Morgunblaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.12.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1972 Hringt eftir midncetti M.G.EBERHART í þýðingu Páls Skúlasonar. var ekki læst. Og svo var verið að tala um læsingar og innbrots- þjófa með byssu! Hún gekk að dyrunum og læsti. Svo stóð hún stundarkom og horfði á eitthvað, sem líktist mest svörtum höggormi og lá undir borði. Þetta var svartur sokkur, sem hún hélt, að vinnu- stúlkan ætti, því að ekki gat hún hugsað sér, að Blanche eða Fiora genigju í svörtum sokkum. Hún tók hann upp og fleygði honuim á stól, gekk síðan aftur að, eldavélinni, en í sama bili kom Pétur þjótandi út úr búr- inu og inn í eldhúsið. — Mér fannst ég heyra til þín, sagði hann. Hvað ertu að gera hér? — Fioru langar í heita mjólk. Hann horfði á hana stundar- kom, syfjulega. Hún leit sem snöggvast á hann, en sneri sér síðan að mjólkinni. Það var að byrja að koma börkur á hana, þegar Pétur sagði: — Mér var alvara, þegar ég sagði, að það hefði verið fallega gert af þér að koma. — Ég hef svo sem ekkert get- að gert. — En þú komst samt. Já, vist kom ég, hugsaði hún. Svo sagði hún snögglega: — Pétur, hvað hélztu að ég gæti gert? Hvers vegna varstu að biðja mig um að koma? Pétur dokaði ofurlítið við áð- ur en hann svaraði, eins og hann var vanur. En svo sagði hann: Jenny, í augum flestra er ég ekki annað en beinharður fjármálamaður. Og það verð ég líka að vera. En ég er nú jafn- framt mannlegur. Hún beið og svo bætti hann alit í einu við: — Ég þarfnaðist þin bara, það var alit og sumt. Og það sagði ég þér. — Þú hefur elcki þarfnazt min. — Þú - þarfnaðist mín ekki . . . .sagði hún, en Pétur greip fram í. — Hvemig veiztu það. Við rifumst þarna forðum út af Fioru. Ég sleppti mér. Ég hélt, að þú ætlaðir að fara að leggja mér lífsreglumar. En undir eins og skilnaðuirinn var kominn í kring og reiðin tekin að sefast. . já, það var þá sem ég hringdi til þín í fyrsta sinn og það var gott að geta aftur talað saman, eins og vinir. Eins og við höfð- um alltaf verið. — Áttu við, að það hafi hresst samvizkuna eitthvað við? spurði hún dræmt. — Nei, ég á ekki við það, heldur hitt, að það var gott að geta verið vinir aftur. I kvöld hélt ég, að Fiora vseri annað hvort að gera sér upp þessa árás, eða hitt, að hún hefði ver- ið raunverúleg. Ég sleppti mér sem snöggvast, en þá datt mér þú í hug og mig langaði svo til, að þú kæmir. Það var allt og sumt. Hana langaði til að trúa hon- um og gerði það líka, en hún svaraði: — Þú getur ekki átt tvær konur, Pétur. — Jenny. . . Hann gekk nær henni. — Jenny, ég treysti á skilning þinn. Ég reiddi mig á þig. Það hef ég alltaf gert. Jenny. . . Hann vafði hana örm- um, dró hana að sér og sagði: — Ég hef saknað þín. Þú veizt ekki, hve mikið ég hef saknað þin, Jenny. Þetta var stundin, sem hana hafði alltaf dreymt um. Þetta var Pétur. . . Hún fékk ríg í hálsinn ög ætl aði að missa jafnvægið. Og auk þess var mjólkin að brenna við. Það var lifca eitthvað athuga- vert við þetta mót þeirra. Ætti hún ekki að minnsta kosti að reyna að endurvekja töfrana frá fyrri dögum? Hún vafði hann örmum -— og þá vildi svo til, að hún losnaði við hálsrig- inn um leið — en um leið opn- uðust dyrnar og Blanohe og Cal komu inn. Það varð andartaks þögn og þau horfðu á Pétur og Jenny, en Pétur deplaði augunum og leit undan. Blanche hló snöggt. — Ég vissi, að ég heyrði einhvern um- gang i stiganum. . . Cal sagði: — Eruð þið í stand myndaleik, Jenny? Jenny sleppti Pétri og hann sagði: — Nei, Jenny var bara að hita mjólk handa Fioru. Pét- ur var ekkert vandræðalegur, aðeins sviplaus. Ca'l tók pönnuna. — Það er að brenna við hjá þér. Hann var líka í innislopp, gömlum slopp, sem Pétur átti, og Jenny þekkti aftur rauðu og hvítu randirnar á honum. Cal setti pönnuna á borðið, svo hart, að mjólkin skvettist upp úr henni. — Jæja, héma eru þá innbrotsþjófamir þinir, Blanche. Ég fer nú í rúmið. sagði hann og gekk út án þess að Uta um öxl. Og hurðin féll að stöfum á eftir þonum. Blanche sagði: — Ég bið ykk- ur að afsaka. Það var likast því sem hún hefði ruðzt inn á einhvern í baði. Svo var hún lika horfiin út. Pétur starði á eftir henni and artak, en sagði svo. — Þeim dett ur víst sitt af hverju í hug. Jenny var utan við sig og á suðumarki, ekki síður en mjóik- in, enda þótt hún hefði ekki getað sagt hvers vegna. — Ertu ekki hrædd um, að hún segi Fi- oru frá þessu? sagði hún snöggt. Pétur svaraði engu. Hann mætti augum hennar sem snöggv ast, en herti svo á beltinu á fal- lega, svarta sloppnum sinium. Hann var í rauninni fremur feit laginn, en hélt sér grönnum með ströngum iikamsæfingum, tenn- is og sundi. Hann ledt í kring- um sig, athugaði lásinn á hurð- inni, sá sokkinn á stóinum og tók hann upp. — Hvað er þetta? — Svartur sokkur, sagði Jenny. Hún óskaði þess heitaist, að Blanche heyrði ekki svona vel. Og hún óskaði þess, að Cal skipti sér ekki af því, sem honjurn kom ekki við. Hún ósk- aði þess, að hún hefði fairið að eins og henni datt fyrst í hug og neitað að koma. Hún óskaði svo margs, að hún var hætt að botna í, hvers hún óskaði heit- ast. — Átt þú hann? spurði Pét- ur með undrunansvip. — Nei, iiklega á stúlkan hann. Hvað heáitir hún nú aft- ur? Rósa? Svaraðu mér, Pétur. Ertu hræddur uim, að Blanche segi Fioru, að hún hafi komið að okkur... svona? — Hvað? sagði Pétur, viðut- an. — Alls ekki. Við það er ég ekkert hræddur. Hann sett- ist á borðið og starði niður i gólfið. Hún beið og hann sagði ekk- ert. Hún fór inn i búrið og fann þar glas og bakka, kom inn aft- ur og Pétur hafði enn ekki hreyft sig. Ilún smakkaði var- lega á mjólkinni hún var við- brennd. Hún náði I aðra pönnu og meiri mjólk, hitaði hana var- lega. Og enn hreyfði Pétur sig ekki. En eitt var henni nú orðið greinilega ljóst. Hún gat ekki lengur gert sjálfa sig að neinmi dyramottu eða gömlum skó, sem Pétur gæti fleygt frá sér að vild. Hún sagði: — Þú getur far ið raeð mjólkima upp ti'l Fioru. Ég ætla að biðja Cal að fara með mig til borgarinnar strax. Og . . . Pétur. . . Reyndu hvorki að hringja til mín né hitta mig framvegis. Hún var að brjóta al'lar brýr að baki sér, hugsaði hún kulda- lega, og fleygja frá sér öllurn velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Matthías og Hannes Hafstein kváðust á Margir urðu til þess að upp- lýsa Velvakanda um uppruna vísunnar, sem birtist í dálkin- um s.l. laugardag, en hún var svona: Þú hefir sent oss þjóðarhnoss, þú hefir létt oss mikinn kross. Þú hefir kveðið þrótt í oss, þú hefir borgað Goðafoss. Svo sem áður hefur verið get ið strandaði Goðafoss 30. nóv- eao.ber 1916, en sama ár kom út i Reykjavík I.jóða-bók eft- ir Hannes Hafstein. Útgefandi var Þorsteinn Gíslason, rit- stjóri. Þegar bókin var út kom- in, sendi Matthías Jochumsson Hannesi Hafstein visuna hér að ofan. Guðlaug Narfadóttir hringdi og tjáði Velvakanda, að Hann- es hefði þá kveðið til Matthí- asar: Fyrir utan alla mennt, er þér hef ir Drottinn lént, öllum fremur er þér hent, öðrum að segja „kompliment“. • Til sauðfjáreigenda Hér kemur svo bréf frá Sauð fjárvemd. „Ágæti Velvakandi. Sauðfjárverndin biður þig að gjöra svo vel og koma þess- ari orðsendingu til lesenda þinna: SAUÐFJÁREIGENDUR! 1. Rýið allt sauðfé, sem er í tveimur reyfum, strax og fé er tekið á gjöf. Þetba á að vera markmið sauðfjárræktarmenn ingarinnar: Engin kind í tveiim ur reyfum á jóluim. Hlynna þarf sérstaklega vel að snöggum ám og þeirn, sem rýrar eru, meðan ullin er að vaxa svolítið. 2. Gefið ánum lýsi sem fyrst fyrripart vetrar, þá vex ullin meira og verður betiri. Æmar verða frjósamari og gefa meiri arð. Lýsisg.iöf e'erir ærnar hraust ari, þær þola betur, ef eitt- hvað kemur fyrir. Lýsisgjöf er vöm geg-n sjúkdómuim sem hrjá sauðféð og eru að breiðast út. Páll Á. Pálsson yfirdýralækn ir skrifaði grein um Hvanneyr arveikina í Frey, 6. tbl. 1970. Þar segir hann meðal annars: „Talið er að skortu-r á fjörefn- uim og snefilefmum geri fé næm ara fyrir veikinni. Margir telja sig hafa reynslu af því, að regiuleg lýsisgjöf dragi úr hættu af vötdum Hvanneyrar- veiki. Má vera að svo sé; fátt eykur hreysti og þol fjárins meira en gott lýsi, og er það of óvíða gefið." Nóvember 1972, Sauðf járverndin. • Raunvísindamaður fjallaði um söguvísindi Húsmóðir skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég hlustaði á raunvisinda- manninn, sem hélt 1. des. ræð- una, og fann engin vísindi og ailra sízt söguvísindi. Sagan segir nefnilega frómt frá. Ræðumaðurinn talaði eins og hann hefði verið uppi á dögum Karls Marx, en margt hefur breytzt síðan, guði sé lof. Frá Marx hefuir heimurinn fenigið þá verstu plágu, sem um getur í allri veraldarsösgumni, sem sé kommúnismann. Adam Smith setti fram sínar hagflræðikenn- ingar 1776, og byggðist hún á sjálfsbjargarviðieitni mannsins. Maðurinn átti að vera sem allra frjálsastuir, því hver veit bezt hvað sjálfum hentar. Á þeim tíma, urðu þeiir sem pen- ing'ana áttu of ríkir. Sáu menn fljótt, að þarnia hlaut að sjóða upp úr, og þá fengu menn verk falJsrétt og þar með var auð- vaJdinu hnokkt, því að maður- inn með tvær hendur tómar gat sett sína kosti. Enn þann dag í dag eru kjör aiimenninigs bezt, þar sem kenning Adarns Smith ra-óu'r, með sjálfsöigðum endur- bótuim. Á gömlu dögum auð- valdsins máttu þeir fátæku bölva hlutskipti sínu, og skáld in kenna í brjósti um þá, en þar sem kenningar Karls Marx eru látnar ráða nú, hef- ur enginn málfrelsi. Skáld og visindamenn, eru settir á geð- veikrahæli eða í fangabúðir. • Fyrirmyndarlöndin Hvað gott hefur kommúnism- inn gefið heiminum? Ræðu- miaðurimn lagði til, að Kúba og Chile ættu að vera fyrirmymd, — vist fyrir Islendinga, og all- ar þjóðir. Hann hefur auðvit- að ekkert heyrt frá Chile. Þar lá nú við uppredisn á dögun- um, því þar er atvinmulíf í rúst, og skriðdrekar keyrðir á þá, sem kvörtuöu. Castro er svo heppiinn, að það er vont að flytja frá Kúbu. Hann tók þann kostinm að selja Banda- ri'kjamönnum fyrir of fjár, þá, sem vildu fara, en svo varð hamn að hætta því, ann- ars hefði orðið landauðn. Affls staðar, þar sem koirnimúnismimn ræður, er löndum lokað, með gaddavir og vörðum, og medra að segja eru landamæraverðir á milli kammúnistarikjan#a Rúsislands og Kina. Samt end- aði samkama stúdenitanna í Reykjavík árið 1972, mieð því að aiLlur þessi lærði lýður söng „Internationaldnn“, þar sem seg ir, að kommúnismdnn tengi strönd við strönd. Hvað hafa þessir menn lært, og hvað seg- ir sagan manni, þegar fólk vill heldur fórna lífi sínu, en lifa í kommúniistísku þjóðfél'agi. (Hvað reyn-a margir að flýja frá Spárni?) Sjáa-ndi sjá þedr ekki, og heyrandi heyra þeir ekki. Húsmóð1r.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.