Morgunblaðið - 06.06.1972, Page 10

Morgunblaðið - 06.06.1972, Page 10
iG MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1972 Sjómannadagiirirm í Reykjavlk: Vel heppnuð hátíðahöld í Nauthólsvík FJÖLMENNI sóttí dagstará Sjómannadagsins í Reykja- vik, en dagskráin var fratm- kvæmd í Nauthóisvík. Rign- ingarskúrir gengu yfir þegar fór að líða á daginn, en fólk var þaulsetið yfir dagskránni, enda var hún fjölbreytt og skemmtileg. Að morgni Sjómannadags- ins voru fánar dregnir að húni á skipumim í höfninni og sjómannamessa var í Dóm- kirkj'unní, en biskupmim yfir fslandi herra Sigurbjörn Ein arsson prédikaði. Hátíðarhöld in í Nauthólsvík hófust kl. 13,30. Þar fiuttu ávörp full- trúi sjómanna Guðmundiur Kjærnested skipherra, full- trúi útgerðarmanna, Tómas Þorvaldsson úr Grindavík og fuil'ltrúi ríkisstjórnariimar, Lúðvík Jósepsson sjávarút vegsráðherra. Síðan afhenti Pétur Sigurðs son alþingismaður og forrnað ur Sjómannadagsráðs heiðurs viðurkenningar til sjómanna, en að því loknu hófust kapp róður, stakkasund, sjóskíða- sýning félaga úr Vík í Mýrdal þyrla varnarliðsins sýndi björgun af sjó og seglbátar kepptu. í stakkasundinu sigr aði Eggert Jónsson á vb. Gei? RE og nr. 2 varð Ragnar Lár usson hjá Etmskipaféljagi ís- lands. Dansleikir voru í samkomu- húsum borgarinnar á sjó- mannadagskvöld. Félagar úr björgunarsveitinnl í Vik í Mýrdal sýndu á sjó- skíðum. Þyrla Varnarliðsins sýndi björgun manna úr sjó. Þeir sem Sjómannadagurinin í Reykjavík heiðraði í ár voru frá vinstri: Einar Sigurðsson á Aðaibjörgu, líklega sá maður sem flestum Reykvikingtim hefur aflað i soðið, frú Lovísa, eigin- koua Þorvarðar Hjörleifssonar, síðast skipstjóra á Helgafelli. en liann gat etkki verið viðstadd ur, Guðjón Pétursson stýrimaður og Stefán Jóhannsson vélstjóri. Kvennasveit ísbjarnarins sigraði í kvennaróðrinum og fékk bikar frá Hraðfrystistöðinni, en sl. ár vann sveitin tii eignar bikar, sem ísbjörninn hafði gefið. — Róðrasveitin á mb. Val sigraði í karlaróðrinum og hlaut lárviðarsveiginn og að auki June munktélbikarinn. Vegalengdin í róðrinum var 400 metrar Síðasti riðillinn í kappróðrinum var mjög spennandi og komu sveitirnar svo til jafnt í mark. Næst er sveit Hótel Esju, þá sveit Eimúkipafélags ísiands og f.jærst er sveit Hraðfrystistöðv- arinnar. Sveitin í miðið var fyrst í mark. (Ljósrn.: Mbl.: Sv. Þorm.) Muinnif jöUlinn í Naiitliólsviik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.