Morgunblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1972 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAl 1972 11 Ólafur Sigurdsson skrifar frá Bandaríkjunum: Útlit enn óljóst í for- kosningum í Banda- ríkjunum Loksins er farið að fækka nokkuð frambjóðendum demó- krata í forkosningum hér í Bandaríkjunum. Muskie er hætt ur, eftir að ljóst reyndist að hann hafði ekki þá hylli, sem búizt hafði verið við. Honum tókst hvergi að ná meira en 20% fylgi, ef New Hampshire er und anskilið, þar sem sigur hans var minni en við var búizt. Það fyrsta sem hverfur er fjárhags- legur stuðningur, svo að Muskie varð að hætta, eftir tveggja ára baráttu og þrjú hundruð millj- ón króna útgjöld. Lindsay og Hartke eru hætt- ir. Enginn tekur framboð Wilb- ur Mills og Henry Jackson al- varlega lengur, þó að Jackson segist ætla að halda áfram. Bar- átta Patsy Mink og Eugene Mc- Carthy varð aldrei neitt. Sex frá, en samt eru fimm eftir. Það sem byrjaði sem rugling- ur og óvissa hefur þróazt og er nú orðið meiri háttar vandræða ástand. Enn eru eftir í barátt- unni McGovern, Wallace, Hump hrey, Jackson og Shirley Chis- holm. Enginn þeirra hefur sjá- anlega yfirburði eins og stend- ur. í prófkosningum þessum hafa tveir menn skorið sig úr, og komið á óvart fyrir frammi- stöðu sina. Þeir eru George Mc- Govern þingmaður frá Suður Dakota og George Wallace rík isstjóri i Alabama. Það einkenni legasta af öllu er það, að kann- anir hafa sýnt ótrúlegan fjölda kjósenda, sem velja þá sem núm er eitt og tvö. Ástæðurnar, sem fólk gefur fyrir þessu einkenni- lega vali eru þær, að það er orð ið þreytt á óheiðarlegum stjórn- málamöninum og telur sig geta treyst þessum tvéimur mönnum til að segja það sem þeir meina. Með öðr- um orðum, það skiptir meira máli að maðurinn sé heiðarleg- ur og meini það sem hann segir en hvað hann er að segja. í persónulegum samræðum við fólk kemur þessi þreyta og van traust á stjórnmálamönnum stöð ugt fram. Algengast er að fólk tali um forsetann í þessu sam- bandi, en almenningur, hvar í flokki sem er, virðist ganga að því sem vísu að Nixon geri aldrei neitt af þeim ástæðum sem hann segir, heldur sé hul- inn tilgangur að baki, venjulega pólitískur. Maður undrast að heyra fólk tala um Nixon. Varla er nokkur maður, sem líkar við hann sem persónu, en samt telur fólk almennt að engar stórar hörmungar dynji yfir, á meðan hann stjórni. Hvað viðkemur Georgunum tveimur, finnast varla ólíkari menn. McCovern er hávaxinn og stillilegur maður, ættaður úr efri hluta millistéttanna i Mið- vesturríkjunum. Hann ætlaði að verða prestur, en hætti við það. Hann er eins mikill stuðnings- maður jafnréttis kynþáttanna og hægt er að verða og eitt af aðal- baráttumálum hans, er að skera niður útgjöld til hermála um 40% og skattleggja stórfyrir- tæki og ríka menn. Wallace er aftur á móti hávær maður og lítt gefin fyrir að fylgja finlegri kurteisisvenjum. Hann er róttækur hægrisinni og hefur barizt gegn öllum rétt- indamálum negra. Hann varð heimsfrægur, þegar hann stóð í skóladyrunum í Montgomery og neitaði að hleypa negrabörnum inn í hvítan skóla. Hann segir sjálfur að hann sé áhugamaður um bætta menntun, bæði svartra og hvítra, en samt er Alabama það ríki Bandaríkj- anna, sem minnstu eyðir á barn til skólamála. Otgjöld til skóla- mála eru ekki nema rúmlega einn þriðji þess sem þau eru í þeim ríkjum, sem hafa beztu skólakerfin. Hann styður einnig ákveðið stríðið í Vietnam. Samt eiga þessir menn margt sameiginlegt.- Þeir hafa sameig- inlega leyst úr læðingi mótmæli og uppreisn, sem eru að riðla flokkunum hér í Bandaríkjun- um. Þeir hafa á einhvern óljós- an hátt náð til þess mikla fjölda fólks, sem finnst það standa fyrir utan og horfa inn, þar sem stjórnmálamenn og auð menn ráska með þeirra líf. Þeir hafa lagt mikla áherzlu á að þeir vilji ná til fólksins og fólk- ið trúir þeim. Það telur þá vera að berjast við svokallað „esta- ishment", sem það telur sig magnlaust gegn. Þá eiga þeir það samei?inlegt að hvorugur þeirra á verulega möguleika á að vinna útnefningu flokksins í framboð eða vinna kosningam- ar í haust gegn Nixon. Möguleikar McGoverns eru meiri. Wallace er tæplega óska- bam flokksmanna. I síðústu kosningum bauð hann sig fram fyrir eigin flokk og vann fimm riki. Það hefði getað munað öllu fyrir Humphrey, ef Wallace hefði ekki verið með. Flokks- þing, með fjölda frjálslyndra og um 20% negra kemur ekki til með að líta hann hýru auga. McGovern hefur aðeins fylgi í frjálslyndasta hluta flokksins. Þeir sem standa í miðjunni og til hægri hafa lítið til hans að sækja. Republikanar gengu í gegn um spegilmynd af þessu fyrir átta árum. Goldwater var geðslegur maður, með sterkt fylgi íhaldsafla, af hugsjóna- ástæðum. McGovern hefur hug- sjónafylgi róttækra og gæti því vei tapað eins illilega og Gold- water. 1 augum andstæðinga eru þeir báðir hættulegir menn. Humphrey varð númer tvö í Florida með aðeins 18,6% at- kvæða og númer þrjú í Wiscons in með rétt rúm 20% Honum tókst loks að vinna forkosn- ingu í Pennsylvania, i fyrsta sinn á þeim tólf árum, sem hann hefur verið að reyna að verða forseti. Mesta vandamál Humphreys er það, að fólk er hreinlega orðið leitt á honum. Hér tala allir um það með hálfgerðum hryllingi, sér- staklega yngra fólk, ef aftur þarf að kjósa á milli Nixons og Humphreys. Flestir demókratar hafa ekki haft miklar vonir um sigur i þessum forsetakosningum. Nú eygja sumir möguleika á því, ef áfram heldur á þeirri leið, sem nú gerir í Suður Vietnam. Mót- mæli gegn stefnu forsetans hafa enn ekki orðið mjög alvarleg, en það er ekki gott að segja hvað verður. Þá er atvinnuleysi of mikið og fólk hefur miklar áhyggjur af verðbólgunni, þó að hún sé smávægileg á íslenzk an mælikvarða. Ég hef fengið tækifæri til að heimsækja skrifstofur allra frambjóðenda í forkosningunum, sem hafa skrifstofur í Washing- ton. Hlutverk þessara skrifstofa er að skipuleggja og samræma kosningabaráttuna, safna fé, skipuleggja áætlun frambjóð- enda og sjá um að fjölmiðlar fylgist með ferðum þeirra og viti hvað þeir eru að segja. Fram bjóðendur bjóða ekki lengur blaðamönnum með sér. Sam- kvæmt nýjum reglum verða þeir að greiða sinn kostnað sjálfir, en mega vera með í leiguflug- vélum frambjóðenda fyrir gjald. Það var athyglisvert að sjá hversu ólíkar skrifstofur fram- bjóðenda eru. Á skrifstofu Nix- ons ríkti friður og ró, enda eng in raunveruleg barátta hafin þar. Allt var fullt af laglegum stúlkum í fallegum fötum, með bros á vör. Menn gengu um, með stutt hár og bindi, hátíðleg- ir og ánægðir. Ég ræddi við Lee van Shum- way, blaðafulltrúa skrifstofunn ar, sem var áður á skrifstofu Ron Ziegler í Hvíta húsinu, til skamms tíma. Shumway sagði að þessi skrifstofa sæi um að sam- ræma kosningabaráttu flokks- skrifstofunnar, sem einnig vinn ur að þingkosningum og Hvita hússins. Hann sagði að forset- inn ætlaði að halda sig utan við alla kosningabaráttu fram yfir flokksþingið. Shumway var mjög ánægður með kosningabar áttu diemókrata, þar sem þeir dræpu hver annan úr þreytu og peningaleysi. Hann sagði að ef svona héldi áfram, yrðu demó- kratar búnir með mest af þeim peninigum sem þeir ættu kost á, áður en þeir færu að vinna gegn Nixon. Það er ekki langt frá skrif- stofum Nixons, þar sem teppin eru mjúk og póleruð borðin skina, á skrifstofu Edmund Muskies, en það er eins og að ganga inn i aðra veröld. Hún var í gömlu átta hæða skrif- stofuhúsi, sem séð hefur betri daga og einhvern veginn tekst þeim að breiða úr sér um allt húsið. Otihurðin er græn, svo- lítið skökk á hjörunum, og stór ar myndir af Muskie báðum meg in við hana. Þegar inn kemur er líkt um að litast og í gömlum skóla á Islandi, brúnn, undinn gólfdúkur og skólagrænir vegg- ir. Það var fullt af fólki á ferð- inni, án sjáanlegrar stefnu. Eftir að sjá þá skrifstofu og það skipulagsleysi, sem þar virt ist ríkja, get ég ekki undrazt það, þó að ekki hafi allt gengið Muskie í haginn. Ég ræddi við Michael Barnes, sem stjórnar skrifstofunni. Hann gat ekki sagt mér með vissu hvað margt fólk þeir hefðu í vinnu, hvar það væri staðsett, og hvað rekst urinn kostaði. Einkennilegast var þó það, að hann virtist ekki vera viss um stefnu Musk- ies i mikilvægum málum og vis- aíi á bæklinga, sem lágu frammi. Skrifstofa Humphreys er á hæð í nýju skrifstofuhúsi í Was hington. Það var áberandi þar, að konur virtust vera í ábyrgð- arstöðum þar. Þær konur, sem ég ræddi við þar, virtust miklu færari en karlmennirnir. Starfs liðið þar virtist vita hvað það var að gera og hafa reynslu, sem er kannski ekki að undra. Það var líka ljóst að þvi þótti öllu vænt um Humphrey og ekki síður um konu hans Muriel. Muriel Humphrey er fyrsta kona meiri háttar frambjóðanda, sem hefur farið ein í kosninga- leiðangra. Hinar hafa alltaf ver- ið með mönnum sínum. Hún hef ur tekið fyrir viss málefni, svo sem dagheimili fyrir börn vinn- andi mæðra, kennslu fyrir börn úr illa stöddum hverfum, starfs- þjálfum fyrir fólk úr fátækra- hverfum og starfsemi fyrir mun aðarleysingja. Allt eru þetta mál efni, sem fara vel í fréttum. Eitt málefni vill hún ekki ræða, en vinnur ósleitilega fyrir. Það eru vangefin börn. Hún er ætt- uð úr litlu þorpi í Dakota, þar sem slíkt var lítt skilið og allir lokuðu slik börn inni. Þegar eitt af hennar börnum eignaðist van gefið barn, varð hún fyrir meiri háttar áfalli. Hún tók sig til og lærði allt um málið sem hún gat, til að skilja hvað getur komið fyrir hvern okkar sem er. Þetta er ekki saga sem ér sögð blaða- mönnum i Bandaríkjunum. Humphrey er enn líklegastur til I að hljóta útnefningu demókrata sem forsetaefni, meðal annars af því að það er ekki nema rúmur helminigur fulltrúanna á flokks- þingið kosnir í forkosningum. Hinir eru kosnir af flokksmönn unum gömlu, sem styðja Humph rey. Skrifstofa McGovern er á fyrstu hæð i hálfinnréttuðu húsi skammt frá þinghúsinu. Þar var fremur fátt fólk, aftur konur áberandi og nokkuð af svertingj um. Alls er launað starfslið Mc Govern um 25 manns. Það er at- hyglisvert að á hinum skrifstof- unum ber mönnum saman um að McGovern hafi lítið, en frábær- lega gott starfslið. McGovern var í eina tíð for- stöðumaður „Food for Peace“ stofnunarinnar, sem hefur hald ið lífi í fjölda manns um allan heim á ýmsum tímum. Hann hef ur þvi sérstakan áhuga fyr- ir mannfjölgunarvandamálinu. Hatm hefur róttækari afstöðu til flestra hluta en aðrir fram- bjóðendur, nema kannski Lind- say. Hann hefur meðal annars lagt til að öllum liðhlaupum úr Vietnam stríðinu verði gefnar dpp sakir án skilyrða. Þessi uppástunga hefur valdið verulegum úlfaþyt. Þó að sakar uppgjöf verði sjálfsagt veitt fyrr eða síðar, er hægt að skilja ættingja þeirra tugþúsunda manna, sem féllu í Vietnam, af þvi að þeir gerðust ekki lið- hlaupar. Forkosningar hér i Bandarikj unum eru ruglingslegt fyrir- bæri og þýða oft ekki neitt. Það er vonlaust mál að ætla að skýra út reglurnar, sem þær fara eftir, því að hvert ríki hefur eigin reglur. Mikið er talað um að endurbæta og samræma þessar kosningar. Helztu uppástungur eru að halda forkosningu um allt land í senn, eða að halda svæðisbundnar forkosningar með vissu millibili. Hvað sem úr verður, hefur það ekki áhrif á þessar kosnin.gar. Shirley Vance Hubert Henry John Chisholm Hartke' Humphrey Jackson Lindsay Eugene George Patsy Edmund Sam McCarthy McGovern Mink Muskie Yorty Kristmann Guðmundsson: Úr bókahillunni „I huga mannsins gerast und- ursamlegir hlutir, svo undursam legir, að ómögulegt er að lýsa þeim. Fjöldi þeirra og fjöl- breytni fer langt fram úr þvi er mannslikaminn, þrefalt riki nátt úrunnar og hinn sýnilegi og ósýnilegi alheimur hefur að geyma. Aðeins örfáa þessara hluta hafa visindin fundið, en vitneskja visindanna er eins og lítill lækur i samanburði við hið mikla úthaf." Þannig tekur Emanuel Swed- enborg til orða 1 einni af bók- um sínum. Þetta fjölhæfa mikil- menni andans fæddist árið 1688 og dó í hárri elli 1772. Hann var lærður i nálega öllum helztu vísindagreinum síns tima, og ritaði margar bækur á latinu um sýnir sinar og reynslu í öðr um heimum. Var hann einn merk asti dulfræðingur og dulspeking ur Vesturlanda fyrr og síðar. Helztu verk hans eru: „Leynd- ardómar himnanna", „Kærleik- ur Guðs og vizka“, „Hin sanna kristna trú“, „Himinn og Hel- víti“, „Skýringar á Guðs orði“, „Hjónabandsást og andstæða hennar" og „Draumabók". Þekking Swedenborgs var ekki aðeins ótrúlega víð- tæk, heldur einnig gagnger. Óhætt er að hafa það eftir Erik Nordensköld, að hann var „einn af fjöigáfuðustu og mik- virkustu sniilingum, sem um getur í veraldarsögunni." (History of Biology, New York 1936.) Ekki var hann við eina fjöl felldur, og þvi til sönnun- ar má benda á það, að á 250 ára afmælisdegi hans var hann hyllt ur af fulltrúum margra vísinda- greina, er allar áttu honum gott að gjalda. M. a. dáðist þá nóbels verðlaunahafinn Svante Arr- henius að þekkingu hans í heimsmagnafræði (kosmologi), og líffærafræðingar heiðruðu hann fyrir það, að hann hefði fyrstur sannað að sálfræðilegar starfsstöðvar heilans hefðu að- setur sitt í heilaberkinum. Og Swedenborg byggði niðurstöður sínar ekki á neinum ágizkunum, heldur hafði hann raunverulega stúderað fræði sín „the hard way“, t. d. unnið mikið að krufn ingum. En sérfræðingur var hann í málmiðnaði og námu- rekstri og hafði á því sviði emb- ætti sitt og uppihald meiri hluta ævinnar. Stóð honum þar nálega enginn á sporði í Evrópu þeirra tíma, og varð hann landi sínu þarfur þjónn á þeim vettvangi. Swedenborg hefur stundum verið nefndur Platon Norður- landa. En samtímamenn hans í Svíþjóð litu örugglega ekki á hann sem slíkan, að minnsta kosti ekki fyrr en hann var kom inn yfir sjötugt og þá ekki al- mennt. I þeirra vitund var hann hinn ágæti og ómissandi fróð- leiksmaður um málma, vinnslu þeirra og meðferð. Auk þess hafði hann sem þingmaður lagt fram hinar raunhæfustu tillög- ur um hluti, er höfðu fremur lít- ið með dulfræði að gera, svo sem eftirlit með brennivínsbruggun og sölu, og hönnun vaitasavéla fyrir járniðju. Þá samdi hann ár ið 1760 greinargerð um endur- skipulagningu fjármála þjóð- ar sinnar, er þótti svo aftaka góð, að hann var þegar beðinn um að gerast meðlimur leynilegr ar nefndar er skyldi fjalla um veg og vanda peningagengisins. En einmitt það sama ár, 1760, tóku að berast út manna á með- al í Stokkhólmi hinar furðuleg- ustii hneykslissögur um þennan velvirta og góðfræga vísinda- mann. 1 höfuðborg Svía, sem annars staðar í Evrópu, voru i þann tíma — laust eftir miðbik átjándu aldar — frönsk menning- aráhrif mjög ríkjandi, það er að segja, meðal hins fámenna kjarna siðmenntaðs fólks og menntamanna. En frönsk áhrif þýddu þá, í stuttu máli sagt, að vera frelsaður af allri hjátrú og hindurvitnum, en trúa í stað- inn á monsieur de Voltaire. Hann hafði nefnilega sannað í skrifum sínum um siðustu rann- sóknir vísindamanna og með óhrekjanlegum rökum stærð- fræðinnar, að alheimurinn var — eins og marga hafði raunar lengi grunað — aðeins vélrænt fyrirbæri, til orðið af hend’ngu. Vísindin voru þess nú umkom- in að útskýra náttúruna til fulls og gerðu það svikalaust. Allt sem var náttúrlegt, var visinda legt, og annað kom ekki til greina. Hið svonefnda yfirnátt- úrlega var tóm ímyndun og átti sér engan stað í veruleikanum, á það trúði enginn, nema mennt- unar- og menningarlaus almúg- inn, er valdasjúk kirkja notaði sem verkfæri í hinni myrku og óhugnanlegu starfsemi sinni. — En þess ber að geta, að á þeim tíma hafði kirkjan mikil völd í landinu og ekki hættu- laust að rísa gegn henni. Hneykslissögurnar er af Swedenborg fóru, voru jafnótrú legar og hrollvekjandi fyrir pre- láta kirkjunnar og hina fransk- sinnuðu yfirstétt landsins. Þær gengu sem sé út á það, hvorki meira né minna, en að Emanuel Swedenborg hefði, hvenær sem honum þóknaðist, náið samband við framliðið fólk og gæti hjá því spurzt fyrir um vini og kunningja sem farnir voru af veröldinni, hvort sem þeir höfðu skotizt inn i Himnaríki eða farið til Helvítis — eða væru á þriðja staðnum, er eng- inn nema hann vissi deili á. Tessing greifi var uppruna- lega borinn fyrir þessum fregn- um. En hann sagði þær sameig- inlegum vini þeirra Sweden- borgs, Tilas baróni. Til er enn bréf frá Tilas, er hann ritaði um þær mundir, og í því stendur meðal annars: „Ég myndi ekki hafa hlustað á þessa vitleysu og því síður trúað henni, ef ég hefði ekki haft þetta frá Tessing sjálfum.“ Swedenborg hafði sagt greifanum, hvernig dánum vini þeirra beggja vegn- aði í Himnaríki, og m.a. lýst hin um fagra skrúðgarði hans þar. Ennfremur hafði vísindamaður- inn trúað honum fyrir þvi, að drottning Svía, er nýlega var önduð, hefði gift sig aftur hin- um megin og væri mjög ham- ingjusöm með nýja eiginmannin um — en á það hafði allmikið skort i hennar jarðneska hjóna- bandi. „Ég geng sem á nálum," skrifar Tilas ennfremur, „þar til ég fæ tækifæri til að ræða við hann (þ.e. Swederiborg) og grennslast eftir hverjum kon an mín sálaða hefur gifzt. Mér myndi finnast það and- styggilegt, ef hún skyldi nú vera orðin soldánsfrú." En er hann náði tali af Swedenborg, þótti honum furðulegast af öllu að hinn lærði maður talaði um þessa hluti á ósköp hversdags- legan hátt og án þess að nokk- urt útlit væri fyrir að hann hefði skrúfu lausa. Skömmu síðar ritar Tilas barón annað bréf, sem var all- miklu alvarlegra en hið fyrra: „Halda ýmsir að hann sé orðinn geðveikur, en ég þarf að rann- saka málið betur, áður en ég get lagt nokkurn dóm á það.“ Þegar alkunnugt var orð- ið um sýnir Swedenborgs, heim- sóttu hann margir höfðingjar og menntamenn og ræddu við hann um þetta mál tímunum saman. Það kom nú i ljós, að þetta var éaftin ný bóla, og að hann hafði um nokkurra ára skeið skrifað og gefið út, undir dulnefni og utanlands, furðuleg trúfræðirit. Aðeins örfáir af vinum hans í Svíþjóð höfðu fengið eintök af þeim. Tilas barón mundi ekki, aðspurður, heiti þeirra allra, en kvað þau fjalla um Himnaríki og Helvíti og hina nýju Jsrú- salem, en auk þess væri eitt um dómsdag. En í bréfi til hans frá Tessing greifa stendur svohljóð- andi klausa: „Heyr nú þessa óvæntu fregn: Dómsdagur fór fram þegar árið 1757 og Swed- enborg ræðir um hann af svo nánum kunnleika, að álíta mætti að hann hefði verið viðstaddur þann atburð og skrifað sjálfur skýrslu um það sem fram tór. Dómnefndin situr þó enn á rök- stólum og tekur hverja sál í karphúsið, um leið og hún skreppur úr skrokknum." Geta má nærri að allt þetta hljómaði býsna kinduglega í eyr um samtimamanna snillingsins. En Swedenborg kærði sig koll- óttan um það. Hann hafði mikla persónutöfra og svo mik- ill sannfæringarkraftur fylgdi ræðu hans, að þeir sem áttu tal við hann um þessa hluti vissu ekki sitt rjúkandi ráð og hneigðust nánast að því að trúa hverju orði er hann sagði — að minnsta kosti á meðan þeir voru í návist hans. Bækur hans urðu nú mjög eftirsóttar meðal yfir- stéttarfólks, er var læst á latínu, en á því máli voru þær allar ritaðar, eins og áður er sagt. Nokkrar sögur eru af þvi sagðar hvernig hann sann- aði m. a. fjarskyggni sína, svo og sambandið við dána menn. En þær eru svo vel kunnar, að ég skal ekki þreyta lesendur á þeim, en ráða þeim heldur til að lesa bækur um þetta mikil- menni, til dæmis hið gagnmerka rit eftir Signe Toksvig: „Eman- uel Swedenborg", útkomið hjá H. Hagerup, Kaupmannahöfn, 1949. Þar er gerð vísindaleg grein fyrir verkum hans og sagt frá æviatriðum. Þetta er mjög aðgengileg bók, og er lítið eitt stuðzt við hana, ásamt öðr- um, í þessari grein. Swedenborg var, eins og frá er greint hér að ofan, komina yfir sjötugt, er hann gerð- ist kunnur sem dulspekingur i ættlandi sínu. Hann var efna- lega sjálfstæður og mikils met- inn á hæstu stöðum, en hvort tveggja kom sér vel fyrir hann, einkum hið síðarnefnda, þvi að framámenn kirkjunnar tóku nú að veita honum allískyggilega athygli. En sem vinur konungs- ins og margra æðstu aðalsmann- anna átti hann það mikið undir ser að honum var nokkurn veg- inn óhætt fyrir prestum og pre- látum, er annars myndu, án alls efa, hafa steypt honum i glöt- un, jafnvel látið taka hann af lífi. Um hvað fjalla svo ritverk þessa mikla manns, sem enn í dag er lesinn og dáður af tug- um þúsunda viða um heim? Kenningar hans eru fyrir löngu orðnar að trúarbrögðum og túlkaðar í Hinni nýju kirkju, er hefur aðalaðsetur sitt í Ameríku, en á sér einnig söfn- uði víða í vesturhluta Evrópu. Það er erfitt að gera þeim nokk ur viðunandi skil í stuttri blaða grein. En ég hygg að leitandi mönnum og þeim, sem forvitnir eru um dauðann og framhalds- lífið, sé andlegur gróði að því að kynna sér þær. Ekki er þó að því hlaupið að lesa bækur Swedenborgs, þetta eru mörg þúsund blaðsíður og sum verk- in, eins og t. d. „Leyndardóm- ar himnanna", talsvert tyrfin á köflum. En bækurnar eru til i ágætum sænskum og ensk- um þýðingum (og sjálfsagt á fleiri tungumálum), viðurkennd um af þeim, er rannsakað hafa frumtextann á latínunni. Og mér hefur reynzt svo, að hafi maður eitt sinn numið töfra þeirra, eru þær engan veginn leiðigjarnt lestrarefni. Má þó vera að flestum reynist tileink- un þeirra léttari, ef þeir lesa fyrst ábyrg rit um ævi Sweden- borgs og kenningar hans, en þau ‘eru mörg og sum hin merk- ustu, eins og t.d. bók Signe Toksvig. Swedenborg hefur verið nefndur Platon Norðurlanda. Og enginn tekur sér lengur í munn þá lastmælgi að telja rit hins mikla gríska heimspekings óviturleg, enda þótt þar finnist Sitt af hverju, er kemur ein- kennilega við mat skynseminn- ar. Höpken greifi, sænskt ríkis- ráð og einn af vinum Sweden- borgs, sagði um hann, meðal annars: „Fáir hafa lesið bækur hans, er gneistra af snilld og viturlegri dómgreind; ef ég rekst þar á eitthvað óvenjulegt og alveg furðulegt, er gæti virzt stríða gegn heilbrigðri skyn- semi, þá dæmi ég ekki. Við les- um Platon með aðdáun, en það er ekkert í verkum hans, er gæti ekki virzt öfgafullt, óskiljan- legt og fráleitt, ef einhver ann- ar segði það.“ Fyrirferðarmesta rit Sweden- borgs: „Leyndardómar Himn- anna“, (Arcana Coelestia), kom út i London á árunum 1749— 1755, í átta stórum bindum. Það vakti ekki mikla athygli til að byrja með, enda óaðgengilegra til lesturs en aðrar bækur höf. Það hefur þó unnið á og er á vorum tíma mikið um það skrif- að og deilt. Sjálfur hélt Swed- enborg því fram að þetta rit, sem og flest önnur verk hans, hefði verið innblásið honum og Emanuel Swedenborg fært í penna hans „að ofan“. — „Ekki af anda eða engli, en af Herranum, frá hverjum allur sannleikur og góðleiki stafar og á sinn uppruna." — Þar eð handritið af fyrsta uppkasti bókarinnar er enn til, hafa handskriftarsérfræðingar rann- sakað það og kemur þeim sam- an um að það sé ritað annarri rithönd en hans eiginlegu, og minni á þá ósjálfráðu skrift, er alloft kemur fram á miðilsfund- um. Ekki er unnt að gera efn- inu skil í stuttu máli, en geta má þess, að þarna er allmargt, er minnir á nýplatonismann og einstaka kafla í ritum kirkju- feðranna. Hafa sumir gagnrýn- endur gizkað á að þar komi fram áhrif frá undirvitund höf. og hafi hann lesið þetta fyrr á ævi sinni. En þó er vitað með vissu, að meiri hluti efnismagns- ins getur ekki verið þannig til kominn. Nokkuð minna kenning ar hans í „Arcana" á Jacob Boehme, t. d. það, að eigingirni sé orsök þjáninga í framhaids- lífinu, og að afneitun sjálfselsk- unnar geti skapað mannin- um himnarikissælu, einnig hér á jörð. En víst er að allflest i þessari dálítið ruglingslega upp hyggðu en stórmerku bók er frá höfundinum sjálfum — eða þeim Herra, er hann telur stýra penna sínum. Það skal játað að lestur verks þessa reynir alloft á þolinmæð- ina, en lesandinn rekst þar á svo marga snilldarlega kafla, að ég held að enginn greindur mað- ur sjái eftir þeim tima og þeirri fyrirhöfn, sem lesturinn útheimt ir. „Himinn og Helvíti" er styttri og aðgengilegri bók og mjög forvitnileg, því að hún brýtur mjög í bág við allar eða flest- ar þær hugmyndir, sem trúar- brögðin hafa haldið fram um langan aldur. Og því verður ekki neitað, að þarna er margt svo skynsamlega útskýrt og vit- urlega rökstutt, að ómögulegt er annað en hrífast af þeirri skörpu og víðfeðmu hugsun, sem hvarvetna kemur i ljós, er höf- undurinn lýsir örlögum hinna ýmsu manntegunda eftir dauð- ann. Þá er einnig vert að nefna, að lýsingar hans á heimum þelm, er biða hinna framliðnu, líkjast frásögnum spiretualista vorra tíma. „Skýringar á Guðs orði“ er I rauninni „forstúdía" að „Arcana" og fjallar um sams konar efni. En „Hjónabandsást og andstæða hennar" er ein af léttlæsilegustu bókum Sweden- borgs og mjög svo forvitnileg. Kennir þar margra grasa, og er vel skiljanlegt að verk betta hafi hneykslað marga á þeim tima, er það birtist. Því enda þótt höf. leggi mikla áherzlu á helgi hjónabandsins, tekur hann einnig skýrt fram, að að- eins það sem Guð hefur sam- einað, verður ekki aðskilið. En öruggt má telja að Hann hafi ekki sameinað öll þau hjón, er gifta sig hér á jarðriki af ýms- um öðrum ástæðum en hreinni, andlegri ást. Svo sem drottning Svíþjóðar hafði ekki beðið eft- ir kónginum, maka sínum, en gifzt í framhaldslífinu manni sem hún elskaði, þannig er einn ig í þessari bók gefið fullkom- lega í skyn að hjónabönd hér á jörð bindi engan, heldur leiti manneskjan þess maka, sem Guð hefur ætlað henni frá byrj- un. Og verður hún þá naumast ásökuð fyrir að hafa ánetjazt öðrum af ýmsum þeim ástæðum er iifið kann að hafa þvingað hana til og aðstæðurnar skap- að. „Draumabók" höf. er sérstætt og merkilegt verk, en ekki skal efni hennar rakið hér. Vel veit ég að stuttorð um- getning þessara fornu verka get ur á engan hátt gefið ljósa hug- mynd um þá auðlegð ímyndun- araflsins, það fegurðarskyn og þá glitrandi snilld, er svo víða birtist lesandanum í bókum Swedenborgs. En þvi ber að fagna að þær eru enn i dag til- tækar hverjum þeim, sem nefur áhuga á að kynna sér reynslu, hugsanir og vizku hins löngu liðna spekings. Þvi fólki, sem getur lesið dá- lítið erfiða ensku, vil ég ráð- leggja að lesa verkin á því máli, sökum þess, að mér finnst sænska þýðingin tyrfnari og mið ur læsileg en hin enska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.