Morgunblaðið - 29.11.1972, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.11.1972, Qupperneq 18
18 MOBGUWBLAÐIÐ, MIDVJKlJDAOmi 29. NÖVEMUKR 1972 ATVIKNA Verhstjóri - Klæðskeri Vér leitum eftir verkstjóra í fataiðnaði fyrir einn af viðskiptavinum vorum utan höfuðborgar- svæðisins. — Æskilegt er að viðkomandi sé klæðskeri og geti jafnframt unnið við model- gerð. í BOÐI ERU: GÓÐ VINNUSKILYRÐI, GÓÐ LAUN, AÐSTOÐ VIÐ ÚTVEGUN HÚSNÆÐIS. Umsóknareyðublöð liggja frammi í skrifstofu vorri að Höfðabakka 9. BENEDIKT GUNNARSSON tæknifræðingur RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA Höfðabakka 9, Reykjavík Sími 3-81-30. Vel lounað kvöldstarf Óskum að ráða mann nú þegar við kynningar- og sölustörf í Reykjavík og nágrenni. — Góð sala og góð laun. Umsóknum fylgi upplýsingar um aldur, mennt- un og fyrri störf og sendist afgreiðslu Morg- unblaðsins, merkt: „Sölustarf — 9302“ fyrir 1. desember. Nokkrir verkamenn óskast Upplýsingar í skrifstofunni og í símum 23059 og 17454. BÖÐVAR S. BJARNASON SF., Laugavegi 20 B (Klapparstígsmegin). Verkamenn Verkamenn óskast í byggingarvinnu. Mikil vinna. Upplýsingar í skrifstofu okkar, Grettisgötu 56, í dag klukkan 9—5. Byggingarfélagið ÁRMANNSFELL HF., Grettisgötu 56. Atvinnurekendur Ungur maður með Verzlunarskólapróf, óskar eftir atvinnu. Nokkurra ára reynsla í verzlun- ar- og skrifstofustörfum. Tilboð, merkt: „Stundvís — 9401" sendist afgr. Morgunblaðsins. Afgreiðslustarf Vantar karlmann til afgreiðslustarfa nú þegar í kjörbúð. Upplýsingar í síma 23457. Lyftunppsetningor Vélvirki og/eða rafvirki óskast frá næstu ára- mótum. Föst vinna. — Frekari upplýsingar hjá Júlíusi Friðrikssyni í síma 1-4038 og Hafsteini Magnússyni í síma 4-1357. Aðstoðormnður óskast BRAUÐ HF., simi 41400. Sjnkrokns Skagfirðinga Sauðárkróki, óskar að ráða sjúkraþjálfara. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til varaformanns stjórnar sjúkrahússins, Friðriks J. Friðrikssonar, hér- aðslæknis, Sauðárkróki. Ræstingakona óskast nú þegar. Upplýsingar milli kl. 5—6 í dag. EGILL JACOBSEN, Austurstræti 9. Atvinnuiekendui Ungur maður óskar eftir vel launaðri atvinnu* hefur stúdentspróf, góð ensku- og dönsku- kunnátta. Tilboð, merkt: „9402“ leggist inn á afgr. Mbl. Afgieiðsiustúlka helzt vön, óskast í verzlun vora að Laugavegi 33. Starfið er fólgið í að afgreiða saumavélar og smávörur til sauma, svo og útvarpstæki og rafmagnsvörur. Upplýsingar gefur Stefán Valur Pálsson, deild- arstjóri, Suðurlandsbraut 16 (ekki í síma) kl. 10—12 í dag og á morgun. Gunnar Ásgeirsson hf. Reglosöm stúlka um tvítugt, óskar eftir atvinnu strax. Er hand- lagin og vön afgreiðslu. Get sýnt meðmæli. Upplýsingar í síma 17371. Skiifstofustúlka Iðnfyrirtæki í Kópavogi óskar eftir að ráða stúlku hálfan daginn við vélritun og bókhalds- störf. Upplýsingar um aldur og fyrri störf óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 2. des.4 merkt: „Reglusöm — 9404”. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. S.S., Brekkulæk 1. Atvinno Trésmiðir óskast til starfa. GL.UGGASMIÐJAN, Siðumúla 20. Afkoma útgerðar innar erfið Framhald aí bls. 15. fram hjá þeim, að nemendum í Háskóla Islands fjölg- aði um nær eitt þúsund á þessu hausti á sama tima og erfið- leikar eru á að fá menn til starfa á sjó og við fiskvinnslu. 1 skólanum voru þó ekki nema um 1.200 nemendur fyrir. Það hefur heldur ekki farið fram hjá útvegsmönnum, að opnaðar hafa verið nýjar námsleiðir i þjóðfélagsfræðum og skyldum greinum og í heimspekideild og i þjóðfélagsfræði sitja um 800 nemendur. Ekki gera þeir sér miklar vonir um að þetta nám komi atvinnulifinu að gagni. Þetta efnalitla fólk nýtur svo námslána og styrkja, sem nema mörg hundruð milljónum króna og fá þeir hæst lánin, sem ekki þurfa eða vilja vinna fyrir sér með þátttöku i at- vinnulifinu. Á sama tíma hef- ur Háskólinn ekki séð sér fært að hefja kennslu i fiskiðnfræði eða skipaverkfræði eða öðrum hagnýtum greinum fyrir sjávar útveginn. í hinum dreifðu sjávarþorp- um þessa lands vinnur fólkið, sem þar býr, hörðum höndum að því að framleiða útflutnings vöru, sem seld er fyrir gjald- eyri, sem lífsnauðsynjar eru keyptar fyrir og ríkið tekur toll- og söluskattstekjur af til að standa undir rekstri þjóð- arbúsins og menntastofnana. Það hefur þótt skylda þjóð- félagsins áð sjá hverju byggð- arlagi fyrir læknisþjónustu. Nú heyrum við í fréttum sagt frá hverju sjávarþorpinu á fætur öðru, þar sem ekki er læknisþjónustu að fá. 1 sumum þessara þorpa hagar þannig til, að um einangrun getur verið að ræða í marga mánuði á landi og marga daga á sjó. Á sama tima flytja læknar til útlanda í hópum, þakklátir fyr ir hina frábæru námsaðstöðu, sem þeim er sköpuð hér heima, og fyrir það, að aflétt hafi ver ið af þeim þeirri þungu kvöð, að þurfa að þjóna því fólki, sem léti þeim í té þessa frá- bæru aðstöðu. Ástæðan til þess, að ég er að gera þetta að umtalsefni hér, er sú, að ég vil vekja at- hygli á, að áhættusöm störf við atvinnurekstur og læknis- þjónusta eru óaðskiljanleg ir þættir. Ef við ætlum að halda áfram og efla atvinnu lifið út um land verður að sjá fólkinu, sem við það á að vinna, fyrir svo sjálfsagðri þjónustu sem læknisþjónustu, að öðrum kosti flýr fólkið þessa staði og það ekki að ástæðu- lausu. Enginn má skilja orð mín svo, að ég sé andvlgur þvi að fólk fái tækifæri til þess að mennta sig sem bezt, enda er þekking og menntun und- irstaða framfara. En óhjá- kvæmilegt er, að þeir, sem menntunar njóta með öll- um þeim kostnaði, sem henni fylgir, eigi ríkar skyldur við þjóðféiagið og að meira hlýtur að verða krafist af þeim en öðrum. Ætlast verður til, þegar ungt fóik velur sér menntabraut, að það hafi 1 huga, að þekking þess verði þvi sjálfu og þjóðfélaginu i heild að sem mestu gagni, en ég tel að mikið skorti á að svo sé, þegar litið er til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á skömmum tíma, þegar hundr uð stúdenta leggja út i nám 1 heimspeki og þjóðfélagsfræði. Ég hef þessi ávarpsorð mín þá ekki fleiri og þakka meðstjórnarmönnum mínum I stjórn L.l.Ú. gott samstarf á liðnu starfsári. Samstarfsfólki á skrifstofu samtakanna þakka ég vel unnin störf. Ég færi Gunnari I. Hafsteinssyni sér- stakar þakkir, en hann lét af störfum á árinu, eftir langt og farsælt starf hjá samtökunum. Við hans starfi tók Jónas Har- aldsson, lögfræðingur og býð ég hann velkominn til starfa. Að svo mæltu segi ég 33. aðal- fund L.l.Ú. settan. I VtNNIHOU*: I 'VOtVO 1« Onmi U« s:- VOtVO 1« Ormi Ux | im I •

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.