Morgunblaðið - 30.06.1972, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1972
SAGAN
Saint-Michel hikuðu þau við en
fóru svo inn á krána á horn-
inu. Þar var margt manna við
barborðið, enda tími til að fá
sér drykk fyrir matinn. Ég sá
þau inn um gluggann. Þau
stóðu við borðið nálægt pen-
ingakassanum. Barþjónninn út-
bjó heitan drykk og setti hann
fyrir framan ungu konuna, sem
virtist mótmæla. En Marton var
ákveðin. Loks drakk hún úr
glasinu en hann fékk sér kaffi-
bolla.“
„Já, vel á minnzt,“ sagði
Maigret við Lapointe, „hvað
drakk hann á veitingahúsinu
um hádegið?"
„Vatn.“
Það var skritið, en Maigret
fannst hann vera alveg viss um
að járnbrautarsérfræðingur-
inn smakkaði hvorki létt vín né
sterka drykki.
TANNVERNDAR-
SÝNING
iÁrnagarði
28/6-2/7
opin daglcga
M.14-22
„Þegar þau komu út,“ sagði
Lucas, „fóru þau beint á stræt-
isvagnabiðstöðina og biðu þar.
Ég sá þau siðan fara upp í
strætisvagn sem ók í áttina til
Porte Orléans og fannst rétt-
ast að koma og gefa skýrslu.
Var það ekki rétt?“
Maigret kinkaði kolli. Snjó-
komin voru bráðnuð á öxlum
Lucasar. Á meðan hann sagði
frá, hafði hann haldið höndun-
um yfir miðstöðvarofninum til
að verma þær.
„Ertu upptekinn í kvöld,“
spurði Maigret.
„Neii.“
„Ég veit ekki hvom ykkar ég
á að biðja að vera utanhúss i
kvöld og nótt. Það verður ann-
að en gaman í þessu veðri . . . “
„Mig,“ sagði ungi lög-
reglumaðurinn og rétti upp aðra
höndina eins og skóladrengur.
Og Lucas sagði:
„Getum við ekki verið tveir
um það. Ég skal hringja í kon-
una mína og segja að ég komi
ekki heim í kvöldmatinn. Ég fæ
mér brauðsneið á kránni gegnt
Montrouge-kirkjunni. Lapointe
getur svo komið seinna og leyst
mig af ... “
„Ég kem þá um tiuleytið,"
sagði Lapointe.
„Þú mátt koma seinna. Hvern
ig væri að skipta timanum þann-
ig að þú komir um miðnættið?"
„Ég kem fyrr. Or þvi ég íer
ekki að hátta, þá finnst mér
betra að gera eitthvað."
„Nokkfar fyrirskipanir?"
„Nei,“ sagði Maigret. „Ég
mun eiga nógu bágt með það á
morgun að útskýra þessa ráð-
stöfun fyrir þeim á æðri stöð-
um, ef ég verð spurður. Bæði
eiginmaðurinn og eiginkonan
eru búin að koma og hafa far-
ið fram á að segja mér allt um
vandamál sín. Eiginlega ætti
r
maísret feer samvízkubit eftirgeorsessimenon
ekkert að gerast. En einmitt
þess vegna..."
Hann lauk ekki við setning-
una, því hugsunin var ekki
nógu Ijós, þegar átti að fara
að koma henni í orð.
„Ef til vill var það rangt af
mér að láta hann vita, að eig-
inkonan hafði komið hingað. Ég
hikaði við það. Svo sagði ég við
sjálfan mig..."
Hann yppti öxlum. Hann var
orðinn þreyttur á öllu málinu
gekk að skápnum og tók hatt-
inn sinn og frakka.
„En við sjáum hvað setur . . .
góða nótt, piltar."
„Góða nótt.“
Og Lucas bætti við:
„Ég verð kominn á vaktina eft
ir klukkutima."
Úti hafði kólnað. Litil, hörð
snjókornin voru varla sýnileg í
glampanum frá ljósastaurunum
en það sveið undan þeim þegar
þau snertu hörundið. Maigret
var ekki í skapi til að biða eftir
strætisvagni, svo hann tók sér
leiigubil. Hann lét fara vel um
sig í aftursætinu og vafði þykka
frakkanum vell að sér.
Honum fítnnst öll önnur mál,
sem hann hafði fengizt við,
hreinn barnaleikur hjá þessu,
og það graindist honum. Aldrei
hafði hann verið svona óviss.
Svo óviss að hann hafði jafnvel
leitað ráða hjá Pardon lækni,
gengið á fund lögreglustjórans
og farið til saksó'knarans og rétt
áðan hafði hann leitað eftir við-
urkennin.gu hjá Lapointe.
Honum fannst hann vera eins
og úti á rúmsjó. En á meðan
billinn ók í kring um République
tongið, datt honum nokkuð í
hug, sem var honum smá-
huggun.
Ástæðan fyrir því að þetta
mál virtist svo flókið og erfitt
viðureignar var sjálfsaigt sú, að
í þetta sinn var ekki um að ræða
afbrot, sem þegar hafði verið
framið, heldur afbrot sem yrði
ef til vill framið bráðlega.
Sá möguleiki var að vísu líka
fyrir hendi, að það yrði alls
ekki framið. En voru ekki oft
möguleg afbrot, fullmótuð í
huga afbrotamannsins, áldrei
framin? Eru þeir ekki margir
sem ætla að ráða einhvem af
dögum, athuga alla möguleika á
að hrinda verknaðinum í fram-
kvæmd, en missa móðinn, þegar
til kastanna kemur?
Hann minntist margra mála,
sem hann hafði haft afskipti af.
Sum þeirra hefðu aldrei orðið,
ef ekki hefði boðizt sérstakt
tækifæri eða þau höfðu orðið
af slysni. Bf fórnardýrinu hefði
t.d. ekki ratazt einhver tiltek-
in setning á munn, hefði ekkert
gerzt.
1 þessu málli þurfti hann ekki
að rekja gerðir og hegðun
ákveðins ma. ns, heldur geta sér
til urn atferli hans í framtíðinni
og það var miklu erfiðara.
Honum var ekkert gagn að
því, sem hann hafði lesið um
sálarfræði, sállsekninigar eða sál
könnun.
Hann hafði áður komizt í
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
kynni við hjón, sem vildu hvort
annað feigt.
En fordæmin voru honum
einskis nýt. Fordæmin giltu að-
eins, þegar um þaulvana afbrota
menn var að ræða. Og þá að-
eins, þegar morðinginn hetfur
áður verið að verki. Þá er hægt
að þekkja handbrögð hans aftur.
Hann veitti því ekki athygli
að billinn hafði staðnæmzt við
gangstéttina.
„Þá erum við komnir," sagði
bílstjórinn.
Dyrnar að ibúðinni opnuðust
gcorpiotteallabwcur ... fyrir þig
POPhúsið Grettisgötu 46 • Reykjavík • *S? 25580
velvakandi
0 Hver orti vísuna?
1 norðlenzka tímaritinu -
Súlur - fyrsta hefti 1972, gefið
út á Akureyri, er birt vísa,
sem sagt er, að Sigurður Jóns-
son frá Grund á Þorvaldsdal
hafi ort um Jóhönnu Einars-
dóttur. (Hrauns-Jóku).
Þar hljóðar vísan svo:
„Mun þá krókinn mata sinn
myrkrahrókur blakki,
en hrökkur Jóka, hraunsmogin,
hels við mók af klakki."
1 ljóðmælum Hjálmars Jóns-
sonar í Bólu, er gefin eru út
1919 af Jóni Þorkelssyni, er
vísan þannig:
Mun þá krókinn maka sinn
myrkra hrókur blakki,
hels við mók, er Hraun-smogin,
hrökkur Jóka af klakki.
Mér finnst, að glögg merki
Bólu-Hjálmars séu á visu þess-
ari í útgáfu Jóns Þorkelssonar,
á ljóðmælum Hjálmars, bæði í
orðum og formi. Og undarlegt
má það heita, ef visur eða ljóð
eru prentuð í Ijóðabækur stór-
skálda, sem hafa ekki ort þau,
þótt slíkt hafi hins vegar
komið fyrir. Það væri bæði
gagn og gaman, ef ritstjórar
eða blaðamenn reyndu að kom-
ast, að því, hver er hinn rétti
höfundur vísunnar -.
Jóh. Ásgeirsson.
0 Drykkjuskapur unglinga
Jóhann Þórólfsson skrifar:
„Kæri Velvakandi,
Ég vil byrja á því að þakka
gott samstarf á síðastliðnum
S* á -
ydarþjónusta
nltii úhpíix
Opid alía
laugardagai
árum um leið og ég óska eftir
því, að þú birtir nokkrar lin-
ur fyrir mig, sem fjalla um
drykkjuskap unglinga, sem ég
sé að er mest áberandi í blöð-
unum að undanfömu og það
ekki að ástæðulausu.
Að draga úr drykkjuskap og
forða unglingunum frá því að
verða Bakkusi að bráð, verður
sjálfsagt ekki létt verk. Þessi
mál eru áreiðanlega orðin
mestu vandamál þessarar þjóð-
ar. Þegar ég leit í blaðið Vísi
23. júní sá ég, að borgarstjóri
óskaði eftir samvinnu við
dómsmálaráðuneytið um þessi
mál. Mér finnst það eftirtekt-
arvert og þakkarvert, að þessi
hugvekja skuli koma fram frá
borgarstjóra og borgarráði.
Nú er það tvennt, sem ég
vil benda á, til þess að draga
úr drykkjuskap. Vísir talar um
leynivínsala og á viðtal við
lögregluna í því sambandi og
þar kemur i ljós að sumir
leigubílstjórar stunda leynivín
sölu. Til þess að fyrirbyggja
leynivínsölu hjá leigubílstjór-
um, eiga dómstólarnir, að mínu
viti, að svipta þá ökuleyfi ævi-
langt, strax við fyrsta brot.
Með öðrum orðum; mér finnst,
að þeir, sem fara með dóms-
valdið, séu allt otf linir að retfsa
þeim sem brotlegir gerast, bæði
á þessu sviði og öðrum. Er ekki
full ástæða til þess að loka
öllum vínsölum á laugardög-
um? Það er áreiðanlega það
eina, sem myndi hafa þau áhrif
að stórminnka drykkjuskap um
helgar. Ráðamenn þjóðarinnar
ræða mikið um þessi mál, en
þeim dettur ekki í hug að
spyrna við fótum með því að
loka öllum áfengissölum á
laugardögum, sem yrði þó tví-
mælalaust til þess að draga úr
drykkjuskap. Þegar aðrar
verzlanir loka á laugardögum,
hvers vegna geta þá ekki
áfengisverzlanir verið lokaðar
á laugardögum? Mér finnst, að
ráðherrarnir ættu að vera svo
þroskaðir og skilningsríkir, að
loka öllum vínsölum á laugar-
þeir sjái sóma sinn í þvi að
dögum. Það er eina leiðin til
þess að draga úr drykkjuskap.
Ég vil segja við ykkur ráð-
herrar: „Gangið á undan með
góðu fordæmi og látið einskis
ófreistað til að draga úr
drykkjuskap unglinga, sem
nú erú efst á baugi. Þá er vel.“
Jóhann Þórólfsson.
Týsgötu 8.“
Velvakandi leyfir sér að ef-
ast um, að sú ráðstöfun að loka
vinbúðunum á laugardögum
gæti orðið einhver allsherjar-
alusn á þessu mikla vandamáli
okkar. Þeir, sem ætla að ná
sér í áfengi fyrir helgi eru
fyrirhyggjusamari en svo, að
þeir láti slíkt aftra sér. Það
væri þá frekar að hafa lokað
á föstudögum, en eins og allir
vita byrjar helgin nú orðið á
föstudagskvöldum. Margir fá
líka vikulaun sín greidd á
föstudögum, þannig að hægt
er um vik. Annars hefur Vel-
vakandi ekki trú á því að lok-
un þessara verzlana einhverja
vissa daga gæti neitt meirihátt-
ar strik í reikninginn.