Morgunblaðið - 07.05.1972, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.05.1972, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1972 Fór fótgangandi kringum landið Joan Cosla. aði ég til, að ég æt.laði aö dvel’j- Joan Costa. ung bandarísk stúlka fór héðan í morgnn, og :t það ekki meira eða minna en mörg þústind Bandaríkjamenn á ferða- lagi gera árlega — að öðru leyti en þvi, að hún er búin að dveljast hér í ár, g-anga í kringum landið og vinna um skeið í kjötbúðinni í Borgarnesi. Er blaðamaður Mogunblaðsins náði í hana augnablik í gær, var hún treg til að segja nokkuð, en iét þó til'eiðast, þrátt fyrir mikla hlédrægni. — Ég er frá smábæ norðarlega í New York-fylki, sern Oneonta heitir. — Ég var eitt sinn að leita á korti og sá ísland og kom í hug, að þangað þyrfti ég að fara, svo !as ég einhverja smágrein um landið og hingað fór ég, eins og þú veizt, á skipi, sem var átta daga á leiðinni, og þegar ég hafði verið þessa átta daga að komast hingað, vissi ég, að mér myndi falia ailt hér í geð. — Það var tímabært að yfir- gefa föðurhúsin um sinn. Ég var búin í skólanum, og vildi ekki fara að binda mig í vininu heima strax, svo að þetta virtist vera hið eina rétta. — Ég fór í kringum landið. I raun réttri ættuð þið ekki að vera að skrifa um mig. Ég er ósköp venjuleg og vil helzí vera í skugganium. Ef þið viljið skrifa bækur um einhven, er réttara að skrifa um fólk eins og hjónin, sem ég er hjá núnia, hann Sigur jón Sveinsson og konuna hans. Þau eru foreldrar mínir hér — Hann fann mig uppi í Árbæ þeg ar ég var að skoða mig um þar og talaði ekki nema fimm orð í tsleinzku. Ég tala því miður vist ekki mikið fleiri orð í málinu nú, svo að þú sérð, að ég hef staðið mig lHa, og á ekki skilið, að um miig sé skrifað. Hann bauð mér heim, og sagði frúnni, að ég væri dóttirin, sem hann hefði gleymt að segja henni frá. Hún tók mér mjög vel. Þeg- ar ég kom úr ferðinni og frá Borigarnesi núna, þá buðu þau mér að búa hjá sér, bláókunmugri manneskjunni. Þetta er nú fólk! Og það eru reyndar margir fleiri, sem ég hef hitt og þegið af meðan ég hef verið hér, og úr því að ég er nú komin í blöðin þá langar mig svo mikið að biðja þig fyrir þakklæti mitt til aðilra þeirra mörgu, sem veittu mér, og það ekki af lítilli rausn eða góðhug. Ég vissi ekki, að svona fólk væri til. — Ég hefði gjarnan villjað vinna fyrir mat minum og uppi- haldi en fólkið vildi ekki heyra það nefnt. Þið eruð svo gestrisin þjóð. — En segðu mér, hvað segir fólkið þitt um rápið í þér? — Mamma og yngri systir mín halda, að ég sé gemigin af göflun um og bræðrum minum geri ég ráð fyrir, að sé alveg sama. Þú skilur, þau vita ekkert um ísland en halda bara eins og flestir út- lendingar, að hér þeysi hvítabirn ir og hreindýr um villt. — Og hvað finmst þér sjálfri að lokinni ferð þinmi? — Mér finnst fólkið óvenju'legt og einkennifegt, og á svo vel við minn smekk. Kímnigáfa þess er mér vel skiljanleg. Ég skii það. Við hlæjum að sömu fyndni, sem kannski enginn skilur heima, en fólkið hér vel. — Móðir mín spurði mig, er ég fegði af stað, hvað ég ætlaði að vera lengi í ferðinni, og því svar aisit á Islandi svoma í sex mánuði tii ár. Þá datt nú alveg ofam yfir hana og hún sagði að hún tryði því ekki, að ég yrði hér neina sex mánuði. En hér er ég nú samt. Á mprg un fer ég til Grikklands, en þar hef ég verið í ár áður. Núna ætla ég að heimsækja vini mína þar, og skoða mig betur um. — Hvaða leið fórstu um land- ið? — Ég fór norður um, fyrst liandveg til ísafjarðar, en siðan sjófeiðima til Norðurfjarðair vegna þess, að ég sá enga leið til að fá neina gistingu á þessari leið. Síðam fór ég fótgangandi (fékk þó að sitja oft i) suður um og suður á Breiðamerkursand, en þar komst ég ekki lengra. Þá hélt ég til baka tii Hornafjarðar og þaðan til Vestmannaeyja með skipi og til Reykjavikur. — Og loksins fór ég frá Rvik um Suðurlaindsundirlendið must ur í Mýrdail og ilengra. Sums stað ar hef ég farið hringferðir in.n í liamdið, ef ég hef fengið tækifæri til þess, svo að þetta er þegar orðið dálítið flakk. Á morgun held óg sem sagt flakkinu áfram tiil Grikklands, en mér hefur iiðið vel hérna, og ef ég liíi, kem ég hingað aiftur. Mér finnst Ís'.iand og íslendinigar heill andi og ég gleymii seint dvöi minni hérna. Ætlar að selja okkur seglbáta BREZKA blaðið Coventry Evening Telegraph skýrði ný- lega frá því að ungiir Breti, David Jarvis að nafni, ætlaði í vor að koma með lítinn seglbát til íslands í söíuferð. David þessi Jarvis var að sögn blaðsins staddur hér á Islandi fyrir nokkru, og starf- aði sem togarasjómaður. Þar komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að áhugi á seglbátum væri takmarkaður vegna kulda sjávarins, því ef seglbát hvolfdi væri viðbúið að áhöfnin króknaði í sjónum. Þegar svo David eftir heim- komuna til Englands fór að skoða bátasýningu, sem hald- in var í Earls Court, sá hann þar lítinn seglbát, sem hon- um leizt sérlega vel á. Bátur þessi var smíðaður hjá Hur- ley Marine smíðastöðinni, og þangað hélt David til að fá nánari upplýsingar. Niður- staðan varð sú að hann ætl- ar að leggja upp í þessa Is- landsferð sina með bát af gerðinni Hurley 20, með það fyrir augum að kynna Is- lendingum kosti bátsins og reyna að selja nokkra þeirra hér. David Jarvís segir i viðtali við brezka blaðið að bátar af þessari gerð séu þeim kost- um búnir, að svo til útilokað er að hvolfa þeim. Segist hann ætla að sanna þetta með íslandsferðinni, því eft- ir komuna hingað ætlar hann að sigla umhverfis land, koma við á 18 stöðum og gefa íslendingum kost á að reyna bátinn — og leggja inn pantanir ef þeir óska. Þótt David njóti aðstoðar smiðastöðvarinnar við ferðina hingað, áætlar hann að eigin kostnaður hans verði um 600 sterlingspund, enda býst hann við að verða hér í eina þrjá mánuði. Brezka blaðið segir að bát- urinn, sem David ætlar að koma með til Islands, bíði nú útskipunar hjá Dartmouth flotaskólanum. Verður bátur- inn fluttur með skipi til Reykjavíkur og þar búinn undir siglinguna umhverfis land. David Jarvis undirbýr siglinguna nnihverfis ísland

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.