Morgunblaðið - 05.01.1973, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTÖDAGUR 5. JANÚAR 1973
17
Gunnar Thoroddsen alþingismaður:
Um stjórnarmyndun
og stjórnarskrá
Ábending Ölafs
Jóhannessonar
forsætisráð-
herra
HÉR á landi hefur það komið
fyrir, að minni hluta stjómir
hafi verið við völd um
skamman tíma, og utanþings
stjórn einu sinni. En langsam
lega tíðastar hafa verið sam-
steypustjórnir tvegigja eða
Þúggja þingflokka, er saman
höfðu meiri hl'uta á Alþingi.
Sá meiri hluti hefur tilnefnt
alla ráðherrana úr sínum
hópi og ráðið stjórnarstefn-
unni.
Ólafur Jóhannesson forsæt
isráðherra hefur sett fram
hugmynd um breytingu á þess
ari hefð um stjórnarmyndan
ir. f áramótaræðu sinni mælti
hann á þessa lund:
„Gæti ekki komið til álita,
að ríkisstjórnin væri speg-
ilmynd af Alþingi öllu, þ.e.
að Alþingi kysi ríkisstjórn
ina beinlínis hlutfallskosn
ingu.“
Fyrir allmörgum árum
ræddum við Bjarni Benedikts
son stíkt fyrirkomulag i sam-
bandi við endurskoðun á
stjórnarskránni, en fyrirmynd
þess er i Sviss. í því rót-
Gunnar Thor<Hldsen.
gróna lýðræðisriki hefur sá
háttur verið lengi á hafður,
að allir stærstu stjórnmála-
flokkarnir eigi ráðherra í rík
isstjórn, með hliðsjón af þing
mannatölu þeirra. Þar sem
þetta mál ber nú á góma á
opinberum vettvangi, þykir
rétt, fólki til fróðleiks, að
greina í stórum dráttum frá
stjórnarháttum Svisslend-
inga í þessu efni.
Stjórnarmyndun
og ráðherraval
í Sviss
Samfoandsþing Svisslend-
inga er kosið á fjögurra ára
fresti. Það skiptist í tvær
deildir, þjóðþing og fylkis-
þing. Sameinað þing kýs að
loknum þingkosningum sjö
manna ríkisstjórn, sem köll-
uð er sambandsráð, til fjög-
urra ára. Hlutfallskosning ér
ekki viðhöfð, heldur er hver
ráðherra kosinn meirihluta-
kosningu. En það er orðin löng
og föst hefð með samkomu-
lagi stjómmálaflokkanna, að
við ráðherrakjör er tekið til-
lit til þingmannatölu flokk-
anna. Verður útkoman þvi
svipuð hlutfallskosningu. —
Stærstu flokkarnir þrir, sem
hafa hver um sig 20—25%
þingsæta, hafa nú tvo ráð-
herra hver, og fjórði flokkur
inn, með rúmlega 10%, hefur
einn ráðherra.
Emhætti ríkis-
forseta og for-
sætisráðherra
sameinuð í Sviss
Formaður ríkisstjómarinn-
ar er einnig um leið forseti
isamfoandsifikisins. Sameinað
þing kýs hann árlega úr hópi
ráðherranna. Gegnir hann for
setastarfi í eitt ár, og er ekki
heimilt að kjósa hann að nýju
fyrir næsta ár. En síðar má
velja hann á ný. For-
seti Sviss, Roger Bonvin, sem
tók við þvi embætti nú um
áramótin, var einnig ríkis-
forseti árið 1967. Varaforseti
ríkisins er kosinn um leið,
einnig til eins árs. Er algeng
ast, að varaforseti verði kjör
inn forseti næsta ár. Hver ráð
herra hefur sína stjórnar-
deild eða ráðuneyti, og sá,
sem kosinn er forseti, fer á-
fram með stjórn síns ráðu-
neytis. Hinn nýkjörni forseti
er t.d. um leið samgöngu- og
orkumálaráðiherra. Fráfar-
andi forseti var fjármálaráð-
herra.
Kostir og gallar
Það þykir kostur við þetta
fyrirkomulag í Sviss, að festa
og stöðugleiki verða í stjórn-
arfari. Ráðherrar eru kosnir
til ákveðins tíma og eru oft-
ast endurkosnir, ef þeir gefa
kost á sér. Samstarf gott hef-
ur skapazt milli ráðherranna,
þeir standa að öllum jafnaði
sama,n, að minnsta kosti út á
við, og sjaldan ber það við, að
þeir andmæli hver öðrum á
þingi. Hins vegar telja sumir
það ókost, að línur verði ekki
eins skýrar milli flokka eins
og þar sem tveir flokkar skipt
ast á um völdin, svo sem er í
Bretlandi; verði oft erfitt að
greina, hver beri hina raun-
verulegu ábyrgð á stjórnar-
störfum. Minna verði um
gagnrýni en þar sem stjórnar
andstaða er sterk. Þá hefur
verið á það bent, að í Sviss
sitji sömu menn helzt til lengi
í ráðherrastólum; þeir sem
þangað séu komnir, ílendist
þar flestir, unz aldurinn ýtir
þeim út. Telja sumir það kost,
en aðrir löst.
Þessar athugasemdir eiga
við hið svissneska fyrirkomu
iag. Um kosningu ríkisstjórn-
ar á íslandi með hlutfalls-
kosningu koma einnig ýmis
önnur og fleiri sjónarmið til
greina.
Hvernig liti
ríkisstjórn á
íslandi út með
hlutfalls-
kosningu?
Ef sú hugmynd yrði fram-
kvæmd, sem forsætisráðherra
setti fram á gamlárskvöld, að
Alþingi kysi ríkisstjórn hlut-
fallskosningu, er fróðlegt að
athuga, hvernig stjórnin yrði
samsett, eins og Alþingi er nú
skipað.
Ef hver flokkur kýs sér,
fengi Sjálfstæðisflokurinn 3
ráðherra, Framsóknarflokk-
urinn 2, Alþýðubandalagið 1
og Alþýðuflokkurinn 1, sam-
tals 7 ráðherrar. Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
fengju engan. En hugsanlegt
væri, að flokkar biðu fram
iista saman, éins og títt er
um kosningar í nefndir. Að
visu tapar hugmyndin um
hlutfallskosningu rikisstjórn-
ar nokkru af gildi sinu og að
dráttarafli, ef tilteknir flokk
ar gera fyrirfram samkomu-
lag um að ná meiri hluta i
stjórninni og starfa og standa
þar saman, með þeirri óhjá-
kvæmilegu afleiðingu, að
dregið yrði stórum úr áhrif-
um ráðherra annarra flokka
og aðstaða þeirar lömuð. En
ef slíkt kosningasamstarf
ætti sér stað og núverandi
stjórnarflokkar byðu fram
sameiginlega, myndu þeir ná
fjórum ráðherrasætum af sjö.
Stjórnarskrár-
nefnd f jalli
um málið
f ræðu sinni sagði forsætis
ráðherra:
„Því fer auðvitað fjarri,
að ég sé hér að gera um
þetta nokkra tillögu, En
ekki þýkir mér neitt óeðli
legt, að atriði sem þetta
sé tekið til umhugsunar af
þeirri nefnd, sem nú fjall
ar um endurskoðun stjórn
arskrárinnar."
Ég er forsætisráðherranum
alveg sammála um, að stjórn
arskrárnefnd skoði þessa
„hu'gleiðingu“ eins og ráð-
herra kallar hugmyndina.
Myndun ríkisstjórna, aukin
festa og stöðugleiki í stjóm-
arfarinu, er meðal mikilvæg
ustu mála, sem nefndin þarf
að fjalla um. En fyrst ráð-
herrann beinir þessu máli til
stjórnarskrárnefndar, er til-
efni til þess að rifja upp, hvar
störf hennar eru stödd á vegi.
Á síðasta Alþingi fluttum
við Gísli Guðmundsson hvor í
sínu lagi, en í samráði þó, til
lögur um að efna til endur-
skoðunar á stjórnarskrá ís-
lands. Allsherjarnefnd Sam-
einaðs Alþingis fékk báðar
tillögurnar til meðferðar. Til
lögurnar voru sameinaðar i
eina, sem nefndin samþykkti
einróma að flytja. Horfði nú
vel um framgang þessa merka
máls. En þegar þrir dagar
li'fðu þings, og aðeins var eft
ir síðari umræða tillögunnar,
sem fulltrúar allra flokka í
allsherj arnefnd fluttu, kom
boð frá herra Hákon: Ríkis-
stjórnin vildi ekki, að málið
yrði afigreitt á þessu þingi,
heldur látið daga uppi. Áhuga
menn um endurskoðun voru
ekki þess hugar að beygja sig
fyrir slíku valdboði og kröfð
ust þess, að málið gengi fram.
Fóru leikar svo, að stjórnin
lét þess kost að samþykkja
tillöguna með skilyrði um
tvær breytingar. Voru þær
þessar: Allsherjamefnd hafði
lagt til, að auk 7 nefndar-
manna, sem kosnir væru af
Alþingi, skyldu eiga sæti í
stjórnarskrárnefndinni 2
menn tilnefndir af Hæsta-
rétti, 2 af lagadeild háskólans
og einn af Sambandi íslenzkra
sveitarfélaga. Ennfremur
lagði nefndin til, að miðað
skyldi að þvi, að unnt yrði að
leggja stjórnarskrárfrumvarp
fyrir Alþingi 1974. Hvort
tveggja vildi rikisstjómin
fella burt úr tillögiunni og var
það af hennar hendi skilyrði
fyrir framgangi málsins. Til-
lagan um endurskoðun stjórn
arskrárinnar var siðan sam-
þykkt svo breytt, og Alþingi
kaus 7 manna stjórnarskrár-
nefnd. Það gerðist 18. maí
1972.
Seinagangur
í ályktun Alþingis var for-
sætisráðherra falið að kalla
nefndina saman til fyrsta
fundar. 3 mánuðir og 3 vikur
liðu. 12. sept. kom nefndin
loks saman. Hún kaus sér for-
mann, Hamnibal Valdimars-
son. Á þeim fundi var lögð á
það rík áherzla, að nefndin
héldi nokkra fundi á næst-
unni til þess að ákveða vinnu
brögð og hefja margháttaðan
undirbúning hins mikla verks.
Enn hafa liðið í aldanna skaut
3 mánuðir og 3 vikur, og eng-
imn fundur verið haldinn.
Það er nú orðið síendurtek
ið stef hjá stjórninni, að land
helgismálið hafi „forgáng“.
En ekki dugir öllu lengur að
nota þann forgang til þess að
afsaka allam seinagang í öðr-
um málum. Ef til vill verður
nýjársboðskpur forsætisráð-
herrans til þess, að menn sjái,
að nú þarf að vakna og vinna.
Vænti ég þess, að formað-
ur nefndarinnar gefi sér nú
tóm frá landhelgismáli, lagfær
ingum á gengisskráningu og
annarri önn dagsims og kveðji
nefndina til ötulla starfa; því
að það vil ég vona að sannist
á stjórmarskrármefindimmi, að
eigi er mærin dauð, heldur sef
ur hún.