Morgunblaðið - 29.11.1972, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.11.1972, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1972 Reglur, sem foreldrar setja vtnglingum; Stúlkum fremur settar reglur en piltum f könnuninni var sett fram ákveðin spurning til að at- huga að hve miklu leyti ungl ingaæ telja sig bundna af aga foreldra, og var hún orðuð þannig: „Hér er listi yfir nokkrar reglur, sem sumir foreldrar setja bömum sínum og unglingum, en aðrir for- eldrar setja ekki. Merktu við þær af reglunum, sem þínir foreldrar setja þér. Ég á að vera komin/n inn á ákveðnum tíma á kvöldin. Ég má ekki vera með strák/ stelpu. Ég á að lesa fyrir skólann á ákveðnum tímum dags. Ég má ekki klæða mig eins og mig sjálía/n langar til. Ég má ekki vera með þá hárgreiðslu, sem ég vil helzt. Ég má ekki fara út fyrr en ég hef hjálpað til við upp- þvottinn. Ég þarf ekki að hlýða neinni þessara reglna. Aðrar reglur sem þú verð- ur að fara eftir. Hverjar? Við athugun svara unglinganna kom í ljós, að yfir heildina virðast stúlkum fremur settar reglur en piltum og yngri unglingum virðast fremur settar reiglur en eldri ungling um. Kann þetta að benda til þess, að félagslegt taumhald fjölskyldunnar sé sterkara á stúllkum en piltum, og að fé- lagslegt taumhald fjölskyld- unnar á unglingunum minnki eftir því sem þeir eldast. Við flokkun niðurstaðna könnunarinnar studdist Dóra S. Bjarnason við skiptingiu ís- lenzkra fjölskyldna í þrjár menningardeildir: Lágdeild, miðdeild og efri miðdeild. f hverri menningardeild er hóp ur fjölskyldna, þar sem lífs- afkoma, atvinna og menntun eru svipuð. Svörin við spurn- ingunni um reglur virtust benda til þess, að unglingar úr lágdeild teldu sér síður skylt en unglingar úr mið- deild og efri miðdeild að velta fyrir sér reglum og tilætlun- um foreldra. Þá bentu svörin við spurn- ingunni til þess, að þeir ungl- ingar sem taka allmikinn þátt í skipulö,gðum félagslegum samskiptum, sem beinast að ákveðnu markmiði, t.d. skipu lögðum æskulýðsféliögum, klúbbum eða námskeiðum, séu undir meiri aga frá for- eldrum en hinir, sem tengj- ast slíkum samskiptum Mtið sem ekkert. f sambandi við þetta ber að hafa í huga, að rangt er að draga þá álykt- un af niðurstöðunum, að for- eldrar geti í einu vétfangi beint unglingum sinum að alls konar markmiðssamskiptum með því einu að setja þeim strangar reglur um hegðunog útiveru. Stíkar regiur verða helzt að vera þegjandi sam- komulag milli foreldra og unglinga, og sá unglángur, sem finnst hann vera afskipt- ur innan fjöiskyldunnar eða befur fjarlægzt foreldra sina, og vill þess vegna ekki fara eftir reglunum, er ekki jafn líklegur og ella til að vilja taka þátt í samskiptum sem byggjast á námi og/eða sam- vinnu. Þeir unglingar, sem eru fúsir til að gangast undir reglur settar af foreldrunum, eru liklegir til að gangast af fúsum vilja undir reglur þess hóps eða félags, sem þeir telja sig hluta af. Tómstunda- cs skemmtanaidla unslinsa i Ceykiavík z 1 Niðurstöður félagsfæði- legrar könnunar, sem Dóra S. Bjarnason gerði að tilhlutan Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur. 75 ára; Anna Einarsdóttir Mér verður það löngum minn isstætt þegair ég gisti hjá Önnu Einarsdóttur og sonum hennar á Framnesveginum. Þá átti ég heima vestur á Hellissandi og þurfti að komast undir læknis- hendur til Reykjavíkur. Hjá Önnu Einarsdóttur var ^ gott að vera. Synir hennar reyndust mér eins og bræður, menn mun eldri en ég og að mín- um dómi færir í flestan sjó. Yngsti sonurinn, Friðrik Áskell var þekktur hnefaleikamaður á þessum tíma; ég man að uppi á vegg var mynd af honuim klippt út úr dagblaði og myndinni fylgdi grein um þennan glæsi- lega íþróttamann. Guðimundur keyrði út vörur fyrir verslun Silla og Valda í Aðalstræti og fékk ég oft að sitja i bilnum hjá honum. Herluf var prent- ari og það stóð ekki svo lítili ljómi af slíku starfi. Haukur var einnig nærstaddur og allt- af alúðlegur og smástríðinn á skemmtilegan máta. Soninn Arreboe og dótturina Dagmar þekkti ég minna, enda höfðu þau fest ráð sitt og bjuggu ekki lengur hjá móður sinni. Á þetta heimiii kom margt fólk. Þegar Sandarar voru í bænum þótti ekkert sjálfsagð- ara en líta inn hjá Önnu Einars dóttur og sonum hennar og njóta samvista við þau. Það var alltaf eitthvað uppörvandi og hressilegt við heimilið á Fram- nesveginum og ekki skorti um- ræðuefnin. Anna Einarsdóttir er 75 ára i dag. Hún fæddist á Hellissandi, dóttir hjónanna Einars Hákon- arsonar og Jónínu Jónsdóttur frá Klettsbúð, en ólst upp frá barnsaldri hjá hjónunuim Jó- hönnu Björnsdóttur og Hákoni Hákonarsyni, föðurbróður sín- um. Hún bjó lengst á Hellis- sandi eða til ársins 1947 að hún fluttist til Reykjavíkur. En hug urinn var alla tíð bundinn Hell issandi því að eins og stendur um Snæfeilsjöku'l i Kristnihaldi undir Jökli verður stundum allt „auvirðilegt nema hann“. Árið 1956 fór hún aftur vestur með sonum sínum. En enn var haldið til höfuðborgarinnar fyrir nokkrum árum og nú á Anna Einarsdóttir heima á Öldugötu 50. Vesturbærinn hefur aítur orðið umhverfi hennar, eins og þegar ég þekkti hana best, og mér þykir hún falla vei inn i þann sérstæða heiim, sem að mörgu leyti líkist þorpi, en er þó i rauninni meiri borg en önnur hverfi Reykjavífcur. 1 Vestur- bænum býr enn það fólk, sem maður freistast til að nefna kjarna hinnar nýju borgar. Það, sem ef til vill einkennir þetta fólk öðru fremur, eru hin römmu tengsl við liðna tið. Það minnir á gömlu húsin, svo hlý í látleysi sínu. Þessi fáu orð áttu aðeins að vera kveðja til góðrar og trygg- lyndrar konu á tíimamótum í lífi hennar. Sjálfur á ég henni mikið að þakka og fjölskýldu minni hefur hún alltaf reynst með fádæmum vel, ekki síst þeg ar erfiðleifcar hafa steðjað að. Slíkar konur eru hin líknandi hönd hverrar þjóðar. Það er dæmigert fyrir eðlis- læga umhyggju Önnu Einars- dóttur, að hún hefur ekki lát- ið sér nægja að vaka yfir börn- um sínum og reynast þeim hin besta móðir, heldur hefur hún einnig alið upp sonardóttur sína Jóhönnu, sem nú er gift. Hún var i senn amma og móðir þess- arar stúlku, enda eru tengsiin milli þeirra óvenju sterk. ' Margir munu i dag hugsa til hinnar síungu og glaðlyndu konu, Önnu Einarsdótbur, og flytja henni kveðjur og þafckir. Jóhann Hjálmarsson. FAO fær góða skipstjóra frá íslandi Viðtal við Davidson Thomas — FISKVEIÐIVERKEFNIN, sem FAO, Matvæla- og liamd- búnaðarstofhun Sameinuðu þjóðanna, er að vinna að í Suðaiustur-Asiu, eru ákaflega mikilvæg fyrir þessar þjóðir, sagði Indverjinn Davidson Thomiais, framkvæmdastjóri eins af stærri verkefnunum, sem FAO styrkir, við blaðamann Mbl. á ferð í Mala- síu. Með honum starfar nú ís- lenzkur skipstjóri, Birgir Her- mamnsson, en hanin hefur líka unnið með mörgum öðrum ís- lenzkum skipstjórum hjá FAO, auk þess sem hann dvaldisit um skeið á Islandi i upphafi ferils síms, gekfc í Stýriimamnas'kóiamm og var á íslenzkum fiskibáti. Hann kvaðst þvl eiga marga vini á Islandi. — FAO hefur verið áfeaf- lega heppið með fiskiskip- stjóra þá, sem stofnunin hef- ur fengið til starfa frá Is- liandi, sagði Thomas. Fyrsti sJdpstjórinm, Guðjón Illuga- son, sem ég var með í Ind- lamdi á árunuim 1953—1957, setti í upphiafi þvílifean gæða- stimpil á íslenzka fiskimenn, að þeir urðu síðan eftirsóttir til þessara starfa. Indverjar Iétu bát heita í höfuðið á hon- um og nefndu hanm Guðjóm, Á eftir Guðjóni feomu til FAO f jöimjargir aðrir frábær- ir starfskraiftar, eins og Skafti Jónsson, Jón Sæmunds son og fjölmargir fleiri. Hilm- ar Kristjónisson, framkvæmda stjóra í aöalstöðvunum i Róm, sem nú stjórnar viðamiklum verkefnum í Indónesiíu, hefi ég þekkt frá 1953 og alla hans fjölsikyldu. Hilmar hefur leyst af hendi mifcið og gott starf. Eitt af því, sem hann á þakk- ir skildar fyrir, er að hafa valið rétta fiskiskipstjóra frá Islandi og fen'gið þá fyrir FAO til starfa um allan heim. Það var emimitt Hilrnar Kristjónsson sem á sínum tíma sendi Thomas til ísliamds til að kynma sér fiskveiðar. Þar sat hamn í Sjómanmiaskól- anum í hálfan vetur. — Jónas Sigurðsson var sérstaikur kennari hians, segir hann, og kenmjdíi honum íslenzku. Og hann kveðst hatfa þekkt fleira aifbragðsfóiik í Reykjavík, svo sem Jakob Jakobssom, fiski- fræðinig, og komu hans, Guð- jón Illugason og Björgu konu hans og hann dvaMist á heim- ili Jóms Sigurðssoniar og Helgu konu hans. Þá fór hiann til veiða á fisikibátí frá Stur- laugi Böðvarssyni á Akranesi. — Ekki get ég neitað því, að það var kalt að koma úr hitabeltisloftsda'gi og í að draga net á dekki i isingu og frostí á Islandsmiðum, sagði Thomias og hló. Þegar ég kom til íslands varð Helgu að orði að Hilmar Kristjónsson og Jón maður henmaæ hlytu að vera snarvitlausir að senda Imdverja þangað beint úr hita- beltinu á þessum árstíma. Hún reyaM »vo að gera mér lífið s^R léttast, útbjó m.a. handia mér miat í líkingu við það, sem ég var vanur, þvi hún vissi að Indverjar borða mjög kryddaðan mat og hlynniti að mér. Eftir að Thomas fór frá Is- landi var hann í 7 ár í Nígeríu á vegum FAO, en hjá stofnr uninmi hefur hann starfað í 13 ár. Nú er hamn enm í hlýj- unni í hitabeltinu, stjórnar fiskveiðiverkefni FAO í Pen- anig í Malasiu, sem hann seg- ir vera eitt af stærstu verk- efnunum, sem nú eru í gianigi hjá FAO af þesisu tagi. Við það starfa 6 sérfræðingar frá FAO, 3 í landi og 3 á sjó (þar á meðal Birgir Hermannsson) en ríkisstjóm Malasíu sér fyr- ir jaifinmörgum sérfræðinigum á mótí. FAO leggur til 30% af f jármagninu, en árið 1974 er reiknað með að Malaisíu- stjóm taki alveg við. Þá á m.a. að vera búið að koma vel aif stað hinium nýja skóla fyrir fiskimenn, þar sem hægt verður að taka upp í 120 menn til stýrimannanáms og þjáifunar á sjó og er það fyrstí skóHnin af þessiu tagi í iandimu. Að lokum baö Davidson Thomas blaðamiann Mbl. fyrir kveðjur til vina simna á Is- landi. Allir, sem hann hitti þar, voru einstaklega gest- risnir og elskulegir við hann, segir hanm. Og marga. þeirra hitti hann utam við sín störf. Hann kvaðist gjarman vilja koma til íslands og hamm missti af góðu tækifæri, þeg- ar veiðafæraráðstefna FAOs var haldin í Reykjiaivík. Þá var honum boðið þangað, en kona hans var veik, svo hann gat ekfci þegið það boð. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.