Morgunblaðið - 14.05.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1972, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1972 15 Sigurbjörgu. Hún 'hefur reynzt foreldrum sínum góð dóttir og þeim til sóma. Hún skipar sinn sess með prýði, sem húsmóðir á myndarlegu heimili, en hún gift- ist ung ágætum manni, Sigfinni Gimnarssyni, frá Vopnafirði. Þau eiga hús og heimili skammt frá Akri. Hjá þessu venzlaifólki hefur jafnan ríkf samheldni og gagnkvæm umhyggja. Barna- börn þeirra Ragnars og Guðrún ar eru fjöigur: Gunnar Hans, Ragna Sigrún, Björn og Guð- rún. Öll eru þau myndarleg og elskuleg börn. Barnabömum sín um reyndist Ragnar ástríkur og góður afi til hinztu stundar. Mörg síðari ár bjó Ragnar við mikla vanheilsu. Oft þurfti hann að leita sér lækndniga lengra til, liggja á sjúkrahúsum og gangast unddr erfiðar aðgerðir. Þá kom það bezt í ljós hvílikur lánsmað ur Ragnar var í hjónabandi sinu. Á þessum ferðum fylgdi Guðrún jafnan manni sinum og vair styrkur hans og stoð. Sjálf- ur átti hann sterka og örugga trú á guðlega forsjón og bar veikindi sín með frábærri hetju lund. Þegar ég hugsa um líf Ragn- ars Albertssonar, koma mér í hug orð sálmaskáldsins: „Ef einhver óttast Drottin, mun hann kenna honum veg þann er hann á að velja. Sjálfur mun hann búa við hamingju og niðj- ar hans mumu eignast landið.“ Sannarlega gekk Ragnar á vegi réttlætisins og bjó við mikla hamingju. Hann átti því láni að fagna að hafa sér við hlið lífs- förunaut sem reyndist hon- um alla tíð vel, en þó bezt þeg- ar mest á reyndi. Hann átti þá trú og sálarþrek sem entist hon um til að ganga í gegnum margra ára heilsuleysi, og oft þjáningar, en vaxa við hverja raun. Ég veit að sjálfur hefur Ragnar ótal sinnum beðið niðj- um sínum og ástvinum blessun- ar, svo ríkur var hann af trú og góðvild. Það mun verða þeim leiðarljós á vegum framtíð arinnar. Nú fer i hönd vor og sumar. Þá fagnar lífið um voga og nes Hornaf jarðar og himinninn b!án- ar yfir fjöllum og jöklum. Þessu byggðarlagi unni Ragnar og helgaði krafta sína. En hann vissi að „heiðloftið sjálft er hul- iðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur.“ Því huliðstjaldi hefur nú verið svipt frá sjónum hans. Samferðamenn og vinir Ragn- ars, kveðja hann með virðingu og þökk við þessi vegamót. Blessuð veri minning hans. Valgerður Sigurðardóttir, Hvalnesi, Lóni, Austur-Skaftafellssýslu. Vilborg Ólafsdóttir Skarðshlíð Evrópumeistarin Chalmers no. 9 KR - Morton leika á LAUGARDALSVELLINUM í kvöld kl. 20.00. ÞETTA ER SÍÐASTI LEIKUR SKOZKU ATVINNUMANN ANN A. Verður það g'arnla K.R., sem sigrar? Verð: Fullorðnir kr. 150.— Böm — 50.— K.K. — F.H. ÞAÐ ER EKKI NÓG AÐ KAUPA BÍL- Laugardaginn 8. apríd fór fram jarðarför Vilborgar Ólafsdótt- ur, dóttur óðalsbóndans frá Þor- valdseyri og Sigrfðar, komu hans, sem farin eru héðan úr heimi fyrir nokkrum árum. Vil- bong var yngst í sinum systkina hópi. Því man ég hana bezt sem unga heimasætu á Eyri sem við köiluðum oftast óðalssetrið, börnin sem vorum þar oft tíðir gestir þar sem var aðalrétt okk- ar bygigðaclags í Eyjafjallasveit inni. Svo við hlöikkuðum alltaf til réttardaganna haust og vor. Þá var gott að koma að Eyri, þar sem móðir Vilbongar tók vel á móti börnunum, og alltaf fannst okkur við setjast að veizluborði er við kiomium að Eyri. Sigríður var fróð kona og hafði gott lag á að vekja upp áíhuga okkar barnanna fyrir öllu sem eftirtektarvert var í láfd og starfi, enda tel ég mig hafa mótazt mikið í æsku af hátt um og heimilisbrag móður þinn- ar og þínum, Vilborg mdn, bæði í foreldrahúsum og sem starf- andi unglingur á þínu uniga og igöða beimili að Hrúitafelli, Aust- ur-Eyjafjöllum, þar sem ég starf aði, eftir að ég varð að fara úr iföðurhúsum ráðþrota ungl- ingur, er faðir minn brá búi eftir missi móður minn- ar. En þegar hennar naut ekki við lengur brá hann búi og fluttist úr okkar kæru sveit. Sá fliutm- ingur var okkur eldri systkin- unum þun.gur í skauti. Það var erfitt að rífa upp rætur frá jafn- öldrum og góðu fólki og flytjast 'burt á ókunnan stað. Flest vorum við vlnnandi hjá fölki undir Fjö’iunum fyrstu sumrin eftir að pabb; brá bú', 'o? það var ég sem var v'sirVTn hjá þér. Það var gott að vara hjá þér, Vilborg min, sjá allíaf bros ið þitt hlýja, því þann'g man ég þig, og gott var og gaman að tala við þiig, þegar tirni var til frá dagsins önn. Þá voru ekki þessar stórvirku vélar, sem vinna svo hratt. Þá var hestur- inn okkar fallegi og góði, okk ar vinnuhjú. Nú er það vélin miikla sem ræður í starfi þótt manmshöndin verði að íiylgja henni að nokkru leyti, ennþá. Borga mín, ég gat og ég get varia orða bundizt yfir þvi að þú sért ekki lengur sjáanleg mannlegum augum á þínu fagra heimili og Tómasar, eftirlifand; manns þíns að Skarðshldð, Aust- ur-Eyjafjöllum. Þar var allt frítt og fallegt er við sem þekkt um þig, stóðum þar simá sbund og horfðum á hvað he'mili þitt bar þér fagurt vitni urn starfs- sa.mar hendur og listrænar gáif- ur í öllu. Al'lt minnir þar á þig og þitt gamla bernskuheimili. Þú varst þar sjálí því þú lifir þar í ölíu, andi þinn sveif þar ytfir, þannLg varstu og hiýtur að verða. Göð kona er Guðs gjöf. Þau orð verða ekki vefemgd. Það eru sannindi sem englnn getur aftur tekið. He’mili þitt og Tómasar var það myndar- heLmili, sem öl-Tum verður minn- isstætt sem augum hafa iitið, og glögigt er ætið gests auga. Menn vilja ætíð telja konuna hið veika kyn. En flestir munu samt fá að reyna að þegar andstreymi bsr að dyrum, og fllestir fá eitt- hvað af því að reyna á ldfsleið- innd, þá er það oftast .konan sem er sá sterki. Það er skjól í góðum viwum, og við erum flest þær fé’ags- verur að þurfa sldkt skjól í mis- jöfnum veðrum lífisins, og ekki sízt á viðikvæmum bernskuárum. Eins og mín berns'kuár, Borga mín, er ég kom til vin.nu á þitt heimili, óreyndur unglingur. Það var skjól sem lilkija má við hús sem gefur öryggi, frið og yl. Þú varst hið glæsilegasta og góða stórmen.nd í a'Ugum un.gl- ingsins. Stórbrotin eins og ís- lenzku fjö'lin okkar glæstu og háu. Skap þitt var sterkt, stór- brotið og prúðimannlegt, en ætíð giaðlegt og glettið, þar sem við átti. Ákveðni í s'koðun, heill og sómaleiki í orðum var þitt vega- nesti. Að ganga út um haga, horfa á vorbiómin andandi öil þesisi islenzku hugljúíu blóm, vekur upp hjá sveitabarninu huig'ljúfar minningar bernskuár- anna. Þessi ósnortna ís- ienzka niáttúra sem bæjar- líf borgaranna á ekki tii, nema í görðum. Eínmitt þess vegna skulum v:ð ganga hdjóð um is- ienzka m-old, um íslenzka jörð með lotningu, þvi þetta er okk- ar jörð og í okkar landi anga lítil vorblóm. Eins og gull ber af eiri, ang- ar lítil sóley í hlaðvarpa, skín björt sem sólin meðan lýð- ir land vort bygigja. Eins varst þú, björt oig hlý kæra æskuvin- kona og húsmóðir. ÞAÐ ÞARF LÍKA AÐ KAUPA Á HANN BENZÍN - Þess vegna er hagkvæmara að kaupa bíl, sem fer vel með þann dýra vökva, benzínið og þarf sáralítið viðhald . Ef svo bíllinn á að vera sérsfaklega hannaður fyrir aksfursöryggi, viðbragðsflýti og skerpu, þægindi og innrými. — Ja, þá höldum við því ákveðið fram að SAAB SÉ BÍLLINN „ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU" gg meö fjaðrandi „öryggi framar öllu" höggvara '^“"^BJÖRNSSONAcp. SKEIFAN 11 SÍMI 81530 G.S.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.