Morgunblaðið - 31.01.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.1973, Blaðsíða 10
10 MÓRGUNBLAÐIÐ, MIE>VIKUDAGUR 31. JANÚAR 1973 Vestmannaeyjiim í g:ær. Frá Birni Vigni Sigurpálss. NÚ ER búið er kveðja út starfsmenn fiskimjölsverk- smiðjanna í Eyjum og: næstu ílaga verður unnið að því að g:era þær tilbúnar fyrir loðnuvertíðina, en fyrsta loðnug:ang:an nálg:ast nú óð- um þær slóðir, sem g:ert hafa Vestmannaeyjar að mestu löndunarstöð loðnuafla. Má g:era ráð fyrir að 100—200 menn starfi við verksmiðjurn ar þeg’ar þær eru komnar í fullan gang. Skýrði Magnús Magnússon bæjarstjóri frá þessu í samtali við blaðamann Mbl. í dag, og kvaðst hann þar vonast til að upp úr þvi að Fiskimjölsverksmiðjan kæmist í gang, tækju önnur hjól atvinnulifsins að snúast hægt og sígandi. Björgunars\eitir ryðja vikurbingjum af þaki fiskiðjuvers ísfélagsins í Vestmannaeyjum. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) LOÐNUMOTTAKA UNDIRBÚIN Eyða verður vonleysi Vest- mannaeyinga á meginlandinu, segir Magnús Magnússon bæjarstjóri, í viðtali við Mbl. TRÉSMIÐIR BJARGA HUNDRUÐUM MILL.IÓNA Ástandið fer nú dagbatn- andi að segja má, sagði Magn ús ennfremur. Nú er talið að búið sé að bjarga meirihluta húsa í bænum og áfram er unnið að þvi að rýma húsin og bjarga húsmunum. Margir hafa þar lagt hönd á plóginn, en ég vil sérstaklega geta hér framlags Trésmiðafélags Reykjavíkur, sem sendi okk- ur yfir 100 manna lið og þeir hafa unnið dag og nótt að þvi að negla bárujám fyrir glugga, sem verst liggja við öskufallinu. Með þessu móti hafa þeir án efa bjargað verð mætum fyrir hundruð millj- óna, þvi að mesta hættan hef ur einmitt verið fólgin í því, að glóandi gjallsteinar hafa brotið rúður og valdið í- kveikju. En nú, síðustu tvo sólarhringana, hefur aðeins komið upp eldur í einu húsi. Var það gamalt timburhús, sem ekki reyndist unnt að bjarga. Þá sagði Magnús, að björg un húsmuna væri nú komin í fastar skorður og miðaði þvi verki geysivel áfram. Flutningum með gámum á skipum miðaði vel og um leið og flugvöllurinn opnaðist stæði til að hefja búslóðaflutn inga með flugvélum. HÚSÞÖK HREINSUÐ Það er min skoðun, sem ég byggi raunar á viðræðum við jarðfræðingana, að úr þessu fari að draga úr vikur- gosinu, og þá ætti bæjarlífið að færast i eðlilegra horf, sagði Magnús. Hann sagði að öskufallið hefði valdið þvi, að nokkur hús hefðu hreinlega hrunið undan þyngslum af vikri þeim er safnaðist í bingi á húsþök- unum. En nú væri fjölmennt lið i því að hreinsa Fiskimjöls verksmiðjuna og fiskvinnslu stöðvamar. Magnús sagði að sérstaklega væru það flötu þökin sem hætt væri við hruni vegna öskulagsins og bætti þvi við að ísl. arkitekt- arnir mættu hafa þetta hug- fast i framtíðinni. ATVINNULÍFIÐ 1 GANG Magnús var spurður að því, hvernig honum liði í stöð ugu sambýli við Kirkjufellið gjósandi eldi og eimyrju. — Þetta venst, eins og ann að, svaraði hann, og eftir því sem öryggis- og björgunar- starfið verður virkara vex öryggiskenndin. Þvi er nú unn ið að þvi að koma Fiskimjöls- verksmiðjunni í gang og upp úr þvi vona ég að önnur hjól atvinnulífsins taki að snúast. Ég geri mér auðvitað grein fyrir þvi, að fyrst í stað verða hér aðeins fullhraustir karl- menn, t.d. má reikna með 100—200 manna liði við Fiski- mjölsverksmiðjuna. Siðan munu fiskverkunarstöðvarn- ar væntanlega koma á eftir. Þær standa að vísu verr að vígi en mjölverksmiðjan, þar sem þær þurfa kvenfólk sem vinnuafl, en ég held, að það séu engir draumórar að ætla að fyrr en varir kunnum við að sjá hér ungar og hraustar stúlkur i fiskverkun. Hér þarf heldur ekki að vanta hús næði fyrir verbúðir. Skólar og stór íbúðarhúsnæði munu standa auð um stund, þvi ég geri mér grein fyrir að menn ingar- og menntalíf í bænum kemst ekki strax i eðlilegt horf — ekki fyrr en með vor- inu. SIGRA VERÐUR VONLEYSIÐ Magnús var nú minntur á að hann hefði í viðtali við Morgunblaðið í upphafi eld- gossins látið svo um mælt, að hann væri sannfærður um að Vestmannaeyjar mundu endurheimta allt sitt fólk. Er hann enn þeirrar skoðunar? — Já, ég tel að Vestmanna eyjar eigi eftir að fá meiri- hlutann af fólkinu aftur, sagði Magnús, Auðvitað geri ég mér grein fyrir að eitt- hvað af öldruðu og lasburða fólki muni heltast úr lest- inni. En við fáum þá bara ungt og hraust fólk í stað- inn. Ég er þess fullviss að fyrsta fólkið kemur um leið og fer að draga verulega nið- ur i vikurgosinu. í þessu sambandi sagði Magnús, að hann væri sann- færður um, að Vestmannaey ingum á meginlandinu liði mun verr en þeim sem í Eyj- um væru, í daglegu sambýli við gosstöðvarnar. Kvaðst hann óttast, að í hópi Vest- mannaeyinganna sem til lands ins væru komnir, græfi um sig vonleysi um framtíð Eyj- anna og „höfuðverkefni okk- ar á næstunni hlýtur að vera að berjast gegn þessu von- leysi af oddi og egg“. LfFÆÐARNAR ÖRUGGAR Loks vék Magnús ofurlít- ið að tveimur lífæðum Vest- mannaeyja, höfninni og vatns leiðslunni, með tilliti til goss- ins i Kirkjufelli, eins og nýja fellið er nú oftast nefnt. Magnús benti á, að gosið væri að þvi leyti óvenjulegt, að það væri sambland af land- gosi og sjávargosi. Hins veg ar rynni hraunstraumurinn frá því til sjávar á bezta hugs anlega stað, og stafaði hvorki höfninni né vatnsleiðslunni teljandi hætta af þvi. Síðustu mælingar sýndu, að innsigl- ingin hefði breikkað nokkuð, og þó að hún kynni að hafa grynnkað eitthvað, yrði auð- velt verk að dýpka hana aft- ur. Um vatnsleiðsluna væri sama að segja. Ekki hefðu enn orðið neinar skemmdir á henni. Að vísu hefði á kafla yfir henni myndazt gjall- eða vikurhryggur, en hann væri nú aftur að mestu horfinn. Ennfremur hefðu jarðfræð- ingar bent á, að enda þótt hraun kynni að renna yfir Ieiðsluna, ryddi það jaí'nan á undan sér talsverðu magni af sandi og leðju þannig að leiðslan ætti að vera tiltölu- Iega vel varin fyrir skemmd- um, þó að hraun rynni yfir hana. í Vestmannaeyjum Götumynd frá Vestmannaeyj um. Ruddar hafa verið slöðir fyrir bifreiðar, svo að hægt væri að halda áfram flutnlngi húsmuna. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.