Morgunblaðið - 26.10.1972, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBKIt 1972
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
TS 21190 21188
14444 *£* 25555
miFIBIR
BILALEIGA-HVEFISGÓTU 103 J
14444 “3 25565
FERÐABlLAR HF.
Bilaleiga — sími 81260.
Tveggja manna Citroen Mehari.
Fimm manna Citroen G. S.
8—22 rnanna Mercedes-Benz
hópferðabíiar (m. bílstjórum).
SKODA EYÐIR MINNA.
LEIGAN
AUÐBREKKU 44- 46.
SIMI 42600.
HÓPFERÐIS
Til leigu í iengri og skemmri
ferðir 8—20 farþega bílar.
Kjartan Ingima sson,
sími 32716.
STAKSTEINAR
Felumyndin
Umræður þær, sem nú fara
fram á Alþingi um fjármál
ríkisins, eru allar í lausu lofti.
Framlagning frumvarps að
fjárlögum fyrir árið 1973, er
með þeim hætti, að vart er
von til, að hægt sé að ræða
þau á málefnalegum grund-
velli. Ríkisstjórnin, sem með
verðbólgu og þenslustefnu
sinni hefur vegið að öllum
meginatvinnuvegum þjóðar-
innar, minnist ekkert á þær
efnahagsaðgerðir, sem nauð-
synlegar hljóta að vera, í
fjárlagafrumvarpi sínu. ÖIlu
er frestað fram yfir áramót.
Engu «r líkara en ríkisstjórn-
in búist við einhverjum jóla-
gjöfum úr öðrum heimtim —
einhverju kraffcaverki, sem
leysi vanda þann, sem hún
hefur hlaðið upp síðastliðið
eitt og hálft ár.
Svo sem Magnús Jónsson,
fyrrverandi f jármálaráðhera,
benti á, er fjárlagafrumvarp-
ið eins konair rammi eða um-
gjörð, en myndina sjálfa vant-
ar. Ramminn sjálfur er ófag-
ur, stór og búldulegur, en þó
þurfa menn ekki að búaist
við, að stærð hans muni bera
myndina ofurliði. Með ráð-
leysisstefnu sinini hefur þess-
ari ríkisstjórn tekizt á ótrú-
lega skömmum tíma, að
skerða hinn góða hag, sem í
landinu ríkti er hún tók við.
Vinstri stjórnin tók við blóm-
legru búi, þegar hún tók við
völdum sumarið 1971, en er
nú hálfu öðru ári síðar kom-
in langleiðina að éta sig og
þjóðina út á gaddinn. Þessa
staðreynd hefur stjómin ekki
kjark til að viðurkenna, og
því er fjárlagafrumvarpið
svo villandi, sem raun ber
vitni um. En þrátt fyrir, að
ríkisstjómin reyni að skjóta
því á frest, að raunveruleik-
inn verði birtur landsmönn-
um, er Ijóst, að sú mynd, sem
að lokum verður að setja inn
í fjárlagarammann, verður
ófögur — etns konar hryll-
ingsmynd.
Halldór E. og
spádómarnir
Núverandi fjármálaráð-
herra var helzti talsmaður
framsóknarmanna í fjármál-
um í hinni löngu eyðimerkur-
göngu flokksins í stjórnarand-
stöðu. Þóttist hann þá ekki
síður spámannlega vaxinn en
aðrir. Var honum mikið um
„eyðslustefnu“ viðreisnar-
stjómarinnar og hafði um
hana ófögur orð og miklar
illspár. f ræðu, sem Halldór
E. hélt við fjárlagaafgreiðslu
1969 þótti honum seim stefna
viðreisnarstjórnarinnar væri
slík óhófs- og eyðslustefna, að
allt benti tU, að á árinu 1975
yrðu fjárlög rikisins orðin
19,5 milljarðar. Með því af-
reki ætti viðreisnarstjórnin
endanlega að kollsigla þjóðar-
skútunni. En nú er þessi sami
Halldór E., eftir því sem
menn bezta vita, fjármálaráð-
herra, og honum hefur á tæp-
um tveimur árum tekizt að
tvöfalda fjárlög ríkisins og
aru líkur nú á að þau fari vel
yfir TUTTUGU MILLJARÐA!
Hrakspá Halldórs E. stjómar-
andstæðings fólst í því, áð
1975 yrðu fjárlög ríkisins
komin í rúma 19 milljarða, en
með verkum sínum kemur
Halldór E. fjármálaráðherra
þeim í rúma 20 milljarða það
herrans ár 1973. Líklega væri
ekkert óhollt fyrir Halldór E.
að setjast nú við og lesa ræð-
urnar, sem vinur hans Hall-
dór E. hinn ráðdeildarsami,
flutti á Alþingi fyrir nokkr-
um ártim.
spurt og svarað
I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI
Hringið í síma 10100 kl.
10—11 frá mánudegi til
föstudags og biðjið um
Lesendaþjónustu Morg-
unblaðsing.
Magnús Finnsson, Álfta-
mýri 12, spyr: „Hvenær fá-
um við íslendingar stereo-
útvarp, eins og Færeyingar
hafa nú haft um árabil?"
Njörður P. Njarðvík, form.
útvarpsráðs, svarar: „Já,
þessi spuming hefur lengi
gengið milli Heródesar og
Pilatusar, en mér vitanlega
er ekkert farið að athuga
þetta af alvöru.
f>að er mín skoðun, að við
eigum auðvitað að hafa
stereo-útvarp, en fjárþröngin
er mikil og nú er útvarpið
gert upp með tapi. Ég eygl
því ekki stereo-útvarp hér á
landi á allranæstu árum."
Ása S. Guðmundsdóttir,
Hraunbraut 1, spyr: „Hvaða
bygging er að rísa sjávarmeg-
in hjá horni Kleppsvegar og
Langholtsvegar og hvað verð-
ur nú um tvöfaida akbraut á
Kleppsveginum?"
Jóhann Diego hjá skipu-
lagsstjóra Reykjavíkur svar-
ar: „Þama er í byggingu
bensínstöð með þvottaplani.
Kleppsvegurifin er þarna
endagata, en tvöfaldur vegur
kemur úi Elliðavogi og ligg-
ur þarna fyrir neðan.“
Inglbjörg Helgadóttir,
Hvassaleiti 6, spyr: „Hvernig
koma tollalækkainir á erlend-
um fatnaði til framkvæmda
vegna EFTA-aðildarinnar?“
Valgeir Ársælsson, deildar-
stjóri í viðskiptamálaráðu-
neytinu, svarar: „ísland varð
aðili að EFTÁ 1. rnarz 1970
og þá lækkuðu toHar á faitn-
aði frá EFTA-löndunum; sem
eru Norðurlöndin fi.mm, Bret-
land, Sviss, Austurríki og
Portúgal, um 30%. Þessir toll-
ar lækka svo um önnur 10%
1. janúar 1974 og síðan um
10% í byrjun hvers árs til
1980, að toliarnir verða burt
fallnir.
Verði samnimgur Isiands og
Efnahagsbandalagsins frá 22.
júlí í sumar staðfestur, helzt
þessi þróun óbreytt, en sem
kunnugt er eru Bretland og
Danmörk nú á leiðinni inn í
Efnahagsbandalagið."
Björn Jóhannsson, Álfa-
skeiði 76, spyr: „Eru heimild-
arákvæði um það í lögum
eða reglugerðum að inn-
heimtá megi mánuðum sam-
an adlt kaup emstaklinga í
skatta?"
Guðmiindur Vignir Jósefs-
son, g-jaldheimtustjóri í
Reykjavik, svarar: „Sam-
kværrrt innheimtuköflum
reglugerða um tekju- og
eignaskatt og tekjustofna
sveitarfélaga skal inn.heimta
opinber gjöld af hverjum
gjaldanda á ákveðnum gjald-
dögum. Fyrstu gjalddagamir
fimm eru fyrirframgjalddag-
ar og skal gjaldandi í Reykja-
vík þá greiða 60% gjalda
fyrra árs, gj'aldendur utan
Reykjavíkur 50%, og á næstu
fimm gjailddögum skal inn-
heimta það, sem á vantar.
Nú eru skattagreiðslurnar í
sjálfu sér einfalt dei'lingar-
dæmi. En ef það hins vegar
æxlast svo, að gjaidandinn
ræðuir ekki við simn skammt,
þá þýðir það í rauininni, að
hann hefur tekið fyrírfram
lán hjá því opinbera — lán,
sem nú er gjaldfaUdð.
Gera verður ráð fyrir því,
að menn fái sína eðlilegu
skatta eftir eigin framtölum
og þeir bera fulla ábyrgð á
skuldum sínum til ríkis og
bæjar.“
Sigurborg Bragadóttir, Raf-
stöð, spyr: „Eigum við ekki
að fá strætisvagn héma við
Rafstöðina, eins og var fyrir
leiðabreytinguna ? “
Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri
SVR, svarar: „Nei, þess er
ekki að vænta, að strætis-
vagnaferðir verði inn í þetta
hverfi."
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar,
Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar,
Axels Einarssonar
Aðalstræti 6, III, hæð.
Sími 26200 (3 linur).
Skozka óperan;
J ónsmessudr aumur
í Þjóðleikhúsinu
ÞANN 1. nóvember n.k. kemur
hingað til landsins fjölmennur
hópur listamanna frá Skozku ó-
perunni og sýnir listafólkið hér
á vegum Þjóðleikhússins fjóruim
sinnuim þann 2., 3., 4. og 5. nóv.
Sýnd verður ný ópera eftir hið
þekkta tónskáld Benjamín Britt
en og er það Jónsmessudraumur,
en ópera þessi er samin eftir
samnefndu leikriti Williams
Shakespeare. Rétt er að geta þess
að leikurinn var sýnduir í Þjóð-
leikhúsinu fyrir alknörguim ár-
um. Óperan Jónsmessudrauimiur
hefur vakið mikla athygli að und
anförnu, en þetta er i fyrsta
skipti sem hún verður flutt hér
á landi.
Kópavogur
AÐALFUNDUR S.jálfstæðis-
kvennafélagsins Eddu í Kópa-
vogi verður haldinn í kvöld í
Sjálfstæðishúsinu við Borgar-
holtsbrant og hefst hann kl.
20.30. Venjuleg- aðalfundarstörf.
Féiagskonnr eru livattar til að
fjölmenna.
Beinn sími í farskrártfieild 25100
Einnig farpantanir og uppiýsingar hjá ferðaskrifstofunum
Landsýn simi 22890 - Ferðaskrifstofa rikisins simi 11540 - Sunna simi 25060 - Feröaskrifstofa
Útfars Jacobsen simi 13499 - Úrval sími 26900 - Úfsýn simi 20100 - Zoéga simi 25544
Feröaskrifstofa Akureyrar simi t1475
Auk þess hjá umboösmönnum
umallt land
L0FTLEIDIR