Morgunblaðið - 09.06.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNl 1972
Otgefandi hf Árvalcui'^ Ríjykjavfk
Fnamkvaamda»tjóri Haraidur Svamaaon.
Rirtstjórar Mattfiías Johanness&n,
Eyjóltfur Konráe Jónsson.
Styrm-ir Gunrvarsson.
tíorbijöm Guðmundssofl.
Bj örn Jóhann sson.
Árrri Garðar Kristinsson.
Aöeriatræti 6, sími 1Ö-100.
Augifýsingar Aðatetraati 6, sfmi 22-4-00
Ásikriftargjald 225,00 kr á mánuði innanlands
t laiusasöTu 15,00 Ikr eintakið
Aðstoðarritstjóri
Rftstjórnarfullrtrúi
Fréttastjóri
Auglýsi nga stjöri
Ritstjórn og afgreiðsla
með 50% útgjaldaaukningu.
Skattar skyldu innheimtir
síðar.
„Einn hring enn,“ sögðu
dansherrarnir eins og Hruna-
prestur forðum. Milljarðalán
voru tekin innan lands og
utan, og dansskemmtun hinna
sjálfumglöðu stjórnarherra
gat haldið áfram. Gripið var
til sjálfvirkrar aðferðar til að
fella gengi krónunnar, og
loks komu ráðherrarnir auga
á, að gjaldeyrissjóðurinn var
ekki uppurinn ennþá.
dýrtíðar ríður nú yfir.“
í>au auknu útgjÖld, sem nú
hafa lagzt á atvinnuvegina,
þýða nýjar verðhækkanir,
sem launamenn munu bera;
þær dynja yfir á næstunni.
Tilburðir í þá átt að skera
niður nauðsynlegar hækkan-
ir til fyrirtækjanna, meðan
sjóðir þeirra endast, bera
auðvitað þann eina árangur,
að hækkanirnar þurfa að
verða ennþá meiri síðar. Það
er aðeins verið að safna eldi-
viði undir katlana. Hvaða
DANSINN DUNAR
egar ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar birti mál-
efnasamning sinn á miðju
sumri í fyrra, varð ljóst, að
hún hugðist bjóða landslýð
öllum gull og græna skóga.
Hún tók við digrum sjóðum,
sem tekið var til við að út-
deila. Góðæri hafði aidrei
verið slíkt hér á landi og
þess vegna var talið óhætt að
eyða fyrningunum. Kjörorð-
ið var: Góða veizlu gjöra
skal.
Sá afrakstur, sem þjóðin
hafði sparað saman á undan-
förnum árum, entist vel fram
an af og nýr fengur varð
meiri en áður hafði þekkzt
vegna einstaks góðæris og
þeirrar aðstöðu, sem sköpuð
hafði verið til aukinnar
tekjuöflunar með marghátt-
aðri uppbyggingu. Allt lék í
lyndi, dansað var og dansað
var á rósum.
En loks tók að ganga á
veizluföngin, og þá voru góð
ráð dýr. Tekjurnar voru að
vísu gífurlegar, en ekki
nægðu þær til að dansinn
yrði stiginn af jafn miklum
áhuga og áður. Þá var brugð-
ið á það ráð að gefa ávísanir
á framtíðina. Fjárlög voru í
desembermánuði afgreidd
„Einn hring enn,“ segja
þeir eins og í þjóðsögunni,
og Hrunadansinn heldur
áfram.
Hrunadans, hver gaf stjórn
arstefnunni þetta snilli-
heiti? Það voru aðalforvígis-
menn Framsóknarflokksins á
Akureyri, þeir sem stjórna
Kaupfélagi Eyfirðinga. Þeir
sögðu m.a.: „Útlit er því fyr-
ir, að nú eigi að mæta Hruna-
dansi kostnaðarverðbólgu
með taprekstri fyrirtækja,“
og þeir bættu við: „Holskefla
bjálfi, sem er, getur auðvit-
að um stundársakir strikað
yfir þær hækkanir, sem
stjórnarstefnan hefur í för
með sér, en annað hvort
verða hækkanirnar þá bara
meiri í næsta umgangi eða
fyrirtækin draga saman segl-
in og gefast upp. Kannski
er það ósk sumra í ríkis-
stjórninni. Ljóst er hins veg-
ar, að ábyrgum öflum í Fram-
sóknarflokknum blöskrar nú
gjörsamlega stjórnleysið og
óráðsían og bera yfirlýsingar
KEA og . fiskvinnslufyrir-
tækja á vegum SÍS þess
glöggt vitni, en þau vara
alvarlega við þróuninni og
segja síðan: „Ljóst er, að
brátt kreppir enn meira að,
ef þeirri verðbólgu, sem nú
gengur yfir, linnir ekki.“
Fjöldi framsóknarmanna
gerir sér grein fyrir því, að
hagsmunum flokksins er voði
búinn af undanlátsseminni
við kommúnista og glæfra-
legri stefnu — eða öllu held-
ur stefnuleysi — í efnahags-
og atvinnumálum. Hinar skel
eggu ályktanir ýmissa for-
vígismanna flokksins bera
þess glöggt vitni. Þær eru
áreiðanlega fyrst og fremst
hugsaðar sem aðvörun til
forsætisráðherra og annarra
áhrifamanna í Framsóknar-
flokknum. En þeir svara um
hæl með höfundi vísunnar í
þjóðsögunni:
„Hátt lætur í Hruna
hirðir þángað bruna;
svo skal dansinn duna,
að dreingir megi það muna.
Einu sinni til forna var prestur í
Hruna í Árnessýslu, sein mjög var
gefinn fyrir skemmtanir og gleð-
skap. Það var ávalt vani þessa
prests, þegar fólkið var komið til
kirkju á jólanóttina, að hann emb-
ættaði ekki fyrri part næturinnar,
heldur hafði dansferð mikla í kirkj-
unni með sóknarfólkínu, drykkju og
spil og aðlrar ósæmilegar skemt-
anir Iángt fram á nótt. Presturinn
átti gamla móður, sem Una hét;
henni var mjög móti skapi þetta at-
hæfi sonar síns, og fann opt að því
við hann. En hann hirti ekkert nm
það, og hélt teknum hætti í mörg
ár. Eina jólanótt var prestur leingur
að þessum dansleik, en venja var;
fór þá móðir hans, sem bæði var
DANSINN
í HRUNA
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar
forspá og skygn, út í kirkju og bað
son sinn hætta leiknum og taka til
messu. En prestur segir, að enn sé
nægur tími til þess, og segir: „Einn
hríng enn, móðir mín.“ Móðir lians
fór svo inn aptur úr kirkjunni. Þetta
geingur í þrjár reisur, að Una fer
út til sonar síns og biður hann að
gá að guði, og hætta heldur við svo
búið, en ver búið. En hann svarar
ávalt hinu sama og fyrri. En þegar
hún geingur fram kirkju-gólfið frá
syni sínum í þriðja sinn, heyrir hún,
að þetta er kveðið og nam vísuna:
„Hátt lætur í Hruna
hirðir þángað bruna;
svo skal dansinn duna,
að dreingir megi það muna.
Enn er hún Una,
og enn er hún Una.“
Þegar Una kemur út úr kirkj-
unni, sér hún mann fyrir utan dyrn-
ar; hún þekti hann ekki, en illa leizt
henni á hann, og þókti víst, að hann
hefði kveðið visuna. Unu brá mjög
illa við þetta alt saman, og þykist
nú sjá, að hér muni komið í óefni,
og þetta muni vera djöfullinn sjálf-
ur. Tekur hún þá reiðhest sonar
síns, og ríður í skyndi til næwta
prests, biður hann koma og reyna
að ráða bót á þessu vandkvæði, og
frelsa son sinn úr þeirri hættu, sem
honum sé búin. Prestur sá fer þegar
með henni, og hefir með sér marga
menn; því tíðafólk var ekki farið
frá honum. En þegar þeir koma að
Hruna, var kirkjan og kirkjugarður
inn sokkinn með fólkinu í, en þeir
heyrðu ýlfur og gaul niðri í jörð-
inni. Enn sjást rök til þess, að hús
hafi staðið upþi á Hrunanum, en svo
heitir hæð ein, er bærinn dregur
nafn af, sem stendur undir henni. En
eptir þetta segir sagan, að kirkjan
hafi verið flutt niður fyrir Hrunann,
þángað sem hún er nú, enda er sagt,
að aldrei hafi verið dansað síðan á
jólanótt i Hrunakirkju.
— Sjá leiðara ojb: Staksteina —