Morgunblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1972 17 Aldarminning dr. Ilelga Pjeturss Dagskrá útvarpsins, sú sem tileinkuð var aldarafmæli dr. Helga Pjeturss þ. 31. marz, var hvorki mikil að fyrirferð né lét mikið yfir sér. En þó var hún, svo langt sem hún náðd, vel heppnuð, og er áistæða til að gleðjast yfir því, að útrarpsráð skyldi heiðra minningardaginn með slíkri dagskrá. Anna Pjet- urss talaði um föður sirm eins og hann var í daglegu lifi, Þor- leifur Einarsson um jarðfræðina og Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöð um um hinn nýja heimsskilning og undirstöðuhugsanir þeirrar heimspeki. Viðtalið við Önnu Pjeturss var s'kemmtil'egt, oggaf svolitla hugmynd um hve fróð- legt getur verið við hana að tala — en þó varla að hundrað- asta hluta á við það sem hún á til. Vonandi gefst hlustendum eða áhorfendum einhvern tíma kostur á að njóta þeirra hæfi- leika hennar í viðtah, sem ekki væri of þröngur stakkur skor- inn. Erindi Þorleifs Einarssonar var afbragð, og er ég ekki einn um þá skoðun. Kom það vel fram hjá honum, að jarðfræðing ar eru nú fyrst að byrja að sjá yfir hinar stórkostlegu uppgötv anir sem gerðar voru hér á landi á fynsta áratug þessarar aldar, og sagði hann, að upp- götvanir þessar hefðu enn ekki verið metnar að verðleikum. Þar sem próf. A. Penck hlaut sem stórþjóðarmaður heimsfrægð fyrir að finna kaflaskiptingu ís- aldarinnar, varð slikt ekki hlut skipti dr. Helga, sem þó varð jafnvel fyrri til að birta slikar niðurstöður, og stefndi einnig enn betur til framtíðarinnar með ábendingu sinni um „Altquart ár“ og Jungquartár" (fyrri og síðari hluta isaldarinnar). í sím- tali sem ég átti við Þorleif á eftir, sagði hann mér það, sem ég vissi ekki áður, að Penck minnist hvergi (að því er Þ.E. hafði getað fundið) á niðurstöð- ur Helga, þar sem hann skýrir frá sínum niðurstöðum, og hvarfl aði það að Þorleifi að Penck hefði þama ekki verið nógu sanngjam. En óg gat þá í mót frætt haim á því, að Penck hefði lagt það til í Berlín 1908, að rannsóknir dr. Helga á íslandi yrðu styrktar með 8000 guli- mörkum, en það var stórfé i þá dagja. Virðist því einstætt að Penok hafi verið heiðarlegur vís- indamaður og kunnað að meta verk dr. Helga, sem var svo hlið stætt hams eigin. Af því sem Þorleifur varð að sleppa vegna hins naumt skammtaða tíma, saknaði ég mest landgrunnsins, sem nú er mjög á dagskrá af öðrum ástæðum en fræðilegum — og skoðanaágrein ings hans við Fridtjóv Nansen, í þvi efni, sem vísindamenn hafa varla enn gert upp við sig að gagni. En hvað landjarðfræðina snerti, þá hefði einnig þurft að taka betur fram það, sem Pétur Gíslason á Eyrarbakka ítrekaði við mig í símaviðtali daginn eft- ir: að það var höfuðuppgötvun í jarðfræði Islands, að pleistoc- enu jarðlögin á Tjörnesi eru millimyndun (intercalation) i blágrýtismynduninni. Þar var fundin sú mælistika, sem leggja má á hvert einasta fjall á ís- landi, enda er þess að vænta að það verði nú loks farið að gera, eftir að hið prýðilega erindi Þorleifs verður komið á prent, eins og það hlýtur að gera. Um erindi Þorsteins Jónsson- ar á Úlfsstöðum varðandi aðal- ævistarf dr. Helga (ekki „frá Úlfsstöðum“ eins og tilkynnt var, því að hann hefur þar bú- ið og býr þar enn) vil ég að- eins segja, að þar var um að ræða efni, sem enginn var fær- ari til að tala um en hann. Er því útvarpinu sómi að því að hafa kvatt hann til. En um þau mál á það enn meir við en það sem Þ.E. sagði réttilega um jarð fræðirannsóknir, að þau hafa enn ekki verið metin að verð- leikum. Þyrfti þar að verða gagngerð breyting til hins betra, og góð byrjun var það að tala þar um Grettistak vísiridanna, eins og Þorsteinn gerði. Vinur er sá Helga Pjeturss sem þannig tekur til orða, og hefði þó verið óskandi, að annar íslenzkur bóndi hefði þarna fengið að koma fram, nefnilega Bjarni Bjarnason á Brekkubæ í Horna firði, sannur maður og einn hinn bezti drengur. Egill Thoraren- sen í Sigtúnum dugði vel, og er ég sérstaklega þakklátur fyrir það, að nafn hans skyldi einnig fá að koma fram í þessari afmæl isdagskrá, sem á eftir að verða upphaf nýrrar framvindu. Þó að ég vilji á engan hátt draga úr þvi, sem vel var um áminnzta dagskrá, verð ég að bæta þvi við, að fáir munu hafa búizt við því, að hægt væri að heiðra aldarafmæli hins mesta málsnillings, án þess að lesa stakt orð úr ritum hans. Slíkt sýnir bezt hve einstætt verk Nýall er, að hálfri öld eftir að hann fyrst kemur fram, er enn ekki árætt að láta hann heyrast í útvarpi. Það er ekki nóg að fara sjö- tíu ár aftur í tímann, og nema staðar undir háum fossi, eins og verið er að gera í morgunútvarp inu — því að Háafoss-nafngift dr. Helga er aðeins eins og við- vik af hans hendi. Það er engin kynning á verki dr. Helga, að lesnar séu nokkrar greinau* frá yngri árum hans — sem gefa að visu undir eins til kynna hver rithöfundur hann var, séu þær vel lesnar, en jafnast þó á eng- an hátt við það, sem síðar var ritað af hans hendi. Vonandi á útvarpsráð eftir að sýna það með skörungsskap að það sé fært um að láta lesa úr sjálfum Nýal, í kvölddagskrá, að fengnum góðum upplesara. 12. apríl 1972, Þorsteinn Guðjónsson. Glaumbæ j ar hr ey f ing Fyrir noklkru var haldiinn fjöl mennur Sundur ungs fólks, þar sem þiess var krafizt, að skemimti staðurinn Glaumbær yrði sem fiyrst endiurreistur, á sarna s;tað. Mér kom í hug, hvort þetta væru aðalhugsjónir ungs nú tlímafdiks: Glaiumbæjarskröll með tilheyr andi hávaðahljómsiveitum, skak dansi og drykkjulátum, hald- andi vöku fyrir fólki í ná- grenminu og dreifandi hættuleg- um glerbrobum og fieira rusli ■uon nágrennið. Það er ótrúlegt, að ekki verði nóg um skemmti- staði í náinni firamtið, ef rniðað er við það sem ákveðið er að riyggja á næstunni, o;g liklegt að þau hús verði í fiesíu betri en gamla ishúsið við tjömina. En hverjir stóðu fiyrir Glaum- bæjanhreyfinigunni. Eru það ef til viil stjórnmáia’iegir áróðurs- meistarar, sem haifa það mark- mið að aasa æskúna upp til skemmtana og kröfugerða, og gera hana að hugsjónalaus- uim múgæsingailýð, með það í huga, að geta sigað henni upp, þegar þeir vilja komast í þýð- ingarmiklar valdastöður í þjóð- félaginu. Margir æskulýðsleiðbogar virð- ast einblína á það, að aldrei sé nög „gert fyrir æskuna". Það er >e.nigu líkara en ýmsir þessir leið togar vinni að því að gera unigl ingana að vandræðadekurböm- uim, sem síifeiilt eru kveinandi og kvartandi, þótt liítiö sem ekkei’t blási á móti. Æskulýðsleiðtogar, foreldrar og yfirvöld ættu sem fyrisit, að hættia dekurstefnunni í uppeldisimálum, en þess i stað að vinna að þvi að efl’ia sjálfstæðis- og sjálfisbjargarvilja æskulýðs- ins. Það er liítt sikiiljan.Iegt, að til skuli vera æskulýðaleiðitogar, sem lýsa því yfir, að ölil boð og bönn séu til ills eins. Hvernig verður stjórnarfarið eftir nokkur ár, þegar só aesku- iýður sem er „illa vaninn og ekkert bannað" á að fara að stjóma bæði sér og öðrum. Sá sem ekki iiærir ungur að hlýða lífisnaiuðsynlegium „umferðarregl um“ þjóðfélagsins, hann verður allsófær að stjóma. Allir ábyrg ir kennarar, æskulýðtsleiðtwgar, foreldrar og aðrir uppalendur, ættu að vita þennan aigi’da sann'.eika. Hvernig fier um skip, vinnu.flakk eða þjóðféiag, þar sem stjórnin er óvirk, og enginn telur siig þurfia að hlýða neinum. „Hver sú þjóð, sem er sjélfri sé sundurþykk, fær ekki staðizt." Á minum æskuáruim var það algengf, að Uinglingar fióru að sjá um sig sjállfir um 16 ára ald- ur. Sú æska, sem þá var uppi „sté á sbokk og strengdi þess heit“ að rífa sjálfa siig, floreMra sína og þjóðfélagið, upp úr fá- tækt og fáfræði, með hið fegursta kjörorð „Islandi allt“ að vopni, og það tókst svo sannarlega með ágætum. Ungmennafélögin byggðu sjálf hús sín án nokk- urra styrkja þau unnu að „ræktun lýðs og lands“ svo vel, að frægt mun verða meðan þjóð hyggir þetta land. Þama var áreiðan’.ega engin Glaumhæjar- hreyfing á ferð. Riíkis- og bæjarlaunaðir æsku lýðsleiðbogar nútimans, ættu að kynna æskunni stefinuskrár og stanfshætti ungmennafié'.euganna á fyrstu áratugum þessarar ald- ar. Þótt ég viti að nútíiminn krefst ýmissa breytinga, þá held ég að æskam og leiðtogar henn- ar ættu að gefa vaxandi gaum, bæði hinni fomu gullöid, og guK- og endurreisnaröld alda- mótamamianna. Nútíimahugsjónir yngri sem eldri eru svo tll óþrjótandi: Mengunar- og rányrkjuvanda- málin, ásamt hu.garfarsme»gun aeskunnar og þjóðarinnar, barátt an gegn hungri annars vt-gar og ofmötun . hins vegar, gegn á- fengis- og eiturlyfjabölinu, gegn þeiim öfilum í þjóðféia.ginu, sem nota æskuna sem stökkbretti að valdastöðum þjóðfiéiagsins. Fjöl margt flleira mætti ne'fina. Mótmæ’Jin gegn vtnsölu til umglimga undir lögaldri er ánægjuleg byrjun, og vonandi verður þar ekki staðar numið. Þeir fiullorðnu þurfa líka að veita æskunni öfluigan stuðning, ge'gn hinum voldugu ni'ðurrifs- öfium þjóðfélagsins, sem einskis sviifast. Það er því miður fjölimargt fó’ik sem ekki sér eða vill ekki sjá hina gieigvæmlegu hættu, sem stafar af rányrkju og meng un lands, hafis og lofts; það vill ekki heldur viðurkenna þá þjóð fléiaigsmengunarhætti, sem stafa af áfengis-, reyk- og eiturlyfja- neyzlu. Trúleysis- og marxiskur áróður ýmissa skálda, lista- manna, fjöimiðia, kennara, nem- enda æðri skóla og fjölmargra forystumanna þjóðarinnar, spil- ar hér undir og lamar þjóðina, eins og dýr, sem hefir orðið fyr ir eiturbiti. Það er áreiðanlega tími til kaminn., að snúast hart til vamar gegn þessum ört vbx- andi stórvandamálum, og breyta vöm í sókn gegn eyðingaröffiun um. Ný aldamótakynslóð þarf að myndast, til þess að rífa þjóð ina upp úr mengunarfenim.u. Unga fólkið og fiorystumenn þess, þurfa að taka florystuna, og leysa aðsteðjandi vandamál, með ekki minni glæsibraig en sú aldamótakynslóð gerði, sem nú er sem öðast að kveðja. Það er lífsspursmáll þjóðariinnar að þetta takist sem bezt — með Guðs hjálp og góðra manna. Ingjakliur Tóniasson. Afstæði tímans 1 sunnudagsblaði Mbl. (blaði 29 þ. 30. apríl s.l. birtist önnur grein í mjög fróðlegum greinar- flokki Walters Sullivan um snill inginn Albert Einstein. Mörgum leikur vafalaust forvitni á að kynnast nánar lifi og starfi þessa miikla vísindalega frömuðar. Eitt atriði í greininni finnst mér þó að þurfi nánari skýringa við, þar sem minnzt er á afstæði tímans. Sagt er frá dæmi um tvo menn og járnbrautarlest, þar sem annar mannanna er í lest- inni, en hinn stendur við tein- •ana. Síðan segir: „Ef tveim eld- ingum slær niður, annarri einni mílu framan við lestina, en hinni mílu fyrir aftan hans, myndi manninum sem í lestinni er ekki virðast sem það gerðist samtím- is þótt manninum við teinana virtist svo. Ástæðan er sú, að bjarminn frá fyrri eldingunni bærist fyrr til mannsins í lest- inni vegna þess að hanin hroyf- ist í áttina til hans en í átt frá hinum bjarmanum. Afstaða mannanna tveggja er þvi ekki hin sama.“ Mig grunar, að þessi útskýr- ing missi nokkuð marks, enda þótt hún sé rétt. Maður gæti t.d. hugsað sem svo, að í rauninni séu eldingamar samtíimis, hvort sem þær eru athugaðar frá lest- inni eða við teinana, því að mað urinn í lestinni myndi auðvitað vita að lestin hreyfðist og þess vegna gera sér Ijóst, að lestin færðist örlítið í áttina að annarri eldingunni en frá hinni, á með- an ljósið er á leiðinni. Þess vegna sæi hann ekki eldingarn ar samtimis, þótt hann teldi þær raunverulega gerast samtímis, eins og manninum við teinana virðist. Báðir mennirnir gætu þvi verið sammála um, að elding arnar gerðust í rauninni samtím is, að mati beggja. Alveg sama niðurstaða fengist, ef mennirn- ir dæmdu út frá þriumu'gnýnum. Maðurinn við teinana myndi (í logni) heyra gnýinn samtímis báðum megin frá, en maðurinn í lestinni væri þá búinn að aka e.t.v. um 5 sekúndur frá þeim fyrrnefnda, og heyrði því ekki hljóðið samtímis úr báðum átt- um. Hann gæti samt ályktað, að eldingarnar gerðust samtímis, því að hann veit um ferð lestar- innar og hraða hljóðsins og reiknar út frá þvi. Að mati beggja mannanna gætu því elding arnar verið samtímis, lika I þessu tilviki. Það sem mér finnst vanta í útskýringuna á lestar- öæminu i grein Walters Sulli- van er það, að ljósið berst með sama hraða miðað við lestina, frá báðum eldingunum, sé hraði ljóssins mældur af manninum í lestinni. Það hefur verið stað- fest með ýmsum tilraunum að þetta er svona, shr. framar í sömu grein, og olli þetta áður fyrr hinum mestu heilabrotum meðal vísindamanna. Af þessu leiðir, að ef eldingarnar væru raunveriuleiga samtímis, frá afstöðu mannsins í lest- inni, þá ætti hann að sjá bjarm- ann.frá báðum eldingum á sama augnabliki, þrátt fyrir að lestin hreyfist, því að þegar eldingun- um lýstur samtímis niður, miðað við afstöðu mannsins á teinun- um, þá er hann nákvæmlega and spænis manninum í lestinni, og hann er þá jafnlangt frá báðum eldingunum, en það er hirm mað urinn líka. Sú staðreynd, að maðurinn í lestinni sér annan bjarmann á undan hinum, þrátt fyrir þetta, eins og upphaflega greinir, sýn- ir það, að frá hans afstöðu eru þetta raunverulega ekki sam- tíma eldingar, enda þótt sömu eldingarnar séu raunverulega samtíma eldingar frá afstöðu mannsins við teinana. Hér er því ekki aðeins um það að ræða, að ljósið' sé fljótara að berast styttri vegalengd, heldur er mál ið miklu djúpstæðara; hér er urn afstæði tímans sjálfs að ræða. Reykjvaík, 1. maí, 1972. Carl J. Eiríksson. Orðsending varðandi úðun trjágarða Með visun til ákvæða i 206.4. gr. heilbrigðisreglugerðar, nr. 45, frá 8. febrúar, 1972, er hér með lagt bann við notkun háþrýsti- dæla til þokuúðunar eiturefna í trjágörðum í borginni. Reykjavík, 8. maí 1972. HEILBRIGÐISMALARAÐ. SKÁUNN Volvo 164 árgerð 7969 til sýnis og sölu á morgun & KR KRISTJÁNSSON Hf II II D n fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VID HALLARMULA U IVI 0 U 0 I II S(MAR 35300 (35301 _ 35302).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.