fágæfcu, ef ekki einstæðu sérstöðu, að saga hennar frá því hiún loks byggðist, eftir að hafa lifað himni, höfuðsikepn- iHn, hvítabjörnum, heimskauta- refum, selum og víðförlu fjað- lurföiki ýmiss konar nær ein- vörðungu framan úr örófi aldi, er kunn sem bezt má verða. Það gerðist A.D. 874 eða því sem næst að ísland, smámsaman leyist úr dróma drauma og sagna og nafn gef- ið, varð griðastaður fóllks á flótta undan, frelsisskerðingu, austan hafs að komnu, aðal- lega frá Noregi og eyjunum þar vestur af, Skotlandi og fr- landi meðtöldum: talið alnum- ið laust eftir næstu aldaimót oig þaðan í frá til þessa dags lagt- undir meðferð mannshandar innar, misjafna svo sem raun ber vitni. Elizta heiimildin er Is- lendingabók Ara fróða, uppi fyrir og eftir aldamótin 1100; en frá 313 landnámtsmönnuim, upphafi þeirra, afkomend- um og jarðfestu hermir ítar- lega í Landnámabók; um áreið- araleiik frásagnanna ætti að gilda eittihvað libt og Ari seg- ir um heimildarmenn sina: fóstra sinn Teit, „þann mann es ek kunna spakastan", son Isleifs biskupis og Þorkel föð- urbróður sinn Gellissoni, er „Iangt mundi fram“ og Þuriði Sraorra dóttur goða, sem „bæði var margspök og óljúigfróð“ og mundi það, er „ívar Ragn- arsson loðbrðkar lét drepa Eadimwnd inn helga En-gla kon 'Uing 870 vetrum eftir burð Krists." Á það var drepið hér að fram an, að ókuran með öllu var eyj- an vlð yzta haf ekki. Hversu lemgi gríiskír sagnamenn höfðu haft veður af eylaradí á þessum sióðu m verður ekki vitað; fyrsfcu glöggu heimildanna get ur Landn-áma á þessa lund: „1 aldarfarsbók þeirri er Beda presbur heiiagur gerði, er get- i» eylands þess, er Týli heitir, og á bðkum er sagt, að liggi isex dægra si'glirag í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi ikioma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá dag-ur er sem lengsfcur . . . En Beda prestur andaðist 735 vetr- um eftir holdgan Drott- ins vors.“ Þá lætur og íirskur munkur, Diouil, er átti heima í Frakklandi þess getið árið árið 825 í bðk sinni De mens- ura orbis terrae, að á tímabil- inu frá 1. febrúar til 1. ágúst árið 795 hafi irskir einsetu- menn haft viðdlvöl á eyju norð lægri, sem vart geti verið önn- ur en Týli. Og við vitum meira: Nálægt 860 raik Nadidodd vílk- ing á heimleið til Noregs frá Færeyjum vesbur urn haf, fa-nn þar land mikið, en sá af Reyð- arfjöllum á Austurlandi enga reyki né önnur merki þess, að laradið væri byg'gt. Er þeir létu í haf fél snjór á fjöll og kölluðu landið Snælamd, en lá annars ekki illa orð til þess. Síðar nokkru fór maður af sænskium ætfcum en búsettur á Sjálandi að leita Snælands að tilvísun móður sinnar fram- sýnnar, kom að eystra Horni, sigldi umhverfis landið, hafði vetursebu i Húsavíik á Skjá'lf- anda, svo sem nafnið segir til um; en er hann var búinn til hafs, sleit frá hónuim mann á báti, er hét Nátfcfari, og þræl og ambátt, og eru skötuhjúin í Náttfaravík því raunveru- lega fyrstu landinemamiir. Þá óx sikógur milli fjalls og fjöiu og lofaði Garðar mjög landið og kallaði Garðarshólma, En það varð Flóki Vilgerðarson, víkingur miki'li af Rogalandi, er fyrstur manna bjó sig út með búslóð og lifandi peraing og hóf förina með því að blóta hrafna þrjá, er honum skyldiu veg vísa. Á útleið giifti hann í Færeyjum dóttur, er varð ætt- móðir Þrándar í Götu, missti aðra í stöðuvatn á Hjaltlandi, er geymir nafn hennair; fyrsti hrafninra er hann lét lausan í leit að Snælandi fló aftur um stafn, annar i loft upp og aft- ur til -skips, en sá þriðji um stafn fram og i þá átt fundu þeir landið. Hrafna-Flóki, sem' hann þá og síðan var heitinn, sigldi hraðbyri sunnan ag vest an um og sinnti enigurn sýndair- gæðum unz hann kom að Vatns firði á Barðaströrad norð- an Breiðafjarðar fullum af veiðiskap, enda gáðu þeir eigi fyrir veifkim að afla heyjanna og dó allt kvikifé þeirra urri vet urinn. Að vori sá Flóki af fja-llstindi vestuirfirðína fulla af rekíis og gaf landinu nafn í samræmi við þá sýn, nema svo sé, að það haíi aldrei Is- land heitíð, að rétta nafnið sé Byjan (fche Insel), en merking- in s'kolazt af miss'kilningi al- mennings eða jafnvel Flóka sjálfs, og kynni þá að vera sú saga sé seinni tirna tilbúning- ur til skýringar á erlendu orði. Kaldara var Hrafna-Flóka minnsta kos-ti ekki til eyjar- innar, en að hann fluttist þang að síðar og bar þar beinin. Er þá kocmið að Ingólfi Arn- arsyni í Dalsfirði á Fjöium I Fjörðum. Þegar svo bar und- ir, að hionum var ekki lengur vært 1 þvfi náigrerani vegna ósættis og síðar vigaferla við fyrri samherja, syni Atla jarls, út af afbrýðismálum fóstbróð- ur síns og síðan sysfcurmanns, Hjörleifs Hróðmarssonar. Það segir tiil uim manndóm Iragólfis og vinsældi'r, að Atli mjói lét þá fara óáreitta ferða áinna, og varð að ráði, að nema iiand á eyjunni í vestri. I könnunar- för dvöldu þeir sumarlangt á Austfjörðum, og „virtist land- ið betra s-uðuir en norður.“ Á vori komanda „íékk Ingólfur að blóti“ og visaði fréttin hon- 'um tffl íslandls. Bjuggu þeir fóst bræður sitt skipið hvor og höfðu samflot. Er landsýn gaf varpaði Ingóifur öndvegissú.um sinum fyrir borð, að þær mættu vása honuim heiilavæn- legan samaistað, og réðist til landtöku að leita þeirra. Hjör- leifiur lét reka langan veg í vesfcur tií næstu lendilngar og bera veturseturstaðioiir, Höfð ar tveir, nöfn þeirra. Er Ing- óifur hafðii leitað af sér allan grun ausbur og norður, lagði hann af stað i vesturátt. Kjör- gripina örlögseiddiu fann hann h'vergi, en við Hj'örlelfshöfða rakst hann á jarðneskar leiif- ar ástfólgins fiásfcbróðwr, er írskir þrælair höfðu myrt og síðan flúið út í nálægar eyjar, er síðán bera nafn þeirra, Veshmannaeyjar. Við höfðann dvaldist Ingólfi þann vebur. Þá var enn haldið vest- ur með sjó, en súlumar ófinn- anlegar. Þriðja veturiinn var gist undir Ingólfisfjalli vestan Öifusár. Loks á fijórða siumri fúndust súlurnar reknar á harðhnjóskalegu nesi við Reykjarvík. Þótti sumum Iangt leitað og landgæði fonsmáð, en landraám Ingólfs reyndist laun gjöfiult og síðar löngu varð Víkin höfuðstaður landisins og hefðu fáir trúað. „Ingólfur er frægastur ailra landnáims- manna, því að hann kom hér að óbyggðu Iandi, og byggði fyrstur landið," segir í Land- námu. Og það var sonur hans Þorsteinn, er setti fiyrsta þing- ið eða þiragin í heimalandi sínu, og er þeir Víkurfrændur með aufiúsufyligi alLs þorra lands- manna fengu þvi framgengt að Alþingi, fyrsta frjálsa löggjaf- arsamkoman á norðurslóðum, var sett árið 930 að Þingvöll- uim við Öxará, varð lögsögu- maður sonur Þonsteins, Þorkell máni, „er einn heiðinna manna hefur bezt verið siðaður,“ seg- ir í Landraáimiu. ELnnfremur: „Son hans var Þormóður, er þá var allsherjargoði er kristni kom á Isiandi" — éir- ið 1000 hefur löniguim verið ætlað, en nú vilja sumir hafa 999. Sem sjá má var saga landsins frá upphafi örugg og ítarleg í öllu sem máli skiptir. Er þá komið að umhjverfitnu: Nágrönnum, enda þótt úfin höf skilji; auk feHibylja fárviðri aðsteðjandi hugsjóna; ver- aldllegri valdbeiting og trúar- bragðastreitu sitt á hvað; rán- skap sæfarandi kawpahéðna og ófcindra sjóræningja; ágengni erlendra ofstopaimanna og sýklahemaði í aligleymingi þá minnst vonum varði. Aðaland stæðinginn, dauðtryggan, eina svama óvininn eiga eyjar- skeggjar í norðurhöfum sér þó einmitt ,í örlátasta og bezta vininum: votum vitazgjafa, sem afikoma þeirra á byiggist — haf inu mikilferaglega en miskunn arsnauða, sem aðra stundina gerir sér unaðsdælt við ögur og sker, í næstu andirá snýr sér örvita að aðalJðrju sinni: að brjóta niður það sem til vinnst af marglhiýdduim hrjúfum hamradröngum. Á þeim víig- veili höfuim vér frá landnáims- öld tií skaimms fcíma hlotið á baJk að sjá >ár á ár otfiain Muöfialls Gilnuiiar Gunna-rsson skáld. lega jafnmörguim hraustum drengjum og stórveldin árlega í hrikaheimsstyrjö'.diuim. Af- koma vor á Eyjunni hvítu byggðist sem sé á forsendw styrjaldar, sem aldrei varð séð fyrir endann á — andstæðing- urinn höfuðskepna sem að gjaf mildi og griimimúð á sér engan sinn líka. Af sjóhetjum áttum vér því alla daga slik undur og býsn, að þar um hæfði þögn in bezt: meðal aukvisa á al- mannafæri eru hversdagshetj- ur illþolandi. Votbur örlagasam hengis kynni að leynast í því atviki, að það urðu einmitt ís- lendingar, dvergþjóð meða'. risa, er hófust handa um þá ðhjákvæmilegu vernd og um leið til varnar óhrekjandi land- grunnsréttindum allra eyrikja, öðruim fremur Breta, og raunar háða í þágu gervalls mannkyns, af óbilandi áræði og undan- bragðalaust. Fyrstu orustuna, Þorskastríðið sællar minningar, unjiu þeir, þ.e. íslendingar sér til frægðar, Bretum til forsmánar, á opnu hafi, óvininum til jafn- mikills gagns og sjálfum sér, enda heiðruðu Bretar síðar sig urvegarann áf því eðallyradi, sem endist þeim þar sem skyn- semin stundum veröur að lúta í lægra haldi gegn áfergju skammsýnna eiginhagsmuna- hópa. Fullan lærdöm aif fyrri nærsýni hefur Bretum þó ekki auðnazt að draga — ný átök á sama vettvaragi eru á döf- inni, en að þessu sinni með hairðsnúnu atfyligi annarra jafnósvinnra stói’þjóða. Megi Guð af náð sinni unna þeim ófara við hæfi! Að rányrkja á bráðum nauðrökuðum hafs- botmi verði stöðvuð áður það er orðið um seinan. Saga landis og þjöðar er um margt likust dæmisögu, sem ekki er séð fiyrir endiann á. Landkostir hafa rýrnað svo að til vandræða horfir, en þar var maðurinn ekki elinn að verki: tíðarfar mun hafa spillzt frá landnámsöld, og auk þess gífurleg eldsumbrot mieð hraun rennsli og öskufalli eytt blóm- legar byggðir, fellt gripa- • sfcofna og ollið sultarkröm og -dauða þjöðarinnar úr áætluð- um 70- 80 þús. á þjöðveldis- skeiðinu um undir helm- ing þeirrar tölu og það tví'veg- is. Vöntun á nytjaskógi til hús bygginga og þó einkum skipa- smiða réð úrslitum: frelsi ey- þjöðar er framar ölliu öðnu und iir siglingum — og raú oirðið einn- ig flugtækni — komið. MargfaJlt misferli kynslóða á vonarvöl reið frelsi þjóðarinnar að fullu tæpum fimm ö'.dum eftir landnámið. Niðurlægingin und ir erlendri ágengni cxg stund- um áþj'án varð slílk, að uim alda mótin síðustu hafði tala lands- manna vart staðið í stað og hög um þeirra hrákað stórlega; ékki sízt hiúsakynnum, enda yeruleg.ur landlflótti ný- afistaðinn, brýr yfiir stórfljót alger undantekning, hvergi til bilfær vegarspotti og aðeins ör fláir, þar sem koma mátti við kerru. Þá var þó á ýmsan hiátt þegar hafizt handa um bætwr og hugur í mönnum, verzlura- in að smáfærast inn í landið, og sbofnaður félagsskapur uiro kaup og sölu afurða, skiipa- eign á byrjunarstigi en færð- ist brátt í aukana, enda alþiragi fyrir þó nokkru endurreist og hafin mar’kvís sjálfstæðisbar- áfcta. Árið 1905 komst eyjan í símasamband við umheiminn og fékikst íslenzkur ráðherra búsettur heima, 1918 varð landið viðurkennt sambands- rí'ki I konungstengzluim við Danmörku. Á síöustu styrjald- arárunum reyndist óhjákvæmi- legt að rjúfa það samband og endurreisa sjálfstætt þjóð- veldi. Fram til aldamótia bar land og þjóð í flestu keim fortíöar fremur en nútíðar. Það urðu átökin í álfunni, sem vöktu til viðnáms og hleyptu af stað efnahagslegri byltingu, sem ekki er séð fyrir endann á. Vötn voru brúuð og vegiir — sem standa til bóta, — lagðir út um allar jarðir. Eimlest að járnbraut varð aldrei islenzkt farartæki, en í dag er svo kom ið, að menn ferðast innanlands aðallega í- loftinu og út úir því nær einvörðungu. Hetjiur lagar ha.fia að keppinautum feragið fluigmenn, ekki síður djarfa og dugamdi. Landnámsmenn eru endiurrisnir svo undirum sætir, hvergi á jarðrílkii býr almenn- ingur við bet.ri húsakiost, mest- megnis í eigin eign, vélvæðing in með eindæmum að ekki sé sagt fádæmum — og flest ann- að eftir þvi. „Im Gegenwart- iigen Vergangenes,“ se.gir Goethe. Sennilega á það víð- ast hvar við, en sjaldan jafn- auiglj'óslega og hér á eyjunni við yztu höf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.