Morgunblaðið - 30.04.1972, Side 11
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR 30. APRIL H»Y2
11
»
Pálmi Jónsson um orlof bænda;
Hlut landbúnaðarins
verður að rétta
Ella má búast viö tregðu í
endurnýjun bændastéttarinnar
Fyrir nokkru mælti Pálmi
Jónsson fyrir tillögii til
þingsályktunar um orlof í
landbúnaði, er hann flytur á-
samt þrem þingmönnum Sjálf
stæðisflokksins, Steinþóri
Gestssyni, Friðjóni Þórðar-
syni og Gmuiar Gíslasyni. f
ræðu sinni sagði hann m.a.:
Ég lít á það sem fullkomið
réttlætismál, að bændur og
annað sveitafólk njóti sam-
bærilegrra réttinda og aðrir
þegnar þjóðfélagsins, bæði á
því sviði, sem hefur ver
ið rætt um og einnig á öðr-
um sviðum. Og það er óskor
að hagsmimamál landbúnaðar
ins og þjóðfélagsins i lieUd,
að svo sé búið að bændastétt
inni, að það hamli ekki því,
að í hennar raðir gangi hér
eftir sem hingað tU dugmikl-
ir 'menn, sem alls staðar eiga
möguleika og hvarvetna geta
fundið vettvang fyrir hæfi-
leika sína og starfsorku.
Efni tillögunnar er það, að
landbúnaðarráðttierra slripi
nefnd til þess að semja frum
varp um orlof sveitafóiks oig
þjónustu staðgöngumanns í
landbúnaði. Skuli nefndin
skipuð í samráði við Stéttar-
samband bænda og Búnaðar-
félag Island og niðurstöðurn
ar lagðar fyrir Alþingi, svo
fljótt sem verða má.
MA ekki lenguk
DRAGAST
Pálmi Jónsson (S) sagði
m.a.:
Það er skoðnjn okkar flm.
að ekki megi lengur dragast
að hefja undirbúning löggjaf
ar um orlof sveitafólks. Or-
sakirnar sem liggja að baki
þessari skoðun, er að finna
hvort tveggja í þeirri þróun
sem orðið hefur í landibúnað
inum sjálfum, sem og meðal
annarra atvinnugreina á und
anförnum árum. Jafnhliða
þeim miklu umskiptum sem
orðið hafa í iðnaðinum og
byggzt hafa öðru fremur á
stóraukinni ræktun og tælkn'i
búnaði hefur þvi fólki sem að
landbúnaði starfar farið sí
fækkandi svo að aðkeypt
vinnuafl er orðið hverfandi i
búrekstrinum. Um leið og sí-
fellt er krafizt meiri þekking
ar, aukinna afkasta og fram-
leiðni hefur bóndinn ásamt
fjölskyldiu sinni orðið ríg-
bundinn við bústörfin svo að
segja alla daga ársins jafnt
vegna þess að hann flær ekki
öðrum á að skipa til verka.
Á sama tima hefur svo vinnu
tími fiestra annarra stétta
orðið æ styttri og orlof-
ið lengra. ÖUurn er ijóst, að
eftir laigasetningu Alþ. i des.
sl, um lengingu orlofs í 24
virka daga og styttingu
vinnuvikunnar í 40 stundir,
sem í raun þýðir 37 stundir
og 5 mín. er misræmið orðið
geigvænlegt milli bændastétt
arinnar og t.d. þeirra stétta
sem kjör bænda eru miðuð
við.
Þegar þannig er kiomið að
Páhni Jónsson
einstök stétt er orðin svo á-
berandi afskipt um félagsleg
réttindi er hætta á ferðinni.
Eðlileg afleiðing á fjöligun
frídaga og styttingu vinnu-
timans er sú, að fólk leggur
mikið upp úr því að eiga kost
þessara réttinda. Vissa er fyr
ir því, að unga fólkið sem nú
er að velja sér lífsstarf, hik-
ar við að ganga inn í þær at-
vinnugreinar, sem þarna eru
afskiptar. Verði hlutur land-
búnaðarins ekki réttur í þess
um eflnum, má búast við mik-
illi tregðu 1 endurnýjun
bændastéttarinnar, sem hlýt-
ur að þýða hægfara eyðingu
hennar, eða að hún verði í
auknum mæli skipuð mönn-
um, sem lítilla kosta eiga völ
annars staðar.
ÞJÓNUSTA
STAÐGÖNGUMANNA
í LANDBÚNAÐI
Pálmi Jónsson sagði enn-
fremur:
1 þingsál.till. er vikið að
þjónustu staðgöngumanna í
landbúnaði. Augljöst er að
rétturinn til þess, að taka
sér orlof er lítils virði og
verður ekki nýttur nema að
kostur sé á fullnægjandi
vinnuafli til þess að annast
bústörfin meðan á orlofi
stendur.
Áður er að því vikið,
hvert fámenni er nú yfirleitt
á sveitaheimilum. Þar er yfir
leitt ekki fólk til skipta og
þó að bóndi og húsfreyja geti
í einstökum tilvikum bœtt á
sig nokkrum störfum á víxl
um takmarkaðan tima verður
að telja eeskilegt að hjónin
geti bæði tekið sér orlof sam
tímis. Það er því eitt af hin-
um þýðingarmiklu atriðum i
tæknilegri hlið þessa máls,
hvemig unnt er að skipu
leggja vinnuafl sem leyst geti
bændur og annað sveitafólk
af hólmi meðan á orlofi stend
ur. Þetta er hér nefnt þjón-
usta staðgöngumanna og er
mikiis um vert, að sá þáttur
sé ekki undan skilinn þegar
iöggjöf um orlof sveitafólks
er undirbúinn.
Að vísu munu bændur i
sumum tilvikum geta leyst
þennan vanda sjálfir. T.d.
í samvinnu við nágranna og
aðra aðila, en jafnvíst er, að
eins oft mun þurfa aðstoð
annarra aðila við skipu
lagningu þessara mála og út
vegun staðgöngumanna, svo
að þeir verði nýttir með hag
kvæmum hætti. Orlof og þjón
usta staðgöngumanna mun
hafa i flör með sér, aukna
fjármagnsþörf fyrir landbún
aðinn. Hér er ekki vikið að
ákveðnu formi þeirrar fjár-
mögnunar, sem er eitt af
þeim atvikum, sem taka þarf
«1 gaumgæfilegrar athugun-
ar við undirbúning löggjaf-
ar um þetta efni. Það er þó
ljóst að ekki verður með
sanngirni til þess ætlazt, að
landbúnaðurinn leggi þetta
fjármagn til nema að tak-
mörkuðu leyti, eða þá með
öðru móti en þvi, að til hans
verði varið sérstöku fjár-
magni í þessu skyni. Hugsan
legar leiðir i þessu efni til
fjármögnunar eru auk beins
fjárframlags úr ríkissjóði að
hluti af þessu f jármagni komi
sem sérstakt álag á verðlag-
ið. Á það er að benda að
slíkt álag á verðlag hefur
vissulega sína ókosti, bæði
fyrir neytenclur og framleið-
endur. Alla möguleika sem
til greina koma í þessu efni
þarf að skoða miklu nánar
en hér hefur verið hugleitt.
í SAMRÁÐI við
BÆNDASAMTÖKIN
Pálmi Jónsson vék sáðan
að því, að Norðmenn hefðu
sett löggjöf um orlof sveita-
fólks og væri það eina lög-
gjöfin um þetta efni á Norð-
urlöndum. Rakti hann síðan
þær reglur, sem þar hefðu
verið settar um þetta efni og
um þjónustu staðgöngu-
i. anna í landbúnaði, en sagði
síðan:
Ég tel fulla ástæðu til þess,
að þetta norska kerfi
verði tekið til vandlegrar
skoðunar í sambandi við
undirbúning þeirrar löggjaf-
ar sem hér er lagt til að sam
ið verði frv. að. Mörg þeirra
atriða sem þar koma fram,
eru vafaiaust með þeim hætti
vegna ólíkra staðlhátta að
þau eiga ekki við hjá okkur,
en væntanlega eru einnig
Æjölmörg önnur, sem færa
mætti að ísl. staðiháttum.
Þessi atriði mættu því
verða meðal verka þeirrar
nefndar sem eftir þessari till.
verði hún samþ. á háttvirtu
Alþingi yrði skipuð, og hiut-
verk hennar að taka til ná-
kvæmrar sboðunar.
Við flutningsmenn höfum
lagt áherzlu á það, að bænda
samtökin eigi aðild að þessu
Framhald á bls. 22.
Bankinn sem he£ur
launafólk landsins að
baki
Alþýðubankinn er stofnaður af
aðildarsamtökum Alþýðusam-
bands íslands, í umboði 40
þúsund félagsmanna þess, í
því skyni að efla menningar- og
félagslega starfsemi verkalýðs-
hreyfingarinnar, og treysta at-
vinnuöryggi launafólks á íslandi.
Til þess að þessum tilgangi
verði náð, er ör vöxtur Alþýðu-
bankans nauðsynlegur.
Það er þegar sýnt að launafólk
er sér meðvitandi um þessa
nauðsyn, því á fyrsta starfsári
bankans tvöfölduðust heildar-
innistæður hans.
Launafólk í öllum greinum
atvinnulífsins.
Eflið Alþýðubankann,
bankann ykkar.
Alþýðubankinn