Morgunblaðið - 06.07.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚLl 1972 SAGAN maisret fær samvizkubit eftir georges sinnenon | Úr hinu herberginu var ekki innangengt í baðherbergið. Það- an varð að fara fram á gang til að komast á milli. Það her bergi var minna með rósóttu veggfóðri og rúmið var mjórra. Þar var allt í enn meiri óreiðu en í hinu. Hurðin á fataskápn- um var opin. 1 honum var tweed jakki merktur verzlun í New York og aðeins fernir skór, þar af tvennir frá Bandaríkjunum. Á borðinu, sem þakið var út- saumuðum dúk, kenndi ýmissa grasa. Þar lá blýantur með brotnu blýi, penni, smámyntir, greiður, hárnálar og bursti. Maigret athugaði allt nákvæm lega. Þegar hann kom niðúr aftur, var enga svipbreytingu á honum að sjá og augnaráðið var innhverft. Hann sá að eldhúsið var á neðri hæðinni. Þiljaður hafði ver ið af smáskiki af verkstæðinu, sem þar var áður. Hann opnaði eldhúsdyrnar og Giséle Marton fylgdi honum eftir með aug- unum. Eldhúsið var lítið. Þar var gasvél hvítur skápur, vask- ur og borð með oiiubornum dúk. Leirtau var hvergi uppi við. Vaskurinn var þurr að innan. „Þú tekur á móti þeim frá saksóknaraembættinu," sagði hann við Lapointe. „Segðu Paul lækni að mér þyki leitt að hafa ekki getað beðið eftir honum. Biddu hann að hringja til mín þegar hann hefur lokið þvi nauðsynlegasta. Ég sendi ein- hvern til þín. Veit ekki enn hvern . .. “ Hann sneri sér að konunum. „Gerið svo vel að fyigja mér . . . “ Mágkonan virtist óttaslegnari en hin og tregari að yfirgefa húsið. En Giséle var búin að opna útidyrnar og beið úti í rign imgunni. Lögregluþjónninn hafði flæmt forvitnu áhorfenduma út úr húsgarðinum, en hann gat ekki aftrað því að þeir biðu úti á gangstéttinni gegnt húsinu. Gamla konan var þarna enn með rauða herðasjalið en starfsmað- ur neðanjarðarlestanna hafði sennilega neyðzt til að fara til vinnu sinnar. Fólkið fylgdist með þeim af óttablandinni forvitni eins og oft er fylgzt með athöfn- um lögregiunnar. Lögreglu- þjónninn stjakaði fólkinu til hliðar og yfirforinginn hieypti konunum tveimur upp í bílinn. Einhver í hópnum sagði: „Hann er að taka þær fastar.“ Hann lokaði bilhurðinni á eft- ir þeim, gekk aftur fyrir bilinn og settist við hliðina á bilstjór- anum. „Á aðalstöðvarnar." Dagrenning var í nánd. Gnáma bar á himininn og regnið fékk á síg gráleitan blæ. Þau óku fram hjá nokkrum strætisvögnum. Hálfsofandi íóik var á leiðinni niður á neðan- jarðarstöðvarnar. Þegar á bakkann kom var orð ið svo bjart að varla gætti meiri birtu umhverfis götuljósin og turnar Notre-Dame-kirkjunnar sköguðu hátt við himin. Bíilinn ók inn í húsagarðinn. Á leiðinni hafði hvorug konan mælt orð en önnur þeirra, Jenny, hafði snökt nokkrum sinnum, og snýtt sér einu sinni rösklega. Nefið á henni var lika rautt þegar hún kom út úr bíln- um, eins og nefið á Marton í siðari heimsókninni. „Þessa leið.“ Hann gekk á undan þeim upp breiðu tröppumar sem verið var að sópa, ýtti upp glerhurð- inni, svipaðist um eftir Jóseph en sá hann hvergi. Þá vísaði hann þeim inn á skrifstofu sína og kveikti ljósin. Hann opnaði dymar inn tii fulltrúans. Þar sátu þrír menn en enginn þeirra var kunnugur þessu máli. Hann vaidi Janin. „Viltu bíða inni hjá þessum konum augnablik.“ Svo sneri hann sér að þeim: „Gerið svo vell að fá ykkur sæti. Þið hafið auðvitað ekki fengið neitt kaffi?“ Jenny svaraði ekki. Giséle Marton hristi höfuðið. Maigret gekk að dyrunum, læsti þeim með lykli að innan og stakk honum í vasann. „Ykkur er ráðlegast að setj- ast, því dvölin hér getur dreg- izt á langinn," sagði hann. I þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Hann fór inn á hina skrif- stofuna. „Baron, hringdu I „Brasserie Dauphine" og láttu senda okk- ur stóra kaffikönnu. Svart kaffi og vínarbrauð..." Svo settist hann á stól við gluggann, tók upp annan síma og bað um samtal við saksókn- arann. Saksóknarinn var senni- lega varla kominn á fætur eða að klæða sig eða snæða morgun- verð. Þó kom hann sjálfur í símann. „Maigret hérna. Marton er látinn . . . maðurinn, sem ég sagði þér frá í gær. Nei, ég er á Quai des Orfévres . . . Ég skiidi fulltrúa eftir í Chatillon-götu . . Lapointe. Það er búið að gera Paul lækni viðvart . . . já, líka lögregluskýrslur . . . ég veit það ekki . . . konumar eru báðar héma hjlá mér ..." Hann talaði lágt þó að dym- ar væru lokaðar á milli. „Ég býst ekki við að komast þangað aftur fyrir hádegið, en sendi annan til að leysa Lapointe af .. . “ Hann var með hálfgerðan sektarsvip. Þegar samtalinu var lokið leit hann á úrið og ákvað að biða eftir Janvier, sem var kunnugur og senda á staðinn. Hann strauk hendinni um vanga sér og sneri sér að Bon- fils. Hann var að ganga frá skýrslu um smámál, sem haíði borið að um nóttina: „Viltu sækja rakvélina, rak- kústinn og handklæði í skáp- inn minn.“ Hann vildi síður gera þa' sjálfur frammi fyrir konunum tveimur. Siðan fór hann með rakáhöldin í snyrtiherbergið á ganginum, fór þar úr jakkanum Dg rakaði sig. Hann fór sér að engu óðslega eins og hann væri að draga á ianginn að gera það sem næst lá fyrir. Þegar hann hafði þvegið sér i framan úr köldu vatni fór hann aftur inn á skrifstofu fulltrúanna. Þar var kominn þjónn frá „Brasserie Dauphine" með kaffið á bakka, en vissi ekki, hvar hann átti að iáta hann frá sér. „Inn til min . .. héma ... “ Hann tók símann aftur og hringdi til konu sinnar. HELLESENS HLADIÐ ORKU.... mm i 1.5 VOLT IEC R20 Bílar til sölu Benz 250S 1967 mjög góður. Benz 250S 1969. Opel Record L 4ra dyra 1970. Toyota Coroola rauð 1972. Vörubíll Ford Trader 1964. Vörubíll Volvo F 86 1965 9 tonna á pall. Vörubíll MAIM 9156. 1968 nýinnfluttur með palli og sturtum ásamt seglyfirbyggingu til vöruflutninga. Vörubíll 1313 frambyggður 1967. 1418 vörubill á tveimur hásingum 1965. 1113 með drif á öllum hjólum 1967 sem nýr. Ford Transit diesel 1967. Commer sendiferða 1963. Einnig höfum við til sölu stereo cassettutæki i bíl. 8 rása og cassettur. Upplýsingaskrá Langholtsveg 109 í dag og næstu daga. Sími 30995. velvakandi 0 Um færeyska menningu og fleira Bergþóra Árnadóttir skrif- ar: „Kæri Velvakandi! 1 Mbl. í gær er grein eftir Árna Johnsen um færeyska myndlist. Og ef ég man rétt, var önnur smáklausa eftir sama blm. í Mbl. fyrir nokkr- um dögum. f báðum þessum greinum talar hann um, að gengið hafi verið framhjá frændum okkar á nýafstaðinni listahátíð. Mikið er gott að ein- hver skuli sjá skömmina Hvemig ætli það sé með fs- lendinga svona yfirleitt, ætli þeir skammist sín eitthvað fyr- ir Færeyinga? Oft hefur mað- ur heyrt sagt sem svo: „Þú hlýtur að vera Færeyingur eða vitlaus." Og ýmis önnur orða- tiltæki eru til, þar sem farið Scorpioitgatab“*“r ... fyrir þig POPhúsið Grettisgötu 46 • Reykjavík • ® 25580 er niðrandi orðum um Færey- inga. Svona hugsanaháttur þykir mér bera vott um van- þroska. Góðir íslendingar, þið mættuð ýmislegt gott af frænd- um okkar læra. Ég fæ ekki séð, að þeir standi okkur að baki nema síður sé. (Hvernig er með skuttogarana t.d.?) Annars virðist það vera land- anum tamt að leita langt yfir skammt. Heldur vildi ég vera eina viku i Færeyjum en heil- an mánuð á Mallorka. Árni Johnsen, hafðu þökk fyrir þarfar hugvekjur þínar um Færeyjar og Færeyinga og haltu áfram í sama dúr. Þökk fyrir. Bergþóra Árnadóttir, H-götu 12, Þorlákshöfn." Velvakandi tekur undir orð Bergþóru og vill bæta þvl við, að hann þykist oft hafa orðið var þessa hugar í garð frænda okkar. Sumir hafa jafnvel við orð, að „þjóðarkrílið" Færey- ingar sé einungis útibú frá Dönum! Þeir hinir sömu hafa e.t.v. gleymt þvi, að ekki er svo ýkjalangt síðan við, hin „fjöl- menna" íslenzka þjóð, fengum sjálfsforræðd. I ríki náttúrunnar er nokkuð, sem kallað hefur verið „peck- ing order“, (nartröð), þ.e. rétt- ur, sem ein skepna tekur sér til að narta í aðra, t.d. mun það áberandi í hænsnagörðum, að hæstráðandi hani goggar í þann næsta; sá goggar í hátt- setta hænu; sú goggar í þá næstu og þannig koll af kolli niður í vesalasta eintakið. I óeiginlegri merkingu virðist þetta einnig eiga sér stað hjá mannskepnunni. Við Islendingar skulum gæta þess, enda þótt okkur þyki gott að hafa einhvem til að klappa á kollinn, að Færeying- ar eru nákomin frændþjóð okk- ar. Þeir eru eyþjóð, sem hefur bekizt að varðveita menningar- verðmæti sín öðrum þjóðum betur, án þess þó að einangr- ast.. UBizlumntur Smurt bruuð 09 Snittur SÍLD 8 FJSKUlt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.