Morgunblaðið - 30.04.1972, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.04.1972, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRJL 1972 htLAssur I.O OP. Rb. 4 s 1215281 — 9. Hl. Bræðraborgarstigur 34 Kristileg samkoma sunnudag kl. 8.30. Sunnudagaskóli kl. 1100f. h. Skrífstofa Félags einstæðra foreldra er að Traðarkotssundi 6. Opið er mánudaga kl. 17—21 og fimmtudaga 10—14. S. 11822. Bræðrafélag Fríkirkjusafnaðarins heldur aðalfund sinn i dag kl. 3 e. h. i Iðnó uppi. Fjöhmennið og komið með nýja félaga. Stjómin. Fíladeffía. Reykjavik Almenn guðsþjónusta kl. 8. Ræðumenn Eimar Gislason og Hallgrfmur Guðmannsson. Fjöl breyttur söngur undir stjórn Áma Arinbjarnarsonar. Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Félagsstarfið feWur niður um tíma í Tónabæ vegna breytinga í húsinu miðvikudag inn 10. maí hefst félagsstarf eldri borgara að Norðurbrún 1. Hörgshlíð 12 Almenm samkoma, boðun fagn aðarerindisins í kvöld, sunnu- dag kl. 8. Kristniboðsfélagið í Keflavik Fundur verður i Kirkjulundi mánudagskvöldið 1. maí kl. 8.30. Lesið verður bréf frá Gid- ole. Gunnar Sigurjónsson guð- fræðingur talar. Allir velkomn- ir. Hafnarfjöröur: Avarp 1. maí nefndar íslenzk verkalýðshreyfing treystir samtök sin 1. maí 1 ör- uggri vissu þess og vitund að grundvöilur allra kjarabóta, allrar sóknar samtakanna bygg- ist á því að samtökin séu vak- andi, heilsteypt og sterk. Á þessum vordegi er íslenzka þjóðin stödd á öriagastundu, út- færsla iandhelginnar í 50 mil- ur verður orðin staðreynd að f jórum mánuðum liðnum. Verður þar að veruieika krafa verkaiýðssamtakanna og reynd ar þjóðarinnar allrar. Þjóðarnauðsyn krefst þessara aðgerða þar sem fiskimiðin eru þýðingarmestu auðlindirnar sem Islendingar hafa til lífsbjargar. Því hiýtur verkalýðshreyfing- in að gera útfærslu iandhelginn ar í 50 sjómílur að aðalefni í há tíðarhöidum sinum 1. maí 1972. Fyrsti maí er baráttudagur, skal þess minnzt nú að tvær meg inkröfur verkalýðsins, sem sett ar hafa verið fram og barizt íyrir á undanförnum árum þ.e. stytting vinnuvikunnar í 40 klukkustundir og mánaðarorlof, hafa nú náð fram að ganga. Er ríkisstjórninni þökkuð framganga hennar fyrir þvi að svo skuii hafa tekizt til en jafn- hiiða skal hún mínnt á fyrir- heit sin um 20% kaupmáttar- aukningu. Krefjast verður þess að verð- hækkunarskriðan verði stöðvuð og ailar hækkanir á lífsnauð- synjum almennings bannaðar. Hafnfirzk alþýða, fram til baráttu. 1. nnaí-nefnd verkalýðsfélaganna i Hafnariirói. EIM Skrifstofustöri Stúlkur óskast til vélritunarstarfa og til að- stoðar í bókhaldi. Umsóknir er greina frá aidri, menntun og starfsreynslu, sendist afgreiðslu biaðsins fyrir nk. miðvikudagskvöld, merktar: „1065“. Sumarstarf Veitinga- og verzlunarstað úti á landi vantar reglusaman afgreiðslumann á benzín, olíur og fleira í f jóra mánuði, eða júní—sept. Umsókn ieggist inn til blaðsins fyrir 10. maí nk., merkt: „Reglusamur — 56“. Aðstoðarlæknisstöður Þrjár stöður aðstoðarlækna við Barnaspítala Hringsins í Landspítalanum eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast til 6 mánaða, 2 frá 1. júlí og 1 frá 1. október nk. Laun sam- kvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- víkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. — Umsóknir með upplýsingum um aldur, náms- feril og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rík- isspítalanna, Eiríksgötu 5, fyrir 31. maí nk. Reykjavík, 28. apríl 1972. Skrifstofa ríkisspítalanna. RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÚLANS - REIKNISTOFA vill ráða tvo aðstoðarmenn. — Störf þeirra verða fjölbreytileg, en einkum þó rafreikni- forritun. Reiknistofa mun annast menntun starfsmanna í forritun. Æskilegt er, að um- sækjendur hafi nokkra undirbúningsmennt- un í stærðfræði, t. d. stúdentspróf úr stærð- fræðideild. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins, en ráðast af menntun og reynslu. Nánari upplýsingar eru veittar í reiknistof- unni, Dunhaga 3, og í síma 21340. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar fyrir 10. maí nk. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4, auglýsir iaus til umsóknar eftirtalin störf: Starf forstöðukonu við Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins. Starf fulltrúa í fjölskyldudeild til að annast afbrotamál barna og unglinga. Starf fuiltrúa í fjármála- og rekstrar- deild. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borizt stofnun- inni fyrir 11. maí nk. Frekari upplýsingar um störfin veitir skrif- stofustjóri stofnunarinnar. FélagsmáJastofnun Reykjavíkurborgar. Áhugasöm og rösk stulka með góðri kunnáttu í vélritun, ensku og ís- lenzkri réttritun, getur fengið fjölbreytt skrifstofustarf. Þarf helzt að hafa Verzlun- arskólapróf eða annað hliðstætt próf. Tilboð, merkt: „Starf — 55“ sendist afgr. Morgun- blaðsins. Cötunarstúlka Viljum ráða nú þegar götunarstúlku í véla- bókhaldsdeild vora. Mjög góð laun í boði, ef um vana stúlku með starfsreynslu og bókhaldsþekkingu er að ræða. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist aðalskrifstofu félagsins, Hafn- arstræti 5, fyrir 8. maí nk. Olíuverzlun íslands hf. Lagtækir menn ósknst til teppalagninga. — Framtíðaratvinna. Austurstræti 22. Aðstoðorlæknisstnðn Staða aðstoðarlæknis við Bamaspítala Hringsins í Landspítalanum er laus til um- sóknar. Staðan veitist frá 1. nóvember nk. til eins árs, með möguleika á framlengingu um 1 ár. Laun samkvæmt kjarasamningi Lækna- félags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkis- spítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórn- arnefnd ríkisspítalanna, Eiríksgötu 5, fyrir 31. maí nk. Reykjavík, 28. apríl 1972. Skrífstofa ríkisspítalanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.