Morgunblaðið - 09.06.1972, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JÚNl 1972
maigretfær samvizkubit eftirgeorgéssimenon
aftur að fyrstu spwmingunrii:
Hvers vegna eruð þér hingað
komin?“
„Vegna þess að hann kom til
yðar í morgun."
f>að var engu líkara en þau
töluðu í austur og vestur. Eða
vildi hún ekki skiija, hvað hann
var að fara
„Vissuð þér, hvað hann ætl-
aði að segja mér?“
„Ef ég hefði vitað það, þá
hefði ég ...“
Hún beit á vörina. Ætlaði
hún að segja: „. . . þá hefði ég
ekki þurft að ómaka mig hing-
að“.
Maigret vannst ekki tími til
að íhuga það, því sirninn
hriingdi á borðinu hjá honum.
„Halló . . . Janvier héma . .
ég er staddur í næsta herbergi
Mér var sagt hver væri inni og
fannst ráðlegast að láta ekki sjá
mig. Ég þyrfti að taia við þig
augnaiblik...“
„Ég kem".
Hanm stóð upp og baðst af-
sökunar.
„Ég bið yður að afsaka, en ég
þarf að víkja mér frá út af
öðru. Ég verð ekki lengi."
Hamn sneri sér að Lucasi
í fremri .skrifstofumni:
„Farðu fram á ganginn og
stöðvaðu hana, ef hún ætlar að
hlaupast á brott eins og eigin-
maðurinn," sagði hann.
Hann hafði iokað hurðinni á
milli. Torrence haíði látið senda
sér ölkoliu upp og Maigret
greip hana annars hugar og teig
aði úr henni.
„Nokkrar fréttir?"
„Ég fór í Catillongötu. Þar er
alveg eins og í sveitaþorpi,. þótt
það sé svona nálægt d’Orleans-
götu. Hús númer 17 er nýbyggt
sjö hæða sambýlishús. Leigjend-
ur eru flestir skrifstofumenn og
verzlunarfólk. Þar er mjög hijóð
bært á milli íbúða og böm á öll-
um hæðum. Martons hjónin eiga
ekki heima 1 því húsi. Það er
byggt á lóð, þar sem áður var
stórt einbýlishús, sem búið er að
rífa. Garðurinn fyrir fram-
an hefur verið látin.i halda sér
með stóru tré d miðjunni, og í
einu horninu stendur tveggja
hæða smáhýsi. Á því er stiigi ut-
anhúss upp á aðra hæð, þar sem
eru aðedns tvö svefnherbergi og
bað. Þegar Xavier Marton tóik
þetta hús á leiigu fyrir 18 árum
var trésmíðaverkstæði á neðri
hæðinni.
Þegar verkstæðið var lagt nið
ur, tók Marton líika neðri hæð-
ina á leigu og innréttaði þar
skemmtilega stofu, sem er bæði
setu- og vinnustofa.
„Þetta er afar skemmtilegt
húsnæði og ekkert venju-
legt. Ég byrjaði á því að bjóða
húsverðinum líftrygigingu. Hús-
vörðurinn, sem er kona, hlust-
aði á alla þuluna með þoiinmæði
en sagðist svo ekkert hafa með
liftryggingu að gera, þar sem
hún myndi fá ellistyrk
þegar þar að kæmi. Ég spurði
hvort nokkur leigjendanna
væri líklegur kaupandi. Hún
nefndi nokkur nöfn.
„Flestir eru í stéttarfe.ögum,"
bætti hún við, „svo fæstir hafa
áhuga."
„Býr ekki hér maður að nafni
Marton?"
„Jú, i úthýsinu . . . Það gæti
verið að þau . . . þau eru veJ
stæð Þau keyptu sér bií í fyrra
Já, þér ættuð að reyna hjá
þeim.
„Ætli nokkur sé heima
núna?“
„Ég held það.“
„Þetta var síðu.r en svo erf-
itt. Ég hringdi bjöllunni á neðri
hæðinni. Ung kona kom til
dyra.“
„Frú Marton?“ spurði ég.
„Nei, systir mín kemur ekki
llllAIlllllllllllllilillllllllllllllll
HJÓLBARÐAR
HÖFÐATÚIMI8 Sími 84320
Nýir og sólaðir hjólbarðar
Hvítir hringir
Balanssering
Rúmgott athafnasvæði
Fljót og góð þjónusta
Hjólbaróa viógeróir OpiÓ 8-22
Eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins m
ITIflTfTIllITglf ITlfliTTTITITTTTT
heim fyrr en um sjöleytið."
Maigret hnyklaði brúnir.
lits?“
„Útlit hennar gefur fullt til-
efni tii þess að menn sniúi sér
við til að horfa á eftir henni á
götu. Hvað sjálfan miig snerti
þá . ..“
Æannst þér hún aðlaðandi?"
„Það er eiginiega erfitt að
lýsa henni. Hún gæti verið um
35 ára, eiginleiga ekki lagleg og
ekki var húrn uppábúin, —
í svörtum uliartaukjói og úfin
. . . eins og konur eru oft við
húsverkin. En .. “
„ En . . . hvað?“
„En það var eitthvað sérlega
kvenlegt við hana Hún er
kona, sem karlmenn mundu með
glöðu igeði taka undir sinn
verndarvæng. Ég viona, að það
skiiljist hvað ég á við. Vaxtar-
|lagið var líka .. .“
Hann roðnaði, þegar Maigret
biTXSti.
„Stóðstu lengi við hjá henni?"
„Tíu mínútur eða svo. Ég fór
fyrst að kynna Miftrygging-
una fyrir henni. Hún sagði að
bæði mágur hennar og systir
hefðu keypt sér háa líf-
trygginigu fyrir ári .. .“
„Sagði hún, hversu háa?“
„Nei. Hún saigði bara að hún
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
væri keypt hjá Mútual-trygging
arfélaginu. Sjálf saigðist hún
ekki. þurfa á hftrygtgingu að
halda vegna þess að hún fenigi
eftirlaun. Bftir einum stofu
veggmum er borð með
flókniu jámbrautarlíkani og við
hliðina á þvi vinnu.bekkur. Ég
sagðist nýlega hafa keypt raf-
magnsjárnbraiut handa syni mín
um til að draga samræðurnar á
langinn. Hún spurði, hMort ég
hefði keypt hana í Maigasin de
Louivre og ég játaði því.“
„Þá hlýtur mágur minn að
hafa afgreitt yður . . .“
„Ekkert fleira?" spurði Mai-
giret.
„Eiginlega ekki. Ég tók
niokkra verzliunarmenn tali í ná-
grenninu en þorði efcki að
spyrja beint. Martonshjónin eru
vel liðin og bonga reilkninga
aína.
Nú tók Maiigret fyrst eftir
því, að hamn var að drekka úr
glasi Torrence.
scnderborg
garn
Sönderborg-gajrnið Cloria og Freesia crepe
nýkomið í mjög miklu litavali.
Verzlunin HOF,
Þingholtsstræti 2.
velvakandi
m Að bjóða ferðamönnum
í mat
Húsmóðir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Það er óþægileg tilfinning
fyrir húsmóður að sitja yfir
matarborði heima hjá sér og
vita af erlendum gestum, sem
hingað hefur verið stefnt, bú-
andi við skrínukost í hótelher-
bergjum sínum.
Þegar þessar línur eru skrif
aðar bendir fátt til þess að mat
reiðslumenn ætli að hefja störf
sín á næstunni, og þótt ef til
vill eigi þeir réttmæta kröfu
til hækkaðra launa, þá setur
verkfall þeirra smánarblett á
gestrisni okkar, sem áður var
víða rómuð. Því datt mér í hug
hvort stallsystur mínar í stétt
húsmæðra gætu ekki tekið sig
saman og bætt hér úr að
nokkru. Ég býst við þvi að
margar húsmæður vildu fús
lega leggja það á sig að bjóða
til sín eina kvöldstund eða svo
útlendum gestum, veita þeim
kvöldverð og sýna þeim að við
metum komu þeirra hing-
að. Ekki er nauðsynlegt að búa
gestunum neinn veizlumat, að-
eins að láta þá finna að þeir
eru velkomnir að njóta með
okkur þess, sem við berum á
borð fyrir fjölskylduna. Það
skal tekið fram að sjálf hef ég
haft samband við eitt hótel-
anna í höfuðborginni og boðið
fram þessa þjónustu.
S.T.“
m Um tónleika í Laugar-
dalshöll
Tónleikagestur skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Ég var gestur á tónleikum í
Laugardalshöll s.l. miðvikudags
kvöld, þar sem John Lill lék
með Sinfóníuhljómsveit sænska
útvarpsins og voru þeir mjög
ánægjulegir. Þó skyggði þar
nokkuð á, að fyrir hlé bárust
inn i húsið hróp og köll frá
hátalara á íþróttavellinum
í Laugardal. Ég þarf ekki að
fara mörgum orðum um,
að þetta er ófært. Hér hlýtur
að vera um mistök að ræða, sem
auðvelt ætti að vera að lag-
færa.
1 kvöld (9. júní) leikur Ye-
hudi Menuhin með Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Ég treysti
því, að enginn utanaðkomandi
hávaði nái að spilla þeirri
stund.
Með fyrirfram þökk
Tónleikagest 11 r.“
m Lestu samningana,
atvinnuveitandi!
Sjómaður skrifar:
„Mér varð starsýnt á kveðju
þá (ef svo má að orði komast),
sem atvinnuveitandi sendi okk
ur sjómannastéttinni á hátíðis-
degi okkar 4. júní, s.l. í þætti
þínum, að ég nú ekki tali um
hvað sú grein er ótuktarlega
rætin í garð lækna. Ég ætla
ekki að fara mörgum orðum
um þessa grein sem sýnir
að mínum dómi, að ekki eru
sjómennirnir mjög hátt skrifað-
ir hjá þessum hrjáða vinnu-
veitanda.
Ég ætla ekki að segja ann-
að um þessa móðursýkisgrein
atvinnuveitandans en það, að
hann ætti að lesa þá samninga
sem hans forystumenn í
Vinnuveitendasamhandinu og
L.l.Ú. hafa skrifað undir, og
tel ég þá ekki hafa haldið illa
á hans málum.
Ég vil svo að lokum benda
þessum þrautpínda atvinnu-
rekanda á síðustu málsgrein
26. greinar í vertíðarsamning-
um sem undirritaðir voru 31.
desember 1971, en hún er svo-
hljóðandi:
Útgerðarmanni er heimilt, á
sinn kostnað, að láta trúnaðar-
lækni sinn framkvæma skoðun
á skipverja, er fer úr skiprúmi
af framangreindum ástæð-
um. (ástæðumar séu veikindi
eða slys eins og talað er um í
26. greininni.)
Sjómaður."
LEIKHÚSKJALLARINN
r
KVOI
|| BOf
OPIÐÍKVÖLD
DVERÐIIR FRAMREIDDUR
FRÁ KL. 18
BORÐPANTANIR í SÍMA 19656
EFTIR KL.3
LEIKHUSKJALLARINN
Hljómsveitin DOMINO