Morgunblaðið - 06.06.1972, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNl 1972
maigret fær samvizkubít eftirgeorgessimenon
þegar hann var að rekja raunir
sínar við Pardon lækni, hvað lít
ið hann vissi raunverulega um
málið.
Hann tróð í pípu sína og dró
aftur fram skýrsluna, sem hann
hafði verið að vinna að
um morguninn, en gat ekki með
nokkru móti einbeitt sér að
'ienni. Klukkutími leið. Það varð
skuggsýnna inni, bæði af pípu
reyknum og vegna þess að
rökkrið var að skella á. Hann
kveikti á lampanum með grænu
hlífinni og stóð upp til að
minnka aftur ofnhitann. Þá var
barið að dyrum. Jósep gamli kom
inn og lagði miða á borðshom-
ið um leið og hann tautaði:
„Hér er komin frú.“
Virðingarhreims gætti í rödd-
inni, svo af þvi mátti draga
ályktanir. „Ég held, að hún sé
eiginkona mannsins, sem kom
hingað í morgun," bætti Joseph
við.
Á miðanum stóð: Frú Marton
og fyrir neðan: Erindi: persónu
legs eðlis.
„Hvar er hún?“
„1 biðstofunni. Á ég að visa
henniinn?“
Hann hugsaði sig um: „Nei, ég
fer sjálfur fram.“
Hann gekk í gegnum skrif-
stofu umsjónarmannsins og sið-
an tvær aðrar til að þurfa ekki
að fara fram á ganginn. Þá kom
hann að glerskilrúminu fram í
biðstofuna. Lampaljósin vörp-
uðu daufri birtu, þvi enn var
ekki aldimmt, svo umhverf-
ið minnti allt á ömurlega járn-
brautarstöð til sveita.
I biðstofunni sátu þrjár mann
eskjur. Tvær þeirra báru það
greinilega með sér, að þær voru
að bíða eftir varðstjóran-
um: kunnur ástamangari úr
Place Pigalle og feitlagin ung
kona sem auðsjáanlega var tíð-
ur gestur þarna.
Bæði gutu þau augunum til
konu, sem þarna beið líka og
var af allt öðru sauðahúsi. Það
sást bæði af fasi hennar og
klæðaburði.
Þetta sá Maigret I gegnum
glerskilrúmið. Hann gekk að
dyrunum og opnaði.
„Frú Marton?“
Hann hafði rekið augun
i krókódilaskinnstöskuna henn-
ar og samsvarandi skóna og
vandaðan kjól innan undir loð-
skinnskápunni.
Hún stóð á fætur, mátulega
vandræðaieg á svipinn fyr-
ir þann, sem gerir ekki tíðreist
á lögreglustöðvar og stend-
ur skyndilega frammi fyrir ei'n-
um frægasta fulltrúa stofnunar-
innar.
„Eruð þér Maigret yfirfor-
ingi?“
Hin tvö litu hvort á annað.
Maigret fylgdi henni inn á skrif
stofu sína og bauð henni
sæti á stólnum, þar sem eigin-
maður hennar hafði setið fyrr
um morguninn.
„Ég verð að biðja yður afsök-
unar á því, að ég geri yður
þetta ónæði, . .“
Hún tók af sér hanzkann á
hægri hendi, og krosslagði fæt-
ur.
„Þér hafið sennilega getið yð-
ur til um, hvers vegna ég er
hingað komin."
Það var engu likara en hún
ætlaði að hefja sóknina og Mai-
gret féll það ekki alls kostar.
Hann svaraði því engu.
„Þér ætlið sjálfsagt lika að
bera fyrir yður embættis-
eiðinn ...“
Maigret tók sérstaklega eftir
þessu „líka“. Benti það til þess,
að hún hefði þegar snúið sér til
Steiners læknis?
Frú Marton kom honum á
óvart að mörgu leyti.
Eiginmaður hennar var vissu-
lega nógu gervilegur maður og
vel stæður. En frú Marton var
þó greinilega annarrar stéttar.
Glæsileikinn var á engan hátt
tilgerðarlegur. Ekki heldur ör-
yggið í fasi hennar.
Á biðstofunni hafði hann
strax veitt athygli, hve skór
hennar voru vandaðir og hand
taskan dýr. Hanzkarnir voru af
fínustu gerð og sama mátti segja
um annað í klæðnaði hennar.
Ekkert af því var þó áberandi
eða stakk á nokkurn hátt í stúf.
Allt var fengið úr dýrustu verzl
ununum.
Hún virtist líka vera um fer-
tugt, dæmigerð Parísarkona á
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
þeim aldri, þegar hún fer að
hirða vel um útlit sitt. Röddin
og fasið báru þess vott, að hún
væri vön því að eiga alls kostar
við aðstæðurnar.
Var einhvers ábótavant?
Honum fannst hann skynja eitt-
hvert smávægilegt atriði, en
ekki nógu greinilega til þess að
hann gæti gert sér fylli-
lega grein fyrir því, hvað það
var. Eitthvað sem bjó undir
niðri en kom ekki upp á yfir-
borðið.
„Ég held, að það spari okk-
ur tíma, ef ég sýni yður fulla
hreinslkiílmi. Að minnista kiosti
væri það ofdirfska að æt’a sér
að beita yður brögðum."
Hann þagði enn, en þögn hams
verkaðd ekki þvingandi á hana,
eða ekki lét hún á því bera.
„Ég veit, að eiginmaður minn
kom til yðar i morgwn."
Loks raiuf hanm þögmina.
„Sagði hann y&ur það?“
smíörlíki
LóÖ til sölu
Eignarlóð á Ránargötu 13, Reykjavík, er til
sölu. Tilboð óskast fyrir 12. júní nk. Lóðin
selst ekki undir fasteignamatsverði. Upplýs-
ingar gefur Ólafur Ragnarsson hdl. aðeins á
skrifstofunni.
Lögfræðiskrifstofa Ragnars Ólafssonar hrl.,
Laugavegi 18.
--------------------------------------------x
Srratfnrd a
SAFE COMPANY LTD. V
E N S K I R
PENINGASKÁPAR
þjófheldir — eldtraustir
heimsþekkt —
viðurkennd framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F.
SUÐURGÖTU 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152
velvakandi
0 Áfengi og annað eitur
Steinar Giiðmnnds.son skrif-
ar (örlítið breytt og stytt):
„Kristján Pétursson er kjark
mikill raunsæismaður. Hann
hafði þrek til að segja sann-
leikann og brjóstvit til
að segja rétt mátulega mikið.
Mér virðist sem hann hafi
grunað, að segði hann allan
sannleikann, hefði ekki verið
tekið mark á honum. Hann bjó
yfir lagni til að varast vörn
hins sterka: þögnina, — sinnu-
leysið, — aðgerðarleysið.
Hefði ég haft manndóm í mér
til að kvaka um pillubrask
vissrar stéttar og stutt kvak
mitt dæmum úr fimmtán ára
löngum ferli mínum innan um
íslenzkar pilluætur, hefði ég ef
laust gripið niður í dagbókar-
blöð mín og þá gjarnan hamp
að þeim dæmum, er sárast sveið
undan á meðan þau voru að
gerast. Ásakanir mínar hefðu
þá e.t.v. beinzt að manndrápi
af gáieysi eða þá þvi, sem ég
tel ennþá verra, — sálarmorð
unum. Með slíkum málflutningi
hefði ég vafalaust skotið yfir
markið, ásakanir mínar hefðu
verið þagaðar í hel og ég kross
festur ofstækinu, en depilsins,
sem Kristján hæfði, hefði ég
misst.
Ég þakka Kristjáni fyrir að
vekja þá lækna, sem nenntu
að rumska. Pilluvandamál-
ið verður aldrei leyst nema
innan frá. Læknam-ir ein-
ir geta leyst það — eða stugg-
að þvi inn fyrir markalínu
smyglaranna, þar setn það er
mun viðráðanlegra. Ef lækn-
arnir sjálfir finna ekki ráð til
að stöðva brask og furðulegt
andvaraleysi kollega sinna,
gerir það enginn. Almenn refsi
löggjöf útrýmir hvorki leyni-
vínsölu né pilluleynibraski.
Pillusala byggist bæði á
græðgi og skynvillu, og þótt
stuðla megi að lausn skynvill-
unnar með reglugerðum, verð-
ur Mammonseðlið aldrei að
velli lagt með lagabókstafnum
einum saman.
Heilbrigðis- og trygiginga-
ráðuneytið lætur frá sér heyra
í Velvakanda í dag. Tilefnið er
Kristján Pétursson. Hið háa
ráðuneyti vænir Kristján um
vanþekkingu.
Maður, líttu þér nær.
Ég hélt, að drykkjuimennirn-
ir væru manna dómharðastir á
alla blindu annarra og blind-
ari en gengur og gerist á eig-
in bresti. En ég sé, að fleiri
verða að fá að fljóta þar með.
Þegar Kristján fer með stað-
reyndir, sakar ráðuneytið
hann um ósannsögli — eða,
eins og það er orðað: „—- stað-
hæfingar án allra tengsla við
raunveruleikann". Ráðuneytið
ber af sér þær ásakanir Krist-
jáns, að stjórnvöld liti ekki á
áfengós- og taugasjúkdóma
sömu augun og aðra sjúkdóma.
Einhver hefði þagað í ráðu-
neytisins sporum. En það skal
sagt þessu ráðuneyti til hróss,
að það þagði ekki. En sorglegt
er til þess að vita, að ráðu-
neytið skuli ekki gera sér ljóst
það, sem alþjóð veit, það, að
alkoholismi nýtur ekki jafn-
réttis við aðra sjúkdóma, og
svo mikið ber þar í milli, að
útilokað er, að nokkur heil-
skyggn vera sjái það ekki, ef
hún bara vill.
1 þessu horoskopi heilbrigð-
isráðuneytisins, sem blasir hér
við mér í pistlum Velvakanda,
má lesa m.a.: mörg-
um sjúklingum er gerlegt og
æskilegt að hjálpa éin þess að
taka þá til dvalar á spítala."
Er ráðuneytið að gera gys að
sjálfu sér? Mér er spurn. Ég
veit, að heilbrigðisyfirvöldin
og áhangendur þeirra eru
potturinn og pannan í þeim
óvitaskap, að hundsa þá miklu
möguleika, sem felast í því að
aðstoða drykkjumanninn á
meðan hann enn gengur að
störfum í þjóðfélaginu, og ég
þykist vita, að enn sé beðið
eftir því, að úr drykkjumönn-
unum verði „hælismatur" og
„styrkþegar" úr fjölskyld-
um þeirra. Öðru vísi er ekki
hægt að skilja karlagrobb
ráðuneytisins, þegar það
bendir á lokaða hælið og 20
milljónirnar, sem það virðist
hlakka ti-1 að láta steinrenna
milli fingra sér.
Þeim er ekki fisjað saman
þarna í stjórnarráðinu.
í stað þess að biðja þjóð-
ina um að hafa svolitla bið-
lund með sér, á meðan reynt
verði að standa við gefin lof-
orð og ná alvörutökum á verk
, efninu, er froðunni slett í hug-
sjónamenn, sem eru að reyna
að vekja ábyrga aðila til að
sinna vandamálunum á vett-
vangi þjóðlífsins í stað þess að
dotta yfir hyllingum einum við
skrifpúit ráðuneytanna.
0 Eðli alkoholismans
breytist ekki
Eðli alkoholismans verð-
ur ekki breytt. Það er hægt að
stöðva alkoholisma, en ekki
breyta honum. Að tala um lok
að hæli og rannsóknir á tíðni
alkoholisma meðal Islendinga,
er flótti frá verkefninu. Verk-
efnið hlýtur að vera það að
stöðva framgang þess alkohol
isma, sem vitað er, að vakir
með þjóðínni, og vitað er, að
muni fylgja hverri nýrri kyn-
slóð, sem tekur við.
1. júní 1972,
Steinar Guðmundsson".
0 Köttur aflífaður
Kona úr Laugarneshverfi
skrifar:
„Ég varð fyrir því mikla
óhappi að kisa mín var tekin
úr garðinum mínum fyrir
nokkru. Ég leitaði hennar mik-
ið, auglýsti m.a. eftir henni í
blöðum og nærliggjandi verzl-
unum, því að þessi kisa var
mér mjög kær, svo blíð í sér
og góð. Nok’kru síðar frétti ég,
að 5 ára drengur úr Lækjun-
um hefði misþyrmt dýri mínu,
svo að lögreglan var kvödd á
staðinn til þess að aflífa það.
— En tilgangurinn með skrifi
minu er að minna fólk á að
fylgjast vel með dýrum sínum.
Eftir því sem drengir úr hverf
inu sögðu mér, mun þetta ekki
vera neitt einstakt tilfelli hjá
drengnum, — Vona ég innilega,
að foreldrar slíkra barna, sem
misþyrma dýrum, fari með þau
í rétta meðhöndlun. Mér finnst,
að það sé eðli barna að vera
góð við hvaða dýr sem er. Hitt
er ekki heilbrigt".
Ueizlumutur
Smúrt bruuð
og
Snittur
SÍLÐ S FISKUR
HEILSURÆKTIN
The Health Cultiuration, Glæsibæ
Nýir mánaðarflokkar að hefjast. Morgun-,
dag- og kvöldtímar, flokkar íyrir dömur,
herra og hjónaflokkur.
Upplýsingar í síma 85655.
Heilsuræktin.