Morgunblaðið - 19.09.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19, SEPTEMBER 1972 Olgafandi Pramkveam da stjóri Rítotíórar AðstoSarrkstáóri RKstjórnarfulltrú i Fréttastjóri Auglýsin-gastjóri Rítstjórn og afgreiðsla Augilysingar Áskrrftargja-td 225,00 kr I íausasöTu 15,00 Ikr eintakið hf. Árvaik'ur, Réykjavfk Harafd-ur Sveinsaon, Motllhías Johannessen, / Eyjólifur KonráO Jónsson. Styrmir Gurmarsson. Þiorbjörn Guðmundsson. Björn JöhanriS'Son. Ami Garöar Kriatirvsson Aðaistrseti 6, sfmi 1Ö-100. Aðalstrseti S, sámi 22-4-80 á ménuði irmanlands ■jt/Iargur hlaut að undrast fá- læti og skilningsskort ríkisstjórnarinnar á því að efla og hlú að Landhelgis- gæzlunni, þegar að því dró að framfylgja markaðri stefnu að stækka stórlega íslenzka fiskveiðilögsögu.,Minna verð- ur á það, að þann 7. apríl 1971 ályktaði Aiþingi, að tillögu fyrrverandi ríkisstjórnar, að fiskveiðilandhelgin skyldi hvergi vera þrengri en 50 mílur frá grunnlínum, en þar fyrir utan miðast við 400 metra jafndýpislínu, þar til landgrunnsmörkin yrðu end- anlega ákvörðuð. Á þýðingar- miklum miðum þýddi þetta sums staðar um 70 mílur frá grunnlínu. í samræmi við þessa mörkuðu stefnu lögðu formenn stjórnarandstöðu- flokkanna fram á síðasta Al- þingi mjög ítarlegt frumvarp til laga um landgrunn íslands og hafið yfir því, fiskveiði- landhelgi, vísindalega vernd- un fiskimiða landgrunnsins og mengunarlögsögu. Sjálfstæðismenn fluttu á þinginu tillögu til þingsálykt- unar um byggingu nýs varð- skips og áætlunargerð um al- hliða eflingu Landhelgisgæzl- unnar. Einnig lögðu sjálf- stæðismenn fram á þinginu frumvarp til laga um eflingu Landhelgissjóðs, og fólst m.a. í því, að ríkissjóður legði sjóðnum árlega til 50 milljón- ir króna í fyrsta sinn á þessu ári. Enda þótt sú upphæð næmi ekki nema um einum hundraðasta hluta af því, sem fjárlögin hækkuðu á þessu ári frá fjárlögum fyrra árs, eða um eitt prósent hækkun- arinnar, og lítið brot úr hundraðshluta heildarút- gjalda fjárlaga þessa árs, þá hlaut þetta frumvarp ekki náð fyrir augum stjórnarliðs- ins, fremur en hinar tillög- urnar, sem vitnað var til. Öllu kastaði stjórnarliðið í bréfakörfuna. Þess í stað úthýsti ríkis- stjórnin Landhelgisgæzlunni úr fyrirhuguðu húsnæði hennar í hinni nýju lögreglu- stöð í Reykjavík, þar sem um lengri tíma hafði verið gert ráð fyrir sambýli löggæzlu til sjós og lands, auk öryggis- stöðvar almannavarna. Slíkt skilningsleysi á hinu mikil- væga og vaxandi hlutverki Landhelgisgæzlunnar er ó- verjandi. Úr því sem komið er, er ekki nema ein leið til þess að bæta úr þessu. Það ber umsvifalaust að ákveða Landhelgisgæzlunni ríflega fjárhæð á fjárlögum, til þess að hún geti án tafar byggt upp fullkomna aðstöðu fyrir starfsemi sína í landi. Land- helgisgæzlan á hentuga lóð til þessa. Þegar komið er í óefni er efnt til landssöfnunar í Land- helgissjóð og skattfrelsi fram laga heitið. Skattfrjálsu fram lögin koma þá að meirihluta úr ríkissjóði í raun og veru. Landssöfnunin er því öðrum þræði nauðvörn vegna fyrri vanrækslu. Nú eru teknir leigunámi með bráðabirgðalögum hval- veiðibátar til eflingar Land- helgisgæzlunni. Vissulega mátti með fyrirhyggju gera viðeigandi ráðstafanir og hag kvæmari. Eflaust er hægt að fá leigð hentugri skip en hvalveiðibáta til landhelgis- gæzlu. Þeir eru taldir óheppi- legir til slíks, t.d. bæði vegna þess, hve lágir þeir eru á sjó og ekki traust sjóskip í vetr- arveðrum vegna hættu á ísingu. í synjun fyrir- svarsmanna Hvals h.f. á því að leigja báta í byrjun sept- ember felst ekkert um það, að samkomulag um leiguna gæti ekki auðveldlega tekizt í vertíðarlok. Þegar á þetta er litið er mjög óhönduglega að farið. Það er alvarlegur verknað- ur að taka leigunámi eignir manna með bráðabirgðalög- um gegn vilja þeirra. Sú eira afsökun gæti verið fyrir hendi, að hér standi svo sér- staklega á, að með engu móti geti slík bráðabirgðalöggjöf skoðast sem fordæmi í öðr- um tilvilkum. Augljóst er, að hvajveiði- skipin henta ekki til land- helgisgæzlu að vetrarlagi. En sú staðreynd, að ríkisstjórnin telur nauð- synlegt að grípa til slíkra ráða á þessum tíma, sýnir svo ekki verður um villzt, að þessum þætti landhelgismáls- ins hefur ekki verið nægi- legur gaumur gefinn í tíma. Annað dæmi um það er sú furðulega ráðstöfun að haga viðgerðum í varðskipinu Þór á þann veg, að það er enn í viðgerðarstöð í Danmörku, þegar þörfin er brýnust fyrir það á miðunum hér. í því skyni að reyna að breiða yfir þessar vanrækslu- syndir ríkisstjórnarinnar ræðst annað helzta málgagn stjórnarflokkanna með svika- brigzlum að forráðamönnum hvalbátaútgerðarinnar, en þar er fremstur í flokki lands þekktur útgerðarmaður um áratugaskeið, Loftur Bjarna- son. Sú lúalega árás hittir aðeins höfundana sjálfa en með slíku háttalagi geta þeir ekki falið fyrir almenningi vanrækslu stjórnarflokkanna í málefnum Landhelgisgæzl- unnar. REYNT AÐ BÆTA UR YANRÆKSLU MORGUNBLAÐTÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 19. SEF*TBMBER 1972 17 Atlantshafsbandalagið og’ vandamál þess AtlanitshafsbandaTagið og við horf manna til þess eru jafran á dagskrá. Danski stjómmála- maðurinin Frode Jakobsen hefur nýlega l'átið prenita eftir sig rit gerðasafn, sem fjallar að mestu um Atlantshafsbaindalagið: Nej, der skal ikke ties. Gyldendal 1972. R'ntgerðirnar eru frá tlima- bilinu 1966—1971. Þær bera þess merki, að vera s'krifaðar fyrir dagblað (hafa flestar birst i Politiken), en fara samit vel í bók. Hið knappa form blaða- greinarinnar gerir það að verk- um, að höfundiurinn forðast málaleingingar, snýr sér beint að efninu. Það tel ég mikinn kost, ekki sist þegar fjallað er um stjórnmáll. Frode Jakobsen er hlynmtur AitlantshafsbandaJaginu, gerir sér grein fyrir mikilivægi þess á tímum öryggisleysis. En hann gagnrýnir samt einstaka þættj vestræns samstarfs. Við höfum áður kynnst þeim skoðumum, sem fram koma hjá Frodie Jakob sen. Eii það er nýjung, að jafn eindreginn and'kommúnisti og Frode Jakobsen virðist vera, skuli beina skeytium sinum af slíkum ákafa gegn því, sem hon uim virðist miður fara i starfi Atl antshafsbandailiagsins og um leið gegn utanríkisstefnu Banda ríkijanna. Að dómi Frode Jakobsens °r það h’iutverk Atlantshaifsbanda- lagsins að standa vörð um frels- ið. Þess vegna á bandalagið áð snúast gegn rlkjum eins og Grikklandi og Portúgal. Ef við föllumst ekki á það, segir Frode Jakobsen, þá erum við uppvis að því að vera ekki á móti ein- ræði nema það sé kommúniskt. Bn afstaðan til Grikklands og Portúgals skiptir þó ékki mestu máli, beldur fordæminig striðsins í Vietnam. Ekkert hefur gert Atilantshafsbandalaginu melra ógagn en Víetnamstríðið, segir Frode Jakobsen. Hann brýnir menn til að taka höndum saman við þá Bandaríkjamenn, sem krefjast þess að Bamdarík'n hætti þátttö'ku i- Vietniamistríð- inu. Hann hrósar Lippmann, Ful brig'ht, Mansfield og fleiri, en skjpar i ystu myrkur mönnum eins og Johnson, McNamara, Rusk, Nixon og Goldwater. Hann telur að Goldwater hafi í rauninni ráðið stefnutnnii þrátt fyrir þann hroll, sem skoðanir hans hafi vakið. Frode Jakobsen. Frode Jakobsen hefur þær fréttir að færa, að einu. sinni hafi verið til heinislkoimmúnismi, sem ógn stóð af, en nú sé eng- inti heimskomimúnismi til lengur. Það, sem setji mark sitt á komim únisma nút'imans, sé hverskyns sundurþykkja og rin.gu’ire'ð. Á- nægjuleg þróiun hafi átt sér stað með þeim klofningi, sem varð á milii Kina og Sovétríkjanna og nauðsynlegt sé að sættir takist ekki. Það auki líkurnar á við- ræðum milli vesturs og austurs. Ekkert megi gera til að komm- únistarík'n verði ein heild. Frode Jakobsen trúir þvi ekki að Kína standi á bak við Víet- namstríðið. Hann liætur sig dreyma um sjálfstæð kamanún- istaríki eins og Júgóslavíu Tit- ós til þess að S'undrungin dragi úr hættunni á nýjum heiins komimúinismia. Um Vietnam segir hann, að besta lausnin væri ef til vill sameinað komimúniskt Ví etnam án sterkra tengsla við Kína. Víða kemur fram hræðsla Frode Jakobsens við Þýzkaland, enda skiijanlegt að gamall and- spyrnuhreyf'ngarmaður skuli vantreysta Þjóðverjum En hanin telur Atlan'tshafsbandalaginu það til ágætis að halda Þjóðverj um í skefjuim því án aðhalds annarra þjóða gætu þeir fijót- lega orðið nágrönnum sinum hættulegir. Eftir þvi, sem á líður bók Frode Jakobsen, verða von- brigði hans Ijósari. Hann játar að Atlantshafsbandalagið sé ekki jafn áhrifamikið og áður. Það sé of háð Bandarikj'unum, sem hafi brugðist þeim hugsjón um um lýðræði, sem banda'agið grundvalliaðís't á. Siðari hiuti bókarinnar samanstendur aí bollaleggingum hans um Efna- hagsbandaiag Evrópu og evrópskt og alþjóðiiegt samstarf yfirleitt. Það er ekki fjarri því, að hinm nagandi efi um gildi mannlegs samistarfs hafi setst að honum. Hvað sem sagt verð'ur um ályktanir Frode Jakobsen á hanm heiður skilinn fyrir að hafa efnt til op'nskárrar um- ræðu um mörg þeirra mála, sem mönmum liggja hvað þyngst á hjarta. Fánarnir aftur komnir að hún Miinchen, sept. — Hvernig er að sitja einn dag og horfa á keppni i frjálsum iþróttum á Olympiuleikum? Eiginlega er það erfiðisvinna, svo margt fer þar fram í einu. Og nú er svo komið að íþróttamennirnir eru vart lagðir af stað í úrslita- hlaupumum, þegar þeir eru komn ir í mark. Hver varð fyrstur? er þá spurt. Jú, hann (eða hún) var fyrstnr (fyrst), nei annars var ekki númer þetta og þetta á undan? Og svo er beðið eftir þvi að úrslitin birtist á skerm- unum. Biðin er aldrei löng, því að allt gengur mjög fljótt íyrir sig. Allt í röð og reglu, dóm- arar í grænum jökkum ganga í takt inn á völlinn, alltaf þegar ný grein hefst og aftur í takt út af vellinum að keppni l,ok inni. Eri nú eru áhorfendur farn- ir að klappa fyrir þeim líka, og síðan eru þeir hættir að ganga í takt. Það er skrítin sjón að sjá Þjóðverja sem ganga ekki í takt Brautimar hér eru svo full- komnar að engu lagi er líkt. Þær eru gerðar úr einhyerju gúmasfa'lti og enginn vafi á að þær hjálpa þeim sem léttir eru á annað borð. Við Finnbjörn Þorvaldsson komuim okkur sam- an um að unnt væri að hlaupa 100 metrana á 2—3 sekúndu- brotum skemmri tíma en á mal- arbrautunum í gaml'a daga. Ég sagði víst um daginn að Finn- björn hefði hlaupið 100 metr- ana á 10,3 sek. Það er mér nú sagt að sé rangt, hann hafi hlaupið á 10,5 sek. Á braut- unum hér hefði hann komizt nið- ur í 10,2 sek. og Jesse Owens ætti áreiðanlega emn heimsmet- ið í 100 m hlaupi, ef hann hefði haft svona góðar brautir. Þá hefði hann hlaupið 100 metrana á 9,7—9,8 sek. Nú situr hann hér í heiðursstúkunni, fullitrúi lands síns og íþróttahu'gsjónar. Aldirei datt honum í hug að kreppa sinn svarta hnefa, hvað þá að snúa rassinum i fána þjóð- ar sinnar. Þeir Finnbjöm hitt- ust um daginn. Ég hefði viljað vera viðstaddur það samtal. Já, að sitja á Olympíuleikvang inum einn dag, það er ævintýri líkasit. Mesta^afrekið sem þar er unnið held ég sé að hreinsa til eftir 80 þús. isétandi áhorfend- ur sem fleygja umbúðunum og alls komar drasli um allt. Þeir sem stjórna hreingemingunum ættu að fá gullið til tilibreyt- ingar. Og ekki siður þeir sem stjóma keppninni: það er afrek út af fyrir sig. Allit gengur eins' og í lygasögu. Ein greinin tekur við af annarri, ög í undanrásun- um, sem eru yfirleitt margar fyr- ir hver úrsiit, eru nöfn kepp- endanna í næsta riðli á eftir komin á skermana áður en riðl- inum á undan er lokið. Fagn- aðarlæti skipta engu máli, því að hér eru þeir hættir að nota kall Túður eins og EÓP á Melaveil- inum í gamla daga. E-n ósköp var nú annars notalegt að sjá Erlend með Túðurinn sinn. Og alltaf skyldi hann kaTIa hærra. þegar KR vann. „Þeir hljóta að hafa hljóðnema í rásblökk- unurn," segir Finnbjörn og dá- ist að skipulaginu. Og það kem- ur á daginn. Hér er tæknin svo fullikomin að engu er l'íikara en ekkert sé að gerast. á vellinum, samt verður maður að leggja sig allan fram til að geta fyligzt með. Við fyligjumst með keppni daginn eftir sorgarathöfnina. Leikunum hefur í fyrsta skipti á síðari árum verið frestað og fánar dregnir i hálifa stöng. Ekkert nema styrjaldir hafa komið í veg fyrir að leikarnir væru haldnir, hvers vegna ættu þá nokkrir hefndarverkamenn að geta stöðvað þá. Fán arn i r eru aftur komnir að húri, en dálítill annar bragur er nú á mannskapnum en fyrir harmleik inn, það er ekki eins mikið hrópað framan af. En svo fer Eyjóiifur að hressast, jafnvel púað á sigurvegarann í 400 m hliaupinu, þegar hann talar kæru leysislega við féliaga sinn á verðlaunapallinum, meðan verið er að leika bandariska þjóð- sönginn. Það var heldur annar bragur á tramkomu hans eða Borzovs. Rússans sem vann 100 metrana og undirstrik- aði svo þann sigur með því að vinna 200 metrana gliæsilega á 20 sek. —■ og sannaði þá að hann er alveg eins fljótur að hlaupa og bandarísku blökku- mennimir sem ýmist tognuðu eða misstu af lestinni — og kom- ust því ekki til keppni í tæka fiíð. Aldrei hefur hvitur maður sýnt annan eins l'éfitleika í hiaupi. Borzov ar minn maður, augsýnilega fastur fyrir, en sá rétti iþróttaandi persónugerður. Við Islendingarnir vorum allir farn'r að haTda með hon- um. Rússar eiga að senda fleiri slíka fuMtrúa til annarra landa. Að vísu sanna þeir enga yfir- burði kommúnismans eins og þeir i barnaskap sínum halda. En hví mega þeir ekki halda það? Tugþrautin er i algleymimgi. Þar eigast við miklar kempur. Hautour Clausen segist veðja á Aviliov frá Sovétri'kjunum eða Austur-Þjóðverjann Joakim Kirst, stórglæisilega menn, sterka og fagurlimaða. „Þefita eru ofsatypur," segir einhver. 1 sömu mund er rússneska konan Nadezhda Chizhova að kasta kúlu 21,03 metra við gífurleg fagnaðariæti múgsins. Ég var svo sem ekkert hrifinn. Ég hafði séð hana fara úr æf ngabuxun- um og það sem þá kom í ljós var svo sannarlega engin land- kynning. Mig skiortir orð til að lýsa því kjöti og þeim vöðvum sem voru á Tærum og kálfum þessarar konu. Blöðin segja að hún hafi kastað kúlunni yf- ir takmörk þess mögulega, eitt- hvað skáldlegar komust þau jafnvel að orði: „drauma- takmörk" eða eitthvað þvi- umlíkt — en þá vildi ég í konu sporum vera dálítið iögulegri og kasta etoki nema 5,31 metra. En auðvitað er rétt af henni að nota vel það sem henni er gefið, fyrst það getur hift Rauða fánann i heila stöng þarna á vellinum og látið þjóðsönginn hljóma í kyrrðinni. Haukur er eitfihvað farinn að veðja á annan Pólverjanna, hann er búinn að stiöktova 20 sentímetrum yf.ir hæð sina — og þar með rennt enn einni stoð- inni undir sannfræði IsTendinga sagna. Ef við ættum þó ekki væri nema einn Gunnar á Hiíð- arenda, vær: okkur borgið. Pól- verjinn stökk vist 2,04 m í há- stökkinu, en hann er sjálfur vart yfir 1,80 m. Jóakim stökk 2,10 með fimm skrefa atrennu, Avilov ett'hvað svipað eða heldur hærra, ég man það ekki: „Þetta er ekki normal't," segir þá Haukur og Finnbjörn m nnl á að sigurvegarinn í hástökki á Oiympiuleikunum i London 1948 hefði stokkið 1,98 m. En nú eru tugþrauitarmennirnir að berjast um 2,10 m! Sleggjukastið er að hefjast. Sköllóttur Rússi kastar strax yfir 75 metra, vel gert. Nú byrj uðu Þjóðverjar að halda niðri i sér andanum: Uppáhaldið þeirra (og væntanlega einnig okkar Is lend'inga) er að kasta, Uwe Bey er, sá sem lék hetjuna í Rauðu sikitokjunnd. En nú leikur hann etoki hetjuna, hann hafnar í fjórða sæti. í Rauðu skikkjunni lék Isiand bezt eins og oft fyrr og seinna. Þetta va<r hræðileg mynd, en landið var fagurt og fritt og stórbrotið álitum. Sjald an hef ég séð fáránJegri sjón, en þegar hetjurnar börðust i lok myndarinnar og hin heittelstoaða nýkomin úr sæmg unnusta síns þvældist á miJ'li sverðanna ber- stripiuð til að autoa aðsóknina. En Time-nragazine hrósaði mynd inni á hvert reipi, og siðan hef ég etoki lesið kvikmyndagagn- rýni þar. Hún er engu betri en heima. AU'taf þegar Avilov stekkur i hástökki í tugþrautarkeppn- inni klappar hann rauðu gúmas- íaltinu með flötum lófum, hjá- trúarfuilur augsýni'lega og von andi dáiitið náttúrubarn. En ektoi var náttúrunni fyrir að fara, þegar maður horfði á landa hans, konuna sem kastaði yfir 21 metra í kúlukastinu. Von andi verður aldrei slíkur kven- maður sendur frá íslandi, hugs- aði ég með mér, til að keppa fyr iir fornaldarmenniniguna. Og yfir 'leibt var ég þakklátur þeim heima fyrir það að haifa lágmark ið til þátttöku í Olympíuleikun um sæmilega hátt. Það var hörmuleg sjón að sjá berfætta svertingja vera að hlaupa 5 km IV2 hring á eftir öðrum. Ef þeir hefðu verið Islendingar, hefði maður ekki lifað daginn af. En alltaf skyldu þeir fiaka enda- sprefit og þá var mikið klapp- að. 1 5 kílómetra hlaupinu var líka hörð undanrásakeppni. Bed ford frá Bretlandi lét ekki henda sig það sama og i 10 km. Þá var hann öruggur að komast i úrslitin í undanrásakeppninni, slappaði af síðustu metrana og hleypti Belganum Puttemans, fram úr sér. Belginn setti olym- píumet (13,31,64 mín.), en Bed- ford spremgdi sig i úrslitahlaup inu og sat eftir með sárt enni. Svona má litlu muna. En hér fjúka olympíuimetin og heimsmet in, jafnvel i fortoeppn . Rétt í þessu brakar í Bragina frá Rúss landi, hún er að setja heimsmet í undanrás i 1500 metra hlaupi kvenna. Gerðarleg stúlk'a. Nú er al'lt í einu klappað á- kaflega. Ég spyr hvað sé um að vera. Mér er bent á mann í hjódastól sem verið er að ýta út af vellinum. Það er Bíkila, Eþióp iumaðurinn sem vann maraþon- hlaupið í Tókíó og Róm. Fyrir honum er verið að tolappa. Hann slasaðist alvarlega í bílslysi fyr ir nokkrum árum. Og i stúkunni situr Bob Mathias, sem á sínum tíma var bæði olympíu- og heimsmeistari i tugþraut, en hætti aðeins rúmlega tvítugur, án þess nokkur viti hvað í hon um bjó. Einn mesti íþróttamað- ur allra tíma, enn ungur að ár- um. Enn stökkva tugþrautarmenn irnir: „Það er munur að lenda á mjúkri dýnunni eða í sandinum í gamla daga,“ segir Finnbjörn. Þeir nota stíl Foshburys, hvíta Bahdaríkjamannsins, sem kom öllum á óvart i Mexikó 1968 með þvi að vinna hástökkið glæsi- lega með nýrri, áður óþekktri aðferð. Nú er stilTinn við hann kenndur. Hann er í því fólginn að skvetta sér einhvern veginn á bakinu yfir s’.ána. „Það er hægt að gera þetta, þegar maður kem ur niður á dúnmjúka dýnu,“ seg- ir Haukur, „en maður hefði háts brotið sig á þessu í gamla daga.“ Nú hálsbrýtur sig enginn. Tugþrautarmennirnir hlaupa 400 metrana á allt niður i 46 sek., og þeim Hauk og Finnbirni kemur saman um að allt sé þetta með óllikinduim. Bezfiu tugþrautar mennirnir væru í fremsbu röð i öllum þeim íþróttagreimum sem þeir keppa í. Kannski að einni eða tveimur undan- skildum. Avilov og Aust- ur-Þjóðverjinn eru aðframkomn ir eftir 400 m hlaupið. Ég hélt Jóatoim mundi gefa upp öndina, þegar hann kastaði sér í grasið. En þeir jöfnuðu sig fljótt. Avi- lov sigraði svo í tmgþrautar- toeppninni daginn eftir á nýju heimsmeti eins og kunnugt er með 8454 stigum: Konumgur frjálsra íþrótta, sögðu blöðin. Það er komið kvöld. Rafeinda heilarnir haifa kveikt á ljósun- um. Hvert undrið öðru merki- legra hafði gerzt þarna á vellin um. Gleðihróp úr öl'lum áttum. Harmleikurinn að gleymast. Svona er nú þetta einu sinni. „Ég veit etoki hvar við Þjóðverj ar stæðum, ef alilt væri munað,“ sagði lestarstjórinn við mig á leiðinni heim um kvöldið. Þá var ég að hugsa um ísraelsmanninn sem kom veifandi inn á Teikvang inn við mikinn fögmuð áhorf- enda í 50 km gömgunni nokkrum dögum áður. Hann varð nr. 7 eða 11, ég man það ekki. En honum var óvenjuvel fagn- að. öll'um þótti hann svo gam- ali. Hann var með gleraugu og etokert nema skinin beinin. Seinna kom í Ijós að hann var innan við fertugt. Hann hafði verið famgi í Belsen, nú slapp hann vegna neyðarópa félaga sinna naumlega út úr íbúð Gyð- imganna, þegar Arabarnir komu gríimuklæddir með byssur og handsprengjur eins og i bófa- myndum. Gott að hann stoyldi sleppa, einhvern veginn fannst okkur það bót i máli. Nú er hann kominn heim til IsraeTs, nýslopp inn öðru sinni úr klóm dauðans hér í Þýzkalandi. AW er þebta með eindæmuim. Ævintýri og harmleikur stoiptast á. E'nn bogmeistaranna segir í einhverju blaðanna það sé eins og að yrkja ljóð að skjóta af boga. Ég skil hann að vísu ekki, nema hann eigi við: að í Ijóðinu sé nauðsymlegt að hitta í, mark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.