Morgunblaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAl 1972 SAC5AINI TVITIJG '.STULKA OSKAST..; 1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur. „Nei, þakka þér fyrir. Ég fékk mér ærlega máltíð með te- inu heima." „Ærlega máltíð. Sú held ég að hafi verið ærleg. Flesksneið og rússneskt salat og súrsaðar agúrkur og plómur úr dós og te bolli á tebolla ofan. Jú, hver maður sinn smekk, segi ég.“ Mér sýndist hann kófdrukk- inn þegar. Á meðan hann var að tala við þjóninn, lék ég mér að tilhugsuninni um að tefja hann svo við drykkinn, að hann kæm- ist ekkert úr klúbbnum og því síður upp á hljómsveitarpallinn. En ég bægði þeirri hugsun fljót lega burt. Við urðum að leggja af stað innan hálftíma og þótt við hefðum tiu sinnum lengri tima, mundi hann tæplega nægja til að hann drykki sig undir borðið. „Hvernig líður?“ spurði ég, þegar þjónninn var farinn. „Þetta er nú sú alasnalegasta spurning, sem ég hef lengi heyrt. Hvað ætli manni svo sem líði . . . manni bara líður ein- hvern veginn." „Hvað segir Sylvia gott?“ „Snöggt um skárri spurning. Hún segir allt ágætt eftir því sem ég bezt veit. Ég hef hvorki séð hana eða heyrt . . . en vertu ekki að kætast í ótíma, gamli . . . þetta er timabundið skipulag. Stendur aðeins á meðan ég er að undirbúa gagnsókn á vin okkar, Harold Meers.“ „Hvernig gengur það?“ „Gengur ekkert. Eða sama sem ekkert. Og svo skal ég svara strax næstu spurningu, sem ég veit að er á leiðinni: hinum líð- ur öllum svona álíka og við er að búast. Ég átti tal við Kristó- fer unga. Bauð honum, hvað sem hann setti upp, ef hann neitaði að láta birta viðtalið. Vel á minnzt, er hægt að ná handriti aftur, ef búið er að afhenda það? Ekki veit ég. En við Kristó fer komumst heldur ekki að neinu samkomulagi. Satt að segja kemur okkur ekki sem bezt saman. Það er allt í lagi með hin. Nerna helzt Gilbert. Hann er farinn að taka upp á því að fara einförum . . . vafrar um skóginn, að því er virðist. Þar er ekkert að hafa nema tré og kynóða brjálæðinga. Mér dett ur oft i hug, hvort ég eiigi ekki eftir að fylla þann flokk, þegar „Tvítug stúlka o.f.frv." er fyrir bí. Ætli það geti ekki bara orðið nokkuð gott líf, þegar maður venst þvi. Nóg af fersku lofti og stöðugt trimm og móðir nátt- úra allt um kring. Og svo er hsegt að gamna sér við að iiggja á gægjum og fylgjast með athöfn- um elskenda og rifja upp gaml ar minningar. Þetta getur orðið afar rómantískt. Þó varla í jan- úar. Ég skal viðurkenna það.“ Svona lét hann dæluna ganga á meðan okkur var fært kampa- vín og brauð með reyktum laxi og enn einn mahonílitaður viskisjúss. Ég reyndi eins og ég gat að láta ekki sjá á mér neinar svipbreytingar, þegar Roy hellti nýja sjússinum saman við leyf- arnar af þeim gamla. Mér hefur þó líklega ekki tekizt það nógu vel, eða of vel, því hann leit kuldalegu augnaráði á mig og sagði: „Maður er blessunarlega laus við mæliglasið, sem þeir eru alltaf með á börunum. Ég lifi sko ekki af kvöldið, ef mér tekst ekki að verða rallhálfur, áður en ég fer upp á pallinn." „Það er ekki nema sanngjamt. Enda er ekki eins og um sé að ræða neinn tónlistarviðburð." „Afskræmdur hljómavaðall — á ekkert skylt við list,“ urraði Roy og færði mér þar með sönn ur á, að i rauninni var hann e-nn frábitnari misþyrmingu á hugtakinu „tónlist“ en ég. Þótt segja mætti, að hann væri drukkinn, þá talaði hann þó af meiri einlægni en þegar hann var ódrukkinn að maina aðra til að standa í fylkingarbrjósti fyr- ir öllum nýjum stefnum i tónlist- arheiminum. „Skeifing vildi ég óska þess, að þú . . . heyrðu, þetta eru sko allt öðruvisi áheyr endur. Þeir eru ekki . . . eyrun á þeim hafa ekki verið þjáifuð til að nema það, sem okk- ur finnst mest um vert. Eða það sem ég er alltaf að leitast við að fá fram. Við aðrar aðstæður. Hvað er þessi fjandafæla að vilja hér?“ Þessi fjandafæla reyndist vera afgreiðslumaðurinn í and- dyrinu sem kominn var til að segja Roy, að Harold Meers vildi fá að tala við hann í sím- ann. Roy bað mig að gæta fiðl- unnar, ég lofaði því, og hann fór. Þegar hann kom aftur, fjór- um eða fimm mínútum siðar, sá ég betur en nokkru sinni fyrr, að þessi maður hafði verið upp á sitt bezta í kringum 1935. Hann var þungur á svip og drukkinn. „Hvað vi-ldi hann?“ „Ég náði aldrei að tala við hann. Einhver hóstandi bjálfi mangendurtók spurninguna, hvort þetta væri áreiðanlega ég, sir Roy, en ekki einhver annar, amma mín eða guð má vita hver. Og síðan margtuggði hann það, að hann talaði frá heimili Har- olds Meers. Svo sagði hann, að Harold Meers hefði þurft að bregða sér frá en kæmi að vörmu spori.“ Roy settist ekki en tók að háma í sig brauð- sneiðina og saup drjúgum á viskíinu til að koma henni nið ur og hélt áfram: „Síðan kom nákvæm skýrsla um það, hvern- ig þeir hefðu komizt að því, hvar ég væri staddur. Hvað Harold Nú eöa... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆ3LIS- eða T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur f hug, — og ýmislegt fleira! Soelhetitm HAFNARSTRÆTI 19 Sími 13835 og 12388. DANA-SETTIÐ w4S gaoria LIL_ Q Simi-22900 Laugaveg 26 velvakandi 0 Fangamálin á íslandi í tvö skipti hafa farið fram umræður í útvarpinu um fanga- mál. Hvernig búið væri að þess- um óhamingjusömu möninum, sem lent hafa í því að brjóta lög og reglur okkar litla þjóðfé- lags. Hvað gert væri til að koma þeim til hjálpar og hver væri orsök að afbrotum þeirra. Og hvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir þessa öfug- þróun í landi allsnægta. Margir aðilar komu fram og lýstu skoð- un sinni á þessum málum, prestur, guðfræðinemi, fyn'ver- andi fangavörður, sérfræðingur í fangelsismálum og embættis- menm, sem þessi mál heyra undir. Ég trúi að allt þetta fólk hafi talað um þesisi mál í fyllstu einlægni og af miklum áhuga að bæta úr því, sem miður hefur farið, því að þetta er eitt af okkar stærstu vandamálum. En því miður var ekki mininzt á hvar hina einu öruggu hjálp er að fá. En að því skal vikið síð- ar. Það sorglega er, hvað afstaða margra er neikvæð til þessara óhamingjusömu meðbræðira okkar. Samanber frásögnina í þáttunum af sjómanninum, sem látinn var fara í land er fé- lagar hans vissu að hann hafði verið í fangelsi. Þar mættum við hugsa um það, sem Kristur sagði: „Hve-r yðar, sem synd- laus er, kasti fyrsta steininum.“ Því miður eru alltof margir í okkar þjóðféiagi, sem hafa framið lagabrot og sleppa við hegningu. Samanber þá mörgu, sem selja ungum sem eldri ólög- legt áfengi. Standa við dyr áfengisverzl ananna til að hjálpa þeim að ná í vín, sem ekki hafa aldur til að fá það keypt, og taka borgun fyrir. Og svo ríkið, sem selur þetta takmarkalaust, jafnvel án þess að spyrja um aldursvottorð. 0 Bannárin Ein eftirmininilegustu áramót á minni löngu ævi, eru áramót- in 1914—1915. Þá gerðist sá merki atburður, að undahgeng- inni þjóðaratkvæðagreiðslu, að hætt var að selja áfengi á ís- landi. Betur að sú löggjöf stæði enn. Sterkasta stoðin undir þessari löggjöf var hin öfluga unigmeninafélagshreyfing, upp úr aldamótunum, sem hafði algjört bindindi á vín og tóbak á stefnuskrá sinni. Einnig átti starf góðtemplara sinn sterka þátt í þessari þróun. Ég var. um 20 ára gamall um þessi áramót, var sjómaður frá þesisum ára- mótum til 1920, var með ung- um möninum víðs vegar að af landinu. Sá örsjaldan drukikinn mann hema þá helzt gamla menn, sem fengu sér larnpa- spritt. En fangelsin voru því sem næst tóm. Staðreyndin eir að aukin áfengisneyzla og aukin afbrot hafa fylgzt að, og það er okkar stærsta þjóðarböl í dag. Og ég er sannfærður um að afstaða aldamótaæskunnar í áfengie málum hefur átt sterkasta þátt- inn í þeirri miklu efnahagsþró- un, sem við búum við í dag. Kjörorð hennar var: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Það var dásamlegt að vera ungur á þeim árum, fá að neyta kraftanna við árina, orfið og öll hin marg- breytilegu störf til sjós og lands. Maður hlakkaði til hvers nýs dags. Æskan á þeim árum hafði það mátulega gott til að verða að manmi. En hvað er hægt að gera til bjargar þeim mörgu, sem lent hafa á glap- stigum, sem eru í fangelsum og bíða dórós? Eitt öruggt ráð er til, sem ekki var bent á í áður- nefndum þætti, og það er að leita Drottinis. Hann er örugg hjálp í nauðuim. Ég ásamt fleir- um hafði um árabil andlegar stundir með vistmönnum á Litla-Hrauni. Ytri aðstæður voru erfiðar til slíkra stunda, lítil borðstofa í kjallara eða gangur hælisinis. Ég á indælar minininigar frá þessum samveru- stundum. Maður gat ekki ann- að en fyllzt kærleika til þessara ungu manna, sem tóku okkur með miklum hlýhug og fyllstu kurteisi. Og í lok hverrar stund- ar tóku þeir í hendur okkar og þökkuðu fyrir komuna. Útlit þeiirra og framkoma lýstu því sannarlega ekki að um forherta afbrotamenn væri að ræða. En margt í búnaði hælisins bendir til anmars, svo sem dyrabúnað- ur og járnrimlar fyrir glugg- um og fleira. 0 Áfcngi mesti bötvaldurinn Enginn má taka orð mín svo, að ég mæli því bót, að ba jóta megi lög og reglur þjóðarinn- ar. Pramtíð og velmegun hverr- ar þjóðar er háð því að lög og reglur Guðs og manna séu haldin. Og gjarnan mætti kynna lögin, sem sett eru til öryggis fyrir þegnana, meira og betur í skólum lamdsins en gert er, og til hvers þau eru sett. Og það fyrsta, sem verður að gera er að komast fyrir rætur þeirrar spillingar og siðleysis, sem gríp ur huga okkar myndarlegu æsku, þó að heiðarlegar undan- tekningar séu. Flestum hugs- andi mönnum er ljóst, að þar á áfengið mesta sökina. Þess vegna segi ég nú sem fyrr: Burt með áfengið. Það væri örugg- lega annar svipur á þjóðlífi okkar í dag, einnig fangamál- um, ef þjóðin hefði haft mann- dóm til að halda lögin, sem sett voru 1915. Ég hef, eins og áður er sagt, haft persónulegt sam- band við fanga á Litla-Hrauni og í flestum tilvikum var áfengisneyzla orsökin. Eins og fram kom í fyrr- nefndum útvarpsumræðum, er nauðsynlegt að flokka fangana, láta ekki unglinga, sem eru byrjendur á þessari óheilla- braut, vera með föngum, sem eiga langan afbrotaferil að baki. Þess vegna ættu hælin að vera staðsett á minmst þremur stöð- um, þar sem hægt væri að láta vistmenn vinina fullan vinmudag við arðbær störf, svo sem við landbúnað, trésmáði, vélavið- gerðir og sjósókm og fleira, allt eftir hæfileikum famgamma. Borga þeim fullt kaup að frá- dregnu fæði og húsnæði, sem svo að brýnustu nauðþurftum frádregnum, væri lagt í bamka, sem þeir fengju svo útborgað að lokinni vistinmi. Þenman vinmubraft á að fullnýta, þeim sjálfum til góðs. En þá veltur á milklu um að gæzlumemn og verkstjórar séu þjálfaðir til þessa starfs, svo að vigtmenm- irnir komi þaðam sem nýtir þjóð félagsþegnar, sem aldrei fari út í afbrotalífið aftur. Til að ná þessu marki skal hvar dagur byrjaður með lestæi Guðs orðs og bæn, og allir yrðu að vera þar þátttakendur. Einm- ig skyldi hver dagur endaður á sama hátt. Reymislan hefur sannað, að þetta er áhrifarík- asta leiðin til að má fullum sigri. Em til að leiða þessar stundir, verður að velja rnenm, sem tróa Guðs orði, hafa reymt kraft fagnaðarerindisins. Ég trúi eftir þeiirri reynslu, sem ég hef í þessum málum, og áður er drepið á, að þetta gæti mark- að straumhvörf í okkar fangels- ismálum og orðið til bj argar og blessunar þessum meðbræðrum okkar, sem villzt hafa af leið. Þess óska ég af heilum huga, og bið þess að Kristur komd inm í hjörtu þeirra, því að Hanm er lausnin á öllum vamda. Guðni Markússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.