Morgunblaðið - 31.01.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.01.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐÍÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JANOAR 1973 SAGAIM var búin að missa trúna á öllum lyktum, en ahnars var nú eng- inn lykill hér. Hún horfði á híaiínsnáttkjól- inn, sem lá á rúminu, en loks tók hún hann varlega upp, braut hann saman og lagði hann niður í skúffu. Það var betra að sofa í sínu eigin skinni en í nátt kjól af Fioru. Ljósrauður knipl- ingainnisloppur lá þama á stól- baki. Ljósrautt silki og knipl- ingar! Fiora? Nei, ekki gat þessi dularfulla ástmær Arthurs verið Fiora. Það var ekkert að marka smekkinn, þegar svona fatnaður var ann- ars vegar. Þúsundir kvenna keyptu sömu tegundina. Auk þess hefði Fiora aldrei lagt sig í þá áhættu að missa Pétur. Og Arthur hefði aldrei viljað eiga það á hættu að glata vináttu Péturs. Þetta hlaut að vera böivuð vitleysa, að láta sér detta annað eins í hug. Það er naumast ég er orðin ómerkileg í mér, hugsaði Jenny önug. Hún flýtti sér að afklæða sig, opnaði gluggann út að garð- inum og slökkti ljósið. Hún gat heyrt til Cals í næsta herbergi, þegar hann opnaði gluggann og lagðist síðan í rúmið, svo að brakaði í fjöðrunum. Það var talsverð huggun að vita ein- hvern svona nærri. Hún mundi eftir sama kjóln- um og Cal hafði munað eftir — þetta hafði verið uppáhalds- kjóllinn hennar, úr hvitu silki. Eftir stundarkorn ákvað hún, að hugsa ekki of mikið um Cal og það sem hann hafði sagt. Cal hafði sjálfur gert enda á málið. Hann hafði á eðli- legan hátt og einbeitttega gefið bendingu um, hvemig kunnings skapur þeiira ætti að verða framvegis — enda elskaði hún Pétur, og það var heimskulegt að vera að láta undan því, sem ekki var annað en kvenlegur hé gómaskapur. Það var líka heimskulegt •— já hreinasta vitleysa — að lieggja nokkurn hlut upp úr þessu atviki, sem kom henni svo á óvart. Þau Cal mundu halda áfram að vera nákvæm- liega sömu kunningjarnir ettir sem áður. Cal hafði gert henni þetlia Ijóst, og hún vonaði, að hún fyrir sitt leyti hefði gert honum það Ijóst. Húsið var óhugnaniega þög- ult. Regnið, sem hafði hangið yf ir allan daginn, kom nú loksins og suðaði milt á rúðunum. Þetta var rétt eins og þegar fólk er að hvíslast á um hluti, sem ekki þola að segjast upphátt. Jenny glaðvaknaði allt í einu, án þess þó að vita, hve S.V.F.R. ÚTBOÐ Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í rekstur mötuneyta félagsins við Norðurá og Grímsá sumarið 1973. S.V.F.R. leggur til aðstöðu í veiðihúsum félags- ins við árnar, svo og öll áhöld, tæki og búnað til rekstrarins. Leigutaki annist hins vegar alla fæð- issölu, húsrekstur, sölu gosdrykkja, tóbaks, veiði- korta og símaþjónustu fyrir eigin reikning. Útboðslýsing liggur fyrir á skrifstofu S.V.F.R. Háa- leitisbraut 68 kl. 13—17, alla virka daga nema laugardaga. Útboðslýsinga sé vitjað fyrir 10. febrúar. Stjórn S.V.F.R. Hfingt cflii miðncctti M.G.EBERHART liengi hún hefði sofið. Hún vissi bara, að nú var farið að hvessa og óveðrið lamdi á rúðurnar. En hún vissi líka, að einhver var inni i herberginu hjá henni. 14. kafll Regnið og stormiurinn hömuð- ust á glugganum. En hún hlaut nú samt að hafa heyrt eitthvert annað og ólíkt hljóð, sem hefði vakið hana og væri skammt frá henni. Kveiktu ljósið, sagði hún við sjálfa sig. Seilstu eftir lampan- um og kveiktu. Henni datt líka í hug að æpa upp yfir sig. En það var bara engin ásteeða til þess að vera að æpa. Ekkert hljóð, engin rödd, ekkert. Þá heyrði hún ofurlítinn smieli, rétt eins og eitthvað hefði verið sett niður á gler. Svo heyrðist ofur- llítil suða, en síðan ekkert. Vi.nd gustur þaut gegnum herbergið. Hún beið í nokkrar sekúnd- ur, en ástæðan til þess ama viirtist augljós. Það var hvasst. Eitthvað á snyrtiborðinu hafði fokið um koll og oitið niður á gólf — það var nú alilt og sumt. En hún átti fullerfi.tt með að seilast að lampanum og kveikja ljósið. En þegar þvi var lokið, var eins og alit herbergið lifnaði, og vitanlega var þama engin sála. En gluggatjöldin fuku til. Hún fór fram úr, lokaði gluggunum að mestu lieyti, svipaðist um til þess að sjá, hvað það væri, sem hefði fokið niður á góilf, fann ekkert og fór upp í aftur. Hún lét ljósi'ð loga, enda þótt hún hálfskammaðist sin fyrir hræðsluna, er, lét samt undan henni, Einu sinni datt henni í hug að fara inn í herbergið til Cals og vekja hann og segja honum, að hún væri hrædd — en við hvað? Vindstroku, eða einhvem hávaða, sem sjálfsagt stafaði af óveðrinu og hafði vak ið hana? Einhvern smáhlut, sem hafði olitið ofan af einhverju borði ? En ef dyrnar hefðu verið opn aðar og þessi gustur hefði stafað af því? Það var ekki nema rök rétt! En það var nú ekkert vit í þvi samt, og hún komst að þeirri niðurstöðu, að hún væri að hræða sjálfa sig að óþörfu. En það l'eið nú samt langur timi, áður en hún gæti sofnað. Síðan svaf hún í einum dúr og kom ekki niður til morgunverð- ar, fyrr en allt hitt fólkið hafði lokið við hann. Pétur og Blanche komu inn þegar hún var að ljúka úr kaffi bollanum. Pétur var í gráum föt um og með svart bindi í tiliefni af athöfninni, sem stóð fyrir dyrum. Og svart sorgarband, sem var sennilega leifar frá sams konar tækifæri hjá ætt inni, var um handlegg honum. Hann sagði: -— Góðan dag- inn, Jenny, og virtist alveg eins og hann átti að sér. Blanche sagði, — Jæja, þá ertu komin á fætur, Jenny. Þú tekur þó ekki svefntöflur? Svefntöflur? hugsaði Jenny, en svaraði síðan einbeittílega: — Nei, það geri ég alidrei. — Ó! Ég skii bara ekki í því, hverniig þú getur sofið svona langt fram eftir. Ertu tillbúin að fara? Lögreglan sagði, að réttar haldið væri klukkan ellefu. —• Ekkert liggur á, sagði Pét- ur.—• Við höfum nógan tíma. En Jenny flýtti sér nú samt og þaut upp til þess að ná í kápuna sína. Það var komið logn, og rigningin var orðin að úða. Hún teit út og gat ekki séð Skil miiti hafs og himins. En hún sá frú Brown og Cal, sem gengu saman eftir stígnum við sjógarðinn. Frú Brown var í skjannalegri kápu og virtist hafa orðið. Jenny gat ekki ann að en dáðst að því, hve Cal gat verið þolinmóður og kruteis. Hún svipaðiist um eftir káp- unni sinni, en mundi þá, að hún var í fataskápnum niðri, gekk svo að speglinum til þess að at- huga, hvort hárið á henni væri í lagi, en sá þá lítið tómit glas, sem lá á hliðinni, rétt við snyrti borðið. Hún viissi upp á hár, hvað þetta var, áður en hún tók það upp. Þarna var s»mi miðinn og sama áletrunin: „Frú Vleedam, tvær undir svefninn.“ Hún þóttist samistundis alveg viss um, að það hefði verið þetta glas, sem S'rnall á borðpilötunni, en valt síðan og datt niður á gólf. Hafði einhver læðzt inn í her- bergið til hennar? Hafði einhver staðið þarna í myrkrinu? Hafði í þýðingu Páls Skúlasonar. einhver sett þetta tóma glas á borðið og gert það svo kliaufa- liega I myrkrinu, að það valt og datt? Blanche hafði spurt fyrir tæp um fimm mínútum, hvort hún tæki svefntöfliur. Blanche hefði vel getað læðzt inn til hennar og skilið glasið eftÍT — en til hvers? Það var engin ástæða til þess. Hver i húsinu sem var, hefði getað gert það. Henni leið ilia og hún var hrædd við þetta, sem hún vissi ek'ki, ekki síður en hitt, sem hún viissi. Það sem hún vissi var að hún var ósködduð og heil á húfi, og var ekki ógnun við neinn í heiminum. Og eins hitt, að dauði hennar gæti ekki kom ið neinum að gagni. Pétur kallaði á hana að neð- an. Hún stakk tóma glasimu í veskið sitt og gekk niður. Dyrn- ar voru opnar og bíll Péturs> stóð fyrir neðan tröppumar. Það var engin leið að tala við Cal í eimrúmi og segja honum, að öðru glasinu til hefði skot- ið upp, og hvenær og hvemig það hefði orðið. En hann talaði nú samt við hana, þegar þau voru að stiga upp í bílinm, mjög llágt og snerti handlegig hennar um iieið: — Vertu róleg, þetta er bráðurn búið. Hún hlaut að hafa venið slegin og föl. Enginn þarna leiit út eiins og hann átti að sér. Jafn vel frú Brown sem þurfti ékki neitt að fara, en ætliaði sýnitega að fara samt, var eitíhvað óeðli lieg útlits. En réttarhaldið var nú alls ekki eins slæmt og búizt hafði verið við. Þegar á réttarhaldið leið skildi Jenny alveg, hvers velvakandi Velvakandi svarar í síma 1010C frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Ríkisstjórnin og aðstoð varnarliðsins Ólafía Lárusdóttir, Hlégerði 35, Kópavogi hefur beðið Vel- vakanda um að koma eftirfar- andi á framfæri: „Dagamir líða og hörmung- arnar í Vestmannaeyjum auk- ast stöðugt. Rikisstjómin vakn aði í gær (sunnudag) við vond an draum og kallaði saman fund. Þá hafði fjögurra bama móðir úr Vestmannaeyjum hringt til forsætisráðherra og innt hann eftir því hvort ekki væri hægt að fá hjálip frá varn arliðinu til þess að flytja bú- slóðir og annað frá Eyjum. Svo kom yfirlýsing í kvöld- fréttum útvarpsins um það, að ríkisstjórnin hefði ekki afþakk að neitt boð um hjálp frá er- lendum ríkjum, en það væri bara í athugun. — Hvejiær ætti að þiggja hjálpina? Má ég spyrja: Er ekki orðin brýn þörf fyrir þessa hjálp? Þarf ekki að skipta um stjóm Al- man na varnaráðs ? Rikisstjómi'n þarf að segja af sér tafarlaust, því að hún er starfi sinu ekki vaxin. Skipa þarf strax nefnd með færum ungum mönnum, sem kunna til verka í sambandi við skipulagningu og hjállparstörf. Og svo að lökum: Mér finnst Vestmannaeyingar eiga kröfu á því, að allt komi fram, sem þeir hafa að segja í þessum mál um í útvarpi og sjónvarpi. Ólafía Lárusdóttir, Hlégerði 35, Kópavogi.“ • Borgarastyrjöld í Bandaríkjunum, takk! Húsmóðir skrifar: „Ég geri nú ekki annað en að stunda heimilisstörfin og þess vegna get ég fylgzt vel með öllu og geri það. Mér brá þess vegna, daginn fyrir undir ritun friðarsáttmálans þegar út varpið fór að ri'fja upp gang stríðsins í Víetnam. Þar var sagt, orðrétt, að almienningur í Bandaríkjunum hefði verið orð inn svo langþreyttur á strið- inu, að þar hefði legið við borg arastyrjöld! Ét hefi aldrei heyrt þetta í fréttunum og þó að eitthvað megi að þeim finna, eins og reyndar öllum, þá veit ég það, að í fréttunum hefði komið eitthvað, ef svoleiðis hefði verið að gerast í þeirri stóru sveit. Ég held að allir iandsmenn muni hvernig for- setakosningarnar i Bandaríkj- unum fóru síðast. MoGovern, sem ætlaði að gefast upp sfcil- yrðisiaust, fékk sárafá.atkvæði hvemig sem á þvi stendur. Þegar ég hlustaði á þann „fróðleik“, sem að ofan grein- ir, þá mundi ég eftir bók, sem ráðstjórnin i Rússiandi gaf út til þess að ailmenningur þar i landi fengi að vita sannlieik- ann um innrásina í Tékkóslóv- akíu. Þar stóð auðvi'tað, að Rússar hefðu verið að frelsa Tékka og Slóvaka. 1 bókinni var hjartnæm mynd af fóllki, sem stóð með blóm til þess að fagna frelsurunum. Þar gaf líka á að Lita rússnesiku her- mennina í fuilum sikrúða vera að hjálpa bændum við uppsker- una. Það er talað um, að ríkisút- varpið sé í fjárþröng og þurfi að hækka afnotagjaldið. Ég spyr, örugiglega fyrir margra munn: Má ekki spara eitthvað af ýmsum fróðl'eik, sem þaðan flæðir og orkar tvimæhs og iofa okkur í staðinn að lifa óáreitt í okkar fáfræði? Al- menningur á Islandi er vel lœs og margir geta meira að segja lesið útiend tungumál, Siðan er hér prentfrelsi og frjáls inn- flutningur á öllu lesefni. Með þökk fyrir birting'una. Húsmóðir." 0 Rússarnir hljóta að hafa húsnæði aflögu Gömul kona í Vesturbænum hringdi. Hún sagðist vera undr andi á þeirri uppástungu, sem fram hefði komið um það að Bandaríkjamenn, sem hafa hús næði á leigu í Keflavík og ná- grenni, rýmdu íibúðimar. Yrði þetta gert hlyti það fólk, sem ætti að flytjast úr þessum íbúð um að komast í svipuð vand- ræði og Vestmannaeyingar væru nú í. Alllir hlytu að þek’kja það rasik og óþægindi, sem fylgdu búferlaflutningum og upptöku heimila. Hún sagðist lika vera hissa á því að enginn hefði stungið upp á því, að sovézka sendiráð- ið rýmidi húsnæði, sem það hefði umráð yfir. Sá húsakost- ur, sem Rússar hefðu lagt und- ir sig væri ekkert smárœði, en ekkert hefði verið minnzt á neina aðstoð úr þeirri átt, frek ar en endranær. 0 SAFE COMPANY LIÐ. E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtrausfir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURG'O'TU 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.