Morgunblaðið - 30.04.1972, Qupperneq 28
TVmíG^
STULKA
OSKAST.
1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur.
„Mér þykir þetta leitt, sir
Roy, en þessir miðar á rúðun-
um hjá ykkur gætu hafa verk-
að ögrandi. Haldið þéir það ekki?
Ekki þó svo að skilja, að það sé
nein afsökun í sjálfu sér.“
„Og hvað voruð þéx svo að að
hafast á meðan þetta gaiman fór
hér fram? Hafið náttúrlega ver
ið að leita uppi ólöglegar bíl-
stöður og útrunna stöðumæla."
„Nú orðið sjá umferðareftir-
litsmenn um slíkt, sir Roy. Ég
var í minni tiiskipuðai eftirlits-
ferð og mig bar hér að aðeins
tveim minútum á undan yður.
Því miður ekki nógu fljótt til
að stöðva þennan ósóma.“
Ég mætti augnaráði hans í
fyrsta og eina skiptið, um leið
og hann sagði þetta. Af hátta-
lagi hans og svip 9á ég, að hon-
um var ekki alveg ókunnug nýja
baráttuaðferðin „öefug kröfu-
gerð“ og honum væri svo sem
ekkert á móti skapi að striða
Roy svolítið með því að gefa það
í skyn, að yfirvöldin hefðu
horft með ánægju á skemmdar-
varga eyðileggja hjólbarða fyr-
ir frægum andstæðingi skipu-
lagsins. Svo bætti hann við með
ívið valdsmannlegri tón: „Yður
er það Ijóst, að þetta hverfi er
dálítið sérstakt. Hér er brezka
bókasafn ið til húsa og Carlton-
klúbburinn o.fl. Hér fer ails
konar fólk um götumar."
Harold ók sínum bíl af stæð-
inu, án þess nokkurn tíma að
líta i áttina til okkar. Roy leit
upp og mæðusvipur færðist
yfir andlit hans. Svo sneri hann
sér að lögregluþjóninum: „Var
það nokkuð fleira? Viljið þér fá
skýrslu frá mér í þríriti eða
læknisvottorð eða . . .“
„Nei, ég ætlaði bara að vita,
hvort ég gæti verið til að-
stoðar.“
„Nei.“
Lögregluþjónninn bar hönd-
itna upp að hjálminum í kveðju-
skyni og fór.
„Hvað eigum við þá að gera?“
spurði ég.
„Hvað eigum við að gera? Jú,
nú förum við uppeftir til Craggs
og látum dyravörðinn þar taka
þetta að sér. Svo fáum við okk-
ur konáakið, sem ég minntist á
áðan. Eða ég fæ mér það. Þér
er það líka vel'komið, ef þú vilt.
Reyndar er þetta hjólbarðamál
heldur jákvætt, þegar á allt er
litið. Saigði ég það ekki líka að
einhverjum gæti orðið heitt í
hamsi út af spjöidunum. Þetta
sýnir einmitt, að í borgaraleg-
ustu hverfunum rikir sannur . . .
hæ, leigubíill!"
7. kafli.
Gaffallinn hans Copes.
„Hvað er hann gam.all?"
spurði ég Vivienne um kvöldið.
„Þótt undarlegt megi virðast,
fæst hann aldrei til að segja það.
En ætli hann sé ekki um sex-
tugt.“
„Og býr einn?“
„Já, síðan móðir mín dó fyrir
sex árum. En bræður mínir og ég
heimsækjum hann í hverri viku.
Eitt okkar í senn. Hann borðar
hádegismat á kránni og svo
kemur kona til hans á morgn-
ana og matreiðir kvöldverð
handa honum, sem hann hitar
svo á kvöldin. Hún gerir lika
hreint."
„Og hvað gerir hann á dag-
inn?“
„Hann hefur þessa vinnu sina
hjá sértrúarflokknum á morgn-
ana og stundum síðari hluta
dagsins líka. Svo hefur hann
gaman að tónlist. Gilbert
og Sullivan og vínarvölsum og
„Kátu ekkjunni" og þess hátt-
ar. En þú telur það víst varla
tónlist.“
„Víst geri ég það.“
„Á vissan hátt. Ertu ekki van
ur að segja það?“
Þessi athugasemd fannst mér
ólík henni. „Ef þú vilt, þá það.
En því skyldi mér ekki finnast
það tónlist?"
„Vegna þess að flest það, sem
öðrum finnst tónlist, finnst þér
ekki vera það.“
Vivienne hafði vferið venju
fremur stutt í spuna og annars
hugar jafnvel af mánudegi að
vera, nema þessa stund í svefn-
herbergi mínu fyrir klukkutima
eða svo. Samt fannst mér hún
gera sér töiuvert fiar um að láta
ekki á því bera. Það var líka
nýbreytni. En strætisvagninn,
sem við sátum í, var kominn á
áfangastaðinn, áður en mér
vannst tími til að ræða það við
hana. Ég naut þess eins og
venjulega að horfa á göngulag
hennar, létt en ákveðið, og
gleymdi öilu saman. Hún var i
klæðilegri brúnni buxnadragt
sem kom mér þægilega á óvart.
„Það er bara nokkurra mín-
útna gangur héðan,“ sagði hún.
„Þetta er falleg dragt, sem þú
ert í, Viv. Er hún ný?
„Já, ég fékk hana í dag. Þetita
er í fyrsta skipti sem þú lætur í
ljós ánægju yfir því, hvernig ég
er klædd.“
„Fyrirgefðu. Ég . . .“
„Það gerir ekkert." Hún tók
um handiegginn á mér. „Mér er
alltaf mikið í mun, að allt fari
vel svona við fyrstu kynni, þeg-
ar ég kem með einhvern i heim-
sókn. Það fer alltaf vel, en þó
er éig dálítið kvíðin.“
Nú hefði verið tækifærið til
að spyrja hana, hvers vegna
hún vildi, að ég heimsækti föð-
ur hennar. En eins og enöranær
treysti ég mér ekki til að spyrja
án þess að á tóninum hcyrðist,
að mér fyndist þetta skrýt-
ið uppátæki.
„Hefurðu farið með hinn ná-
ungann til hans?“
„Hvern?“
„Hinn- náungann . . . þú veizt.“
„Ekki nýlega."
„Lömgu áður en þú ákvaðst að
fara með mig?“
„Já. Hann tók þvi betur, en
ég bjóst við að þú mundir gera.“
„Ég 9kii.“
Við gengum fram hjá íibúðar-
húsaröð með litlum blómagörð-
um fyrir framan og lituðu gleri
í fiorstofuhurðinni. Vivienne
gekk upp að einu þeirra og
hrimgdi bjöllunni.
„Veit hann, að við sofum sam-
an?“
„Já, hvort hann veit.“
„Hvað áttu við?“
„Hann hefur aldrei spurt, svo
éig hef heldur ekki sagt honum
það. Hvorki um þig eða aðra.
En auðvitað veit hann það.
Hann hlýt-ur að vita það.“
„Það er ágætt."
Dyrnar opnuðust og lágvax-
inn þreklegur maður hleypti
okkur inn. Hann var sköllóttur
en með smyrtilegt skegg í vöng-
um og á höku. En ekkert á efri
vörinni. Þá fannst mér allt i
einu hún hafa komið með mi.g til
þess að hanm gæti gert saman-
burð á mér og hinum náungan-
um. En svo skammaðist ég mín
fyrir að ætla henni siíkt. Samt
fannst mér við og við allt kvöld
ið, að ég sæti þarna andspænis
leikara, sem Roy hefði leiigt, til
að þvæla mér inm í einhverjar
ráðagerðir.
„Komið þér sælir, Copes."
„Gaman að sjá yður aft-
ur. Nei, bíðum við . . . voruð það
etoki þér sem . .
Hann strauk vandræðalega
um vanga sér og höku. Mér
fannst hamn vera að losa sig við
myndima af himum náunganum
Ur huga sér, svo ég fór að velta
þvi fyrir mér, hvort við værum
svona líkir. Þá mundi ég, að Viv
hafði sagt, að hann væri lítið
hærri vexti en hún og hlaut því
að vera töluvert lægri en ég, og
tók gleði mina aftur.
„Nei', pabbi, þetta er Y-and-
ell . . . Douglas Y-andell“, sagði
húm og lagði áherzlu á ypsilon-
ið, eins og venjulega þegar hún
kynnti miig, svo fólk héldi eklki
að ég héti Randall.
„Já, já, Viví mín, ég skil, ég
skil. Komið þið innfyrir, »erið
þið svo vel. Við skulum fá okk-
ur hressingu."
Við komum inn í stofu sem
greinilega var lika vinnustofa.
Þar var skráfborð sem hægt var
að renna loku yfir og á þvi rit-
vél, bréfavigt og alls komar
handibækur, að þvi mér sýndiisg,
Veggirnir voru þaktir myndum.
Þar gaf að lita endurprentun af
„Ljósi heimsins" eftir Holman
Hunt, ljósmyndir af erkibisk-
upnum í Kamtaraborg, frægum
bandarlskum evanigelista, negra-
dýrlingi og einhverjum, sem vel
gat verið Samuel Wesley, lit-
prentuð mynd af Hayden, blað-
síður úr fornum biblíuhandrit-
um og myndiskreyttir sálmar.
Copes bamdaði með hendinni.
„Hér er eitthvað fyrir alla,“
sagði hann og gek'k að spi'la-
borði, sem klætrt var bleikum
dúk. Á því stóð silfurbakki með
borðflösku og þremur glösum.
Hamn hellti í glösin og rétti
okkur.
OnCIECH
velvakandi
0 Óskiljanleg afstaða
Breta og Þjóðverja
Hér er landhelgismálið á
dagskrá.
„Okkur Islendingum er alveg
óskiljanleg sú afstaða, sem
Bretar og Þjóðverjar og jafn-
vel sumar Norðurlandaþjóðir
hafa tekið í sambandi við út-
færslu islenzku landhelginnar
til verndar fiskstofnum og
hrygningarsvæðum hér við
strendur íslands.
Þessar þjóðir virðast ekki
enn skilja hina augljósu hættu,
sem stafar frá hinum ægilega
fiskveiðiflota, sem stórveldin,
svo sem Rússar og Japanir,
eru farin að senda um heims-
höfin og þar á meðal að þreifa
fyrir sér hér á Islandsmiðum.
Þeir gefa þessum stórþjóð-
um byr undir báða vængi með
afstöðu sinni gagnvart út
færslu landhelginnar, til að
herja á íslenzka fiskstofninn
og uppræta hann á einu ári
með hinum geysilegu veiði-
tækjum, sem þessi skip eru bú-
in. í stað þess að styðja mál-
stað Islendinga í þeirri við-
leitni að vernda fiskstofninn,
þá eru þeir reiðubúnir að berj-
ast með klóm og kjafti til að
koma í veg fyrir það.
Hvað gætu t.d. Bretar ímynd
að sér, að prósentutala þeirra
eða hlutur yrði hár, í sam-
keppni þeirra við hin mörgu
og stóru veiðiskip þessara
þjóða, Rússa og Japana.
Ég er hræddur um að sú
prósentutala, sem Bretar yrðu
að sætta sig við, yrði nokkuð
smá.
Það er kannski skiljanlegt að
þetta eina togarafélag i Þýzka-
landi, sem undanfarið hefur
sent skip sin til veiða á Islands
miðum sé ekki búið að átta sig
á hættunni, sem stafar frá
þessum miklu fiskiflotum
Rússa og Japana.
En hins vegar er það óskilj-
anlegt að hin framsýna og
drengilega rikisstjórn Þýzka-
lands skuli ekki sjá hættuna,
sem þetta forðabúr Evrópu-
þjóðanna er í.
Hitt er kannski annað mál,
að Bretar hafa alltaf verið
sjálfum sér likir með ágang á
auðlindir annarra þjóða.
Eftir að hafa uppétið fiskinn
við strendur heimalands sins,
og ekkert hugsað um að verja
eða vernda fiskistofninn, hafa
þeir ætt úr einu landinu í ann-
að og eytt og uppurið auðlind-
ir þeirra, og að lokum étið út-
sæðið og skilið svo allt eftir í
auðn. Og nú ætla þeir að leika
sama leikinn við smáþjóðina á
Islandi.
1 stað þess að láta Breta æsa
sig upp til óhæfuverka, ættu
þær þjóðir, sem skilja hina
raunverulegu hættu, sem
steðjar að hinum einu raun-
verulegu hrygningar- og upp-
eldisstöðum þorksstofnsins að
standa með íslendingum, að
vernda þetta forðabúr Evrópu
og útiloka ásókn stórþjóðanna
áður en allt er um seinan.
M. Á. F.“
0 Óhæfur útvarpsþáttur
„Kæri Velvakandi!
Gleðilegt sumar! Ég
skrifa þér nú vegna þess, að
ég get ekki orða bundizt út af
þætti, sem ég hlýddi nýlega á
í útvarpinu, „Og svo fór ég að
skjóta." Ja, það sér á að það
er komin ný ríkisstjóm og þar
með annað útvarpsráð. Útvarp-
ið er orðið svo pólitískt eða
réttara sagt kommúnistískt að
það er ekki að verða hlustandi
á það. — Ekkert skil ég í að
þættir á borð við þann, sem að
framan greinir, hafi ekki þver-
öfug áhrií við það sem þeim er
ætlað, jafn ógeðslegur, einhliða
áróður og í honum fólst. Nú
dettur mér ekki í hug að ætla
að fara að hreinþvo alla Banda
rikjamenn af öllum hryðju-
verkum í Víetnam, enda engin
von. Finnst mér að hvorki þeir
né aðrir, sem í þann hryllings-
leik er atað, haldi heilum söns-
um til lengdar. En að fara að
draga fram í dagsljósið sannar
eða lognar hryðjuverkasögur
af Bandarikjamönnum einum
og hrópa svo bara: „Það er
lygi! Það er lygi!“ þegar átti
að fara að bendla Norður-Viet-
nam við eitthvað slikt líka, þá
hefur nú líklega flestum óblind
um verið nóg boðið og mér er
spurn: Hefir nokkur heyrt ann
an eins málflutning? Eða þá
spurningin: „Ef ráðizt væri
á þig á þínu eigin heimili,
myndirðu ekki reyna að bera
hönd fyrir höfuð þér?“ — Ég
held að eins væri hægt að orða
þetta þannig: „Ef einhver á
þínu eigin heimili réðist á þig,
til að kúga þig eða drepa,
myndirðu þá ekki verða feginn
að einhver óviðkomandi veitti
þér lið?“
Ef einhver hefur álitið í byrj-
un þáttarins, að þeir sem fluttu
hann, hafi gert það í einlægri
friðarviðleitni, þá skil ég ekk-
ert í að flestir hafi ekki séð
í gegn, þegar að lokaorðunum
kom og einum áróðursmannin-
um varð sú óhemju skyssa á
að svipta alveg af sér grím-
unni og klikkja út með því að
fara að tala um herinn á Kefla-
víkurflugvelli. Hér áður var oft
gaman að þættinum um heims-
málin. Nú er ekki orðið hlust-
andi á hann fyrir sama áróðr-
inum, þvi þegar orðið auðvald
og auðvaldsstefna er farið að
koma fyrir kannski í annarri
hvorri setningu í heilum þætti,
þá fer nú að verða þreytandi að
hlusta. — Nei, það þarf enginn
að láta sér detta í hug að svona
áróður sé hafður í frammi af
einskærum friðarvilja. Siður en
svo. Þá mundi allt ofbeldi
dæmt jafn hart, hvort sem
Norður-Víetnamar sýna það
Suður-Víetnömum eða Banda-
ríkjamenn Norður-Vietnömum.
— Mér finnst nú að ef útvarps-
ráð hið nýja treystir sér ekki
til að snarhætta slíkum áróðri
þá ætti það að hafa vit á að
segja af sér hið fyrsta áður en
fólk fer að segja upp eða láta
loka útvarpstækjum sínum.
Með beztu kveðju.
0 Biðröð í sundlaugum
„Kæri Velvakandi.
Mikil er ösin á sundstöð-
unum þessa dagana. Ég er einn
þeirra, sem oft koma í Laugar-
dalinn til að synda, stundum á
mesta annatímanum. Er þá
jafnan biðröð og oft þarf að
bíða góða stund eftir að skáp-
ur losni. Það fer hins vegar
ekki fram hjá fastagestunum,
að fjölmargir skápar eru ekki
í notkun — vegna þess að lás-
ar eru bilaðir o.s.frv. Ég hef
gert það að gamni mínu að
kasta lauslega tölu á þessa
„dauðu" skápa, þeir skipta oft
tugum.
Einn baðgesta áræddi á dög-
unum að vekja athygli af-
greiðslunnar á ástandinu og
sagði, að þessar biðraðir yrðu
e.t.v. úr sögunni, ef allir fata-
skáparnir yrðu teknir i notkun
— og var mjög kurteis.
En hann fékk óblíðar mót-
tökur hjá konunni i afgreiðsl-
unni, en hún upplýsti
m. a. að sundlaugarstjór-
anum væri fullkunnugt um
þetta — svo að hér var
ekki verið að upplýsa neinn
leyndardóm.
Ég veit ekki skýringuna og
spyr því: Hvers vegna er ekki
reynt að hafa alla skápa not-
hæfa svo að fólk þurfi ekki að
bíða í lanigri halarófu eftir
plássi?
G. G.“
Sundlaugargestur."