Morgunblaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. SKPTEMBER 1972 ------------------------------------------v „Skólasýningar oft trygging fyrir að leikrit ið sé lélegt“ - Frá umræðufundi Vigdísar Finnbogadóttur leikhússtjóra og menntaskólanema Vigdís Finnbog-adóttir, hinn nýskipaði leikhússtjóri f Iðnó, hélt umræðufund með nemendum Menntaskólans við Hamrahlið s.l. þriðjudags- kvöld. Tilgangur fundarins var að kynnast sjónarmiðum ungs fólks varðandi leikhús- mál, og reyna að finna leið- ir til þess að glæða áhuga ungs fólks á leiklist og leik- húslífi. Fundurinn var dável sóttur, af 40—50 manns, og voru umræður hinar lífleg- ustu. Segja má að þeir menntaskólanemar, sem á fundinn komu, hafi haft ár- angur sem erfiði, því í lok fundarins kvaðst Vigdis m.a. ætia að beita sér fyrir því að i stað skólasýninga yrði tekinn upp sá háttur, að nem endur þyrftu einungis að framvísa skólaskírteinum til að fá afsláttarmiða. Jafn framt afhenti Vigdís nokkr- um nemendum handrit að írsku leikriti, sem hún bað þau lesa yfir, og síðan kveða upp úrskurð um hvort taka eigi það til sýninga. Blaðamaður Morgunblaðs- ins fylgdist með umræðunuim, og hér fer á eftir nokkur úr- dráttur úr þeim. í fyrstu voru ákveðin leikrit tekin fyrir og sögðu nemendur álit sitt á þeim. Verk gömlu meist aranna virtust ekki eiga upp á pallborðið hjá þeim, a.m.k. ekki öll. Ném.: Mér finnst sérstak- lega leiðinleg verk sem eru í bundnu máli, eins og t.d. Othello og Faust. Þetta verð- ur allt svo rígbundið og verð ur hálf tilgerðarlegt — hrein lega missir marks. — Ég er ekki sammála þér með Fást. Sýningin var mjög vel úr garði gerð, og þessi nýtízfou uppfærsla var at- hyglisverð. Það var síður en svo að hún missti marks. Othello var hins vegar leiðin legt. Vigdís: Hvað með nýrri leikrit? Hverjir fóru t.d. að sjá Hjálp? — U.þ.b. hieiim,- ingur. Hvað fannst ykkur at hyglisverðast við þá sýn- ingu? Nem: Hún var mjög góð. Athyglisverðast var hvernig sýningin höfðaði til nútím- ans. Lífsleiðinn ríkjandi, og hugsunarhátturinn var for- kastanlegur. T.d. þegar þeir drápu bamið. — Jú, það var allt í lagi með orðbragðið. Vigdís: Hvað fannst ykkur um Máfinn ? Nem.: — Skemmtilegur. — Fór ekki að sjá hann. Nafn- ið var eitthvað svo niður- drepandi. Ég fer mjög mikið eftir því hvemig heiti leik- ritsins leggst í mig. T.d. fór ég að sjá Höfuðsmanninn frá Köbemick vegna þess að mér fannst nafnið spennandi. Það einhvem veginn fól í sér keim af stríði eða átökum. — Já mér fannst hann skemmti- legur. Nafn eins og „Sjálfstætt fólk“ finnst mér hins vegar ekki vera þess eðlis að það sé spennandi. Vigdís: En hvað með Plóg og stjömur? Nem: Það var svaka gott. — Nei það var of þungt, a.m.k. seinni hluti verksins. — Ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með það. Ég var búin að lesa handritið, og fannst það vera miklu betra. Það vantaði einhvern veginn stemmninguna. Vigdís: Ég er nú hálf hissa á því. Það var nú þrátt fyrir alll íri sem setti sýnimguna upp og persónulega fannst mér ha/nin wá góðri stemmin- ingu. Hann lagði e.t.v. meir upp úr sumuirn atriðunum en við hefðum gert, t.d. pöbba- atriðunum. En það er auðvit- að hlutur, sem við Islending- ar getum ekki sagt til um þar sem við vituim elklkeirt hvemig menn haga sér á slík um stöðum! Annars eru það vandræð- in hvað lítið er til skrifað af leikritum, sem beinlínis höfða til ungs fólks. Reynd- ar er ég hér með verk, sem er eftir Ira, og ég hefði talið að ætti eitthvert erindi til unga fólksins, Það er eins konar ádeila á mengun, feita karla, flugfreyjubúninga og fleira. Vill ekki einhver smá hópur hér taka að sér að lesa handritið yfir, og síð an segja til um hvort ykkur finnst það þess virði að taka það til sýninga? En svo við hölduim okkur við efnið; Hvaða ástæður eru fyrir því að þið látið skóla- sýningar á leikritum fram hjá ykkur fara? Nem: Það er voðalega mis- jafnt. í flestum tilvikum er ástæðan sú að maðuir hefur hieyrt hjá kunningjium, að leik ritið sé ekki þess virði að horfa á það. Stundum fer mað ur efitir því hvemig gaignrýn- endur taka á verkinu, og oft er það bara vegna þess að maður hefur ekki tima til þess að fara í leikhús. Vigdís: Lesið þið yfirleitt krítikina? Nem.: Já, annars er það misjafnt. — Ég les hana allt- af þegar ég rekst á hana. — Ég les nú bara krítik á leik- rit, sem ég hef ábuiga á og hef ætlað mér að sjá. Ekki þar fyrir að maður sé alltaf sammála því sem þar er sagt. Það er frekar, að maður sé farinn að þekkja á krítikima og í sumiuim tilvik- um er það þannig, að ég hef komizt að þvi að min skoðun og gagnrýnandans eru að öllu jöfnu algjörlega and stæðar. Þá fer maður líka bara að sjá leikrit sem hann hálfpartinn fordæmir, en forðast þaiu, sem hann hrósar. Þannig er það líka með kvikmyndagagnrýnina í blöðunum. Vigdís: Finnst ykkur að það ætti að setja leiklist- argagnrýni eins upp og farið er að með kvikmyndagagn- rýni? Nem.: Já, alveg tvímæla- laiuist, það er svo mikiiu þægi- legra að grípa niður í það heldur en þessar langlokur og oft háfleyga kjaftæði. Annars þarf bara að gera meira af því að kynna leik- ritin í skólunum, og vanda þá til þeirra kynninga. Vigdís: Nú hefur það oft verið reynt, og tekizt mis- jafnlega, enda ekki öll verk vel til þess fallin að kynna þau á stuttri stundu. Haldið þið að frekari kynningar, og þá með einhverju öðru formi, ættu að vera í skólunum? Nem.: Það er náttúrlega ekki sama hvemig á þvi er haldið. Ég man t.d. í fyrra þegar verið var að kynna Máfinn. Ég fékk þá strax mikinn áhuga á því að sjá verkið. Hins vegar tókst t.d. kynningin á Othello með end emurn illa. Vigdís: Hvað er þá hægt að gera til að fá íólkiö til að sækja skólasýninigar? Finnst ykkur kannski það fyrirkomulag of stirt til þess að það beri raunverulegan árangur. Þætti ykkur betra að fá að fara inn á sýning- arnar fyrir hálfvirði gegn því að framvísa skólaskírtein unuim eins og tíðkast meðal háskólastúdenta? Nem.: Já, alveg tvímæla- laust. Skólasýningamar eru að mörgu leyti leiðinlegar, einkum og sér í lagi vegna þess að þær koma ekki til fyrr en leikritið er búið að iganga nokkra mánuði, vegna þess að aðsóknin leyfir ekki að boðið sé upp á hálfan prís fyrir heilan skóla. Ef skóla- sýningar verða hins vegar tiltölulega fljótt eftir að byrj að er að sýna leikrit þá er maður líka alveg búinn að fá tryggingu fyrir þvi að það sé hundleiðinlegt. Umræðumar stóðu fram á kvöld, og kom margt athyglis vert fram. Svo virtist sem leikrit, sem fjalla um nútima vandamál, og söngleikir sama efnis, svo sem „Hárið“, ádeiluleikrit, einkum Islenzk, að ógleymdum leikritum „þar sem menn eru að rifna af hlátri allt kvöldið" ættu mest upp á pallborðið hjá unga fólkinu. Leikhússtjórinn gaf engin loforð um að taka sér- stök verk til sýningar, en kvaðst þó mundu hafa orð þeirra „bak viö eyrað" þegar að efnisvali kæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.