Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1972 22 t Eiginmaður minn, GfSLI G. WIUM, kaupmaður, lézt þriðjudaginn 27. júní. Fyrir hönd vandamanna, Guðfinna Wtam. t Konan mín, móðir okhar, tengdamóðir og amma, INGUNN MAGNÚSDÓTTIR, lézt í Borgarspítalanum 27. júní. Jarðarförim fer fram 3. júlí klukkan 3 síðdegis. Aðstandendur. t Jarðarför mannsins míns, ÞORFINNS HANSSONAR Hátúni 9 fer fram frá Fossvogskirkju laugardaiginn 1. júli kl. 10.30. Blóm og kransar afbeðið, en þeir sem vildu minnaist hans, láti Slysavarnafélagið njóta þess. Fyrir hönd barna og stjúpsonar, vina okkar og fj ar- staddrar systur hans, Helga Frimanns. t GARÐAR JÓNSSON, yfirframreiðslumaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. júní klukkan 3.00 eftir hádegi. Guðný Stefánsdóttir, Borgar Garðarsson, Elsa M. Þórsdóttir, Garðar Garðarsson, Alfheiður Alfreðsdóttir, Vignir Garðarsson Guðbjörg Pálsdóttir. og barnaböm. t Þökkum auðisýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður, NIESL. P. Ö. NIELSEN fyrrv. kaupmanns, Seyðisfirði. Gnnnmar Ö. Nielsen, María N. Þormar, Niels Carl Nielsen, Guðbjörg Nielsen. t Alúðarþakkir færum við öllum vinium, vandamönnum og félagssamtökuim fyrir samúðarkveðjur og vinarhug við fráfall og útför SIGRÚNAR EIÐSDÓTTUR Bragi Melax og börn, Anna Björnsdóttir, Gnðrún Melax. Við þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkuir sam- úð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmiu, GUÐRÚNAR S. BRANDSDÓTTUR, Alfhólsvegi 83. Sérstakar þakkir senduim við læknum og starfsfóiki á handlæknideild Landspítalans fyrir frábæra hjúkrun í síð- ustu veikindum hennar. Sigrún Torfadóttir, Kristin Torfadóttir, Laufey Torfadóttir, Ásdis T. Keller, Sveinhildur Torfadóttir, Karl Á. Torfason, Ásdis Þórarinsdóttir Brynjar Vilmtmdarson, Guðjón Hannesson, Kenneth Keller, Anton Gunnarsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, og önnur barnabörn, bama- barnabörn. Minning; Pétur Eggerz viðskiptafræðingur Fæddur 2. sept. 1932 Dáinn 20. júní 1972. „Ég lít bráðum inn til ykkar aftur,“ sagði Pétur, þegar hann kvaddi okkur, áður en hann fór í hina örlagaríku ferð. Hann var kominn heim í sumarfeyfi, langt að kominn eftir rúmlega tvéggja ára dvöl á Bougainvilie í Saló- monseyjum, þar sem hann var endurskoðandi hjá bandarísku verktakafyrirtæki. Margt hafði hann að segja frá dvöl sinni á þassum f jarlæga og ókunna stað og kynnum sínum af landi og þjóð. Hér heima ætlaði hann að dveljast í sumar, vera með böm- um sínum, foreldrum og öðrum áistvinum. Eftirvænting barn- anna var mikil að fá föður sinn heim, og nú var förinni heitið í sumarleyfi á bernskuslóðir Pét- urs í Svarfaðarda! og Pétur gladdist sem barn við tiilhugsun- ina um ferðina. En enginn veit sitt endadæg- ur og ekki voru þau komin á leiðarenda, þegar slysið voða- lega varð. Við trúum vart okkar eigin eyrum, þegar við heyrum slík tíðindi. Við vitum að fyrir öllum liggur að deyja, en fiest- um gengur illa að sætta sig við, að ungir menn i fullu fjöri séu hrifnir á brott. En hér verður engu um þokað. Sár er harmur bamanna, sem höfðu nýlega heimt föður sinn heirn. Mi'kil er sorg foreidra og systra. Ástvin- ir allir syrgja Pétur. Hann var svo hress og kátur, þegar hann var kvaddur. Hann var bömum sínum hug- uisamur faðir og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Og nú er Ijúft að minnast góðs drengs og ástriks föður. Hjálpsemi Péturs var við brugðið og alitaf var hann boðinn og búinn að veita aðstoð, ef erfiðleika bar að hönd um. Að eðlisfari var hann ákatf- lega bamgóður og er mér sér- staklega ljúft að minnast um- gengni hans og lipurð við böm þau, sem eitthvað amaði að. Bömin hans dáðu hann lika inni- lega og veit ég, að þau munu síð- ar þakka að hafa fengið að íylgj'a honum til hinztu stundar, þótt nú sé sorg í hugum þeirra. Pétur var fæddur 2. sept. 1932 að Hánefsstöðum i Svarfaðardal, sonur hjónanna Sigurveigar Þor- giílsdóttur frá Sökku og Péturs Eggerz Stefánssonar frá Völlum. Hann fluttist ungur að aldri með foreldrum sínum til Vest- mamraaeyja og síðar til Rviikiur. Þegar Pétur var á unglingsaldri fluttist fjölskyldan til Englands, og stundaði hann nám þar. Hann hótf nám við Hláskóia Islands ár- ið 1951 og lauk þaðan prótfi í við- skiptafræðum vorið 1955. Síðan stundaði hann skrifstotfustörtf í Reykjavík og rak um skeið eig- ið fyrirtæki. Hann var dugnað- armaður að hvaða verki, sem hann gekk. Ég hitti Pétur fyrst, er hann hóf nám við HáskóQa Islands. Hann var glæsilegur og frjáls- mannlegur ungur maður, góður félagi í skólanum og hrókur alls fagnaðar á gleðistund. Kynni t Þakka af alhug öllum þeim, er auðsýndu mér og öðrum vandamönnum samúð og vin- semd við andlát og jarðarför sonar mins, Guðlaugs Björnssonar, Óðinsgötu 17A, Reykjavik. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sigurborg Gisladóttir, mín af Pétri eru orðin löng og ég mun ávalit minnast hans sem góðs drengs og ágæts vin- ar. Bömin hans eru þrjú: Þuríð- ur, 15 ára, sem stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Sigurveig 14 ára, nemandi í Kvennaskólanum og Pétur, 11 ára, memandi í Breiðholtsskólla. Þau eru hvert öðru mannvæn- legra og voru föður sínum til mikillar hamingju. Ég bið þeim, foreldrum, systrum og öðrum að standendum Péturs allrar bless- unar. Ég vil kveðja Pétur með þess- um orðum Grims Thomsen: Þú sem úr öllu ætíð vildir bæta, munt hirnna i höMu hinu sama mæta, alsæfls um völlu ekkert kann að græta, þess guð mun gæta. María Sigurðardóttir. HEKLA HF. Laugavegi 170—172 — Sími 21240,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.