Morgunblaðið - 30.04.1972, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRlL 1972
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30 APRlL 197?
Otgefandi hif. Árvakuc R'éyloiavfk
Fr.arn'k.vaemdastjóri Harafdur Sveinssen.
-Rktstiórar Mattihías Johannessen,
Eýj'óilfur Konráð Jórísson.
Að'Stoðarritstjóri SÍtyrmir Gunnarsson.
RítS'tjórrrarfiullitrúi ÞiorbSörin Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jólhannsson
Auglýsingastjöri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 1Ö-100.
Augilysingar Aðalstraeti 6, sfmí 22*4-60.
Áskriftargjald 226,00 kr á 'rrvámuði innanlands
I teusasötu 16,00 Ikr einta'kið
1. MAI
Á morgun er 1. maí, hátíðis-
dagur verkalýðsins. Það
gefur tilefni til þess að
staldra við, — rifja upp,
hvernig umhorfs var í þjóð-
félaginu fyrir ári og bera
saman við ástandið nú.
1. maí í fyrra ríkti bjart-
sýni í þjóðfélaginu. Atvinna
var næg um allt land og víða
skortur á vinnuafli. Launþeg-
ar höfðu bætt hag sinn mjög
og var talið, að kaupmáttur
meðalkauptaxta verkafólks
hefði aukizt frá 1969 um 16%
til 17% og ráðstöfunartekna
um 20% eða meira. Þetta var
ótrúlega mikil breyting á svo
skömmum tíma og staðfesti,
að stjórnvöld höfðu brugðizt
rétt við á erfiðleikaárunum,
svo að lífskjör alls almenn-
ings voru aftur orðin eins og
þau höfðu verið bezt á árinu
1966 og framan af ári 1967.
Kaupmáttaraukningin var
ekki sízt að þakka verðstöðv-
unarlögunum frá haustinu
áður, en með þeim tókst að
hafa hemil á verðbólguþró-
uninni og koma í veg fyrir
víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags, sem hefðu á skömm
um tíma gert kjarabæturnar
frá vorinu 1970 að engu.
Þegar íhugað er, hversu
geysilegar kjarabætur urðu
hér á landi á árunum 1969
til 1971, er eðlilegt, að sú
spurning vakni, hvort at-
vinnuvegirnir og þjóðarbúið í
heild hafi verið undir þær
búin. Skýrasta vitnisburð-
inn um það er að finna í mál-
efnasamningi núverandi rík-
isstjórnar, en þar segir m.a.:
„Auk þeirra kjarabóta, er að
framan greinir, telur ríkis-
stjórnin, að með nánu sam-
starfi launafólks og ríkis-
stjómarinnar sé mögulegt að
auka í áföngum kaupmátt
launa verkafólks, bænda og
annars láglaunafólks um
20% á næstu tveim árum, og
mun hún beita sér fyrir, að
því marki verði náð.“ Svo vel
vill til, að forsætisráðherra
hefur sérstaklega látið þess
getið á Alþingi um þessa
grein málefnasamningsins, að
hún hafi verið ákveðin að
athuguðu máli og að fengn-
um nauðsynlegum upplýsing-
um og gögnum. Það fer því
því ekki á milli mála, að við
stjórnarskiptin voru að mati
núverandi ríkisstjórnar allar
ástæður til þess að gera frek-
ari kjarabætur mögulegar, ef
rétt væri á haldið, og það
um hvorki meira né minna
en 20% aukningu kaupmátt-
arins á tveim árum.
Það, sem síðan hefur gerzt,
þarf ekki að rekja. Fyrir-
heit ríkisstjórnarinnar hafa
reynzt tálvonir einar. Kjara-
bæturnar voru innan seiling-
ar, en röng stjórnarstefna
hefur leitt til kjararýrnunar.
Nú er svo komið, að afrakst-
ur desembersamninganna er
orðinn minni en ekki neitt,
— og enn sígur á ógæfuhlið-
ina. Skýrsla viðskiptaráð-
herra um verðlagsþróunina
síðustu vikurnar er ófagurt
en órækt vitni þess, að ríkis-
stjórnin hefur gefizt upp við
að leysa vandann, en verð-
bólguhjólið heldur áfram að
snúast með æ meiri hraða.
Hvað er framundan? er
spumingin, sem brennur á
vörum manna. Ætlar ríkis-
stjómin að sitja áfram með
hendur í skauti, — eða ætlar
hún að manna sig upp og
gera eitthvað? Reynslan ein
getur svarað þessum spurn-
F'yrsti maí er að þessu sinni
* helgaður baráttunni fyr-
ir útfærslu landhelginnar.
Þessi ákvörðun verkalýðs-
hreyfingarinnar ber sam-
stöðu þjóðarinnar órækt
vitni, — samstöðu, sem í senn
er til þess fallin að veita
stjórnvöldum siðferðilegan
stuðning í þeirri hörðu bar-
áttu, sem framundan er, og
vekja skilning erlendra
ingum. En 1. maí, á baráttu-
degi verkalýðsins, hljóta þær
að vera fram bornar, ekki til
hátíðisbrigða, heldur af festu
og alvöruþunga. Menn minn-
ast þess, að ríkisstjórnin gaf
sér sjálf einkunnina „ríkis-
stjórn vinnandi stétta,“ þótt
hljótt hafi farið undanfarna
mánuði. Þótt ekki væri nema
í minningu þess, ættu ráð-
herrarnir að manna sig upp
og gera loks hreint fyrir sín-
um dyrum, hreinskilnings-
lega og undanbragðalaust.
1. maí fyrir ári ríkti bjart-
sýni hér á landi, það var vor-
hugur í þjóðinni og hún
hlakkaði til að geta veitt
kröftum sínum útrás. Þótt nú
horfi til verri áttar, er ekki
ástæða til algjörrar svartsýni.
Ríkisstjómir koma, en þær
fara líka.
manna á þeirri alvöru, sem
að baki býr.
Nú eru ekki nema fjórir
mánuðir, þangað til útfærsl-
an tekur gildi. Þennan tíma
verður að nota vel, fara með
gát og fyrirhyggju, en forð-
ast vanhugsaðar yfirlýsing-
ar. Það er forsenda þess, að
sigur vinnist í landhelgismál-
inu.
50 MÍLURNAR
JÓHANN HJÁLMARSSON <^STIKUR
BÆKUR OG TÍMI FYRIR NORÐAN
HÖFUNDAMIÐSTÖÐ Rithöíunda-
sambands Islands er stofnuð í því
skyni að veita þeim aðilum fyrir-
greiðslu, sem óska eítir að fá rithöf-
unda á sinn fund til þess að lesa úr
verkum sínum. Höfundamiðstöðin
hefur einkum annast tengsl rithöf-
unda og skóla, fyrst og fremst í
Reykjavík og nágrenni. Ingólfur
Kristjánsson hefur veitt Höfunda-
miðstöðinni forstöðu af alkurmri at-
orku og iipurð, en Indriði G. Þor-
steinsson hefur verið með honum í
stjórn stöðvarinnar.
Nýlega fóru rithöfundar norður í
land á vegum Höfundamiðstöðvar-
innar. Lásu þeir upp úr verkum sin-
um í sjö skólum í Húnavatnssýslu,
á svæðinu frá Reykjaskóla að Skaga-
strönd. Með i förinni var Erlendur
Jónsson og flutti hann inngang á
hverjum stað um þróun íslenskra
samtimabókmennta. Lagði hann
áherslu á þær breytingar, sem urðu
í íslensku þjóðlifi með síðari heims-
styrjöld O'g áhrif þeirra á bókmennt-
irnar.
Það sannaðist í þessari för, að
ekki er nóg að rithöfundar komi í
skóla og lesi upp úr verkum sínum
án þess að gerð sé að öðru leyti til-
raun til að koma til móts við nem-
endur. Menn fundu hve mikils virði
var að hafa kunnáttumann um bók-
menntir til að greiða fyrir skilningi
á efninu. Erlendur Jónsson er vanur
að tala við ungt fólk í kennarastarfi
sínu. Honum lætur einstaklega vel að
skýra bókmenntaleg efni. Miklu
skiptir að fyrirlesari komi ekki með
skrifaða ræðu, heldur láti tal sitt
rnótast af stundinni og þeim hópi,
sem hlustar i hvert skipti. Hinir
ungu nemendur kunnu vel að meta
spjall Erlends og áttu fyrir bragðið
auðveldara með að tileinka sér það,
sem rithöfundarnir fluttu. Það er
líka margprófuð staðreynd, að rit-
höfundar þurfa að velja efnið eftir
áheyrendum.
Auðljóst er að heimsóknir rithöf-
unda i skóla landsins eru bráðnauð-
synlegar og fráleitt að takmarka
bókmenntakynningar við höfuðborg-
arsvæðið eitt. Ætli rithöfundamir
sjálfir hefðu ekki líka gott af því að
mótast af stundinni og þeim hópi,
menntaáhuga, sem þar er víðja ríkj-
andi. Höfundamiðstöðin er ung stofn-
un og á vonandi eftir að láta margt
gott af sér leiða i kynningu íslenskra
bókmennta. Brýnt skal fyrir skóla-
stjórum að vera ófeimnir við að not-
færá sér þjónustu hennar.
----O----
Nauðsynlegt er að kenna ungu
fólki að meta samtimaskáldskap.
Hann er áreiðanlega ekki síður við
hæfi þess en skáldskapur liðins tíma.
Sé tekið dæmi úr Ijóðlistinni er gott
að þekkja söguna á bak við ljóð
Jónasar Ferðalok: Greiddi eg þér
lokka við Gaitará, en það er ekki
verra að átta sig á orðum Steins úr
Tímanum og vatninu: Frá vitund
minni til vara þinna er veglaust haf.
Ekki er sanmgjamt að draga i efa, að
islenskukennarar geri sér þetta ljóst.
Hvarvetna verður vart þeirrar við-
leitni að ætla samtímaskáldskap
meira rúm í kennslunni en áður.
Annars er timinn einkennilegt fyr-
irbrigði. 1 hinu vel skipulagða og
f jölbreytta byggðasafni í Reykja-
skóla er margt merkilegt að sjá, t.d.
hákarlaskipið Ófeig, eina skip sinnar
tegundar, sem varðveitst hefur. En
það, sem vakti athygli ferðalanganna
var að sumir munanna í safninu voru
ekki eldri en það, að þeir mundu vel
eftir þeim úr æsku sinni. Samt virð-
ist óralangt síðan þeir gegndu hlut-
verki sinu. Þannig leikur tíminn
menn. Ekkert stendur kyrrt.
Erlendur Jónsson fjallaði meðal
annars um það í fyrirlestrum sínum
hvemig náttúran hættir að vera aðal-
yrkisefni skáldanna en tíminn tekur
við: maðurinn í timanum, í staðinn
fyrir mancninn í náttúrunni. Hann
hafði kenningu T. S. Eliots um Idea
of Time að leiðarljósi. Hér er komið
að þungamiðju til skilnings á sam-
tímaskáldskap, atriði, sem menn
verða að hafa í huga ef þeir ætla til
dæmis að skilja hvers vegna verk
samtímarithöfunda eru öðruvísi en
það, sem samið var á nitjándu öld.
Skáldin hafa velt fyrir sér timanum
og fundið afstæði hans. Hólmganga
mannsins við tímann verður upp-
spretta skáldverka.
----O----
Á Síðu í Engihliðarhreppi býr
Jakob Bjamason. Okkur var sagt frá
honum á Skagaströnd. Jakob hefur
safnað bókum frá þvi á unglingsár-
um og á framúrskarandi vandað
bókasafn. Einkum er ljóðabókasafn
hans með miklum ágætum. Við feng-
um að sjá margar og fágætar bækur,
til dæmis frumútgáfur á verkum
Jóns Þorlákssonar. Þýðingar Jóns á
Kloppstokk (Klopstock) voru dregn-
ar fram ásamt Tilraun um manninn
eftir Alexander Pope og Paradísar-
missi Miltons. Þótt ekki sé vítt til
veggja hjá Jakobi Bjarnasyni á hann
meiri verðmæti en margir aðrir. Að
undamförnu hefur hann verið að
hjálpa Landsbókasafninu um sjald-
séð eintök bóka og blaða, enda hefur
Finnbogi Guðmundsson, landsbóka-
vörður, sýnt safni hams áhuga og að-
stoðað hann á ýmsa lund. Jakob
hefur fallega og skýra rithönd eins
og sjá má á skrám, sem hann hefur
sjálfur gert yfir bækur sínar. Bækur
í hans eign eru ekki færri en sex þús-
und talsins.
Við fundum í stofunni hjá Ja'kobi
Bjarnasyni yl þeirrar menningar,
Framhald á bls. 26.
Reykjavíkurbréf
-----Laugardagur 29. apríl
Työ góðskáld
látin
Nú er skammt stórra högga i
milli í íslenzku menningarlífi.
Hver listamaðurinn á fætur öðr
um hnígur í valinn og nú síð-
ast góðskáldin Jakob Thoraren-
sen og Jóhannes úr Kötlum. Báð
ir eru þeir úr hópi helztu skálda
þessarar aldar á Islandi og hafa
sett svip sinn á samtíðarbók-
menntir, hvor með sínum hætti.
Er enginn vafi á, að hið bezta
í vsrkum beggja mun lengi lifa
og halda minningu þeirra á
loft.
Jóhannes úr Kötlum og Jak-
ob Thiorarensen eru ólíikrar gerð-
ar að flestu leyti, þó að báðir
væru þeir vaxnir úr íslenzkum
jarðvegi og rætur þeirra með
næringu úr rammíslenzkri menn
ingararfleifð. Jakob Thoraren-
sen, sem var nær hálfum öðr-
um áratug eldri en Jóhannes úr
Kötlum er einhver islenzkasti
rithöfundur vor um sína daga,
én Jóhannes úr Kötlum varð aft
ur á móti fyrir áhrifum þeirrar
alþjóðahyggju, sem sótt hefur
afl sitt og styrk í verk Marx
og Lenins. Þó var hann mjög
þjóðlegt skáld, ekki síður en
Jakob Thorarensen. Verk
beggja þessara skálda bera
vitni reisn og krafti þjóðlegrar
íslenzkrar menningar.
Þegar Jóharanes úr Kötlum
varð 70 ára, komst Morgunblað
ið svo að orði, að hann nyti mik
ilia vinsælda meðal almennings
og Ijóð hans væru á hvers
manns vörum. Á þessa stað-
reynd er ástæða til að minnast
við lát skáldsins. Jóhannes náði
að hjartarótum íslenzkrar þjóð-
ar með ljóðum sínum. Pólitísk-
ir andstæðingar skáldsins
spurðu aldrei um stjórramála-
skoðanir hans, þegar beztu ljóð
hans voru annars vegar, svo ís-
lenzk voru þau i raun og veru,
svo upprunalegur og frjálsbor-
inn skáldskapur. Aftur á móti
ber ekki að neita þvi að mörg-
um varð um og ó, þegar skáld-
ið fjallaði um Stalin, bóndann í
Kreml, eins og hann ætti erindi
við islenzka þjóð. Þá var ástæða
til að hætta að leggja við hlust-
imar, enda af nógu öðru að
taka, sem betra var og merki-
legra í skáldskap Jóhannesar úr
Kötlum.
Á áttræðisafmæli Jakobs
Thorarensens sagði Morgunblað-
ið m.a. að hann sæti á fremsta
bekk þeirrar skáldakynslóðar,
sem tók við glæsilegum bók-
menntaarfi 19. aldar. Blaðið
benti á að ljóð Jákobs Thorar-
ensens væru ort á mergjiuðu skáld
skaparmáli og nytu vinsælda
allra þeirra, sem ást hafa á ís-
lenzkri Ijóðlist. En það, sem
einkum eirakenndi smásagnagerð
Jakobs og gerði hann sérstæðan,
væri skopskyn hans, „sem er í
senn óvenjulegt í íslenzkum
bókmenntum og einkar persónu
legt. Er óhætt að fullyrða að
Jakob Thorarensen sé í hópi
skemmtilegustu rithöfunda ís-
lenzkra á þessari öld,“ segir
Morgunblaðið.
Við andlát Jakobs Thoraren-
sens er ástæða til að taka und
ir þessi orð, og þá ekki síður
að þakka skáldunum báðum,
honum og Jóhannesi úr Kötlum,
þjónustu þeirra við þá listgrein,
sem stendur hjarta íslenzku
þjóðarinnar næst. Þeir voru
hvor með sínum hætti merkir
fulltrúar þess þúsund ára arfs,
sem við eigum í íslenzkri Ijóða-
gerð, eftirminnilegir boðberar
rótgróinnar íslenzkrar menning-
ar.
18 ára
aldurstakmark
Hressandi var að kynnast
þeirri víðsýni, sem fram kom í
ummælum Guðrúnar Narfadótt-
ur í sjónvarpsþætti fyrir nok'kr-
um mánuðum. Þar benti hún á,
að heppilegt kynni að vera að
lækka þann aldur, sem heimild
til vínveitinga á opinberum sam-
komustöðum er miðuð við. Áð-
ur hafði Sigurlaug Bjarnadótt-
ir vakið máls á þessu í borgar-
stjórn Reykjavikur. Nú hefur
verið lagt fram frumvarp á Al-
þingi um breytingar í þessu
efni, að undirlagi áfengisvam-
arráðunauts, Ólafs Hauks Árna-
sonar. Er það flutt af þingmönn-
um úr öllum flokkum og þess að
vænta, að það fái samþykki.
Eins og þau nöfn, sem hér
hafa verið tilgreind, bera með
sér, miðar breyting þessi ekki að
því að drykkjuskapur auk-
ist, heldur gerir þetta ágætis-
fólk sér grein fyrir þvi, að ár-
angur næst ekki i barátt-
unni gegn áfengisneyzlu nema
menn horfist i augu við stað-
reyndir. Og i þessu efni er stað-
reyndin sú, að útilokað er að
hindra áfengisneyzlu hluta þess
fólks, sem aðgang hefur að vín-
veitingahúsum. Þess vegna er
verið að kenna mönnum lögbrot,
þegar þeim er umyrðalaust
veitt áfengi, þótt ólögmætt sé.
Því miður er það staðreynd,
að fjölmargir ungliragar neyta
áfengis langt undir 18 ára aldri
og sumir svo að ömurlegt verð-
ur að teljast. Það mun líka vera
svo, að unglingum almennt finn-
ist fráleitt að miða aldursmark-
ið við 20 ár. Hins vegar er hugs-
anlegt að vinraa þeirri skoðun al
mennt fylgi meðal æskumanna
sjálfra, að áfengisneyzla mikið
undir 18 ára aldri sé ósæmandi.
En hvað sem því líður, þá miða
breytingar þær, sem hér um ræð-
ir, að því að auðvelda löggæzl'U
og eru án efa til bóta.
Ummæli
framsóknar-
þingmannsins
Þegar skattalagafrumvörpin
höfðu verið lögð fram á Alþingi
fyrir jólin, sagði einn af þing-
mönnum Framsóknarflokksins
við borgarstjórann í Reykjavík
að bréfritara áheyrandi eitt-
hvað á þessa leið:
„Skilurðu ekki ,hvað við er-
um að gera. Við erum að taka
tekjumar af Reykjavik og
þjarma að borgarstjórnarmeirl-
hlutanum, svo setjum við fram-
sóknarmann til eftirlits með
störfum þínum, þegar borgin er
orðin greiðsluþrota, og þá tekst
okkur loks að knésetja meiri-
hluta ihaldsins."
Öllu gamni fylgir raokkur al-
vara. Þingmaðurinn veit, að ekk
ert er meira kappsmál
þeirra af!a, sem nú ráða í
íslenzku þjóðlífi, en að þjarma
svo að höfuðborginni og borgar-
stjórnarmeirihlutanum, að unnt
verði í næstu borgarstjórn-
arkosningum að hrinda þeim
meirihluta, sem Reykvíkiragar
hafa alla tið kosið sér, meiri-
hluta ábyrgra stjómenda, en
ekki pólitiskra braskara. Og
raunar hafa blöð vinstri flokk-
anna ekki farið neitt dult með
þetta áhugamál sitt síðustu daga,
heldur talað umbúðalaust um
það, að nú eigi að ganga af
meirihluta borgarstjórnar sjálf-
stæðismanna í Reykjavík dauð-
► um.
Aðförin
að Reykjavík
En aðförin að Reykjavík hef-
ur ekki reynzt eins auðveld og
forsprakkar vinstri aflanna
hugðu. Svo vill til, að ekki er
unnt að garaga hreint til verks
gegn einu sveitarfélagi og setja
því önnur tekjustofnalög en öðr-
um. Annars hefði það án efa
verið gert í baráttunni gegn
reykviskum hagsmunum. Vinstri
flokkarnir eru ýmist allsráðandi
eða í samstjóm með öðr-
um í ýmsum bæjar- og sveitar-
félögum. Þótt tekjustofnar sveit-
arfélaga væru almennt mjög
skertir, varð þó að búa svo um
hnútana, að þessi sveitarfélög,
sem velvilja njóta af hálfu
stjórnarvalda, yrðu ekki gjald-
þrota. Þess vegna vom í tekju-
stofnalögin sett heimildar-
ákvæði, sem öll hin stærri sveit-
arfélög nota sér. Auðvitað gera
þau það ekki, vegraa þess að
þau langi til þess að skattpína
íbúana, heldur einfaldlega
af brýnni þörf.
Tekjur sveitarfélaganna verða
samt sem áður miklum mun
minni en verið hefði eftir eldri
löggjöf, en hins vegar er ljóst,
að skattar á þegnana almennt
hækka verulega, því að rikis-
sjóður tekur nú til sin gifurlega
fjármuni frá einstaklingum og
fyrirtækjum.
En þegar ljóst varð, að ekki
mundi unnt með þessum hætti að
knésetja Reykjavíik, var gripið
til ýmissa annarra úrræða. Orku
málaráðherra boðar nú ákaft, að
skerða eigi eignarhlut Reykja-
víkur í Landsvirkjun, og heil-
brigðismálaráðherra, sem raunar
er sama persónan, berst fyrir
því, að borgarlæknisembættið í
Reykjavík verði lagt niður.
Stofraunum Reykjavíkurborgar
eru meinaðar óhjákvæmilegar
hækkanir, vegna hins gifurlega
útgjaldaauka, sem orðið hefur á
síðustu mánuðum. Má þar nefna
strætisvagnana, rafmagnsveituna
og hitaveituna. Þessum fyrir-
tækjum er ætlað að mæta út-
gjaldaaukanum með taprekstri,
svo að fjárhagur þeirra þreng-
ist, saumhliða tekjuskerðingu til
borgarsjóðs sjálfs.
Hér hafa verið nefnd nokkur
dæmi um aðförina að Reykjavík.
Þau eru liður í markvissri
stefnu vinstri stjórnarinnar til
að lama höfuðborgina og koma
málefnum hennar á vonarvöl,
svo að unnt verði að setja „fram-
sóknarmanninn" til höfuðs borg-
arstjóra.
En gallinn er bara sá, að fram-
sóknarmenn þekkja ekki hug
þorra Reykvíkinga. Hins vegar
þekkja Reykvíkingar framsókn-
armenn frá fyrri tið og síðari,
og óhætt er að fullyrða, að
vinstri stjórnin mun fá sig full-
sad'da, áður en yfir lýkur í því
stríði, sem hún hefur hafið á
hendur höfuðborginni. Borgar-
búar muou snúast til varn-
ar undir forustu Geirs Hall-
grímssonar, borgarstjóra, og
borgarstjórnarmeirihluta síns
og þeirri vörn mun snúið í sókn
e'ns og gert var á tíimum fyrri
vinstri stjórnarinnar, sókn sem
enda mun með fullnaðarsigri yf-
ir vinstri öflunum.
Vígið óvinnandi
Oft heyrist þessari spurningu
varpað fram: „Hvers vegna eruð
þið sjálfstæðismenn alveg róleg-
ir, þótt nú sé við völd vinstri
stjórn. Sú versta og ráðlausasta,
sem hér hefur setið?“ Svarið við
þeirri spurningu er ekki flókið.
Núverandi stjórnarflokkar
fengu meirihluta í kosningunum
síðast liðið sumar, og þess vegna
var eðlilegt að þeir mynduðu
stjórn. Þeir höfðu verið í stjóm-
arandstöðu og lagt kapp á að
hrinda völdum fyrrverandi
stjórnar. Þeim bair því Skylda til
að sýna, hvers þeir væru megn-
ugir við stjórn þjóðmálanna. For
ustumenn Sjálfstæðisflokks-
ins vissu fullvel, að þessir
menn mundi ekki geta stjómað
landsmálum saman, nema-
skamma hríð — og skal hér ekki
tíundað allt það, sem þá skort-
ir til þess.
1 öðru lagi var ljóst, að nýj-
ungagirni hlaut að valda þvi, að
fleiri eða færri vildu reyna aðra
stjórnendur en þá, sem með völd
höfðu farið í meira en áratug.
Þessa „ánægju" verður að veita
þeim, sem hennar æsktu, og ekki
er nóg, að þeir fái bara að sjá
loforðalista vinstri stjórnarinn-
ar, heldur verður líka á það að
reyna, hvernig takast muni að
efna öll hin glæstu loforð. Og
nú er einmitt komið að skulda-
dögunum, enda eru ráðherrarn-
ir ekki jafn upplitsdjarfir og
þeir voru fyrstu vikumar og
márauðina, þegar þeir héldu, að
þeir hefðu himin höndum tekið.
En fyrst og siðast er þó ástæð-
an til þess, að sjálfstæðismenn
horfa brosandi á tilburði ríkis-
stjórnartetursins, sú að eitt vígi
er óunnið — og það er óvinn-
andi. Sjálfstæðismenn ráða höf-
uðborginni og þótt ekki væri
annars staðar frá þá kemur þeim
þaðan meira en nægur styrkur
til þess að veita vinstri stjóm-
inni það aðhald, sem nauðsyn-
legt er, meðan hún hjarir við
völd, og þar er líka næg-
ur styrkur til að koma þessari
stjórn frá völdum, eins og fyrri
vinstri stjórninni 1958, ef á þarf
að halda — sem raunar þarf ekki,
vegna þess að hún er orðin jafn
óvinsæl úti á landi eins og í höf-
uðborginni.
En svona einfalt er nú þetta
svar.
Harðnandi
lífsbarátta
Guðmundur Magnússon, próf-
essor, gat þess í erindi, sem
hann flutti nýlega, að á síðari
hluta ársins mundi lifsbaráttan
fara harðnandi og fyrst mundi
hagur atvinnufyrirtækjanna
versna. Raunar hafaTíjör manna
mjög verið skert síðustu mánúði
og hagur fyrirtækjanna versnar
líka dag frá degi. Þess vegna
þarf varla að efast um, að spá
Guðmundar í þessu efni sé rétt.
Vinstri menn hafa löngum
haldið því fram, að ástæðulaust
væri að afkoma atvinnuveganna
væri góð. Þeir hafa ýmist talið,
að rétt væri að halda fyrirtækj-
unum í svelti eða þá, að hrein-
lega bæri að leggja einkarekst-
ur að velli, svo að rikisvaldið
gæti vasazt i öllum málefnum
borgaranna. Aðrir gera sér
grein fyrir því, að auðlegð þjóð-
•arinnar kemur ekki frá öðrum
en atvinnugreinunum. Ef þrótt-
ur er dreginn úr atvinnufyrir-
tækjunum, hlýtur það að leiða til
versnandi hags landsmanna
allra, en ekki bara eigenda fyr-
irtækjanna.
Nú er framundan gífur-
leg hækkun útgjalda atvinnu-
fyrirtækja, líklega nálægt 15%,
ef ekki verður gripið til nýrra
vísitöluskerðinga eða haldið
áfram fyrri skerðingu hennar,
sem ákveðin var 1. marz. Þessi
útgjöld þreragja mjög hag út-
flutningsframleiðslunnar, og þau
gera það að verkum, að óhjá-
kvæmilegt verður að leyfa verð-
lagshækkanir hjá þeim fyrirtækj
um, sem selja á innlendum mark-
aði eða sjá um þjónustustörf.
Ef slikar hækkanir yrðu ekki
heimilaðar, mundi hagur fyrir-
tækjanna enn versna og þar
með lifsafkoma landsmanraa.
Glíman við
verðlagið
Um langt skeið hefur rikls-
valdið háð glímu við verðlagið,
ekki aðeins sú rikisstjórn, sem
nú situr heldur lika Viðreisnar-
stjórnin, og ríkisstjómir þær,
sem á undan henni sátu. Hér á
landi hefur allt frá þvi á styrj-
aldarárunum verið reynt að
beita þeim brögðum í þess-
ari glímu, sem nefnd eru verð-
lagshöft. En verðbólgukappinn
hefur staðið öll brögð af sér og
hefur aldrei verið sprækari en
einmitt nú.
En samhliða þvi sem óðaverð-
bólga er að ríða yfir, versnar
hagur íslenzkra atvinrauvega —•
og þar með lika launamanna. Og
þess vegna er engin furða, þótt
menn velti þvi fyrir sér, hvort
verðlagshaftadraugurinn þýði
beinlínis meiri verðbólgu en ella
mundi vera.
Flest ríki Vestur-Evrópu
bjuggu við margháttuð höft
fyrstu árin eftir styrjöldina, þar
á meðal verðlagshöft og hvers
kyns vinstrivillu og ofstjórnar-
æði ríkisváldsins. Þau hafa öll
horfið af þessari braut og innleitt
meira frjálsræði. Við íslending-
ar einir sitjum eftir í þessu
haftaneti, sem nú er verið að
fastríða.
Satt bezt að segja er engin
furða, þótt stjórnarherramir
séu nú eins og gapuxar, sem
ekki vita sitt rjúkandi ráð. Þeir
segjast þjarma að fyrirtækjun-
um eins og frekast sé unnt og
heimila eins litlar hækkanir og
hugsanlegt sé. Samt hefur þeim
tekizt að koma af stað hvort
tveggja í senn, óðaverðbólgu og
verulegri kjaraskerðingu.
En það er einmitt þessi
reynsla, sem stjómarandstæðing,
ar hafa beðið eftir að i ljós
kæmi. Stefna ofstjómarmanna,
andstaða frjálsræðisstefnunnar
hefur leitt til þess öng-
þveitis, sem framundan er á öll-
um sviðum íslenzks þjóðlífs.
Þess vegna dæmir hún sig sjálf
og þá verður unnt að hefja nýja
og \ þróttmikla uppbyggingu
' á grundvelli frjálsræðis.