Morgunblaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAl 1972 13 Mánudagur: Panduro um smygl Smyglarar Leifs Panduro virð ast njóta taisverðra vinsælda hér, enda gefur framhalds- myndaflokkurinn býsna Ijósa mynd af vinnubrögðum smygl ara i Danmörku. En hversu nærri raunveruleikanum er flokkurinn? „Ég hefði auðveldlega getað smyglað talsverðu magni inn í landið meðan við unnum að gerð Smyglaranna — eða svo sagði alla vega smyglarinn, sem hingdi til mín einn daginn. Eng- um dettur í hug að leita á ykk- ur eða kanna hvað fram fer með an á tökunni stendur, sagði hann í símann — og bauðst svo til að kaupa af mér smyglið.“ Þannig segist Pamduro sjálfum frá í viðtali, þar sem hann var m.a. spurður hvemig hann hefði öðlazt þessa þekkingu á starfs- háttum smyglaranna. „Við leituðum á náðir rann- sóknardeildar tollgæzlunnar og röbbuðum þar við Boserup, toll gæzlustjóra og starfsmenn hans. Við spurðum þá um allt sem viðkemur starfinu, og feng- um mikinn fróðleik um starf þeirra, þó að þeir vildu ekki leysa frá skjöðunni um ýmis einstök atriði — svo sem hvem ig þeir gætu vitað upp á hár á hvaða tima smyglbátur heldur frá a-þýzkri höfn. Eins fengum við engar upplýsingar um sam- starf tollgæzlunnar og sjóhers- ins. Þess vegna skálduðum við í eyðurnar — aldrei þá alveg út í loftið. Iægar blöðin sögðu frá þvi að ég ynni að því að skrifa þennan myndaflokk, hringdi smyglari einn til mín og gaf mér ýmis góð ráð, þ. á m. hvernig ég gæti leikið á yfirvöldin með þvi að nota kvikimyndatökuna sem yfirskyn fyrir smyglstarfsemi. Ég fékk einnig góðar ábending ar um hvemig hraðbátar eru notaðir í Ricardo, Blask og fleiri frægum smyigihöfnum. En um f járhagslega hlið málsins gat ég ekkert fengið að vita og varð þvi að nota hugmyndaflugið þar. En ég sendi handritið til tollgæzlustjórans og rannsóknar deiidarmannanna og fékk það svar, að þetta væri sann- gjörn frásögn og ekki út í _hött. Simygl er ainna.rs biómstrandi Blaðamaðurinn og vinkona hans sem nú hefur hafið þátttöku i leitinjú að smyglurunum. atvinnuvegur. Mínar brellur getur enginn notað lengur — tollgæzlan þekkir þær fullvel. Annars uppgötvaði ég sjálf- ur, að sökíkva mátti smyglvarn- ingi niður á mikið dýpi með þvi að setja hann i strigapoka, hálf fullan af matarsalti. Eiftir ákveð inn tima mun saltið verka þann- ig, að það lyftir pokanum með vamingnum aftur upp á yfir- borðið. Það gerist þó ekki fyrr en nokkrum dögum seinna, og þá eru tollverðirnir auðvitað á Blaðamaðurinn og rithöfundur- inn í erfiðri aðstöðu. bak og burt, svo að maður get- ur i ró og næði veitt góssið upp úr vatninu. En þessi aðferð er einnig úr sögunni, þvi að nú veit tollgæzlan um hana. Síðustu fréttir herma, að nú séu sígar- etturnar sóttar til Póllands í stað A-Þýzka'lands — og i einka flugvélum, sem geta lent nærri því hvar sem er eða þá að þær varpa farminum niður. Þvi náð- um við ekki í myndaflokkinn — en svona er uppátektarsemin frumleg í stéttinni." I>etta eru allt beztu karlar - segir Jens Eyjólfsson, dyravörður Alþingis, sem varð 80 ára 1. maí VAKI.A hvarflar að nokkrum, sem á erindi niður í Alþingi, að sá vörpulegi maður, sem upp lýkur löggjafarsamkundunni fyr- ir mönnum, hafi fyllt áttunda áratuginn. Jens Eyjólfsson heit- ir sá og er fæddur á Kirkjubóli i Valþjófsdal við Önundarfjörð hinn 1. mai 1892. Hann er sonur hjónanna Eyjólfs Jónssonar, út- vegsbónda, fæddum á Mýrar- tungu í Keykhólasveit og ætt hans öll þar í Breiðafjarðareyj- um og á Barðaströnd. Móðir Jens, Kristín Jónsdóttir, er ön- firzkrar ættar, uppalin á Hvilft. Á æskuárum stundaði Jens sjóróðra með föður sínum, bæði á árabát og mótorbát. Honum segist svo frá: — Pabbi var mikill sjómaður og aflamaður. Hann var einn af þeim fyrstu, sem fékk mótorbát. Það var 1906 og reri ég með honum sex ver- tíðir, en var þá látinn fara í land. Við bræðurnir vorum þrír á bátn- um. Okkur hlekktist svolítið á, ekkert alvarlega samt. En það var nóg til þess, að móðir mín vildi ekki að ég yrði áfram með þeim. Hún hafði misst þrjá bræður sina og afa í sjóinn og keypti mig til þess að hætta með því að bjóða mér að fara í Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Það var 1910. En mig langaði þó allt- af til að fara á sjóinn. Togara öldin var að byrja og hjá okkur höfðu gist kunnir togaramenn, sem voru að fara á enska togara. Jens minnist skólaáranna með mikilli ánægju. Hann var mikill íþróttamaður og rammur að afli, en það var einn af leikjum þeirra skólapilta að jafnhatta hver annan með annarri hend- inni: — Þótt skrýtilegt sé, þurfti ég einu sinni á þessu að halda. Þá var ég verkstjóri hjá Tulini- us. Hjá mér vann unglingspiltur, flogaveikur, og féll hann i sjó- inn í einu kastinu. Ég náði taki á honum með annarri hendinni, en með hinni varð ég að passa, að hann færi sér ekki að voða, þvi að hann hélt alltaf á sildarhnifn- um. Mér tókst að ná fótfestu á bát og bryggjubita. Enginn kom mér til hjálpar svo það fauk í mig og ég kastaði piltinum upp iá bryggjuna. Þetta var áreiðan- lega mesta átak, sem ég hef gert á ævinni. Pilturinn var í klofstíg- vélum, fullum af sjó. Jens hefur sagt mér, að á skólaárum sínum hafi Matthias Jochumsson oft verið á ferðinni uppi i skóla: — Eitt kvöld bað Stefán skólameistari mig að finna sig. Þá var Matthias þax og átti ég að fylgja honum niður i bæ. Á leiðinni niður Eyrar- landsveginn spurði Matthias mig hverra manna ég væri, og þá kom upp úr kafinu, að þeir höfðu verið leikbræður, hann og afi minn, Jón Sveinbjörnsson á Reykhólum. Eftir þetta varð ég alltaf að fylgja honum i bæinn og mátti aldrei fara úr skólan- um, ef hann kom þangað. Matt- hías var yndislegur maður, en ég var svo mikill strákur, að ég tók ekki nógu vel eftir honum. Hann fór út í huldufólkssögur og ættfræði og allt mögulegt frá Breiðafirði. Þegar Jens fór í gagnfræða- sikólann stóð til að hann gerðist leikfimikennari. En hugur hans hneigðist til annars og eftir gagnfræðapróf gerðist hann í eitt ár verzlunarstjóri i verzlun- inni Berlin, sem var í Innbæn- um, rétt hjá gamla Hótel Akur- eyri. Hana áttu „yngri bræður", sem kallaðir voru, Jóhannes og Sigvaldi Þorsteinssynir, sem sið- ar settu upp hinar frægu verzl- anir Hamborg og París. Eftir þetta rak Jens verzlun á Flat- eyri, sem hann seldi bræðrum sínum 1918, og 1915 setti hann upp verzlun á Siglufirði, en flutt- ist þanigað ári siðar, er hann kvæntist Guðrúnu Jóhannesdótt- ur frá Akureyri: — Hún var glæsileg kona og dugleg og hafði ágæta söngrödd. Ég var mikið öfundaður í gamla daga að hafa náð í hana. Það var tignarleg sjón að fara í kirkjuna í Siglu- firði, þegar þær sungu báðar, hún og frú Sigriður, kona séra Bjarna. Börn þeirra Guðrúnar voru sjö og eru þrjú þeirra látin, svo og fósturdóttir þeirra, Valgerður Þórólfsdóttir, konar Björgvins Júníussonar. Á lífi eru: Unnur, gift Viktori Jakobssyni, sölustjóra hjá BP. Kristin, gift Arnaldi Þór, garð- yrkjubónda á Blómvangi, Mos- fellssveit. Jóhannes, bankamaður í Reykja vi'k. Margrét, gitft Sigfúsi Emi Sig- fússyni, verkfrapðingi. 1922 fluttist Jens til Akureyr- ar og bjó þar i 32 ár. — Ég stundaði mina vinnu mest utan- bæjar, — var verkstjóri við sild- saman arverkun í 36 ár hjá sjálfum mér og öðrum, bæði á Akureyri, Siglufirði, Sauðárkróki og á Austfjörðum. Ég hafði ágæta húsbændur á mínum ferli eins og Ottó Tulinius, Ásgeir Péturs- son og Svein Benediktsson. Tulin- ius var mikill síldarkaupmaður og útgerðarmaður á Akureyri og sömuleiðis Ásgeir, sem var mik- ilmenni og gerði út stóran flota. Á sínum tíma fékkst Jens við útgerð. Hann keypti linuveiðar- ann Bjarka 1945: — Ágætisskip, sem við gerðum út á síld- og þorsikveiði. Hann var öll árin á síld fyrir Norðurlandi, en þá voru sildarleysisár. En við vor- um fyrstir i síldina hér á Sund- unum (Hvalfjarðarsíldina). Við höfðum ágæta, smáriðna snurpu- nót ög fiskuðum vel, en urðum að fara norður i Siglufjörð með mest af síldinni, af því að bátur- inn var svo stór. Þetta var fyrsta smáriðna snurpunótin og var sett upp á Akureyri til þess að veiða smásild, en fram að þeim tíma voaru notaðar landnætur. Ég var við þær sex vor á Akureyr- arárunum og kynntist þvi sáld- inni vel. En þetta var mjög erfið vinna. Þessar stóru nætur voru dregnar að landi á handspilum. Meðan Jens var á Akureyri lét hann málefni Sjálfstæðis- flokksins talsvert til sin taka: — Ég vann mikið að kosningu Sigurðar Hlíðar og sérstaklega Jónasar Rafnar — ég hafði þá með kosningaskrifstofuna að gera. Séra Jónas á Hrafnagili hatfði verið kennari minn og Jón- as vinur minn Rafnar, læknir, bjargaði lífi minu í spönsku veikinni, svo að mér þótti vænt um að geta unnið fyrir Jónas Rafnar. Sigurður Hliðar var ágætlega vinsæll maður og gott að vinna fyrir hann. En það var þó ennþá betra að vinna fyrir Jónas. Hann var líka vinsæll og hans ætt. Þeir voru margir, sem faðir hans hafði hjálpað. — Svo vann ég annað á Akur- eyri, sem mér þótti gaman að. Ég var fyrir lýðveldiskosninga- skrifstofunni og lýðveldiskosn- ingunum. Þar gerðist margt spaugilegt. Það var t.d. slagur- inn milli sýslumannanna, sem voru að keppast við að ná 100% þátttöku. Sérstaklega man ég eftir Júliusi Havsteen, Þorsteini Þorsteinssyni, Sigurði Sigurðs- syni frá Vigur, sýslumanni Skagfirðinga og Gisla Sveins- syni. Hann var afskaplega ýtinn. Það var ekki hægt að komast fram hjá honum. — Fjöldi fólks ætlaði ekki að taka þátt í kosningunum á Ak- ureyri, t.d. voru forspiakkar A1 þýðuflokksins á móti, en þeir réðu ekki við fólkið. Islenzki fán- inn hafðd ekki verið hifður upp i Menntaskólanum á kosninga- daginn. tít af því var mikil reiði í bænum. Ég var í stöðugu sam- bandi við Reykjavík og það hringdu í mig sex sýslumenn og spurðu mig, hvort þetta væri „SUMARÐ 1971 fór hljómisveit ungmennia frá New Jersey-fylki í Bandaríkjunum í hljómleikaíör um Daramörku og Svíþjóð. Hljóm sveitin er skipuð úrvali hljóð- færalei'kara úr framhaldsskólum fylkisins, 50 að tölu, og ber hún nafnið Interraational Sj’Tnphondc Winid Orchestra. Stjómandi er Carl C. Wilhjeim. Af úrklippum úr dönsikum blöðuim að dæma virðist hér vera um mjög góða hljómsveit að ræða, en hún lék m. a. í Konserthúsirau í Tívolí við ákaflega góðar undirtektir. Á suTnri komanda hyggst hljómsveitin fara aftur í svipaða Bandarískur verkalýðsforingi í heimsókn J. C. TURNER, forseti samtaka verkalýðsfélaga í Washington er væntanlegur til Islands á mánn- dag í boði Upplýsingaþjónnstu Bandaríkjanna. Mun hann verða hér í þrjá daga og m.a. halda fyrirlestra í Menningarstofnun Bandarikjanna á mánudag kl. 20,30. Til fyrirlestursins hefur verið boðið um 75 verkalýðsleiðtogum og á þriðjudag mun Tumer eiga viðræður við miðstjóm Alþýðu- sambándsins. Kona Tumers mun verða í för með honum, en þau hjón munu halda utan 10. maí. rétt. Síðast kom svo fyrirskipun frá ríkisstjóminni um að Memnta skólinn hífði flaggið upp. Ég spurði Jens, hver væri skemmtilegasti tími ævi hans: — Skólaárin á Akureyri voru ákaflega skemmtileg og svo náttúrlega árin á Siglufirði. Ég hafði mjög gaman atf því að vera í öllu því ati. Ég kynntist ákaf- lega mörgu fólki og hef haft ákaflega margt fólk í minni þjónustu um ævina, prýðisfólk. Ég vil þó sérstaklega minnast séra Bjarna og frú Sigríðar, og svo fjölskyldu Hafliða Guð- mundssonar, hreppstjóra. Ég dái séra Bjama mest aí öllum þeim mönnum, sem ég hef þekkt. Að lokum spurði ég Jens, hvernig honum félli við alþingis- mennina. — Ég kann vel við þá. Þetta er 7. þingið, sem ég hef verið þar og náttúrlega sakna ég margra, þar á meðal Bjarna heit- ins, Emils og svo náttúrlega Jón- asar Rafnar. Og ég get vel lát- ið Einar Olgeirsson fylgja og Skúla Guðmundsson. Ég haíði ágætlega gaman af honum. Þetta eru allt saman beztu karlar. fö’T. Mikill áhugi er á þvi í hópn- um, að staldra þá við á íslamdi í nokikra daga, halda hér hljóim- leika og skoða sig um. Yrði það því í síðari hluta júlímánaðar eða um miðjan ágúst. Er ekki að efa, að listflutningur slíkra gesta yrði vel þegirni. Á Norðurlöndum nýtur hljóan- sveitin fyrirgreiðslu samtakanna People to People, og gista félag- ar í heoni á einkaheimilum, enda er ekki gert ráð fyrir öðrum tekjum í ferðintni en þeim, sem nægt gætu í einfaldasta ferða- kostraað. Um skipulögð samtök hér á landi til móttöku slíkxa hópa er hins vegar ekki að ræða. Hljómsveitatrstjórinn, Carl C. Wilhjelm, var hér á ferð í síð- ustu viku, og ræddi við ýmsa að- ila um væntanlega heimsókn. M. a. ræddi hann við forsvairsimieinin Æslkulýðsráðs Reykjavíkur og hefur það tekið að sér að kammia, hvort einhverjar fjölskyldur í borginni vildu bjóða gestum þess urn húsaskjól á ofangreimdum tíma. Þeir, sem áhuga hefðu á siíku, eru vinsamlegá beðniir að hafa samband við skrifstofu Æskulýðsráðs sem fyrst.“ (Frétt frá Æskulýðsráði Reykjavíkur). RAGNAR JÓNSSON, hæstaréttarlöpmaður. GÚSTAF Þ. TRYGGVASON, lögfræðingur. Hverf'sgötu 14 - Sími 17752. Lögfræð’störf og eignaumsýsla. U nglingahl j ómsveit frá U.S.A. hingað if

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.