Morgunblaðið - 19.09.1972, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, t-RIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1972
BILALEIGA
GAR RENTAL
XP 21190 21188
14444-^25555
mrniR
BILALEIGA- HVEFISGOTU 103
14444 a* 25555
SKODA EYÐIR MINNA.
Snoan
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
FERÐABlLAR HF.
Bilaleiga — simi 81260.
Tveggja manna Citroen Mehari.
Fimm manna Citroen G. S.
S—22 manna Mercedes-Benz
hópferðabilar (m. bílstjórum).
HÓPFERDIR
Til leigu í lengri og skemmri
ferðir 8—20 farþega bílar.
Kjartan Ingima.sson
simi 32716.
Peningnlán
Útvega peningalán:
Til r.ýbygginga
— ibúðakaupa
— endurbóta á íbúðum
Uppl. kl. 11-12 f. h. og 8-9 e. h.
Simi 15385 jg 22714
Margeir J. Magnússon.
Miðstraati 3A
Tíminn og
þing S.U.F.
Undanfarna daifa hefur
Tímínn g-ert mjög að umtals-
efni ályktanir þings Sam-
bands ungra Framsóknar-
manna um efnahagsmál, og
hefur Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri Tímans og for-
maótir þingflokks Framsókn-
arflokksins, ritað bæði for-
ystugreinar og sunnudags-
þanka um þessar ályktanir,
og tekið undir þau sjónarmið,
sem þar koma fram. Þetta er
eftirtektarvert vegna þess, að
í ályktunum þings SUF um
stöðu efnahagsmála þjóðar-
innar um þessar mundir,
kemur fram mjög ákveðin
gagnrýni á meðferð rílds-
stjórnarinnar á þessum mikil-
væga málaflokki. Og þá
vaknar sú spurning, hvers
vegna formanni þingflokks
Framsóknarflokksins er svo
umhugað um, að koma þessa-ri
gagnrýni á framfæri. Það er
ekkert leyndarmál. að aUt frá
þvi, að vinstri stiómin tók
við völdum fvrir einu ári, hef-
ur gætt sívaxandi gagnrvni.
sérstaklega innan Frámsókn-
arflokksins, á stjórn hennar
á efnahagsmálum. Ábyrgari
menn í Framsóknarflokknum
gerðu sér fljótlega ljóst, eftir
stjórnarskiptin, að veizlugleði
ríldsstjórnarinnar fyrstu vik-
urnar og mánuðina mundi
koma henni í koll síðar meir,
og það hefur einnig smátt og
smátt komið í ljós, að sá ugg-
ur þeirra og stjórnarandstöðu-
flokkanna hefur reynzt á rök-
um reistur. Stöðugt hefur hall-
að á ógæfuhliðina, enda hefur
ekki verið um að ræða neina
samfellda stefnu í efnahags-
málum, heldur einangraðar
ráðstafanir hingað og þangað
sem lítið eiga skylt við þá
efnahagsstefnu, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefnr boðað
á undanfömum ámm. Nú er
svo komið, að ríkisstjóm Ól-
afs Jóhannessonar stendur
frammi fyrir mesta vanda,
sem að henni hefur steð,iað
frá því að hún tók við völdurn.
Horfurnar í efnahagsniálum
þjóðarinnar eru mjög dökkar.
svo ekki verði meira s»gt.
Gagnrýni
Þórarins
í þessu ljósi verður að
skoða skrif Tímans að nndan-
förnu um ályktanir Si'F.
Undlr þvl yfirskyni að vilja
koma á framfæri sjónarmið-
urn ungra Framsóknarmanna
hefur Þórarinn Þórarinsson
gripið tækifærið til þess að
koma fram með harða gagn-
rýni á efnahagsstjórn vinstri
stjórnarinnar og veita henni
áminningu. Þórarni Þórarins-
syni þykir áreiðanlega ekki
leitt að fá þetta tækifæri til
þess að gagnrýna rikisstjórn
Ólafs Jóhannessonar. Sjálfur
á hann um sárt að binda,
vegna þess, að framhjá hon-
um var gengið, þegar utan-
ríklsráðherra var valinn úr
Framsóknarflokknum. Þórar-
inn hafði um langt árabil ver-
ið helzti taismaður og mál-
svari flokksins í utanrikis-
málum og þvi eðlilegt, að til
hans væri leitað að taka við
hinu þýðingarmikla embætti
utanríkisráðherra. En Ólafur
Jóhannesson hafði reynslu og
þekkingu Þórarins Þórarins-
sonar í utanríkismálum að
engu og valdi annan mann í
þess stað. Nú fær ritstjóri
Tímans tækifæri til þess að
hefna harma og hann gerir
það með því að veitast :<ð rík-
isstjóminni, þar sem hún er
veikust fyrir, með því að beita
aðalmálgagnt hennar til þess
að koma á framfæri beinni og
óbeinni gagnrýni á aðgerðar-
leysi hennar í efnaliagsmál-
Of seint
En hætt er við, að sú gagn-
rýni, sem fram kann að koma
opinberlega og innan Fram-
sóknarflokksins á stjórnleysi
ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum, sé of seint fram kom-
in til þess, að nokkru verði
bjargað. Ríkisstjórnin er þeg-
ar föst í því feni efnaliags-
legrar óstjórnar, sem hún hef-
ur sjálf búið sér, og afar ólík-
legt er, að samstaða vei-ði inn-
an ríkisstjórnarinnar um þær
ráðstafanir, sem nú er nauð-
synlegt að gera í efnaliags-
málum. Það verður t. a. mu
fróðlegt að fylgjast með því,
hvort valkostanefndin svo-
nefnda nær samstöðu um til-
löigur til ríkisstjórnarinnar.
Alþýðubandalagið lagði á það
óvenju niikla áherzlu, að
Þröstur nokkur Ölafsson yrði
valinn í þá nefnd og urðu
kröfur flokksins um það, tii
þess að það dróst vikum sam-
an að skipa nefndina. Það tók
Ólaf Jóhannesson það langan
tima að kyngja þessum bita
frá kommúnistum, en hann
kyngdi honum eins og öðnim.
ORÐ I EYRA TJALLINN
EKKERT skllur maður í lönd-
um sínum að vera að agnú-
ast þetta við tjallanum, þó
hann sé að athafna sig á út-
hafinu. Það má merkileg fyr-
irmunun heita, ef sæmilega
upplýstir menningarvitar eru
ekki klárir á því, að tjallinn
er sko engin Loðma að leika
sér við, enda borinn tll valda
um gervalla heimsbyggðina,
eins og Varði kippur hefur
margsannað i dægilegum
kvæðum um rjól Brita'nníku
gömlu. HLns vegar má land-
inn þakka fyrir, að tjallinn
skuti hættur að spóka sig á
þvi úthafí, sem harm skóf
botninn á fyrir margt löngu,
til að mynda Faxabugt. Og
ekki man Jakob betur en út-
hafið næði alveg upp -í fjöru
í gamla daga og tjallinn
dundaði sér jabbnvel við kola-
veiðar í sólskininu. Og svo
þykjast menn ekki vilja sjá
þá, þar sem þeir hafa fiskað
allar götur frá því Max Pemp
erton og Gissur gulllrasss og
hvaðþeirnú-allirhétu námu
land í Grímsbí og HúU.
Þá hefur tjaHinn nú aldeil-
is ekki sýnt sig í því að reyna
að koma góðskáldum fyrir
kattamef nú um stundir, eins
og hann gerði heiðarlega til-
raun til vestur á Dýrafirði
forðum tíð. Ekki er Jakobi
kunnugt um, að tjallinn hafi
nokkru sinni reynt að sigla
niður í menningarlandhelg-
inni þá, sem hæst lætur í á
landi, svo sem Súmera og
Njarðvíkinga. Og þó eru
menn að burðast við að kalla
þetta þorskastríð.
Hitt er svo auðvitað annað
mál, að um lángan aldur hef-
ur landinn haft það fyrir
hobbý i svöium veðrum norð-
urhjarans (nú tókst Jakobi
upp ekki síður en Jökli) að
draga tjallana hundblauta,
ískalda og máttlausa uppúr
AtlanLshafinu, þegar siglinga-
list heimsveldisins hefur lát-
ið í minnipokann fyrir veðra-
skakinu við strendur þessar-
ar veiðistöðvar. Má kannski
til sanns vegar færa, að fyrir
það ómak sé það furðulegt
þakklæti að senda hingað
bryndreka og brezika kurteisi.
Því væri kannski bezt að
svara tjallanum með orðum'
Jóns gamla Miðhúsafjanda:
Æ, éttu hund á helginni,
góði!
Alþý5uflokkurinn og SFV:
Sameiningarmál
fyrir flokksþingið
f SUMAR hafa farið frain við-
ræður þeirra tveggja 5 manna
nefnda, sem stjórn Alþýðuflokks
ins og Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna kusu á sínum tíma
til að reyna að finna grundvöll
fyrir sameiningu þessara tvegg.ja
flokka. Á fundi með fréttamönn-
um í gær skýrði Gylfi Þ. Gísla-
son. formaður Alþýðnflokksins,
frá því, að hann gerði ráð fyrir
að þetta mál yrði til umræðu á
flokksþingum beggja flokkanna,
som væntanlega verða haldin í
október.
Gylfi var að því spurður hvort
nokkuð væri hæBt í því að fyrir
lægi viljayfirlýs'ng beggja f’iokk
anna um samvinmu við næstu
kosmingiar. „Það hafa verið gerð
drög að áliyktiuinum þess ef.nis,“
svaraði Gyi'fi, „en nefndimar
hiafa ekki fjallað um þær og þar
af leiðandi ekki tekið ákvörðun
um neitot slíkt.“
Árásarmálið
ENNÞÁ er ófundimn sá eða þeir
aðilar, sem gerðu likiamsárás á
28 ára gamla konu fyrir utan
bllaverkstæði á Ártúnshöfðá I
síðustu viku. Hefur bílistjóri sá,
sem ók koorunni þangað frá Þórs
kaffi eða einhverjwm öðrum
stað, ekki fumdizt, en talið er
koma til greina, að henni hafi
verið ekið þamgiað í Ijósleitoutn
bíl af amerískiri gerð. Kotfian
var klædd blárri lakklieðursikiápu.
Framburður viitma bendir til
þess, að konam hafi jafnvel sézt
detfca við Þórskaffí, en ekki hief-
ur tekizt að fá það staðfest.
Beinn sími í farskrárdeild 25100
Einnig farpantanir og upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum
Landsýn simi 22890 - FerÓaskrifstofa rikisins simi 11540 - Sunna simi 25060 - Ferðaskrifstofa
Úlfars Jacobsen simi 13499 - Úrval simí 26900 - Útsýn simi 20100 - Zoega simi 25544
Fetðaskrifsfofa Akureyrar simi 11475
Auk þess hjá umboósmönnum
um allt land
lOnWBIR