Morgunblaðið - 30.04.1972, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRIL 1972
1. maí - Hátíðisdagur verkafólks
|>cir voru ekkert að mylja moðið löndiinarmennirnir i Jóni Þorkelssyni og- sögðn sína meiningu
jafn ákveðið og þeir gengu til verks. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.
FYRSTI maí hefur nú um
langt árabil verið hátíðisdag-
ur verkalýðsins. Að því til-
efni fóru tveir af blaðamönn-
um Mbl. og ræddu við verka-
fólk um daginn og veginn.
Fyrsti maí er á morgun og
óskar Morgunblaðið öllu
vinnandi fólki til hamingju
með daginn.
Páll Sæmimdsson
vaktmaður í toguriinum.
Baráttan hefur
verið hörð
Löndun stendur sem hæst úr
togaranum Jóni Þörlákssyni er
við hittum roskinn mann aftan-
til á skipinu. Hann er vaktmað-
ur um borð og starfsmaður Bæj-
arútgerðar Reykjavikur. Hann
heitir Páll Sæmundsson og er fé
lagi í Dagsbrún.
— Kjörin eru svona þoianleg
í dag — segir Páll og brosir um
leið og við hefjum spjallið. Þó
hefði ég í raun ekkert á móti
þvi að þau væru eitthvað betri,
en harkan í þessum málum
er svo sem alltaf nóg. Baráttan
hefur verið hörð og verður það,
þvi að í lok hvers samningstíma-
bils er allt upp urið af verð-
bólgunni. Þó held ég, að lengri
samningur sé heldur hvetjandi
til hægfara verðbólgu en hitt.
-— Hvað ertu búinn að starfa
lengi hjá B.O.R.?
-— Ég er búinn að starfa hjá
Bæjarútgerðinni í ein 20 ár, var
sem sagt rétt að byrja, segir Páll
og hlær við. Otgerðin er, að þvi
er ég held, um það bil 25 ára,
a.m.k. er Ingólfur nú 25 ára og
hann var fyrsti togari útgerðar-
innar. Sjálfur er ég brátt sjötug
ur.
Og að endingu biður Páll Sæ-
mundsson okkur um að bera fyr-
ir sig kveðjur til alls verkafólks,
sem hann óskar til hamingju
með daginn 1. mai.
Ekki hafa
kjörin batnað
Og karlarnir halda áfram að
skipa upp fágurrauðum karfan-
um úr Jóni Þorlákssyni. Verk-
stjóri þeirra er Bjarni Guð
mundsson, sem verið hefur verk
stjóri hjá Togaraafgreiðsl-
unni frá árinu 1945. Þó hefur
hann „unnið á bryggjunniV, eins
og hann kallar það sjálfur frá
þvi 1938, er hann hætti til sjós.
Við spurðum Bjarna að því,
hvort ekki hefðu orðið mikl
ar breytingar á þessum árum, og
hann svaraði:
— Jú, það hefur margt breytzt.
Þá gat maður valið úr fólki, en
nú fæst varla maður í löndun og
ástandið versnar með hverju ár
inu. Ég veit ekki hvernig þetta
endar. Helzti gallinn á þvi skipu
lagi sem samningarnir bjóða
upp á, er að bilið milli fólks, sem
vinnur að löndun á fiski og fólks
sem vinnur við almenna
uppskipun er alltaf að minmka.
Ég er nú aðeins með 24 karla,
en þyrfti að hafa a.m.k. 40. Flest
ir þeirra, sem hér eru nú, eru
fastir starfsmenn mínir, en þeg-
ar þeir hætta eða falla frá eru
engir til að taka við. Kjörin eru
allt of lág.
— Hvað gæti orðið þar helzt til
bóta?
-— Karlarnir þyrftu að hafa
meiri fríðindi. Togarasjómenn
hafa ýmis friðindi, eftirvinnan
ætti að vera skattfrjáls og þeir
þyrftu að fá fri hlífðarföt rétt
eins og sjómennirnir. Þessir
menn þurfa á klofstígvélum og
stökkum að halda rétt eins og
venjulegur togarasjómaður.
— Ertu meðmæltur kjarasamn-
ingum til tveggja ára eins og síð
ast var samið um?
— Nei, í verðbólguþjóðfé-
lagi eru slíkir samningar fá-
sinna og ekki hafa kjörin batn-
að við nýj-a ríkisstjórn. Alit hef-
ur versnað. Ég veit t.d. ekki,
hvernig gamalmenni komast af,
þótt þau séu ef til vill svo hepp
in að eiga þak yfir höfuðið. Þá
er þeim bara íþyngt með fast-
eignasköttum. Það virðist allt
hækka um þessar mundir. Og ef
talað er nú um það að taka 50%,
skattfrádrátt af tekjum eigin-
kvenna, þá fer ldtið að verða eftir
og heidur að siga á ógæfuhliðina
fyrir frystihúsunum, því að það
veit hver maður, að konan er að-
aluppistaða fiskvinnslustöðv-
anna. Og með það kvöddum við
Bjarna, sem sagði okkur,
að strax og búið væri að losa
togarann Jón yrðu þeir að fara
yfir í Hallveigu, sem biði losun-
ar, því að mannskapurinn væri
ekki meiri en svo að ekki væri
unnt að losa bæði skipin i senn.
Ekki einu sinni
hægt að taka
sumarfrí
Ivar Guðlaugsson hélt áfram
að þvo fjalirnar um borð i tog-
aranum Jóni Þorlákssyni á með-
an við röbbuðum við hann.
„Maður er að visu aldrei
ánægður með launin,“ sagði
hann, „en það er þó verst með
skattpíninguna. Að visu höfum
við miklar tekjur, en ég er nú
orðinn 63 ára og þá þykir manni
fjandi hart að vera píndur með
sköttum. Dýrtiðin er þá ekki til
þess að bæta úr því eins og hún
er gasaleg orðin og maður læt-
ur sér ekki einu sinni detta í
hug að hægt sé að taka sumar-
frí.“
„Svo er það nú eitt,“ hélt hann
áfram, „það er þetta langa samn
ingstímabii, tvö ár, og enginn
veit hvað hækkar í dag og hvað
á morgun. Að minnsta kosti sízt
þeir sem skyldu vita, rikisstjórn
in. Enda er það svo að launa-
hækkunin fiá í haust er farin
fyrir löngu og miklu meir. Ég
var að ræða það við bílst.jóra áð-
an að líklega er eins gott að
hafa 1000 kr. seðil í vasanum nú
eins og 10 kr. fyrir stríð.“
ívar Guðlaugsson
í einuni togaranum.
Mikil kjara-
bót í sér-
samningunum
Við Batteríisgarð, sem nú er í
daglegu tali kallaður Ingólfsgarð
ur liggja varðskipin. Ægir
er þar kominn á flot og snýr
stefni að vitaskipinu Árvakri.
Við borðstokk Ái'vakurs eru
margir gulir olíubilar með vöru-
merkinu Shell. Við tökum tali
einn af bilstjórum Skeljungs
h.f., ungan mann, Bjarna Gunn-
arsson að nafni. Hann er félags
maður í Dagsbrún og við spyrj-
um hann um kjörin. Hann svar-
ar:
-— Þau eru bara sæmileg. Við
fengum mikla bót með sérsamn
ingunum nú fyrir skömmu og eft
ir að hafa lokið öllum prófum,
sem stuðla að hækkunum í
kaupi, má segja að maður sé
ánægður. Þau próf sem hækka
mann í minni stöðu eru meira-
prófið og rútuprófið.
— Starfar þú á einhverju
ákveðnu afgreiðslusvæði?
— Ég hef mikið gert af þvi að
aka gasolíu eins og hún er köll-
uð í hús i vestmrbænuim i Kópa-
vogi. Einnig förum við víðar,
eins og t.d. í skipin. Billinn tek-
ur 6 tonn og það er misjafnt,
hve lengi maður er að tæma
hann. Aki ég i hús eingöngu, get
ur tankurinn enzt í hálfan dag,
en sé maður að fylla á olíu-
geyma skips, tæmist hann á 20
mínútum.
- Ertu búinn að starfa í mörg
ár hjá Skeljungi?
- Ég er alls búinn að starfa
þar í 12 ár, því að ég byrjaði
sem sendill.
-— Hvað finnst þér um kjara-
samninga til tveggja ára?
— Mér finnst allt ílagi, að sam
ið sé til tveggja ára, þrátt fyr-
ir verðbólguna. Að minnsta
kosti hefur slíkur samningur síð
ur verðbólguhvetjandi áhrif en
aðrir.
Bjarni Gunnarsson hjá Shell.
Og við svo búið kvöddum við
Bjarna, sem ræsti bílinn sinn.
Hann þurfti nú að fara að sækja
meiri olíu, billinn var tómur og
viðskiptavinir Skeljungs heimta
skjóta og góða afgreiðslu.
Útilokað að
halda heimili á
dagvinnu einni
1 Isbirninum á Seltjarnarnesi
er verið að verka fisk. Þegar
okkur ber að er fó’.kið að koma
úr kaffi. I skrifstaflu verkstjóra
situr Ingveldur Filippusdótt-
ir, sem búin er að starfa
að mikllu leyti í frystihúsinu um
12 ára skeið. Við spyrjum Ing-