Morgunblaðið - 30.06.1972, Síða 1

Morgunblaðið - 30.06.1972, Síða 1
32 SXÐUR 143. tbl. 59. árg. FÖSTUDAGUR 30. JUNÍ 1972 Prentsmiðja Morgunblaðsins McGovern sviptur atkvæðum 151 kjörmanns í Kaliforníu Forkosningarnar 1 Kaliforníu sagðar ólöglegar Washington, 29. júní — AP-NTB GEOBGE McGovern, öldunga- deildarþingrniaður, missti í gær 151 af 271 kjörmannaatkvæði, sem hann tryffgði sér í forkosn- ingiinum í Kaliforníu og mögu- leikar hans tii að verða valinn forsetaefni demókrata á flokks- þinginu í næsta mánuði hafa þar með minnkað mikið. Það var sú nefnd Demókrataflokksins sem staðfestir gildi kjörmanna, sem tók þessa ákvörðnn. í forkosningunum í Kaliforníu fékk McGovern 45% atkvæöa, en næsti keppinautur hans, Hu- bert Humphrey, fékk 38%. Þar sem regiurnar segja fyrir um, að sigurvegarinn skuli fá atkvæði allra kjörmannanna, nældi Mc Govern sér í 271 á einu bretti. Humphrey hafði sagt fyrir kosninigarnar að hann sætti sig alveg við þetta fyrirkomu'lag, en að þeim loiknum gagnrýndi hann það ákaflega og hefur sem sagt Hættaxl stafar frá, Murmansk ekki Vietnam London, 29. júní. NTB. SIB Walter Walker, hershöfð- ingi, fyrrverandi yfirmaður her- afla Atlantshafsbandaiagsins i Norður-Evrópu, Jýsti þeirri skoð un sinni í gærkveldi, að ógnun- in gegn Bandaríkjiinum stafaði ekki frá Víetnam né heldur Mið- Evrópu, heldur frá sovézku hafn arborginni Murmansk. Hersihöfðinginn, sem dró sig í h'Jé í febrúar eftir að hafa gagn- rýnt harðlega varnarpóhtík vest rænna þjóða sagði, að NATO eða Vesturveldin stæðu höllum fæti bæði hvað snertir herstyrk og eiininiig hvað sinerti fjölda her- sveita. Hann sagði að bandalag- ið ætti á hættu að fara halloka bæði í Norður-Evrópu og við Miðjarðarhaf. Waiker sagði, að verkefni sov- ézka hersins væri að vera reiðu- búinn „tii að hrista tréð, þegar ofþroskaðir ávextirnir eru að falla til jarðar,“ eins og hann orðaði það. Walker hvatti Atl- antshafsbandaJagið til að hverfa frá sinnuleysi og stöðnun og við urkenna að Sovétríkin litu á samninga og loforð sem meðul til að ná með brögðum því sem ekki væri unnt að ná með valdi. tekizt að fá nefndina til liðs við sig, og atkvæðunum því verið skipt. Hingað til hefur McGov- ern verið langefstur af þeim demókrötum sem sækjast eftir framboði. McGovern ræddi við frétta- menn í gær. Hann var s'kjálfandi af bræði og valdi andstæðingum sínuim ófögur nöfn. Hann sagði að ef þessari ákvörðun yrði haidið til streitu myndi hann ekki styðja þann sem yrði val- inn frambjóðandi demókrata. Hann sagði einnig að hann myndi ekki taka þessu þegjandi heldur berjast af alefM gegn þess um svikum. Hubert Humphrey var hins vegar gUaðkilakkalegur mjög og sagði fréttamönnum að hann teldi möguleika sína nú muh betri. George McGovern Dauðarefsing afnumin í Bandaríkjunum Washington, 29. júní — AP/NTB HÆSTIRÉTTUR Bandarikjanna kvað í dag upp þann úrskurð, með fitnm atkvæðum á móti fjór um, að dauðarefsing eins og henni væri nú beitt í Bandarikj unum bryti í bága við stjórnar- skrá iandsins og skyldi afnumin fyrir flesta alvarlega glæpi. Mun Nixon á frétta- manna fundi Washimgton, 29. júní — AP NIXON forseti, miun halda fund með fréttamönmuim eftir kl. 1 í nótt og verður fundin um sjónvarpað og útvarpað urn igervöll Bandarikin. — Á fuindimum gerir forsetinn grein fyrir stefmu sinni í ýms 'Jm málium, ekki sizt Vietnam og svarar spurninguim frétta- manma. Gert er ráð fyrir að fréttamennirnir muni einkum spyrja um Vietnam og að for setinn gefi einhverjar yfirlýs inigar um heimflutninga her- sveita og annað sem styrjöld ina snertir. nú væntanlega verða breytt dóm um yfir um 600 manns í Banda ríkjunum, sem hafa setið í „daiiðaklefum". Miklar og langar umræður urðu um málið meðail hæstarétt ardómaranna og skiliuðu allir niu sérstakri greinargerð, þar sem þeir rökstuddu atkvæði sitt með eða á móti dauðarefsingu. Hins vegar er talið að vegna þess hve naiumur meirihluti var með af námi dauðarefsinigar kunni í und antekningartilvikum að fást leyfi til að beita henni. í Los Angeles leitaði AP frétta stofan álits Mary Sirhan, móður Sirhans Bishara Sirhans, morð- imgja Roberts Kennedys. — Hún kvað þennan úrskurð fagnaðar- efni: „Við erum komin inn í ljós ið. Við erum ekki aðeins í farar- broddi á leið okkar til tunglsins, heldur einnig á vegi réttlætisins. Virðing okkar mun vaxa meðal þjóða heims.“ Dr. Euwe um Fischer: Gæti misst allan rétt til að keppa um heims- meistaratitilinn í skák Amsterdam, 29. júni — AP DB. Max Euwe, forseti Al- þjóðaskáksambandsins, sagði í dag, að ef Bobby Fischer mætti ekki til leiks í Reykja- vík á siinniidag gæti svo far- ið að hann hefði fyrirgert um aldur og ævi rétti sínum til að keppa nm heimsmeist- aratitilinn i skák. I>r. Euwe sagði, að hann hefði á borði sínu símskeyti frá talsmanni Fischers, þar sem staðifest væri að hann myndi mæta til keppninnar í samræmi við gerða samninga. 1 þeim samningum væri ekk- ert um hina nýju kröfu Fisch ers um 30% af aðgangseyri. „Mér l'íkar ekki við herra Fischer í skákheimi okkar. Hann er góður skákmaður, en við þurfum að fjalla um nýja úrsMitakosti hans á hverjum degi,“ sagði dir. Euwe Hann kvaðst ekki telja að islenzka skáksambandið ætti að ganga að þessum nýju kröfum Fischers og lýsti það skoðun sína, að sambandið gæti farið i mál við hann, ef hann kæmi ekki til leiks. Gandhi og Bhutto: Fundinum óvænt frestað Heimsmeistarinn í skák, Boris Spakksy, lieimsót.ti Laugardals liöllina í gær tii að líta á aðstæður þar fyrir skákeinvígið við Bobby Fischer. Spassky er hér með Guðmundi G. Þórar- inssyni (t.v.) og Friðrik Ólafssyni (t. h.) Ljósm.: Jack Mann- ing, N. Y. Times. SIMLA 29. júní — AP. Fundi þeim inilli Indiru Gandlii og Ali Bhutto, sem lialda átti í dag, var frestað um óákveðinn tíma og tv'ær nefndir sérfræð- inga voru settar tii að kanna nánar dagskrána sem báðir aðil- ar höfðu þó samþykkt fyrir tveimur mánuðiim. Leiðtogaimir tveir ætluðu að haida með sér sjö fundi og áður en sá fyrsti hófst i gær kváðu.st þau bæði vera komin til að binda enda á 25 ára hatur og væringar. Bæði leiðtogarnir og aðstoðar- meinn þeirra hafa varizt frétta. Enginn vill skýra nákvæmlega frá því sem ræða skal á fundun- um, og heldur ekki vegna hvers þeiim hefur nú verið fresitað. Ef'tir fundinn í gær var sagt að hann hefði verið hlýlegur en eitthvað virðisit þó hafa kastazt í kekki, ef dæma má eftir þess- um síðustu ákvörðun-um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.