Morgunblaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1972 22*0-22- RAUDARÁRSTÍG 31 14444 -S 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Sr. ÞórirStephensen: HUGVEKJA Æskulýðsvakning JKSÚBYLTING, Suj>erstar, Godspel. AHt eru þetta nöfn, sem við höfum heyrt hljóma æ oftar síðastliðið ár og eru tákn hreyfingar, sem laðar nú til sín ungt fólk víða um heim. Hreyfingin á upptök sín vestan hafs. Hún hefur ekki vaxið upp úr trúarlega ræktuðum jarðvegi, heldur af mannlegri neyð með- al utangarðsmanna þjóðfélagsins. Sumir þeirra hafa snúið baki við hinu siðmenntaða þjóðfélagi nútímans vegna óhóflegrar eftirsóknar þess i auð, hóg- lífi og skemmtanir. Aðrir hafa í leit að iífsnautn lent út á háskalegar brautir, orðið bráð fikniefna og alls þess, sem þeim fylgir. En í leit sinni að lífsfyllingu hefur þetta fól'k fundið, að Kristur einn átti svar við spurningum þess og þrám. Hið undarlega kom í Ijós, að trúin á hann getur frelsað úr fjötrum fíkniefna og byggt upp að nýju það Mf, sem flest- um fannst að væri orðið rekald eitt. Hjá honum var lika að finna allt annað en einhliða hugsun um efnisgæði lifsins. Hann skapaði andlegan grundvöll, sem gaf lífinu allt annan lit en hið trúarlega tóm, sem í allt of ríkum mæli einkenn- ir þjóðfélög nútímans. Manngerðimar eru margar og marg- víslegar. Öfgamennimir eru mest áber- andi og áhrifarikastir í þessum hópi, sem ég hef nefnt utangarðsmenn, af því að þeir hafa, af einhverjum ástæð- um, skákað sér út fyrir hina hefðbundnu umgjörð mannlegs samfélags. Og trúar- hreyfingin, sem meðal þeirra hefur sprottið, hefur eðljlega borið svip hvors tveggja, öfganna og hins frumstæða lífs, sem stundum verða reyndar eitt og hið sama. Finnum við hér á landi eitthvað af þvi, sem orðið hefur jarðvegur eða hvati Jesúbyltingarinnar vestan hafs? Hvað um hið trúarlega tóm, eftirsókn eftir auði, hóglífi og skemmtunum? Hvað um fíknilyfjaneyzlu? Allt er þetta til okkar á meðal. Og okkar unga fólk finnur til svo mikillar samkenndar og samábyrgðar með öðru æskufólki í heiminum i dag, að áhrifin frá Jesúbyitingunni hljóta að berast hingað lika og eru reyndar þegar farin að sjáist. Hinu má svo heldur ekki gleyma, að þrátt fyrir margt sameiginlegt hér og þar vestra, þá á Jesúbyltingin þar þó nokkuð annan menningarlegan bak- grunn en hún finnur hjá ungu fólki hér, og umhverfið og loftslagið þar skapa henni einnig allt aðra mynd en hún getur nokkum tíma borið hér. Því má enn bæta við, að nú þegar greinist Jesúbyltingin í ýmsar greinar mismun- andi róttækar. Það er þvi hvorki rétt né ráðlegt að gleypa þessa hluti ómelta. Jesúbylting- in hefur heldur ekki eingöngu fært fæð- ingarlandi sínú blessun. Afturhvarfs- prédikunin er mjög sterk og hörð. Hæg- fara þróun og það, sem við köllum stundum „uppeldiskristindóm“, er ekki viðurkennt, heldur aðeins „frelsun“ á stað og stund. Skipulögð kirkjufélög hafa verið gagnrýnd harkalega, frá- sagnir sumra foreldra hafa hljómað likt og neyðaróp: Börnin okkar heilsa okk- ur ekki lengur, af því að við erum ekki frelsuð. Langar okkur til að flytja inn slika þröngsýni og einstefnu? Ég held varla. Hitt munu allir þiggja og blessa — ábyrgari afstöðu hins unga manns til lífsins — sem afleiðingu af nánari snert- ingu hans við Krist. Jesúbyltingin á í eðli sínu margt gott. Hún hefur hjálpað þúsundum ungra manna til að skilja, hvað sé þungamiðj- an í lífinu. Hitt er svo aftur annað mál, hvemig til tekst að útfæra meginsann- indi hennar þannig, að þau verði lífinu til sem mestrar blessunar. Það er svo oft, að hlaupið er úr einum öfgunum í aðrar. En hinn gullni meðalvegur liggur alltaf að kjarnanum í hverju máli, hin hógværa yfirvegun, hin auðmjúka sjálfsigjöf. Sú leið er að vísu miklu vand- rataðri en hin, en hún er þó sú leið, sem við verðum að finna. Öðrum kosti sækj-! um við takmarkaða blessun til þessar- ar hreyfingar. Ennþá á Jesúbyltingin ekki sterk ítök hér á landi. Þar, sem fjöldasamkomur hafa verið haldnar í anda hennar, hef- ur hið unga fólk hrifizt með, m.a. vegna þeirrar hljómlistar, sem flutt hefur verið og er mjög i anda þess, sem skemmtanaiðnaður nútímans flyt- ur. Miklu meira vitum við ekki um þessa hluti enn sem komið er, annað en það, að þeir hafa vakið umræður og hvatt til umhugsunar. Biskup Islands hefur lagt svo fyrir, að bænarefni þessa sunnudags, hins al- menna bænadags, skuli vera „kristin æskulýð.svakning á Islandi". Hann bein- ir tilmælum sínum ekki sízt til æsku- lýðsins sjálfs um að koma í kirkjumar og biðja. En um hvað eigum við að biðja? Mér finnst, að okkur beri að biðja fyrst og fremst um þá trú, sem hefur áhrif á líf okkar til góðs. Það á ekki að umtuma hinum fomu, hefðbundnu lifsgildum, heldur glæða þau nýju og göfugu lifi. Mig langar til að sjá orð- heldni og samvizkusemi blómgast fyrií öfluga trú. Ég þrái að sjá hjálpsemi og skilning manna á milli vaxa fyrir trú á Jesú Krist og breytni eftir orðum hans. Ég vil finna ábyrgðartilfinningu og grandvarleik lifsins margfaldast vegna trúarinnar á það, að Kristur lifir og við munum lifa. Já, ég vil sjá bæn og breytni hins unga manns, já, hvers ein- asta manns hniga að því að fækka tár- um, en efla samhjálp og sannleiksþrá. Þrátt fyrir öfgar og okkur annarlega hluti á Jesúbyltingin sterkan kjarna og mikinn kraft. Hún bendlr, eins og kirkj- an hefur alltaf gert, á Jesú Krist sem mannkynsins einu von, einu leið. Ef áhrif hennar verða þau, að augu okkar opnist fyrir því betur en fyrr og skapi okkur eldheita sannfæringu, þá verður hún til blessunar. — Og um það skulum við biðja. IKgAtltifölfrttlr Ferðalög blaðamanna EFTIR INGVA HRAFN JÓNSSON blaðamann. FERÐALÖG eiru stór og mikil- vægur þáttuir blaðamennsku. Blaðamaður þarf sífellt að fylgjast með því, sem fram fer í kringum hann og afla sér glöggra og sem fyllstra upplýs- inga. Oft á tíðum eru ferðalög bezta leiðin til að afla upplýs- inga. Á Morgunbiaðinu er þessi leið oft farin og fara biaða- menn þess margar ferðir á hverju ári, bæðd hmanlands og til útlanda. Ferðalög fcmanlands eru að vonum mun algengari en utan- landsferðir, enda mestur hluti frétta og efnis blaðsins innlent. Ininanlandsferðir eru tvíþættar. í fyrsta lagi ferðir, sem famar eru til að skrifa um eittfhvert sérstakt efni, einhvem atburð eða frétt, sem gerist úti á lands- byggðinni. Sé sendur maður frá ritstjóminni er yfirleitt um meiriháttar mál að ræða, sem talið er nauðsynlegt að frétta- ritari staðarins fái aðstoð við að vfcina. f öðru lagi eru ferðir, sem famiar eru beiniínis í þvi skyni að afla frétta og annars efnis. Slikar ferðir eru farnar reglu- lega með 1—2 ára millibili Blaðamaður velur þá í samráði við ritstjóra einhvem lands- hluta og heimsæfcir síðan helztu þéttbýliskjama hans, þar sem hann hittir að máli þá sem fara með mál byggðarlagsins, bæði stjómunarmál og atvinnumál. Þessir menin eru líklegastir til að hafa á hendi þær upplýsing- ar, sem blaðamaðurimn leitar eftir. Það sem blaðamaður leit- ar eftir eru fréttir, sem frétta- ritara okkar kann að hafa sézt yfir vegna daglegra tengsla hans við byggðina og sem hom- um finnast efcki fréttinæmar af þeim sökum. Meiri líkur eru á að reymdur ut anaðkom andi blaðamaður geti gefið upp slík- ar fréttiir. Yfirleitt eru það sjálfir fréttaritaramiir, sem beruda okkur á þá menm, sem vænlegast er að hitta að máli og greiða götu ofckar á allan hátt. Ferðir þessar þjóna raunveru- lega tvíþættum tilgangi, þær afla okkur frétta og kannski það sem mikilvægast er, þær koma ofckur í tengsl við fólkið í landinu og auðvelda okkur að Framhald á bls. 27. l.maí-31.okt Stokkhólmur Luxemborg imanna Glasgow London Nt;w\brk mánudaga föstudaga mánudaga miðvikudaga föstudaga þriðjudaga miövikudaga fímmtudaga sunnudaga Iaugardaga laugardaga alladaga alladaga í-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.