Morgunblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 8
MÖEGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÚR 11. MAI 1972 8 Ólafsvíkurþorp, séð frá höfn inni. (Ljósm. H.H.) í Töngunum þeir gera garð Ottó Árnason rifjar upp þætti úr sögu Ólafsvíkur Ottó Árnason. Á götu í Ólafsvík í vetrarlo k. I Ólafsvik býr maður að nafni Ottó Árnason. Ottó fæddist i Ólafsvík 4. nóvem- ber 1908, sonur hjónanina Ámia Sveinbjörnssonar sjó- manns, og Ingibjargar Jóns- dóttur. Ottó hefur fylgzt með upp- gangi Ólafsvikur, séð úthafs ölduna, sem oft hefur song- um valdið, renna sér upp í vikursandinn, ýmist hljóðláta eða rismikla o.g faldað hvitu. Ottó ann þessum bæ, og sögu hans, og er tilbúinn að veita öðrum innsýn í sögu staðarins. Það gerir hann i frásögninni hér á eft- ir: Þegar horft er í austur frá Ólafsvík blasir við Búlands- tindur. Tindafell í suðri og Ólafsvíkurenni í vestri. Á milli Tindafells og Ennis rís Hróinn, sérkennilegur tind- ur, og lengra til suðvesturs er Snæfellsjökull. Til norð- urs er hinn fagri Breiðafjörð ur, víðáttumikill og auðugur, og handan fjarðarins sjást Barðastrar.darfjöllín, Látra- bjarg og Háaskor en innar Klafningsfjöllin. I suðaustanáttum streymir vindurinn niður fjallaskörð- in og verður þá oft hvasst við víkina og fylgir því mik- il úrkoma. 1 vestanrok- um koma sviptibyljir, en norðanáttin er hægari og i þeirri átt verður hvergi meira logn en á Ólafsvík. Og sólarlagið er fagurt i júni þegar miðnætursólin hnigur við Látrabjarg. Á landnámsöld brýndi Ól- afur belgur fleygi sínum til hlunns í þessari vik. Hamn gekk upp með ánni, sem rennur í víkina, og fann þar á grösugum bölum bæjar stæði gott. Þar setti hann bæ sinn, Ólafsvik. En ekki varð Ólafur ellidauður á bæ sin- um, því nábúi hans, Ormur hinn mjóvi að Brimisvöllum, kreppti svo að honum, að Ólafur fluttist búferlum, en nafn hans fesitist við víkina og byggðina, sem síðar reis við hana. Síðan var hljótt um þessa vík um aldlr. Rif, sem er rétt utan við Ennið, var útgerðar- og verzl u narstað ur fram eftir öldum. En þegar verzlunin lagðist niður á Rifi var hún flutt til Ólafsvíkur. Ólafsvlk varð iöggiltur verzlun-arstað- ur með konungsbréfi 1685. Upp úr því fer byggðin að vaxa. Verzlunin í Ólafsvík var kappsamlega rekin. Eink um var það verzlun þeirra Clausenanna, en þeirra verzl un stóð frá 1800 til 1892. Auk verzlunarinnar ráku þeir útgerð á þilskipum á sumrin, höfðu fiskverzlun og áttu skip í förum til Dan- merkur. Kapituli Clausen- anna er sérstakur í byggðar- sögu Ólafsvíkur. I Ólafsvík hafa lengst af verið starfræktar tvær verzl anir, önnur fyrir neðan Gil en hin fyrir ofan. Proppé- bræður rákú verzlun í Ólafs vík undir forustu Jóns Proppé tiil ársins 1925. Var verzlun þeirra í húsi því sem Clausenverzlunin byggði. Eft ir Proppébræður, keypti Finnbogi Lárusson húsið og rak þar verzlun fram yfir 1940. Árið 1902 var stofnað verzl unarfyrirtæki í Ólafsvík, svonefnd Bændaverzlun. For stjóri hennar var Einar Markússon, stórhuga mað- ur. Verzlun þessi reisti myndarleg verzlunar- og vörugeymsluhús og gerði til- raun til að nota járnbrautar- vagn við upp- og útskipun á vörum. Þessi tilraun tókst ekki sem skyldi og lagðist brátt niður. Árið 1943 var kaupfélagið Dagsbrún stocfnað og keypti það verzlunarhúsið af Finn- boga Lárussyni. Það byggði einnig frystihús og hóf út- gerð, ein seldi Kirkju- sandi h.f. í Reykjavik bæði frystihúsið og útgerðina nokkrum árum seinna. Kaup félagið Dagsbrún og Kaupfé- lag HeUissands voru samein- uð nökkrum árum seinna og bera nú nafnið Kaupféiag Snæfellinga. Þau urðu enda- lok hins gamla verzlun- arhúss, það það varð eldinum að bráð eftir að það hafði þjónað sem aðal verzlunar- hús þorpsins í 120 ár. Kaupfélag Ólafsvíkur var stofnað 1923 og var rekið til ársins 1963, eða í 40 ár. Það hóf verzllun sína i gömlu húsi, svonefndu Götu húsi, rétt fyrir innan Gilið. Síðar byggði það myndarlegt verzlunarhús, sem nú er í eigu kaupfélags Snæfellinga. Þetta kaupfélag keypti og verkaði fisk fram til ársins 1940 og gerði út þilskip á handfæraveiðar í nokkur ár. Auk þessara verzlana, sem upp hafa verið taldar, rak Garðar Gíslason í Reykjavik verzlun í Ólafsvík í nokkur ár. Nú eru starfræktar í Ól- afsvík tvær matvöruverzlan- ir, kaupfélag Snæfeliinga og verzlunin Hvammur, eign Jó- hanns Jónssonar, auk þriggja smáverzlana. Ólafsvíkingar hafa löngum verið harðir sjósóknarar og orðið að gjalda Ægi sitt, eins og önnur sjávarpláss. Mest urðu sjöslysin á öðrum tuig aldarinnar er þrir vólbátar fórust með allri áhöfn sam- tals 28 mönnum. Þessi mann- skaði var mikið áfall fyrir ekki stærri byggð. Allt til ársins 1904 höfðu seglskútur og árabátar verið allsráðandi i útgerðarsögu Ólafsvíkur. En það ár var fyrsti vélbáturinn keyptur til staðarins. Var það 4 tonna bátur sem bar nafið „Geys- ir“ og voru eigendur 5. Bát- urinn var gerður út á línu um sumarið og fiskaði með ágætum. Það urðu því ýms- ir til að feta í fótspor þess- ara manna og voru á næstu árum gerðir út allmargir vél- bátar frá Ólaflsvik. Eftir að togaraútgerð hófst I Reykjavik og Hafnarfirði, og vaxandi vélbátaútgerð i Vestmannaeyjum og á Suður- nesjum, tóku sjómenn úr þorpinu að sækja í vaxandi mæli til annara verstöðva. Margir fóru til Vestfjarða yf ir sumartímann en reru heima haust og vetur. Þeir, sem fóru til Suðurlandsins fóru upp úr hátíðum og voru til vors. Afleiðingarnar af þessu urðu þær, að menn sett ust að þar sem þeir stund- uðu atvinnu sina og fækkaði því fólkinu i þorpinu mjög á þessum árum. Vorið 1927 var brotið blað í útgerðarsögu þorps- ins með því að tveir Ólafs- víkingar keyptu léttbyggðar vélar í árabátana sína. Voru það þeir Ingvi Kristjánsson, frá Kaldalæk, og Kristján Þórðarson, stöðvarstjóri. Ingvi keypti Bolundervél í sinn bát, sem sett var í bát- inn í Stykkishólmi, en Krist- ján fékk Fordvél í sinn bát sem hann lét setja niður i Ólafsvík. Á næstu árum fjölgaði trillubátunum sem smátt og smátt leystu árabát ana af hólmi. Vélbátaútgerð in gekk ágætlega fyrstu ár- in, en verðfallið á saltfisk- inum 1931 olli okfcur þungum búsifjum og síðan komu aflaleysisárin 1934 tál 1937. Á þeim árum voru menn að hefja veiðar með dragnót og komu bátar af Suðurlandi tii að stunda þessar veiðar á vik Framfc. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.