Morgunblaðið - 26.10.1972, Síða 5

Morgunblaðið - 26.10.1972, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1972 NÝ VERZLUN FVRIR sköminu var opnuð' í Aiisturstræti 7 í Reyltjavík ný verzlun fyrirtækisins Týlis hf. sem um langt skeið liefur rek- ið verzlun með gleraugna- og ljósmyndavörur í Austur- stræti 20. — Verzlunin í Austurstræti 20 verður þó ekki lögð niður, heldur rekin áfram jafnhliða hinni. í nýju verzluninni verða á boðstól- um ljósmyndavörur, m.a. frá Agfa, og gleraugu, auk ýmiss annars. (Ljósm. Mbl. Brynj- ólf ur). v Skólar í Vesturbæn- um fullsetnir 1 Morg-unbiaðinu 24. október er þess getið á baksíðu undir stórri íyrirsögn, að 1000 ibúða hverfi eigi að risa i Vesturbæn- uim á næstu árum. Haft er eftir skrifstofustjóra borgarverkfræð ings, að það væri „að mörgu leyti hagkvæmt að þarna risi nýtt hverfi, þar eð gamli Vesturbærinn væri nú frekar bamfár og því kæmi það llla út fyrir skólana í Vestur- bæniun og nýttust þeir ekki sem skyldi." Svo mörg voru þau orð. Það er 1 sjálifu sér ánægjulegit að byggð aukist í Vesturbænum og nytjað sé liamdsvæði, sem komið hefur að liiitlum notum til þessa dags. Hins vegar skýtur sikökku við, þegar mimnzt er á skóla i þessu bæjarhverfi, og óvið- tinandi nýtinigu þeirra. Skólar í Vesturbænum hafa verið fullsetnir ag ofsetnir und- anfarin ár og eru ekki horfur á umtalsverðri breytingu í þeim efnum. Ýmislegt veldur því, að þróun er ekki him sama hér og í sitmwm öðrurn hverfum borgar- innair. Miðbæjarskólinn var laigð ur niður fyrir fáurn árum og verulegur hluti af skólahverfi hans lagður við Vesturbæinn, þ. á m. svæði eims og Skerjaíjörð ur, sem er í j'afnri og stöðugri byggimgu. Vesturbærinm er stórt bæjarhverfi og hefur byggzt á mjög löngum tírna; sum ir hlutar hans eru fremur barn- fáir, en inn í þá flyzt ungt fólk til endurnýjunar, aðrir hlutar hverfisins eru hims vegar barn- margir; allt jafnar þetta sig upp og stuðlar að meiri stöðugleika í barnafjölda en er í sumum yngri bæjarhverfum. Lokss ber að geta þess að stöðugt er bygigt upp og fyllt upp í ýmisar smá- eyður i hverfinu. Það er því sagt út í bláinn, að skólar í Vesturbænum nýtist ekki sem skyldi. Það er talið sjálfsagt markmið i skólamálum að nemendur á gagnfræðastigi sæki einsetinn skólia; í Hagaskóla eru nú um 870 nem- endur — einungi's 600 rúmiast í einsetnum skóla. 1 Melaskóla eru enn nokkrar stofur þrisetnar — það er ástæðulaust að telja sMkt ófullnægjandi nýt- inigu eða æskillegt framtíð- arástand. Ve s t u rbæ j ar s kól'i er fuillisetinn og starfar i húsnæði, sem ekki er tii frambúðar. Það er efalaust góðra gjalda vert að eflia byggð í Vesturbæm- um, svo að hvergi finnist ónot- aður blettur en það er ástæðu- laust að telja það gert til bjarig- ar fásetnum skólum hverfeims. Hitt ber fremur að ætia, að fræðsluyfirvöld í Reykjavik hafi vaðið fyrir neðan sig og byggi nýjan skóla í Vesturbæn- um samtimis þvi sem uppbygg- ing áðuimefnds svæðis hefet. Ingi Kristinsson, Björn .Tónsson. Fréttabréf úr Rangárvalkisýsíu: Lömb lélegri til frá- lags en í fyrra Vegir víða mjög slæmir Mykjunesi, 15. okt. Hér eru nú menn hættiir að búast við öðru veðri en rigningu, því flesta daga rignir, stundum mikið, stundum lítið, en oftast eitthvað. Þetta er senni- lega eitt allira mesta rigminga- sumar, sem hér hefur komið um langan aldur.. Og þótt hey mæð- ust öll og mikil að vöxtum, er þó misjöfn verkun á þeim og hætt við, að þau verði fremur létt til fóðurs. Búizt ér við, að sauðfjárslátrun í siiáturhús- um Sláturfélags Suðu-rlands standi til næstu mánaða- móta. Lömb reynast lélegri til frálags en s.l. haust og á þetta sérstaklega við þar, sem jörð er að eðlisfari votlend. Sums stað- ar vantar meira en eitt kílió á meðaltalsvigtina frá í fyrra. Að vísu má geta þess, að í vor var víða með mesta móti tvílembt, og á það að sjállifeögðu ein- hvern þátlt í þessu, en ekki nærri að öllu leyti. Brfitt hef- ur reynzt og seinlegt að koma áfram ýmsum framikvæmd- um og hauistverkum vegna tiðar farsiras, þvi óneitanlega setur það svip siran á umhverfið og at hafnir manna. Búið er að gera tvær leitir í Landmannaafrétti og munu heimt ur vera sæmilegar. Nokkuð hef- u-r snjóað í fjöil síðustu dag- anva, en ek'ki það mikið, að ófært hafi orðið, enda umiferð mdkil ennþá iran á hálendið í sambandi við virkjunarframkvæmdirnar, sem ailtaf er unnið að og er nú orðin föst bCwieta manna við Sig- öiidu inni við Tungnaá. Nú eru skólamir teknir til starfa að venju og faukkar þá víða fólki á bæjum. Hér við barnaskólann á Laugalandi hafa orðið mikil manna- skipti. Sæmundur Guörnundsson, sem lengi hefur verið skóla- stjóri, hefur nú látið aí því starfi, en við tekið Gunrnar Bj. Guðmundsson frá Heiðar- brún, áður skólastjóri á Flúð- um. Auk þess eru nú við skól- aran þrir nýir kennarar og eru keranarar við skólann nú fiirmn auk skólastjóra. Fyrir tiokkrum árum var s'kólanum breytt úr heimavistarskóla i heknain- gönguskóla, þannig að bönrnn- um er ekið á milli, pg mura'u all- ir vera ánægðir með þá bsreyt- ingu. Að vísu gæti það haft erí- iðleika í för með sér, ef mikla snjóa gerði, en á það hefur ekki reynt siðan breytingin var gerð. Hér eru vegir viða mjög slæm ir og eru margar samiverkandi orsakir til þess. Það eru votviðr in, mikil umferð og sáralítið við- hald. Er ekfci annað að sjá, en að hér verði sumiir vegir bóksstaf lega að engu, ef ekki verður úr bætt. Hér hefur verið óvenjuimik il þungaumiferð í sumar vegna rafmagnslin'u þeirrar, sem verið er að teggja frá Búrfelli að Geithálisi. Vonandi sjá yfirmenn vegamála að hér þarf að kippa í liðinn og það sem fyrst. M.G. I Hljómur nútímans er 4ra rása stereo. Hljómdeild FACO hefur ________ jbá ánægju að kynna fyrir viö- nllVICO skiptavinum sínum 4ra rása hljómtækí frá Japanska fyrirtækinu JVC Nivico. Þaö er viöurkennd staöreynd, aó Japanir eru komnir lengst á sviöi hljómtækni í heiminum í dag. JVC Nivico eru braut- riöjendur í framleiöslu 4ra rása hljómtækja. Viö hjá FACO höfum tryggt okkur umboö fyrir JVC Nivico á íslandi. Tækin flytjum viö inn beint frá Japan og getum því boöiö þau á viðráöanlegu veröi. Komiö og hlustiö á þessi frábæru hljómtæki í sértilgeröu „ hljómstúdiói" að Laugavegi 89. Ath. Stór sendihg tækja nýkomin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.