Morgunblaðið - 06.07.1972, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 06.07.1972, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLl 1972 5 Hundrað þus. kr. gefnar Hallgríms- kirkju í Reykjavík STÖÐUGLEGA verður þess vart, að fólk ber góðan hug til Hall- grímskirkju í Reykjavl'k. Nú, þegar farið er að taka niður vinnupallana við tuminn, er eins og menn séu famir að átta sig betur á hinu væntanlega útliti. Sá turn á eftir að setja svip á Reykjavik um langan aldur, jafn Vel þótt einhvern tíma verði byggð stærri hús en nú i ná- grenni kirkjunnar. Nú er eftir að vita, hvort vonir manna um flutning hátiðakantöfcu í Hall- grímskirkju árið 1974 rætast. Að þvi ættu allir sömgelskir menn að stefna, að unnt verði að nota þetta mikilfenglega hús á því herrans ári. Nýlega kom austfirzikur sjó- maður með tvenn áheit til kirkj- unnar, annað kr. 1500.00 og hitt kr. 2000.00. Eifct áheit var frá N.N. kr. 1000.00 og loks frá ó- nefndri konu kr. 2000.00. Að síðustu ber þess að geta, að koma ein hér i bænum, sem ekki vill heldur láta nafns síns getið, afhenti mér kr. 100.000.00 (eitthundraðþúsiund) í einu lagi, og lét svo um mælt, að þvi fylgdi tilhugsun til foreldra sinna og manns síms, er hún vildi miinm- ast með þessum hætti. Bygg- ing HallgrLmskirkju væri sér hjartans mál. „Kornið fyllir mædinn", seg- ir máltækið. Engin gjöf er svo lítil, að ekki muni um hama, og engin svo stór, að henmar sé ekki þörf. Framtíðim mun verða þakk- lát þeim, sem í dag hugsa djarft og stórt. Kærar þakkir fyrir allar gjaif- ir og góðan hug. Jakob Jónsson, prestur. Mót Hvítasunnu- manna í Stykkishólmi SUMARMÓT Hvitasunmumanna var haldið í Stykkishólmi dag- ana 27. júní til 2. júlí. Voru sam komur haldnar í stóru tjaldi sem hvitasunnuhreyfingin hefir fengið frá Sviþjóð og var tjaldið Vígt á mótinu. Var það staðsett á lóð skólans í Stykkishólmi. Mótið var eitt hið fjölmenn- asta sem hreyfimgim hefir haldið utan Reykjavíkur. Voru móts- gestir yfir 160 alls staðar að af lamdinu svo og frá öðrum lönd- um. Einnig var mæfctur forstöðu maður safmaðar í Sviþjóð, hr. Gidron Oarson og flutti hann nokkur erindi á mótinu. Eimm daginn var unglingasamkoma og þátttaka í henni var mikil, bæði meðal safnaðarfólks og Stykkis- hólmsbúa. Samkomurnar voru vel sóttar og margir ræðumenm töluðu. Seinustu samkomunmi á sunmudagskvöld stjórnaði Eimar J. Gíslason, forstöðumaður safn- aðarins og flutti í lokin athygl- isverða hugvekju. Aðkomufólk dvaldi á heimil- um í Stykkishólmi. Var því mikið íjölmenni í Hólminum um þessa helgi. Aðkomumenn rómuðu mjög hlýhug og móttökur heima- manna. Þá hefir Hvífcasunmuhreyfingin ákveðið að halda tjaldsamkomur i Laugardalmum í Reykjavík að fengnu leyfi yfirvalda þar og munu þær hefjast laugardagimm 8. júií. — flðeins úrvols vörur Sólskýli Svefnpokar Vindsœngur Bakpokar GEísW Vesturgötu. Picnic Töskur Gassuðufœki Ferðaprímusar VILJIÐ ÞÉR EIGNAST VANDAÐ fallegt svefnherbergjasett með tveimur 75 cm breiðum rúmum eða einu 150 cm breiðu úr massivri eik eða brenni sem málað er í þann lit sem þér biðjið um. EF SVO ER þá er það okkar starf að aðstoða yður. Laugaveg 26 t NÚ FÁUMVIÐ LXJÐU, LAX OG SILUNG Góðfiski getum við kallað allan ís- lenzkan fisk, sé hann veiddur á réttum tíma, vel verkaður og fersk- ur, eða rétt geymdur. Vissar fisktegundir þykja þó flest- um öðrum betri. Með þeim viljum við smjör, því þegar reynir á bragð- gæðin, er það smjörið sem gildir. Draumurinn um soðinn lax með bræddu smjöri ögrar pyngju okkar á hverju sumri, því hvað er annað eins lostæti og nýr lax með íslenzku smjöri? Matgleðin nýtur sín einnig þegar soðinn eða steiktur silungur er á borðum. Og enn er það smjörið sem gildir. Til að steikja silung dugar heldur ekkert nema íslenzkt smjör og séu silungur eða rauð- spretta grilluð, er fiskurinn fyrst smurður vel með íslenzku smjöri og síðan grillaður heill í örfáar mínútur á hvora hlið. Soðin lúða er herramannsmatur. Sjálfsagt er að sjóða fiskinn í eins litlu vatni og hægt er, ef ekki er löguð súpa. Svolítið hvítvín útí vatnið, eða í stað vatns, spillir ekki. SMJÖR fyrsta flokh islenifl m'jör joo grömm Sumir örlátir matmenn segja að fiskar hafi synt nógu lengi í vatni og séu þeir settir í pott, eigi að vera vín í honum, en ekki vatn. En ís- lenzkt smjör má ekki gleyma að bera með, það væri synd. Gott er líka að steikja þykkan lúðubita í ofni. Við smyrjum bitann vel með smjöri og pökkum inn í álpappír, en setjum ekkert vatn við. Nú er lúðu-, lax- og silungstíminn og smjörið er á góðu verði. Notfærum okkur gæði Iands og sjávar. Annar eins herramannsmat- ur og þessi býðst ekki víða annars staðar. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.