Morgunblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAl 1972 15 Guðrún Jónsdóttir frá Borgarnesi Fædd 15. september 1900. Dáin 8. júlí 1971. Á bernskuárum mínum um aldamótin síðustu var mikill flutningur manna úr æskubyggð minni, Hornafirðinum. Þá kom þar meiri háttar kippur í Amer- íkuferðir, en önnur kvíslin lá austur á Fjörðu og féll þar í gömlum farvegi. Það var ekki að eins unga kynslóðin, sem fann sér ofaukið í heimabyggð sinni, það voru heilar og oft mann- margar f jölskyldur, sem þannig hurfu heimabyggð sinni. Árið 1898 fluttust austur á Mjóafjörð hjónin í Einholti, Jón Brynjólfs- son og Stefanía Sigurðardóttir. Stefanía var móðursystir mín, og það voru foreldrar min- ir, sem tóku jörðina við brott- för þeirra. Þau fluttust að Ein- holti um fardagana eins og lög gerðu ráð fyrir, með sinn tíu barna hóp. En þá var hin fjöl- skyldan ekki farin, en beið eft- ir skipsferð. Börnin voru sex, fimm dætur og einn sonur. Það dróst um viku, að skipsferðin félli, og þann tíma hélt fjöl- skyldan kyrru fyrir í Einholti. Ekki man ég nú, hvernig öllum þessum mannfjölda var kom- ið fyrir í baðstofunni, en hitt man ég greinilega, að þá voru dýrlegir dagar, en mikill tóm- leiki, þegar þessi leiksystkina- hópur var allur á bak og burt. Og þótt við brottför þeirra þetta vor væri að fullu lokið persónu- legum samskiptum við þennan frændsystkinahóp, þá var þessi hópur okkur systkinunum nán- ari en aðrir hópar okkar nán- asta frændliðs. Einhver bréfa- skipti munu hafa verið milli þeirra systranna, og við fylgd- umst gerla með högum þessa frændfólks í fjarlægðinni. Alda mótaárið barst okkur fregn um það, að enn hefði ein dóttirin bætzt í hópinn, og þá fannst mér hún vera komin i hóp leiksystk- Inanna, sem maður átti í mirnn- ingunni frá vordögunum fyrir tveimur árum. Þessi litla stúlka hét Guðrún, og það er minningin um hana, sem fær mig nú til að stinga nið ur penna, Síðast liðið sumar lagði það rétt lauslega i eyru mér, að þessi frænka mín væri látin. Þá var ég önnum kafinn við störf í sambandi við æsku- byggðina, sögu hennar og byggj endur. Það var ekki fyrr en seinna, að ég fann til þess, að enn hafði verið höggvið áber- andi skarð í hóp náinna sam- fefrðarmanna. Guðrún heitin fæddist að Döl- um í Mjóafirði 15. september 1900. Þegar þau hjónin fóru frá Einholti fluittust þau að Borg i Dalakálkinum, en fluttust fljót- lega að Dölum og þaðan aftur eftir litla hríð yfir fjörðinn að Krossi. Þau munu aldrei hafa haft mikinn bústofn, en farsæla afkomu, enda góð búdrýgindi að sjófangi, en Jón hafði að forn- um hætti sinn bát, sem hann sótti sjóinn á í hjáverkum frá bústörfum. Á fyrstu árum ald- arinnar var fiskisæld mikil fyr- ir Austfjörðum og hagur góður í sjávarþorpum, mikil vinna og margt vel stæðra heimila, sem sótti eftir hjálp til þjónustu- starfa. Systurnar sex á Krossi var vel þegin vinnukraftur á heimilum héraðsins, og aðr- ar leituðu lengra burt, því að ekki þurfti allra þessara handa við til þjónustustarfa heima fyr ir. Fermingarárið sitt fór yngsta dóttirin, sú sem minnzt er með þessum línum, að heiman. Hún fór vinnukona að Borgareyri þar i firðinum, en tveim árum síðar flyzt hún norður yfir fjöllin til Seyðisfjarðar og ræðst í vist til læknishjónanna Kristjáns Krist- jánssonar og Kristinar Þórarins- dóttir. Á þeirn árum var það ungum stúlkum girnileg braut að komast í vist á menntaheim- ilum. Það var ekki aðeins ein eftirsóknarverðasta atvinna, það mátti heita eina menntabrautin, sem umkomulitlum stúlkum var kostur á. Guðrún minntist þeirra læknishjónanna og þeirra menn ingarrika heimilis með miklu þakklæti, enda er ekki að efa, að auk þess lærdóms, sem hún hefur hlotið þar í að móta snyrti legan heimilisbrag, þá hafa einn ig eflzt þar þau einkenni henn- ar, sem mörgum þeim, er henni kynntust, mun efst í minnum, en það var öryggi það, fágun og lát leysi, sem hið hversdagslegasta fas hennar var mótað af. Um tvitugsaldur kveður Guð- rún svo Austfirði, heldur til höf uðstaðarins og fer þar í vistir. Um það leyti gerast þau harma- tiðindi á Mjóafirði, að faðir hennar og eldri bróðirinn, rúm- lega tvítugur, farast i sjóróðri. Þá er brugðið búi á Krossi, fjöl- skyldan tvístrast, og Guðrún leitaði ekki síðan á þær slóðir. 1 Reykjavík kynnist hún vænt- anlegum lifsförunauti sínum, Marínó Sigurðssyni bakarameist ara i Hafnarfirði. Þau giftu sig 15. marz 1923 og bjuggu fyrstu árin í Hafnarfirði, en skömmu síð ar flytjast þau til Akureyrar, þar sem Marínó tók við forstöðu brauðgerðarhúss í bænum. Þar bar fundum okkar frænd systkinanna fyrst saman og á þann hátt, sem okkur báðum varð minnisstætt. Þá varð ég prestur frammi í Eyjafirði. Ég var í húsvitjunarleiðangri úti á Staðarbyggð. Þá er það, að Kristján bílstjóri Kristjáns- son frá Birningsstöðum rennir bíl sínum í hlað á bænum, þar sem ég var staddur, og spyr eft- ir mér. Hann hafði farið fram í Saurbæ til að vitja mín, en þar var ekkert hægt að fræða hann um ferðir mínar annað en það, að ég myndi vera einhvers stað- ar á Staðarbyggðinni. Svo hafði hann ekið bæ frá bæ, ákveðinn í að gefast ekki upp, fyrr en hann hefði upp á mér. Erindi hans var að fá mig með sér til Akureyrar, svo fljótt sem mögu legt væri, til að skíra barn, sem búizt var við, að ætti skammt eftir. Mér var ekkert að van- búnaði, og Kristján ók mér eitt- hvað út á Oddeyri. Þar beið okk ar ung kona með tvö ung börn, hið eldra eins eða tveggja ára, hið yngra á fyrsta ári, fárveikt. Það var barnið, sem beið skírn- arinnar. Kristján hafði sagt mér, að fólk þetta hefði fyrir stuttu flutzt til Akureyrar, en kon- an væri ein heima um þessar mundir, því að maðurinn hefði farið til Hafnarfjarðar til að sækja móður sína. Konan, sem heima var með veika barnið, var Guðrún Jónsdóttir frænka mín. Ég mun ekki hafa haft langa viðdvöl að því sinni, en við þessi fyrstu kynni mótaðist í huga minum skýv mynd af henni, sem síðari kynni breyttu í engu. Hlýleiki hennar og látleysi, ró- semi hennar og jafnvægi við þessar aðistæður urðu mér ógleymamlieg. Síðar átti ég eft- ir að kynnast heimili hennar við aðrar og bjartari aðstæður, og er mér ekki sízt i minni, þegar ég nokkrum árum síðar leit inn til þeirra hjóna á Húsavík. Þá var barnahópurinn orðinn stærri, og enginn hafði helzt úr lestinni, þótt eitt sinn liti skuggalega út. Og nú var maðurinn heima og greip um stund í harmonikk- una. Þar sat ég í hópi glaðra og þakklátra áheyrenda. Þau Marínó og Guðrún voru aðeins fjögur ár á Akureyri, en fluttust þá til Húsavíkur þar sem Marínó keypti brauðgerðarhús. Eftir 15 ára dvöl þar fluttust þau svo til Borgarness, og veitti Marinó þar forstöðu brauðgerð- arhúsi Kaupfélags Borgfirðinga til ársins 1971, að hann hættí störfum fyrir aldurs sakir og sjúkleika. Þeim hjónum varð fimm dætra auðið, og eru þær allar giftar og búsettar hér við Faxaflóa, Hanna og Halldóra í Borgarnesi, Unnur og Erna í Reykjavik og Marý í Garðahreppi. Dætrabörn þeirra Guðrúnar og Marínós eru nú orðin 12. Guðiún gat sér hvarvetna vinsældir, hvar sem hún fór, hún var góð nágrannakona, skapprúð og vingjarnleg, greið vikin og hjálpfús, þar sem hjálp ar þurfti. En hvergi er hennar getið í forustu í félagsstörfum. Heimilið var hennar vettvangur, og þar var hún öll. Aldrei fór maður hennar svo árla til vinnu að morgni, hvort heldur var klukkan fimm eða sex, að hún færi ekki á fætur um leið og aðstoðaði hann, meðan hann var að búa sig út undir dags- verkið. Dætur sínar, tengdasyni og dætrabörn tengdi hún sér ástúðarböndum, svo að aldrei bar skugga á samskipti þeirra. Guðrún var mikil húsfreyja. Heimili sinu hélt hún ekki að eins snyrtilegu, heldur gæddi einnig andrúmsloft þess þeim þokka hlýleika og hóglátr- ar gleði, sem hvarvetna eru föru nautar þeirra, sem eru góðir drengir í fornri merkingu þess orðs. Ást hennar á fegurð og hreinleika setti mark sitt á hvern hlut innan húss og utan og hvert hennar handtak. Á síð- asta áratug reistu þau hjónin sér nýtt íbúðarhús á einum feg- ursta staðnum í því fagra þorpi Borgarnesi, þar sem sér yfir Dal inn og meginbyggðina handan hans og til Snæfellsjökuls lengst úti við sjónbaug. Lóðina höfðu þau skipulagt og prýtt á hinn fegursta og smekklegasta hátt. Þar naut Guðrún síðustu æviára sinna með manni sínum, eftir að dæturnar voru flognar úr hreiðri og kyrrast tók í um- svifum daglegs lífs. Síðustu ár- in naut hún þessa í vitund þess, að þetta voru síðustu árin. En hún bar það ekki með sér, að vit undin um nálægð dauðans væri henni nein beizk reynsla, og van liðaninni af völdum banameins sínis flíkaði hún ekki við aðra. Hún andaðist á sjúkrahúsi Akra- ness 8. júlí 1971, þá á 71. aldurs- ári. Blessuð sé minning hennar. Hveragerði, um páska 1972. Gunnar Benediktsson, rithöfundur. KVEÐJA frá tengdasoniim Nú þegar þú hefur verið köll- uð frá okkur, vildum við koma kveðju og þakklæti til þín, fyrir þá ástúð og umhyggju er þú sýndir okkur og börnum okkar, alla tíð, og þá fórnfýsi og það móðurþel er þú sýndir okkur eins og við værum þínir synir. Aldrei gerðir þú mannamun, alltaf jafn örugg og gestrisin hvern sem að garði bar. Við vilj um þakka þér allar þær stund- ir er við dvöldum á heimili þinu, og seimt munu gleymast fyrir þitt tilstiMi, því alltaf varstu jafn glöð og ánægð þótt eitthvað blési á móti. Þú hefur mikið kennt okkur og vonumst við til •að okkur megi öðlast sá styrkur er þú sýndir í þínum erfiðleik- um. Blessuð sé minning þín. Tengdasynir. Breiðholtsprestakall Séra Páll Pálsson umsækjandi Breiðholts- prestakalls heldur guðsþjónustu í Bústaða- kirkju sunnudaginn 14. maí kl. 11 fyrir hádegi. Safnaðarnefnd. Húseigendur vantar 3ja—4ra herb. íbúð í Reykjavík. Upplýsingar gefur STÁLVIRKINN, Skeifan 5 Sími 85260 milli kl. 1—7. M álverkauppboð verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu mánu- daginn 15. maí og hefst kl. 5. Málverkin eru til sýnis frá kl. 1—6 föstudag og laugardag 1 Sýningársalnum að Týsgötu 3. Listaverkauppboð Kristjáns Fr. Guðmundssonar Sími 17602. SGnderbora garn SÖNDERBORG-GARN nýkomið í glœsilegu litavali Verzlnnin HOF Þingholtsstræti 1. Rnrnnvinníélngið Sumnrgjöf Okkur vantar forstöðukonur að eftirtöldum dagvistunarstofnunum: 1. Nýjum leikskóla við Leirulæk frá 1. júní n.k. 2. Nýjum leikskóla við Kvistaland frá 1. júlí n.k. 3. Nýju dagheimili við Blöndubakka frá 15. ágúst n.k. Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar Fornhaga 8 fyrir 25. maí næstkomandi. STJÓRN SUMARGJAFAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.