Morgunblaðið - 09.06.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNl 1972 21 Dr. Richard Beck sjötíu og fimm ára HIÐ eilífa ungmenni, dr. Richard Beck, verður sjötíu og fimm ára í dag. Þó að ég gefi honum þessa einkunn, efa ég ekki, að á ýmsan hátt hlýtur dr. Richard að finna til eli, en hitt er víst, að engan hefi ég þekkt, sem svo lengi hefir varðveitt meira af eigindum æskunnar en hann. Richard Beck er Austfirðingur að ætt og uppruna, fæddur að Svinaskálastekk í Reyðarfirði 9. júní 1897. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum I Reykjavik 1920, en fluttist vest- uir um haf ásamt móður sinni haustið 1921. Dr. Richard vaur námsmaður með afbrigðum, eins og- m.a. má marka af því, að árið 1924, þremur árum eftir að hann hélt vestur, lauk hann M.A.- prófi í málvísindum og bók- menntum frá Comellháskóla og doktorsprófi frá sama skóla tveimur árum síðar. Að námi loknu lagði dr. Richard stund á háskólakennslu og varð prófessor i Norðurlanda- málum og bókmenntum við University of North Dakota I Grand Forks 1929, en lét af störf- um fyrir aldurs sakir 1967. Nobkru síðar fluttist hann til Victoria í British Columbia í Kanada. Richard Beck er þríkvæntur. Fyrsta kona hans (1920) var Ólöf Daníelsdóttir frá Helgu- stöðum í Reyðarfirði, en hún lézt 1921. Önnur kona Richards var Bertha, fædd Samson, og eign- uðust þau tvö börn: Margaret Helen, sem lauk B.A.-prófi í bókmenntum við háskólann i Grand Forks, og Richard, sem lauk verkfræðiprófi og stundar verkfræðiistörf. Bertha lézt árið 1958. Þriðja kona Richards er Margaret, fædd Brandson, og lifir hún enn i farsælu hjóna- bandi með manni sínum. Mar- grét stundaði einn vetur ís- lenzkunám við Háskóla Islands. Átti ég þess þá kost að kenna henni og kynnast. Æviatriði Richards skulu ekki nánara rakin hér, enda til um þau aðgengileg gögn. Ég gat þess í upphafi, að ég þekkti engan mann, sem Varð- veitt hefði meira af eigindum æskunnar en dr. Richard Beck. Skal ég nú reyna að finna þess- um orðurn mínum stað. Áhuga- mál hans eru óvenjulega fjöl- þætt, þótt bókmenntir og þjóð- ræknismál beri þar hæst. Hann gengur aldrei að neinu með hangandi hendi, heldur af brenn- andi áhuga og krafti. Vinnu- þrek hans virðist vera óþrjót- andi. Mann óar við að lesa skrá yfir rit hans og ritgerðir, svo löng er hún. Það er vart hægt að trúa þvi, að einn maður hafi fengið svo miklu áorkað. En þetta hefir Richard tekizt, þótt mikill tími hafi farið í félags- störf og ferðalög. Leyndardóm- urinn hlýtur að einhverju leyti að llggja í því, að dr. Richard nýtir hverja stund til hlitar. Hann situr aldrei auðum hönd- um. Hér skal engin tilraun gerð tiil þess að telja rit dr. Richards né meta þau, enda ógerningur í stuttri blaðagrein. En fram skal tekið, að þau bera öll vitni einhverjum fremsta eiginleika dr. Richards, góðvildinni. 1 bók menntaritum og rifgerðum Richards leitast hann alltaf við að finna þau einkenni, sem orð ið gætu til sóma þeiim höfund- um, sem hann fjallar um. Það, sem miður hefir farið, lætur hann fremur liggja milli hluta. Dr. Richard er hagmæltur vel, og bera kvæði hans vitni um hlýhug, trúrækni og góðvild. 1 þjóðræknisstarfi hans koma fram sörnu einkennm:- áhugi, elja og góðvild. Hann hefir bar- izt hinni góðu baráttu til þess að varðveita þjóðleg einkenni íslenzka þjóðarbrotsins vestan hafs, að vemda tunguna og ís- lenzka menningararfleifð. Með ritgerðum, hvatningarræðum og annarri félagsstarfsemi hefir hann unnið svo mikil stórvirki, að teija verður hann meðal fremstu afreksmanna í þvi að viðhalda sambandinu milli tslendinga vestan hafs og austan. Þó að dr. Richard Beck hafi lifað öll sin manndómsár vestan hafs, hefir hann varðveitt sitt islenzka tungutak, svo að undr- um sætir. Þegar hann stigur út úr flugvél á íslenzka grund, talar hann sama mál með sama hreim og hann gerði, þegar hann á æskuárunum steig út úr skekt- unni eftir sjóróður. En jafn- framt hefir hann fylgzt með breytingum tungunnar, t. d. breytingum orðaforðans, enda les hann reglulega íslenzk blöð og bækur og fylgist með öllu markverðu, sém gerist hér heima. Þessa íþrótt, hygg ég, að fáir leiki eftir dr. Richard, jafn- vel þótt þeir komi heim á nokk- urra ára fresti. Fyrir störf sín hefir dr. Richard Beck hlotið margvislega viðurkenningu. Hér skal aðeins nefnt, að hann var kjörinn fé- lagi í Visindafélagi Islendinga, og á fimmtíu ára afmæli Há- skóla Islands var hann sæmdur titlinum dr. phil. h. c. Kona min og ég áttum þess kost að búa á heimili þeirra Margrétar og Richards í Grand Forks árið 1963. Meiri alúð milli hjóna en þar ríkti er vart hugs- anleg. Og ekki var gestrisnin af skornum skammti. Fjör og glaðværð húsbóndans. hreif okk- ur og umhyggja húsmóðurinnar um fegurð heimilisins og bú- stjórn alla ekki síður. Þar var gott að vera. Á þessum merkisdegi óskum við hjónin þeim Margrétu og frænda mínum Richard Beck allra heilla og óskum þeim bjartrar framtíðar. Halldór HalUlórsson. EINN af frægustu bókmennta- fræðingum vorum, dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlanda- málurn og skáldskap við Ríkis- háskólann í N-Dakota um ára- tuga skeið, nú til heimilis að 28 Marlborough Street, Victoria, B. C., verður hálf-áttræður 9. júní næstkomandi. Meðal þekktustu verka Ric- hards Becks er History of Ice- landic Poets 1800—1940, eitt bezta rit um ljóðagerð Islend- inga á þess-u tímabili, er ég hef lesið; Ættland og erfðir, rit- gerðasafn; og rit um síra Jón Þorlákss-on og þýðin-gar hans á Pope og Milton. En auk þess he-fur hann skrifað margt og mikið um islenzk skáld og is- lenzkan skáldskap vestan hafs og austan og flutt á annað þús- und erindi og ræður báðum meg- in Atflantshafs, verið óþreytandi í að kynna og kenna yfir 40 ár. Hér eru engin tök á að telja allt upp, sem Rikharður hefur rætt og ritaþ, því siður gera grein fyrir öðrum þeim þjóð- þrifa- og menningarmálum, sem hann hefur unnið að. Dr. Beck er skáld gott bæði á islenzku og ensku og hefur gefið út nokkr- ar ljóðabækur. Hann er heiðurs- doiktor Háskóla íslands og Ríkis- hásikólans í N-Dakota, heiðurs- félagi Hins íslenzka bókmennta- félags, Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vesturheimi og Stórstúku Isl-ands, svo að nefnd séu fáein dæmi um heiður þann, sem hon- um hefur hlotnazt. I marga áratugi hefur hann skrifað um bækur og höfunda í blöð og tímarit austan hafs og vestan. Hann hefur lengi verið meðlimur Félags islenzkra rit- höfunda og mjög áhugasamur um hag þess. 1 tilefni af 75 ára afmæli Ríkharðs og sökum mik- illa verðleika han-s, kaus rit- höfundafélag þetta hann á aðal- fund'i sínum 27. apríl sl. ein- róma heiðursfélaga sinn, enda sízt óeð-lilegt um mann, sem bæði Háskólinn og Bókmenntafélagið hafa fyrir löngu veitt hliðstæð- an heiður. Richard Beck er austfirzkur að uppruna, fæddist á Svínaskála- stekk í Helgustaðahreppi og mun bafa alizt upp þar eystra, m.a. við sjómennsku, enda er hann hliðhollur sjómannastétt- inni, trúr átthögum sinum, en um fram allt mikill Islendingur og ættjarðarvinur, hefur þrá- sinnis komið „heim" í sumar- leyfum sínum, þó að lengst af hafi hann gegnt borgaralegu st-arfi vestur á Fimbulfold, eins og Matthías Jochumsson kall- aði land Leifs heppna eitt sinn í frægu ljóði. Sem vinur og bréfafélagi dr. Becks áratugum saman og fyrir hönd Félags islenzkra rithöfunda óska ég hon-um og hans ágætu konu, Margrétu Einarsdóttur, innilega til hamingju með 75 ára afmæli hins mikilvirka fræði- manns og rithöfundar, trygg- lynda íslendingis og góða drengs Og ég veit með vissu, að fjöl- margir vinir þeirra Becks-hjóna austan hafs og vestan taka und- ir þá ósk af heilum hug. Þóroddur Giiðmundsson. HÁLFÁTTRÆÐUR er i dag Richard Beck fyrrum prófessor í málvísindum ög Norðurlanda- bókmenntum við ríkisháskólann í Grand Forks í N-Dakota. Eigi þarf að kynna manninn fyrir lesendum Morgunblaðsins svo þjóðkunnur sem hann er. En stutta afmæliskveðju langar m'ig til að senda honum, þó svo að hún sé ekki eins og ég hefði helzt kosið, nefnilega í ljóðum. En nú er þiöngt fyrir dyrum hjá þeim sem iðka slíka list í Stór Reykjavik. Svo mikil er firring vorra tíma af völdum alls konar hávaða og hraðaláta innanhúss sem utan að jaðrar við sturlun. Vegna yngri mennta- manna, þjóðlegra, ef nokkrir eru, verður getið bókmennta- verka hans og þó stiklað á stóru. Það var mikil gæfa fyrir Is- land menningarlega séð, að dr, Ríkharður skyldi setjast ■ að í Vesturheimi. Jafnmikill Islend- ingur, sem hann, er raunar vandfundinn. Hann gæti því með réttu lagt sér á tungu eftirfar- andi ljóðlínur: „Svo ertu Island i eðli mitt fest, að einungis gröfin oss skilur.“ Ritstörf hans um íslenzk fræði eru býsna mörg og merk. Hér verður eigi nefnt nema fátt eitt. Ég heí hér fyrir framan mig úr bókasafni mínu nokkrar bækur frá hans hendi. T.d.: History of Icelandic Poets 1800—1940 (þ. e.: Saga íslenzkra Ijóðskálda í hundrað og fjörutíu ár) útgefin 1950 af Cornell-háskölabókasafni Itihaca N. Y. Það er sjálfstætt rit en er jafnframt XXXIV. bindi af Islandica, hinu gagn- merka vísindariti sem Halldór prófessor Hermannsson var rit- stjóri að um árabil. Þá má nefna: Icelandic Poems and Stories 1943 (útgefin af Amer- íska-Norræna fornfræðifélaginu) ög Icelandic Lyrics útgefin 1930. Dr. Ríkharður bjó þá bók til prentunar og ritaði formála en þýðingar ljóðanna á ensku eru sumar hverjar eftir öndvegis- skáld austan hafs og vestan. Það er alkunnugt að afmælis- barnið er gott Ijóðskáld og hef- ur sent frá sér tvö ljóðasöfn á móðurmáli sinu. Fyrri ljóðabók hans á islenzku nefnist „Ljóð- mál“ og kom út í Winnipeg, Manitoba, Kanada 1929. En hin síðari heitir „Við ljóðalindir" og var útgefin á Akureyri 1959. Bók hans „Ættland og erfðir", safn ritgerða, kom út 1950. Er dr. Ríkharður varð sextugur 1957 var gefið út á Ákureyri nokkurs konar afmælisrit hon- um til heiðurs og veittist mér sú ánægja að taka lítillega þátt í útgáfu þess. Ungur komst dr. Rikharður í kynni við hið mikla bókasafn prófessors Wililard Fiske, sem er frábærlega auðugt að fornum bókum íslenzkum og ritum um islenzk efni á erlendum málum.. Eitt alflra bszt sinnar tegundar á erlendri grund, nú í , eigu Cornells-háskóla. Bókaskrár þess, sem eru visindalegar, eftir Hall- dór Hermannsson, voru gefnar út í þremur stórum bindum í New York á árunum 1914—1942. Fáar handbækur eru mér hug- leiknari en einmitt þær. Enda ungur heillazt af bókfræðilegum rannsóknum og enn er ég að auka þar við þekkingu mína. Dr. Ríkharður er vel að sér í ís- lenzkri bókfræði að ekki sé meira sagt. Gegnir það engri furðu um jafn fjölhæfan mann og glöggan. Hann er ef svo má segja alls staðar heima. Það rifjast upp fyrir mér að einu sinni er ég átti persónulegt viðtafl við Guttorm J. Guttorms- son eitt mesta ljóðskáld íslenzkt í Kanada, lét ég í ljós svartsýni á framvindu islenzkrar menn- ingar meðal landa vestra. Gutt- ormur kvað öllu óhætt meðan við ættum menn eins og dr. Rikharð. „Já, og dr. Stefán Ein- arsson," bætti ég við. Vorum við hjartanlega sammála um álit okkar á þeim. Þessar viðræður okkar (sem voru raunar miklu lengra mál) áttu sér stað 4. júlí 1963 (á þjóðhátíðardegi Banda- ríkja N-Ameriku). Eigi all- löngu siðar andaðist Guttormur og Stefán Einarsson er nýlátinn. Ég sakna þeirra beggja sem góðra vina, þeirra sæti eru auð. Enn er hér ótalið fjölmargt sem dr. Rikharður hefur lagt gjörva hönd á. Svo sem störf hans i ýmsum félögum. Verður eigi að sinni gerð tilraun til þess, það yrði of langt mál. Að- eins skal minnzt á óskabarnið, þjóðræknisfélagið okkar gamla og góða. Hann hefur borið hita og þunga þess um áratuga skeið og er þá nokkuð sagt. Það er að vonum að dr. Rík- harði hafi hlotnazt margvisleg- ur sómi ýmissa félaga og stofn- ana. En bæði er það að greinar- höfundur er ekki nógu kunnug- ur því öllu og eins hitt að per- sónulega gef ég lítið fyrir sumt af þvi dinglum-dangli. Því eins og þjóðskáldið Steingrímur Thorsteinsson segir í visu sem hann nefnir „Ytri og innri kranz" og prentuð er fyrst í ljóðabók hans 1881 og er þannig: „Ytri kranz, sem ýtar fá, einatt blómgun tinir. Óvisnandii er aðeins sá, sem innri manninn krýnir." Nokkrum sinnum hefur fund- um okkar dr. Ríkharðs borið saman, Þar fer hjartahlýr mað- ur sem hann er. Undirritaður þakkar þessum útverði íslenzkr- ar menningar í Vesturheimi fyr- ir hlýleg orð í sinn garð oftar en einu sinni og eitt eða fleiri sendibréf sem eru vel geymd. Megi ævikvöldið verða bjart og fagurt, þess óska ég af heilum hug. Reykjavik, 9. júní 1972, Stefán Rafn, Miðstræti 3A. ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á einni bifreið með vökvadrifinni lyfti- körfu, eða bifreið sérstaklega og lyftikörfubúnaði til ásetningar á bíl, sérstaklega, fyrir Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 5. júlí n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 UNIR0YAL NÆLON DEKK ORUGG OG ODYR. 520—10—4 Kr. 1.419 725—13—6 Kr. 2.422 550—12—4 Kr. 1.532 520—14—4 Kr. 1.741 520—13—4 Kr. 1.542 700—14—4 Kr. 2.472 560—13—4 Kr. 1.671 750—14—6 Kr. 2.816 590—13—4 Kr. 1.820 560—15—4 Kr. 1.959 640—13—4 Kr. 2.006 1000—20—16 Kr. 14.662 HdÁ^cm G.GjaIoaqjiF SIMI 20000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.