Morgunblaðið - 05.01.1973, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1973
Var svo heppin að veikjast hér
og slapp því við jarðskjálftana
segir Aðalheiður Guðmundsdóttir, söngkona, sem heldur hér
tónleika á þriðjudaginn til ágóða fyrir hjálparstarfið í Nicaragua
Á jólum í fyrra voru þan Sveinn og Aðalheiðnr í San Salva-
dor. Hér eru þau við jólatréð á heimili sinn, ásamt sonardótt-
urinni Ástiiildi, sem á þessum jólum lenti í jarðskjálftunum
i Nigaragiia.
— ÉG var svo heppin að
verða veik og þurfa að
breyta öllum áætlunum.
Forlögin hafa ráðið því,
sagði Aðalheiður Guð-
mundsdóttir, söngkona, er
fréttamaður Mbl. hóf við
hana viðtal. Það blaðavið-
tal hafði raunar átt að
fara fram fyrr eða í nóv-
embermánuði, er hún kom
hér á Ieið frá Þýzkalandi
og ætlaði að syngja á tón-
leikuin í Austurbæjarbíói
9. nóvember. Þá var hún á
hraðri ferð, því hún átti
að syngja við opnun lista-
hátíðar í bænum Antigua í
Guatemala 15. nóvember,
En þá gerðist það að Að-
alheiður „var svo heppin
að veikjast“, og það átti
eftir að verða til þess að
bæði hún og eiginmaður
hennar, Sveinn Einarsson,
verkfræðingur, sluppu við
að lenda í jarðskjálftunum
miklu í Managua í Nigara-
gua, sem lagði alla borg-
ina í rúst.
— Þegar ég veiktist og
læknirinn sagði að ég mundi
ekki geta haldið tónleikana í
nóvember hér, þá hringdi ég
tíl Sveins, en við höfum átt
heimili í Nigaragua síðan í
apríl s.l., og bað hann um að
tilkynna að ég gæti ekki sung
ið á listahátíðinni í Guate-
mala, sagði Aðalheiður er við
inntum hana nánar eftir þess
ari skrýtnu heppni. — Mér
þótti slæmt að þurfa að hætta
við það, því upphaflega átti
ég að syngja á listahátiðinni
í Guatemala í apríl, en henni
var þá frestað. Þar til í nóv-
ember. Hún er haldin í yndis
legri, gamalli borg, Antigua.
En úr því svona var komið,
þá stakk ég upp á þvi við
Svein að hann notaði frí, sem
hann átti inni, og kæmi til Is-
lands fyrir jólin. Þá gætum
við fengið hingað dóttur okk
ar, sem er við nám i Mún-
chen og öll átt jól á íslandi.
— Sveinn lagði svo af stað
22. desember um morguninn
og flaug næstum í einum
áfanga hingað. En hann hafði
ekki sofið nema 3 tíma eftir
ferðina, þegar fréttir komu
um að um miðnætti dagsins,
sem hann fór af stað, hefði
nær öll borgin hrunið til
grunna í jarðskjálfta. Af
syni okkar, tengdadóttur,
litlu sonardótturinni og hin-
um íslendingunum á staðnum
fréttum við ekkert fyrr en að
morgni jóladags.
— Það hefur verið hræði-
leg jólanótt?
— Já, hún var ömurleg.
Allt simasamband var rofið
við Nigaragua, og erfitt
reyndist að ná sambandi við
Salvador vegna þess hve
mikið álag er á símanum á
jólum. Undir morgun fengum
við svo fréttir um að allir
væru komnir til Salvador heil
ir á húfi. Það var mikill létt-
ir. En ég var fjarska fegin
að hafa ekki upplifað þetta
sjálf. Ég var búin að fá nóg
af jarðskjálftum í Salvador,
þar sem við bjuggum í 3 ár.
Það mælast um 1000 jarð
skjálftar á ári. Sumir að visu
vægir, en aðrir sterkir. Sá
sterkasti kom, þegar Sveinn
var í Argentínu og ég ein
heima með börnunum. Ég
vaknaði þá við að rúmið mitt
rann til og hristist. Það var
allt annað en notalegt. Ég
vakti soninn og tengdadótt-
urina, en þeim fannst lítið til
koma. En nú hafa þau lík-
lega fengið aðra skoðun á
jarðskjálftum. Enda mikill
munur á 4 stiga jarðskjálfta,
eins og sá var, eða skjálfta
sem mælist 7 stig, eins og sá
sem lagði Managua í rúst. Ég
hefði að visu viljað vera hjá
börnunum, ef ég hefði getað
orðið að gagni. En ég efast
um að ég hefði lifað það af,
svo hrædd sepi ég varð í
fyrra skiptið.
— En hvað með húsið og
allar ykkar eignir? Er
það allt heilt og óstolið?
— Já, við vorum svo hepp-
in að húsið stóð og Samein-
uðu þjóðirnar tóku það fyr-
ir aðalstöðvar fyrir hjálpar-
starfið, svo það ætti að vera
heilt og óskemmt. í rauninni
er ég ekki flutt til Nigaragua.
Ég er enn á leiðinni þangað,
segir Aðalheiður og hlær við.
Við höfum búið í San Salva-
dor síðan við fórum héðan
1969 og Sveinn var ekki flutt
ur í annað starf í Nigaragua.
fyrr en i apríi s.l. Ég fór þá
í frí til Islands og svo til
Múnchen, til að heim-
sækja dóttur mína, sem þar
er við nám og ég hafði ekki
séð i 2 ár. Ég notaði tæki-
færið þar til að fá söngtíma
hjá mínum gamla góða söng-
kennara, Jósep Metternich.
— Og svo ætlaðirðu að halda
hér tónleika og ætlar enn?
— Já, ég kom svo hingað
heim og ætlaði að nota tæki-
færið til að hafa ljóða og aríu
tónleika í Austurbæjar-
bíói, en halda síðan til Mið-
Ameríku og syngja við opn-
un tónlistarhátíðarinnar í
Guatemala. Eftir það ætlaði
ég heim til Nigaragua. En
það breyttist allt saman.
Samt ætla ég að láta verða
af tónleikunum hér á þriðju-
daginn kemur og syngja ljóða
lög eftir Schumann, Brahms,
Hugo Wolf og Richard
Strauss, ásamt 5 íslenzkum
lögum og aríum eftir Gluck
og Saint Saens. Og ég hefi
ákveðið að láta ágóðann af
þeim tónleikum renna til söfn
unar Rauða krossins og kirkj
unnar til hjálparstarfsins í
Nigaragua. Að tónleikunum
loknum held ég svo áfram
ferðinni. Enn á ég farmiðann
til Nigaragua. Og þangað fer
ég, ef Sveinn verður sendur
þangað aftur. En nú er ailt
orðið breytt og óljóst. Ég
vona þó að við verðum áfram
í Mið-Ameriku.
— Þér líkar vel í
Mið-Ameríku rikjunum? Þú
hefur talsvert sungið þar, er
það ekki?
— Jú, alltaf öðru hverju.
Ég hefi sungið 4—5 sinnum
sem einsöngvari með Sin-
fóníuhljómsveitinni í E1 Sal-
vador og þar söng ég i út-
varpi og sjónvarpi. Þess
á milli hefi ég sungið hjá
ýmsum félagasamtökum og
menningarsamtökum, sem
efna oft til tónleika. Ég hefi
mikla ánægju af þessu.
— Og það er gott að vera
í Mið-Ameríkurikjunum.
Þarna, er nánast Paradís á
jörðu, heldur Aðalheiður
áfram að svara spum-
ingu okkar. Meðalhitinn i EI
Salvador er 22 stig og 28 stig
i Nigaragua. Og loftið
er hreint og tært, og nátt-
úran óspillt. Gróður er mik-
Ul. Við höfum 20 ávaxtateg-
undir í garðinum okkar. Mað
ur býr vel og hefur næga
húshjálp. Og fólkið er gott og
tryggt. En efnum er ákaflega
misskipt í landinu. Þeir sem
hafa góð efni, leigja gjaman
sumarhús niður við sjóinn, á
yndislegum stað, og lifa tals-
verðu samkvæmislifi. 1 San
Salvador hittum við yfirleitt
allt Evrópufólkið vikulega í
klúbbnum í Hótel Interconti-
nental, sem er uppi í fjallinu
á yndisíegum stað. Og þar er
fálleg sundlaug.
— Millistétt er aftur
á móti nær engin, og blend-
ingar af Indjánum og Spán-
verjum myndar stétt fátækl-
inga. Hjá þeim er barna-
mergð mikil. En nú er hafin
mikil herferð til að draga úr
barneignum, svo fólk hafi
möguleika til að komast úr
basiinu. Ríkið rekur upplýs-
ingastöðvar, þar sem leið-
beint er um takmörkun barn
eigna og „pilluna" geta kon-
ur fengið ókeypis í heilsu-
verndarstöðvum, að læknis-
skoðun lokinni. Læknishjálp
er annars dýr, en öll lyf eru
á frjálsum markaði, og leitar
fólk því til lyfsalanna með
kvilla sína. Sjúkrahús eru
mörg og eitt er rekið frítt fyr
ir þá sem ekki geta borgað.
Skólar eru fríir o>g skyldu-
nám.
— Hafið þið ekki lent í ein
hverri byltingunni?
— Jú, jú, í Salvador 25.
marz s.l. Kl. 2 að nóttu fór
rafmagnið allt í einu af öllu.
Skömmu seinna heyrðum við
í flugvélum og heyrðum þær
fljúga lágt yfir húsið hjá
okkur. Þá fóru að heyrast
skot, fyrst stök fallbyssuskot
og riffilskot, og síðan reglu-
leg skothrið. Um morguninn
fréttum við að bylting væri
hafin. Við höfðum tvisvar áð
ur bi'rgt okkur upp af mat,
þegar einhver órói var, og nú
fór Sveinn og náði í matar-
birgðir. Við höfðum því allt
nema vatn, þvi vatns-
laust varð í borginni. Við
horfðum svo allan daginn á
flugvélamar koma yfir og
gera árás á virkið, þar sem
forsetinn var geymdur. En
stjórnmálaástandið er nokk
uð flókið og ekki gott að
skýra það í stuttu máli. Frá-
farandi forseti, Fides Sases
Femandes var við völd, en
deilur um kosningu nýs for-
seta. Það var hluti af hem-
um, sem gerði uppreisnina og
hún endaði með þvi að gamli
forsetinn sat út allt kjörtima-
bil sifct. Um kvöldið kiom raf-
magnið aftur og tveimur tám
uim síðar byrjaði sjónvarp. Þá
fréttist, að forsetinn væri við
fulla heilsu og rnumdi bráfct
birfcast á skerminum. Hann
kom svo loks eftir langa bið.
En þetta er ekki auðvelt að
skýra í svo stufcbu máli, auk
þess sem maður á ekki að
blanda sér iinn í stjómmála-
dieilur í löndum, þa.r sem mað
ur dvelur sem gestur, sagði
Aðalheiður að lokum. Þeir
halda líka jafnan útlendingum
utan við sínar stjórnmáladeil
ur og vilja það. Útlendingum
er því lítil hætta búin af bylt-
ingunum, svo lengi sem þeir
skipta sér ekki af þeim.
Við óskum Aðalheiði svo
að lokum góðs gengis á tón-
ieikunum á þriðjudag og góðr
ar ferðar — hvort sem það
verður aftur í Mið-Ameriku
eða annað. —- E.Pá.
Hús Sveins og Aðalheiðar í N igaragua. 1 garðinum er falleg
sundlaug og um 20 tegundir af hitabeltistrjám með ávöxtum
eru í garðinum. í útbyggingu t.v. eru svefnherbergi og „terr
asse“ fyrir framan.
Aðalheiður að syngja á tónleikum í San Salvador í fyrrasum-
ar. Undirleikari er pianóleikarinn Tamiko Muramatsu.