Morgunblaðið - 11.05.1972, Side 19

Morgunblaðið - 11.05.1972, Side 19
MORGUNRLAÐLÐ, FMMTUOAGUR 11. MAt 1972 19 - 1 Töngunum Framh, af bls. S innd. Að'komumenn voru ókunnugir botnlaginu á vík- inni og fengu því kunnuga menn úr landi til þess að leið beina sér á miðunum. Sjó- mennirnir á Ólafsvík slógu þar tvær Uugur í einu höggi, þeir fengu vel greitt fyrir ferðina og kynntust um leið hinni nýju veiðiaðferð sem kom sér vel síðar. Allt fram til ársins 1939 var allur afli, sem á land barst, verkaður í salt. Kaup- mennirnir keyptu fiskinn flattan, kominn í salt- hús, fyrir ákveðið verð pr. kíló. í ágúsit 1939 tók til starfa hraðfrystihús á staðn- um, sem starfar enn, og fékk nafnið Hraðfrystihús Öl- afsvíkur. Það hóf hrað- frystingu á fiski, aðallega kola til að byrja með, og olli þetta gjörbyltingu í atvinnu lífi þorpsins. Afli á dragnót- inni var oft ágætur og mikil vinna við flökun og fryst- ingu kolans. Úfgerðarmenn staðarins hafa ætíð reynzt hinir framsæknustu menn. Þeir hafa yfirleitt byrjað með litla báta, 12 til 17 tonn, en siðan keypt stærri báta, þó sérstaklega eftir því sem aðstaðan i höfninni hef- ur batnað. Hafnleysið var hinni fyrstu vélbátaútgerð fjötur um fót. Að sjálfsögðu var mikið rætt um hafnargerð á þessum árum og kom snemma hugmynd um hafnargerð I vikinni. Árið 1911 kom Jón Þorláksson, síðar ráðherra, með tilboð frá svonefndu Milljónafélagi um að það legði til efni og áhöld til hafnargerðar, ef hrepps- félagið legði fram vinnuna. Af þessu varð þó ekki, með- al annars vegna þess að þetta félag varð skammlíft. En hugmyndin lifði og á árunum 1918 til 1920 fóru fram mæl- ingar á víkinni og skilaði Jón Þorláksson, verkfræðing ur, teikningu af miklum brim brjóti, sem gera skyldi fram eftir Tanganum fram af Snoppu. Af þessum fram- kvæmdum varð þó ekki. Séra Guðmundur Einars son, sem var prestur í Ólafs- vík 1908 til 1923, vildi byggja stórt og byggja fljótt, en hið fámenna byggðarlag reis ekki undir slíkum stór- hug. Það lét sér þvi nægja að ákveða að gera litla báta- kvi í Tanganum. Og svo var það einn vetr- ardag árið 1923, er norðan stormur var á, og ekki fært á sjó á árabátum, að hóp- ur sjómanna undir forustu Guðjóns Sigurðssonar jám- smiðs, lagði leið sina niður í Tanga. Þeir höfðu meðferðis handbörur, haka og járn- kalla og byrjuðu á því að bera saman grjót og mynda með því hafnargarð. Þannig hófst þetta verk, sem átti eftir að vaxa, með fórn- ; fýsi og elj usemi ónaf n- greindra manna, sem unnu þetta í ígripavinnu, fullir áhuga fyrir velferðarmálum byggðarlagsins. Og Jakob Jóhannesson kvað: 1 Töngunum þeir gera garð og grjótinu í hann fleygja. En hvort hann gefur af sér arð, er ekki gott að segja. Upp frá þessu var árlega unnið að þessari hafnargerð með nokkrum styrk frá rí'k- issjóði og hreppssjóði og frá verkamönnunum sem ekki tóku fullt kaup fyrstu árin. Árið 1937 var svo langt komið með varnargarðinn í Tanganum, að rétt þóttí að hefja bryggjugerð í skjóli við hann, og var farið að not ast við bryggjuna sama ár. Síðan var unnið að þessari bryggjugerð næstu árin, og smíði hennar lokið árið 1942. Árið 1950 var hafizt handa um smíði bryggju sem sebt var innan á norðurgarðinn. Var unnið að þessari bryggjugerð, ásamt lengingu garðsins, allt fram undir 1960. Strandferða- og milli- landaskipin höfðu allt tii þess tíma legið úti á vikinni og allar vörur fluttar á bát- um milli síkips og lands. En er bryggjugerðin var kom- in nokkuð á veg sköp- uðust möguleikar fyr- ir flutningaskipin að kom- ast upp að bryggju og var þar um mi'kla breytingu að ræða. Á síðustu árum hafa staðið yfir ýmsar fram- kvæmdir i höfninni eins og t.d. gerð löndunarbryggju fyr ir fiskibátana o.fl. Ólafsvíkurbúar áttu forð- um kirkjusókn að Fróðá, sem er 5 km innan við þorp- ið. Kirkja þessi var að falli komin um 1890. Kom þá upp deila um það, hvar ætti að reisa nýja kirkju. Fróðhrepp- ingar héldu fast við það að byggja kirkjuna á sama stað, vegna sögulegrar hefðar, en Ólafsvíkingar kröfðust þess að kirkjan yrði byggð hjá þekn, Deila þessi varo all hörð en lauk með því að sam þyklkt var að byggja kirkj- una í Ólafsvík, og var hún hyggð á bölunum upp af Snoppu og bekin i notkun 1892. Fróðhreppingar byggðu sér kirkju á Brimilsvöllum 1923. Um aldamótin síðustu- var Ólafsvík orðið allmyndarlegt þorp. Ibúar þess urðu flest- ir árið 1906, um 600 að tölu, en fæstir urðu þeir 1926, rúmlega 400. Nú er íbúatala Ólafsvíkur 993. Fyrrum voru allar sam- göngur á landi við Ólafsví'k mjög erfiðar. Búlandshöfðinn í austri og Ólafsvíkurenni í vestri, sem afmarka hinn gamla Neshrepp innan Ennis, ganga í sjó fram og voru ill yfirférðar og yfir fjallið iágu aðeins reiðgötur. Er hafizt var handa um lagn- ingu akvega um landið var vegurinn vestur á Snæfells- nes lagður út frá Borgarnesi og miðaði hægt áfram, eins og öllum framkvæmdum á þeim árum. Það var fyrst ár ið 1930 sem akfært varð yf- ir Fróðárheiði, en þá um sum arið var vegur ruddur yfir Heiðina og farið hinar svo- nefndu Kýrbrekkur. Hér var aðeins um sumarveg að ræða, en Kýrbrekkur eru brattar og mjög erfiðar sem vegarstæði. Nokkru siðar var vegur ruddur upp Hraunhafnardal inn að vestanverðu og var þar mun betra vegarstæði. Á árunutn 1950 til 1960 var lagð ur upphleyptur vegur yfir alla heiðina og hefur hann reynzt ágætlega og er opinn allt árið. Árið 1962 var opnaður veg ur yfir Búlandshöfða og vegagerð í Ólafsvíkurenni var hafin i júní 1963 og veg- urinn tekinn í notkun í janúar 1964. Þessir vegir eru mikið ævintýri og hafa opnað samgöngur þorpanna Hellissands, Ólafsvíkur, Grundarf jarða*r og Styfclds- hóims. Og Ottó Árnason, sem bor aldurinn vel, stendur keileur á tröppum húss síns. Segir fólkið í Ólafsvík gott, og a® atvinnulífið sé i blóma, það vanti bara fleiri vinn- andi hendur. Og það er eins og Ólafsví'k og höfnin glampi í augum hans og að hann hlusti eftir hljóði haföldunnar sem leikur sér á víkinni. H.H. FELAG JÁRNIÐNAÐARMANNA FræDsiuerindi fyrir félagsmenn í Félagi járniðnaðarmanna verða haldin mið- vikudagioo 17. maí og fimmtudaginn 18. maí ki. 8,30 e.h. í Lindarbæ, uppi. Miðvikudaginn 17. maí kl. 8,30 e.h.: Hollustuhættir vinnustaða: Erindi, Baldur Johnsen forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins flytur. Fimmtudagur 18. maí kl. 8,30 e.h.: Vinnulöggjöfin: Erindi, Sigurður Líndal prófessor flytur. Trúnaðarmannaráð og trúnaðarmenn á vinnustöðum eru sér- staklega hvattir til að mæta. Járniðnaðamemum er einnig vel- komið að hlýða á fræðsluerindin. Fræðslunefnd og stjóm Félags jámiðnaðarmanna. 4 •• •• • v'- " ' ••• ••• ••• // GULI PARDUSINN II SKODA 1Í0R COUPÉ Nýi sportbíllinn frá SKODA, sem hvarvetna hefur vakið athygli er kominn. . ) Vél 62 hestöfl, alternator. \ í Rafmagnsrúðusprautur. Djúpbólstruð sætí. ’ Rally stýri, Gólfskipting. Rally mælaborð með snúningshráðamæli. 5 manna, Bjartur — rúður allar óvenju stórar. Fáanlegur í 3 tízkulitum. SÝNINGARBÍLAR Á STAÐNUM. SKODA 1972 Um hina alkunnu þjónustu hjá SKODA þarf ekki að fjölyrða, — spyrjið nágrannann, því að hann á sennilega SKODA. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-4« SlMI 42600 KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.