Morgunblaðið - 29.11.1972, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1972
Afkoma
útgerðarinnar
erfið
* *
Ræða Kristjáns Ragnarssonar, formanns L.I.U.
við setningu aðalfundar í gær
AFKOMA ÚTGERÐARINNAB
1971
Verðlagsþróun á erlendum
markaði var sjávarútveginum
mjög hagstæð á árinu 1971.
Verðmætisaukning á útfluttum
sjávarafurðum var um 10% og
nam heildarútlfutningur þeirra
röskum 11 milljörðum króna,
þrá'tt fyrir að útflutningur
minnkaði að magni um 13%.
Verðhækkun á einingu varð að
meðaltali um 26% í ísl. krónum.
Aflamagnið var hins vegar
mun minna en vonir stóðu til
og minnkaði þorskaflinn uim 54
þús. lestir frá árinu á undan
eða um 11.5%, þrátt fyrir um
4% sóknaraukningu. Eigi að
síður var aflamagnið hið þriðja
mesta síðan á árinu 1960 og var
þorskaflinn ekki meiri, nema á
árunum 1969 og 1970.
Ytri aðstæður hefðu því átt
að gera mögulegt að afkoma
báta og togara hefði verið við-
unandi á árinu 1971, en svo
var því miður ekki. Halli á
rekstri bátaflotans af stærð-
inni 20—500 rúmlestir var um
230 milijónir króna og halli á
rekstri togaraflotans um 35
mMjónir króna. Stefnt hafði
verið markvisst að því að af-
koma fiskiskipanna skilaði eðli
legum hagnaði á s.l. ári með
því að hækka fiskverð í árs-
byrjun um 25%, 1. júní um
10% og 1. ágúst um 7,3% eða
ails um 47,5%. Stöðug hækkun
& útflutningsverði sjávarafurða
hafði gert þessa hækkun mögu
lega.
Verðlagsþróunin hér innan-
lands og afnám 11% kostnaðar
hlutdeildar, sem áður rann
óskipt til útgerðarinnar, hefur
valdið því að afkoman er svo
slæm sem raun ber vitni, svo
og minnkandi afli.
Meðaltekjur háseta á fiski-
skipaflotanum voru 454,400.00
krónur á árinu 1971 og voru
þá 26% hærri en meðaltekjur
verkamanna. Áætlað er, að á
þessu ári verði meðaltekjur
háseta kr. 535,000.00 og verði
15% hærri en meðaltekjur
verkamanna. Ljóst er, að tekju
mismunur þessi má ekki vera
minni, og þyrfti að aukast til
að laða unga menn að sjómanns
starfinu. Vegna hlutaskipta-
samninga sjómanna eru tekjur
þeirra mjög misjafnar eftir afla
brögðum, en þetta launafyrir-
komulag gefur sjómönnum rika
von til mikilla tekna, þegar
vel aflast. Kauptryggingin
tryggir þeim nú hins vegar lág
markslaun kr. 36.500.00 á mán
uði með orlofi.
Talið er, að á árinu 1971 hafi
að meðaltali verið 4.760 sjó-
menn starfandi á fiskiskipaflot
anum, þegar sjómenn á opnum
vélbátum eru ekki meðtaidir.
Flestir voru sjómennirnir í apr
íl 5.740 og fæstir í desember
4.035.
Aflaverðmæti fiskiskipaflot-
ans upp úr sjó á árinu 1971
var um 5,7 milljarðar króna og
hafði aukizt um 730 milljónir
króna frá árinu á undan eða
um 14,5%.
AFKOMA
ÚTGERÐARINNAR 127
Horfur um afkomu báta og
togara á þessu ári eru enn
verri en afkoman var á árinu
1971. Áætlað er nú, að um halla
verði að ræða á rekstri báta-
flotans á þessu ári, sem nemur
um 450 milljónum króna og á
togaraflotanuim um 100 milljón-
um króna, eftir að tekið hefur
verið tillit til 25 milljón króna
rikisstyrks til togara á þessu
ári. Um 1/3 hluti af halla togar-
anna stafar af auknuim kostn-
aði við veiðarfæri, vegna veiða
á slæmum botni í þvi fiskleysi,
sem verið hefur á þessu ári.
Til loka október hafði þorsk
afli bátanna minnkað um 18
þúsund lestir eða 5,5% og tog-
aranna um 7 þúsund lestir eða
11,2%. Alls hefur því þorskafl-
inn minnkað uim 25 þúsund lest
ir eða 6,5%. Síldaraflinn hefur
minnkað um 3 þúsund lestir á
f jarlægum miðum, og nú er eng
in síldveiði stunduð við Island
í fyrsta sinn frá því síldveiðar
hófust hér við land fyrir sið-
ustu ajdamót, og mun svo
verða til 1. september á næsta
ári, en þá verða veiðar leyfðar
á ný.
Síldveiðarnar í Norðursjó og
við Hjaltland gengu iilla fram
eftir sumri. Var afli rýr og síld
in, sem veiddist, . seldist fyrir
lágt verð vegna þess hve smá
hún var. 1 haust hefur afli auk
izt og gæði sildarinnar einnig,
og hefur verðlag verið mun
betra. Hafa síldarskipin nú
selt afla fyrir um 536 milljónir
króna á móti 568 milljónum
króna á sama tíma í fyrra.
Meðalverð er nú kr. 14,75 fyrir
hvert kíló, en var á sama tíma
í fyrra kr. 14,55. Alls hafa 44
skip tekið þátt i veiðunuim í ár,
en 56 skip í fyrra. Hafa ber í
huga, þegar þessar tvær vertíð
ir eru bornar saman, að veiðar
voru bannaðar i fyrra á tima-
bilinu 20. ágúst til 30. septemb
er, en veiðibannið í ár hafði
sáralítil áhrif á okkar veiði,
því það var á tímabilinu frá
15. apríl til 15. júní og úthald-
ið því lengra á þessu ári.
Loðnuafli var mjög góður á
siðustu vertíð og veiddust um
283 þúsund lestir, og var um
95 þúsund lesta aukningu að
ræða. Verulegs samdráttar hef
ur orðið vart á rækju- og hum-
araflanum og er þar um eitt
þúsund lesta minnkun að ræða
á rækjuaflanum og um 700
lesta minnkun á humaraflan-
um, og er hætt við, að um of
mikla sókn sé að ræða í þessa
stofna, því þrátt fyrir veru-
iega sóknaraukningu hefur afl
inn minnkað eins og áður kom
fram. Hörpudiskaaflinn hefur
aukizt um 3,600 lestir og ber
brýna nauðsyn til, að gætt
verði hófs í sókn í þann stofn
þvi mikil hætta er á ofveiði á
skelfiski, sem heldur sig á af-
mörkuðum svæðum.
FISKVERÐSHÆKKUNIN 1.
OKT. MEÐ AÐSTOÐ
VERÐJÖFNUN ARS J ÓÐS
Með tilvísun til þeirra um-
ræðna, sem fram hafa farið um
þá ákvörðun, að hækka fisk-
verð um 15% frá 1. október á
kostnað Verðjöfnunarsjóðs, og
bæta hag fiskvinnslu einnig á
kostnað sjóðsins, vii ég gera
grein fyrir þeim ástæðum, sem
lágu að baki þeirrar ákvörð-
unar.
Fyrir Verðlagsráði sjávarút-
vegsins lá mat um afkomu fisk
veiðanna, sem unnið hefur ver-
ið af Hagrannsóknadeild Fram
kvæmdastofnunarinnar, er
sýndi að um verulegt tap yrði
að ræða á þessu ári. Síðan hef-
ur komið í ljós, að halli á
rekstri bátaflotans muni, verða
mun meiri en þá var gert ráð
fyrir, þvi fyrri niðurstaða
grundvallaðist á reikningum
frá árinu 1970, sem höfðu verið
framreiknaðir til ársins 1972
með tilkostnaðar- og tekju-
arsjóði fiskiðnaðarins. Þeir
sem við ráðherrann ræddu mót
mæltu þessu sjónanmiði og
bentu á, að ekki væri ástæða
til að taka fé úr Verðjöfnunar
sjóði, því ekki hefði verið um
neitt verðfall að ræða á fisk-
afurðum.
Að fengum þessuim upplýsing
um frá sjávarútvegsráðherra
var haidinn fundur í stjórn
L.I.Ú., þar sem skýrt var frá
afstöðu ri'kisstjórnarinnar. Á
þeim fundi var fallizt á, að tek-
ið yrði fé úr Verðjöfnunarsjóði
til að standa undir 15 hækk-
un á fiskverði og nokkurri að-
stoð við fiskvinnSluna. Áætiað
er, að þessi ákvörðun leiði til
þess að greiddar verði um 90
milljónir króna úr sjóðnum til
áramóta, en á ársgrundvelii
myndi þessi ákvörðun leiða til
900 milljón króna greiðslu úr
sjóðnum m.v. óbreytt verðdag
og fiskmagn.
Þessi afstaða stjórnar L.l.Ú.
er byggð á því, að hér hafi ver
ið um bráðabirgðaráðstöfun að
ræða til að gefa stjórnvöldum
betri tíma til að undirbúa þær
efnahagsaðgerðir, sem nauðsyn
legar eru til að tryggja rekst-
ur sjávarútvegsins á næsta ári
og þá um leið, að Verðjöifunar-
sjóður og hugmyndin að baki
Verðjöfnunarsjóði fái að
standa.
Þótt telja rnegi Verðjöfnunar
sjóð öflugan varasjóð, er hann
Kristján Ragnarsson
breytingum. Þegar reikningar
ársins 1971 lágu fyrir, kom í
Ijós, að kostnaðarhækkanir
höfðu orðið mun meiri en gert
var ráð fyrir og halli á rekstr
inum um 230 milljónir króna á
árinu 1971, sem bendir til að
um 450 milljóna króna halla
verði að ræða á þessu ári, en
reiknað hafði verið með, að um
hallalausan rekstur hafi verið
að ræða á árinu 1971.
í ijósi þessara staðreynda
var augljóst, að fiskverð varð
að hækka frá 1. október, ef
ekki áttii að koma til algjörr-
ar rekstrarstöðvunar.
Fulltrúar L.l.Ú. í Verðlags-
ráði áttu viðræður við sjávar-
útvegsráðherra um þau vanda-
mál, sem við blöstu við ákvörð
un fiskverðs. Hann lýsti þeirri
skoðun ríkisstjórnarinnar, að
fiskverð þyrfti að hækka, án
þess þó að tilgreina hve mikið.
Hins vegar taldi hann, að fisk-
kaupendur gætu ekki staðið
undir þeirri hækkun vegna erf
iðrar rekstraraðstöðu, og
þyrftu jafnvel á aðstoð að
halda. Þar sem ekki væru fyrir
hugaðar neinar ráðstafanir af
hálfu ríkisstjómarinnar fyrir
n.k. áramót til lausnar þessu
vandamáli, teidi hann og ríkis-
stjómin, að það fjármagn, sem
til þyrfti að koma til að gera
fiskverðshækkun mögulega,
yrði að takast úr Verðjöfnun-
lítlls megnuigur, ef ætla á hon-
um að tryggja sjávarútveginn
gegn dýrtiðinni í landinu.
Fjárhagsleg staða sjóðsins er
nú sam hér segir:
Almenn deild
Deild fyrir frystar
f iskaf ur ðir. Kr.:
Freðfiskur 889.322.181.00
Humar 15.203.311.00
Rækja 14.295.571.00
Deild fyrir loðnuafurðir.
Loðnumjöl 7.007.320.00
Loðnuiýsi 4.591.398.00
Deild fyrir saltfisk.
Saltfiskur 179.4716606.00
Ufsaflök
1.685.217.00
Greiddar voru úr deild
loðnuafurða á þessu ári 26,3
milljónir króna vegna mjöQs og
15 milljónir vegna lýsis. Eítir
eru í þeirri deild sjóðsins 11,6
milljónir króna, en eitthvað
mun enn vera óuppgert frá síð-
ustu vertíð og getur því inni-
stæðan minnkað eitthvað.
Ég hefi nú lýst afkomu fisk-
veiðanna á árinu 1971 og horf-
um um afkomu á þessu áiri, og
mun ég nú ræða nokkuð horf-
urnar á næsta ári.
ÚTFÆRSLA FISKVEIÐI-
LANDHELGINNAR OG
VIÐRÆÐURNAR VIÐ BRETA
Afkoma fiskveiðanna er, eins
og öliium er ijóst, mest háð
afilabrögðum. Aflaspár fiski-
fræðinga gefa ekki vonir um
aflaaukningu á næsta ári því
þeir hafa nýiega spáð, að afila-
magn þorsks murri minnka um
6—7%, þrátt fyrir að okkuir
takist að auka okkar hlut úr
aflamagninu við Island úr
60%, sem er áætlað hlutfall á
þessu ári, í 65% á næsta ári.
Eins og ég hefii greint frá
minnkaði þorskaflinn á síðasta
ári um 54 þúsund lestir eða
11,5%, en á sama ári jókst
þorskafili erlendra þjóða um 36
þúsund lestir eða um 10%
vegna stóraukinnar sóknar á
íslandsmið.
Það, sem mestu ræður um
aflamagnið á næsta ári og þar
með afkomu fiskveiðanna, er
hvernig okkur tekst að gera
útfærslu landhelginnar í 50 sjó
milur raunhæfa. Enginn fagn-
ar þessari ákvörðun um út-
færslu landhelginnar í jafnrík-
um mæli og við, því engum er
ijósara en okkur, hver áhrif
það hefur á þjóðlífið að við sitj
um einir að þeim fisikafla, sem
fæst við landið, og við einir get
um haft stjórn á sókninni í fisk
stofnana til að tryggja vöxt
þeirra og viðgang um ókornin
ár.
Það eru þvx góðar óskir, sem
frá okkur fara til þeirra, sem
nú eiga viðræður við brezku
sendinefndina, sem stödd er
hér í Reykjavík. Ég álít að meg
insjónarmið okkar fiulitrúa I
þeim viðræðum sé að meta,
hvort með samningi sé hægt að
tryggja verulega minnkun á
sókn brezkra fiskiskipa á Is-
landsmið í stað þess ástands,
sem ríkt hefur á miðunum frá
1. september • S.I., því ekki er
hægt að sjá að um teljandi
sóknarminnkun hafi verið að
ræða á því tímabili.
Öllum má ijóst vera, að sú
þróun sem varð á síðasta ári og
ég hefii bent á hér á undan, að
þorskafli okkar minnkar um
11% á sama tima og afli er-
lendra fiskveiðiþjóða hér við
land eykst um 10% vegna stór
aukinnar sóknar, er algerlega
óviðunandi fyrir fiskveiðiþjóð,
ekki sízt fyrir okkur Islend-
inga, sem byggjum afkomu okk
ar svo mjög á fiskveiðum. Er-
lendar þjóðir verða þvi að
gera sér grein fyrir, að þær
geta ekki ætlazt til þess að fá
að halda áfram þessari miMu
sókn á íslandsmið auk þess
sem við erum ailir sammála um,
að við höfum þörf fyrir að sitja
einir að fiskimiðunum umohverf
is Island.
Ekki hefur þótt ástæða til,
Kr.:
26.496.552.00
918.821.063.00
11.598.718.00
181.156.825.00
Kr. 1.238.073.158.00
að fulltrúar frá útvegmsmönn-
um taki þátt í þessum viðræð-
um nú frekar en áður, þótt
brezka sendinefndin sé ávallt
skipuð að hluta fulltrúum frá
brezkum togaraeigenduim. Að
þvi leyti sem ég hefi hafit
aðstöðu til að fylgjast með
undirbúningi þeirra viðræðna,
sem nú standa yfir hér í
Reykjaví'k, virðist mér að ósk-
um hinna brezku aðila hafi ver