Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚMÍ 1972 31 — Mengun Framlu af bls. 16 frásögn af skrykkjóttri þróun héims ins er einn grunntónn. Hanm er sá, að þrátt fyrir úrtak náttúr- unnar og átök um takmarkaðan mat arforða og takmarkað landrými er allt líf háð hvert öðru og þessi þörf myndar flókið og margbrotið kerfi eða net. Hyggni, samvinna, afskipta leysi og sníkjuMf, allt hefur sinu hlutverki að gegna. Hópar dýra vinna saman til að vernda hvert annað. Við getúm hugsað okk ur lynghœnur, sem sitja í hnapp um nótt, viðbúnar að hefja sig til flugs með miklum látum við minnsta hættumerki. Dýr, sem eru i hjörð, ráðast sjaldan hvert á annað og finna oft upp í sameiningu að- ferðir til þess að ná í æti og til þess að verjast. En hvað um mann- inn, sem býr við arfleifðarsvið for- táðarinnar og tæknisvið, sem hann hefur skapað sjálfur? Allar þjóðir eru farnar að gera sér grein fyrir nauðsyninni á því að umhverfið sé heilbrigt — loftið hreint, vatnið hreint, jarðvegurinn ómengaður og borgimar þrifalegar — og að þetta er mál sem varðar al- menningsheill engu síður en félags- leg þjónusta, lög og regla og góð menntUn, sem þjóðfélög geta ekki verið án, ef þau eiga að halda velli. Hreint vatn og hreint loft eru orð- in mál, sem alllar þjóðir heims láta sig varða. Iðnbyltingin er ekki ein að verki: óhófleg eyðing skóga í hita beltislöndum gerir það að verkum, að útrýming náttúrunnar á kol- sýringi I andrúmsloftinu fyrir tii- verknað laufanna á ti-jánum fer rén- andi. Hafsjórinn er síukerfi heimsins, og þar leysast upp öll úrgangs- efni, bæði málmkennd og lifræn, og breytast í lifræn efni. Hafið er hoi- ræsi heimsins, geysistór rotnun- artankur, og menn, dýr og plöntur fá þaðan aftur hreint vatn fyrir til- verknað uppgufunar og úrkomu. Svifið á yfirborðinu, þar sem olíu- brákin er, er aðalsúrefnisgjafi allra tegunda, sem anda með lungum og tálknum. Hvað er hægt að gera í þessu? Höfundar Only One Earth telja vonina fólgna i holiustu mannsins. Margir nútxmasálfræðingar eru þeirrar skoðunar, að maðurinn drepi ekki af neinni líffræðilegri þörf, heldur vegna þess að hann sé því marki brenndur að setja holllustu sina á rangan stað. I>að sem hann mxindi hika við að gera af eigin hvöt um mundi hann gera í nafni víðtæk- ari hugsjónar og víðari hollustu. Fjöldamorð hans eru undantekning- arlítið framin í trú á flokka fólks eða á ættstofna og þjóðir. Með nokk urri viðbót og orðalagsbreytingu er niðurstaða bókarhöfunda sú, að öll hollusta eigi rætur í ást og/eða von um vemd og I von um upphafningu. Nýi umhverfishvatinn, viðurkenning in á nauðsyn umhverfisverndar, get- ur i öllum þessum atriðum veitt mönnum nýja sýn, svo að þeim verði kleift að sjá hvar þeir standa og hvar þeir geta fundið von um ör- yggi og tilfinningu um sjálfsvirð- ingu og sérstæði. — Framarar Framh. af bls. 30 Framvömina, en enn varð Þor- bergur fyrir og bjargaði vel með úthlaupi. Dómari þessa leiks var Þor- varður Björnsson —. tæpast nógu ákveðinn, en engu að síður samkvæmur sjálfum sér I dóm- um. heilinn á bak við samleik liðsins og Eggert Steinigrímsson, vinstri útherji liðsins, er stórhættulegur leikmaður, sem skapaðd hvað eftir annað mikla hættu við Valsmankið í fyrrakvöld með sendingum sínum fyrir markið ■— auk þess sem hann er sér- fræðingur í homspymum. Engu að síður var þáttur Þorbergs Atlasonar stærstur í úrsliitaleiíkn- um — hann sýndi óaðfinnanlega markvörziu. Verður að teljast næsta undarlegt að hann skuli ekki vera í 18 manna landsliðs- hópnum. ValsKðið er næsta ólíkt Fram; ieikmenn þess yfirleitt stórir og stæðiiegir — samleikur ixðsins alllur stórskomari og kröftugri. En með marm eins og Hermann í fi'amlinunni er engin vöm óhuilt fyrir sókn Vals, og aðrir framherjar liðsins eru drjúgir vel. Hins vegar var vörnin stund um dálítið ósanmfærandi í þess- um leik og mátti ekkert út af bera tíl þess að hún færi úr jafnvægi. Um gang leiksins er það að segja í sem fæstum orðum, að áhorfendur urðu otft viitni að sketrxmtileg um upphlaupuim og hættuitegum tækifærum. Fram- arar sóttu öllu meira x leiknum og sköpuðu oft mikla hæittu við Valsmarkið, en emgu að síður vonx tækifæri Vals opnari, þó að þau nýbtust aðeins í eitt skipti. Þegar á 5. min áttu Fram- arar gott upphlaup, en Valsmenn sneru vöru í sófcn og Ingi Björn átti skaila af stuttu færi á Fram markið, sem Þorbergur varði snilldarlega. Á 13. mín kom svo mark Fnam, sem áður er lýst, en 9 mín síðar lá við að Valsmenn jöfmuðu, er Hermann komst lag- lega í gegmum Framvömina, en Þorbergur bjargaði glæsilega með úthlaupi á rétturn tima. Jöfnumarmark Vals kom á 68. mín, er Ingi Bjöm serndi góða sendingu fyrir markið þar sem Herrmann var fyrir, og hann átti viðstöðulaust þrumuskot í blá-v hom Farmmarksins, sem Þor- bergur átti ekki minnstu mögu- leiika á að verja. Stórglæsiiegt mark hjá Hermahni. Og fáein- u»n mln. fyrir ieiksltok brau.zt Hermann á ný laigtega í gegnum Nýkomið Mikið xirval af skyrtum, skinn jökkum, flauelsbuxum, sport jökkum og bolum. ADiim # Tilboð óskast í að relsa og i u g»x-a heimavistarbyggingu í Revkholti, Borgarfirði. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu Inn-kaupastofnunar l'íkisinc, Bórgartúni 7, Reykjavik, gegn 5.000,00 kr. skttar tryggin=a. Tilboð verða opriuð á sama stað þriðjudaginn 18. júlx 1972, kl. 11:00 í.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Eldvatn Þeir, sem ætla að tyyggja sér veiðileyfi í E31d- vatni, Melalæk og Steinsmýrarvatni, hafi samband við skrifstofu félagsins að Hverfis- götu 25, Hafnarfirði, sem fyrst. Skrifstofan er opin kl. 6—7 síðdegis alla virka daga nema laugardaga. Sími 52976. Staugaveiðifélag Hafnarfjarðar. Hestaþing Faxa Hestaþing Faxa verður haldið að Faxaborg sunnudaginn 16. júlí kl. 15.00. Keppt verðujr í eftirtöldum greinum: 250 m skeiði, 250 m folahlaupi, 300 m hlaupi, 1500 m brokki og 800 m hlaupi. Þá verður góðhestakeppni, alhliða gæðingar og klárhestar með tölti. Gæðingar mæti til dóms lauga;tdaginn 15. júlí kl. 15.30. Þátttaka tilkynnist fyrir 12. júlí til Þorsteins Valdimarssonar, Borgarnesi sími 7190, 7194. STJÓRNIN. Rafmagnsveita Rvikur tilkynnir flutning á hlluta af starfsemi sinni í nýja bækistöð að Ármúla 31, sími 86222. EFTIRTALIN STARFSEMI VERÐUR í ÁRMÚLA: Framkvæmdadeild, birgðavarzla og verk- stæði, áður að Barónsstíg 4 og Lækjarteig. Verkáætlanir og teiknistofa, áður í Hafnar- húsi. í HAFNARHÚSI, sími 18222 verður áfram: Aðalskrifstofa, fjárvarzla og bókhald, við- skiptadeild (greiðsla reikninga), innlagna- deild (afgjreiðsla heimtauga og rafmagns- eftirlit), verkfræðideild og innkaup. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.