Morgunblaðið - 31.01.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3>1. JANÚAR 1973 17
HAFNARHRIP
V________s
Kaupmannahöfn. ■—Þearar við Jón
Helgason hittumsit á gamlársdtvöld
(eins og ég hef áður sagt frá) ósk-
aði hann mér til hamingju undir
lokin: að mér hefði tekizt að slá
hann út í að segja vitleysur. f>að
hafði engum tekizt fyrr. Ég var auð-
vitað stórlega upp með mér að hafa
sigrað Jón í einhverju, einkum vegna
þess að hann sagðist hafa lagt sig
allan fram allt kvöldið. Að vísu
laumaði hann þvi inn, sér til varn-
ar, að hann hefði sagt alla sína vit-
leysu vísvitandi, en ég óvart. Þessu
kem ég á framfæri við delludálkana
í þeim blöðum heima, sem svara til
Staksteina í Morgunblaðinu. En hitt
þurfa þau ekki að taka fram að Jón
óskaði sérstaklega— og i vitna við-
urvist — að ég skrifaði eftirmæli eft-
ir hann, og eins og til að vera viss
spurði hann mig tvisvar hvað gamall
ég væri. Hann sagði það yrði góð
grein og ég mætti segja alla þá vit-
leysu sem ég vildi. Sizt af öllu vil ég
bregðast skyldu minni og óskum
góðra manna og þvi hefur hann kom
ið við sögu í þessu Hafnarhripi
mínu. Vona hann taki þessum minn-
ingarorðum vel, einkum með til.liti til
þess að vel getur svo farið að hann
lifi mig. Hann er við járnheilsu, ei:ns
og einn flakkarinn á myndum Storm
Petersens segir við fína frú sem ætl-
ar að gefa honum vatn að drekka.
„Og hún gæti vel ryðgað,“ bætir
hann við — og afþakkar vatnið.
En vegna meðmæla Jóns prófess-
ors í safni Arne Magnussen held ég
hripinu áfram.
xxx
Já, Kaupmannahöfn hefur glatað
æsku sinni. Ferskri, óvæntri gleði.
Það er skýringin á ýmsu sem hér
hefur fest rætur. Það vantar eftir-
væntinguna. Fóru íslenzku sjálfstæð
ishetjurnar með allt þetta heim á sín
um tíma? Nei, það getur ekki verið.
Hér leynist iíf undir mörgum steini.
En það kemur ekki til manns eins og
áður, maður verður að velta stein-
unum við og leita þess. En kannski
er samanburðurinn við Mið-Evrópu
ósanngjarn, og niðurstaðan um
Kóngsins Kaupinhafn því neikvæð-
ari en efni standa til.
Mér sýnist Gamli Carlsberg búinn
að missa gleði sína. Það eru svo
margir sem blóta konung sinn án
þess að skemmta sér, en tárast við
hásæti hans. Honum er farið að leið-
ast. Sigurður Bjarnason, sendiherra,
sagði við mig um daginn: „Þegar
maður var ungur var maður svo
hamingjusamur að maður átti ver-
öldina skuidlaust." Af hverju er
ungt fólk búið að giata þeirri
gleði ?
XXX
Og hér gerist sama og ekkert. Þeir
eru að sýna „Godspell“ eins og það
sé eitthvert nýnæmi. Það heitir víst
„Superstar“ á móöurmáli ungling-
anna. Og svo koma einhverjir leið-
inlegir karlar og konur saman í sjón
varpinu — eins og heima — til að
„fjalla um“ efnið, sem merkir: rífast
um verkið. Sjaldnast neitt skemmti-
legt -— ég held þetta sé leiðinleg-
asta sjónvarp í heimi (þetta er ekki
sneið til íslenzka sjónvarpsins). Er
„Superstar" guðlast? Auðvitað ekki.
En ég hef bent á það áður, að eng-
inn skyldi leggja Kristi orð i munn.
Tungutak hans og hugsun verða ekki
betrumbætt. „Superstar" er sýnt í
AÐ EIGA
VERÖLDINA
SKULDLAUST
Sendiherrahjónin, Ólöf Pálsdóttir og Sigurður Bjarnason, ásanit börnum
þeirra, Hildi Helgu og Ólafi Páli á heiniili þeirra. — Málverkið er af Skjald-
breið eftir -Tón Stefánsson.
Mynd úr „Superstar“.
ABC við fínustu götuna í Höfn. Þar
sáum við Dirch Passer í gamla daga.
Þá var hlegið út undir eyru. Það er
ekki gert lengur. Einn þátttakand-
inn í umræðunum í sjónvarpinu virt-
ist vera í sérstöku og einkar nánu
sambandi við guð. Enginn stjórnaði
þættinum, þrátt fyrir ágætan stjórn-
anda, því að þeir runnu báðir út í
sandinn, þátturinn (eins og allir
slíkir þættir) og svo auðvitað stjórn
andinn. Þ.e.a.s.: hann var kviksett-
ur þarna á staðnum og komst aldrei
að. Það var engu líkara en sá „rétt-
trúaði“ með allan sannleika allrar
tilveru á takteinum væri hinn
eini sem stjórnað var. En ekki trúi
ég því að honum hafi verið stjórn-
að „að ofam“. Þar eru þeir miklu
skemmtilegri. Og vita alls ekki allt,
langt frá því, hefur Rúnki sagt mér.
Það er karl sem kemur í gegnum
Hafstein miðil, skemmtilegastur allra
þeirra sem ég hef hitt, og er þá mik-
ið sagt. Rúnki hefur gert Hafstein
að athyglisverðasta miðli vorrar ald-
ar.
Hvernig væri, Hafsteinn, að láta
hann ltoma fram í svona þætti og
kenna þessu fólki húmor?
Guðlast er ekki til nema þar sem
fólk trúir ekki á guð.
Öll leitum við einhvers. l.ácum þá
ungu leita með sinum hætti. Látum
þá finna með sinni leit. Við eigum
aðeins að veita þeim handleiðslu, ef
þess er þörf. En það er Ijóður á
ráði alltof rnargra manna að vera
sýknt og heiiagt að sletta sér
fram í það, sem þeim kemur ekk-
ert við. Af hverju má t.a.m. ekki
hver og einn hafa sína skoðun á
Kristi? Þeir sem leita hans ekki,
finna hann stundum. Og þeir sem
segjast hafa fundið hann, hafa
kannski alltaf farið á mis við hann.
Öll leiit er lotjning. Eins og listin,
ergó: trú.
Leitin sjálf er nógu góð trú handa
hverjum sem er.
Við tjáum þessa lotningu okkar
hvert með sínum hætti: þjónninn með
því að fra.mreiða listrænan mat, ball
ettdansmæriin með hreyfingum lík-
ama sins. Eru til fegurri trúarbrögð?
Við skulum láta unga fólkið í friði.
Við skulum jafnvel lofa þvi að hafa
vit fyrir okkur, stundum. Manneskj-
an breytist hvort eð er ekkert. Eðli
hennar og upplag er hið sama og
á dögum Chaucers. Eða höfundur
Njálu, hans Jóns prests Jónssonar.
Enn ganga menn fram fyrir skjöldu
og kveikja njálsbrennur. Og lítum
bara á mannlífið í The Canterbury
Tales: ef við virðum fyrir okkur
innsta eðli, hugsanir, orð og athafn
ir fölksins í þessum frásögnum, gæti
ljóðið verið ort í gær. Það er að
eins ytri búningurinn og titlarnir
sem hafa breytzt. Það sem verst er:
jafnvel hræsnin er sú sama. Það sem
bezt er: ástaratlotin eru einnig hin
sömu. Allt þetta fólk sjáum við hér
á götunum i Kaupmannahöfn, já alls
staðar. Ekki sízt í Reykjavík. En
þar er enn eitthvað að gerast, eða
í Kópavogi. í gömlum borgum eru
kirkjugarðarnir eins stórir að flat-
armáli og nýjar borgir. Það getur
verið niðurdrepandi að ganga með
endalausum kikjugarðsveggjum
eins og hér í Höfn. Þar eru þeir
sem eitt sinn kunnu að gleðjast með
Gamla Carlsberg kóngi sínum. Og
kirkjugarðar minna okkur á eitt
öðru fremur: að allt batnar sem eld-
ist. List gamalla og gróinna borga
eins og Kaupmannahafnar verður feg
urri með hverju ári sem líöur. Og
sá sem meðtekur ekki þessa fegurð.
eða eigum við að segja: þessa leiit að
fegurð með auðmjúku hjarta er dauð
ari en steinnin.n á götunum. Öllu er
lokið í lífi hans, þó að útförin hafi
ekki enn farið fram.
Nei, sá sem hefur áhyggjur út af
Kristi, þekkir hann ekki. Þekkir
hann sízt af öllum.
XXX
Gunnlaugur Scheving, sem stund-
aði nám hér í Kaupmannahöfn og
sýndi í Charlottenborg við Kóngs-
ins nýjatorg og Nýhöfnina, talaði
stundum um list Spánverja, sem hann
unni af öllu sínu góða og hlý.ja
hjarta. í henni fann hann hlutfall-
ið milli lífs og dauða, eins og hann
orðaði það við mig. í ljóðum Chauc-
ers er hlutfallið milli lasta og lotn-
ingar.
Og nú er Gunnlaugur vinur minn
farinn á fund Spánverjanna sinna.
Framtíðin mun krýna hann kórónu
sinni.
XXX
En hér gerist of lítið. Ef ég væri
ungur stúdent, færi ég sunnar og
lengra að leita mér menntunar. Ef ég
færi á annað borð. Vasaútgáfur og
endurprentanir á þessu og hinu út
um allt, það er ekki eins og
neinn hugsi lengur öðru vísi en aðr-
ir. Hvers konar blýmót er þetta
mannlíf eiginlega að verða? Við þurf
um ekki að sækja vasaútgáfur og
formúlur til annarra útskaga.
Og þá er loks byrjað að sýna
Medeu hér. Hún fær „góða dóma“,
þ.e. hún fellur inn i einhverja for-
múluna, svo að þetta getur varla
verið Medea Euripidesar. Ég sá
Medeu uppfærða niðri i Glyþtóteki i
gamla daga. Það verður ekki endur-
tekið. Ævintýrin verða ekki endur-
tekin. Meðal áhorfenda voru Alex-
ander mikli, Períkles, Alkíbíades,
Sókrates — og flestar aðrar persón
ur sem koma við sögu í myndum
Storm Petersens — að ógleymdum
öllum þessum neflausu lceisurum, sem
horfa sviplausum augum út úr
myndastyttunum sínum. Ég byrjaði
auðvitað að heilsa upp á þessa sam-
tímamenn, svo fékk ég mér sæti og
upplifði verk sem var skrifað fyrir
eilífðina. En það var auðvitað óvart,
eins og alltaf. Aftur á móti sýndist
mér þeir Sókrates og Platon og Sófó
kles ekkert sérlega hrifinir, þeir hafa
líklega þekkt bæði Medeu og Euri-
Framhald á bls. 18