Morgunblaðið - 07.05.1972, Síða 1

Morgunblaðið - 07.05.1972, Síða 1
64 ( TVO SIÐUR BLÖÐ ) 101. tbl. 59. árg. SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1972 Prentsmiðja Morgunblaðsins I ljósaskiptunum urðu turnar Háteigskirkju ljósmyndara Morgup.blaðsins, Ólafi K. Magnússyni, mótíf þessarar myndar. Árásir í S-Vietnam og Kambodiu: Tugir féllu i bardaga um her- bækistöð við Pleiku Eldflaugaárás á Phnom Penh og mikið mannfall í námunda við Saigon Saigon, Phnotn Penih, 6. maí. AP-NTB. ÁRÁS var gerð á herbæki- stöð s-víetnamska hersins í nágrenni Pleiku á miðhálend- inu í S-Víetnam í nótt og féllu þar um 60 manns af liði beggja í nær fjögurra klst. bardaga. Þá voru gerðar árásir á mikilvæga brú í Phnom Penh, höfuðborg Kamhódíu, og eldflaugar ollu eldsvoðum víðs vegar í horg- inni, m.a. var kveikt í hluta af eldsneytisbirgðum borgar- búa. Sömuleiðis var harizt í nágrenni Saigon og mannfall sagt mikið. Herstöðin á miðháicndinu í S-Vietnaim er við þjóðveg nr. 14, er liglgur milili borgannia Pleitou og Kontum, nánar tiltekið um 11 kim frá Pleiku. Tuigir komrn- úmíisikra hermanna höfðu grafið Tyrkland: Hryðjuverka- menn hengdir Ankara, 6. maí, AP. ÞRÍR vinstrisinnaðir hryðju- verkamenn voru hengdir í dögun í Ankara. Mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu og hermanna, þar sem óttazt var að samtök tyrkneskra hryðjuverkamanna, sem hafa lýst stuðningi við fang- ana, gripu tii hefndaraðgerða. — Hert var á útgöngnbanni og lög- regluþjónar og hermenn stóðu á hverju götuhorni. Menimimiir þrír, sem voru hengdir í morgum, voru fumd'nir sekir um að hafa rærnt og myrt ísraelskam diplómat fyrir eimu ári og þremur tæknimömmum, sem störfuðu á vegum Atlante- hafsbandalagsins, í marzmánuði síðastliðmum. Memmirmiir, sem eru allir imn.an við þrítugt, tóku dauða sinum af stillimgu og hrópuðu hvatningar- orð, eims og „Lifi him mikla hug- myndafræði Marx og Lenins“ og „Niður með heimisvaldasimina" áð- ur en snaran var sett um háls þeirra. sig inn undir girðingamar utan um herstöðina eða komizt gegn- um gaddavírsnetin þar og vissu hermiennimir ekki fiyrr en þeir æddu um stöðima og drápu eða særðu hverm þamn, sem til náð- ist. Fyrstu fregnir hermdu, að a.m.k. 27 stjórnarhermenn og 1 bandariskur ráðgjafi hefðu fallið og meira en 50 aðrir stjórnarher- menn særzt í árásinni, en 35 hefðu fallið úr liði árásarmianna. Bardagarnir um stöðina stóðu í nær fjórar klukkustundir, áður en tókst að hrekja áréisariiðið brott. 1 Phnom Penh gerði u. þ. b. hundrað manna sveit stjómar- andistæðimga, sem klæddir voru einkennisbúningi hers Kambodiu, eldflauga- og sprengjuárás á mikilvæga brú á þjóðvegi, er liggur rétt hjá forsietahöllinni. Árásarliðið laumaði sér í smá- hópum inin í vamarsveitir Kam- bodiuihers í suðurhluta borgar- innar og beindi árásum sínum aðailega að brú yfir fljótið Bassac, en hún er við þjóðveg- inn, sem tengir Phnom Penh og Saigon. Ekki tókst að eyði- leggja hana, en tugir eld'flauiga oll’u eidsvoðum víðs vegar í borg- inni, nokkrar hæfðu Pcbentomg Framhald á bls. 31 Kosið á Ítalíu 1 dag Rómaborg, 6. maí, NTB, AP. KOSNINGAR til ítalska þjóð- þingsins fara fram á morgun, sunnudag, og á mánudag. Kosn- ingabaráttunni lauk á föstudags- kvöld, er stjórnmálaforingjar fluttu síðustu ræðurnar til kjós- enda. Fréttum ber saman um að kosningabaráttan hafi verið furðu róleg, miðað við það alvar- lega ástand, sem ríkir í atvinnu- málum landsins. Sérfræðingar em á einu máli um að þessar kosningar séu hinar þýðingar- mestu í landinu siðan árið 1948. Við upphaf kosmiingabaráttuinim- ar dró til verulegra tíðiinda milli hægri og vinstri öfgamanma, en forsætisráðlherrann, Giulio Andre otti hét því þá að stjónn hane, mimnihlutastjóim kristilegra demókrata, sikyldi leggja sig í líma við að halda uppi lögum og reglu í landiiniu fram yfir kosn- ingarnar. Er þess jafnvel vænzt að það verði vatn á myllu þess flokkis, að það tðksit allbærilega. Mikill fjöldi ítala, sem sækir vinniu til Sviss og Vestur-Þýzka- lands, var í dag á feið heim til að greiða atkvæði og kváðust þeir vona að nýrri ríkisstjóirn Framhald á bls. 31. Spreng-ju- gabb Kaupmannahöfn, 6. maí, NTB. FARÞEGAFLUGVÉL frá British Euiropean Airways lenti á Kast- rup-flugvelli í Kaupmannahöfin í morgun, eftir að borizt hafði til eyrna að sprengju hefð'i verið komið fyrir í vélimini. Farþegar og áhöfin fóru út úr vélinni á Kastrup, meðan leitað vair gaumgæfilega, en engin sprengja fammsit. Skömmu seinina var frá því sagt í skntali, að ekfci hefði verið átt við brezka vél, heldur tyrkneska. Vélin var á feið frá Stokkhókni til London. Tvö flugvélarán fram in í Bandaríkjunum Annar ræninginn stökk út í f allhlíf yfir Mexikó, hinn á leið til Kúbu New Orleans, Washington, Los Angeles, 6. mai — AP-NTB VOPNAÐUR maður, sem rænt hafði farþegaþotu frá bandaríska flugfélaginu Eastern Airlines, fengið í hendur rúmlega 300.000 doliara og sex fallhlifar m.m. í skiptum fyrir farþega vélarinnar — og skipt um flugvél á flug- vellinum í New Orleans í Louisi- ana, varpaði sér niður í fallhlíf yfir Mexíkó í morgun. Hann hafði fyrirskipað að vélin flygi til Belize í Honduras, en hún þurfti að koma við i Marida í Mexíkó til að taka eldsneyti. Samtimis var önnur bandarísk flugvél, Boeing 727-þota frá VVestern Airlines, á leið til Kúbu, að skipan vopnaðs flug- ræningja, sem upphaflega hafði ætlað lienni að fara til Ifanoi í Norður-Vietnam. Rán Eastern Airlines flugvél- arinnar var mjög svo sögulegt og margþætt. Það hófst á föstudags- morgun, er vélin var á leið frá Allentown í Pennsylvaniu til Washington. Ræningimn, dökk- hærður maður á að gizka 45 ára, kvaðst hafa sprengju i fórum sínum og krafizt þess að á flug- vellinum í Washington yrðu sér færðir 300.000 dollarar, sex fall- hlífar auk matvæla og ýmiss konar búnaðar annars. Skyldu þá farþegarnir fá að fara frá borði, en vélinni mundi hann halda áfram. Að þessum kröfum var gengið og eftir að farþegarn- ir og ein flugfreyjan voru komin út úr vélinmi var laigt í loftið á ný. Þá komu hins vegar vöflur á rænimgjann — hann var ekki ánægður með hvað peningaseðl- amir hljóðuðu á lágar upp- hæðir — og gerði þá kröfu, að aftur yrði lent i Washington og upphæðin afhent í 100, 500 og 1000 dollara seðlum. Eftir að flugvélin hafði hringsólað í 5y2 klst. yfir borginni var að þessu gengið. Næst lá leiðin til New Orleans. Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.