Morgunblaðið - 31.01.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1973, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1973 ** .0 u» n, . FTTJW Stúlka óshast á heimili fyrir utan Grimsby til að gæta 2ja ungbarna auk léttra húsverka. Aígreiðslumenn Óskum eftir að ráða röska og trausta af- greiðslumenn nú þegar eða eftir nánara sam- komulagi. Yngri en 17 ára koma ekki til greina. Upplýsingar á skrifstofunni í dag kl. 17—18. Hjnkrunnrkonur Hjúkrunarkonur vantar að Sjúkrahúsinu. Hvammstanga. Upplýsingar í síma 1329. SJÚKRAHÚS HVAMMSTANGA. Upplýsingar gefur Nanna Olgeirsson Banka- stræti 14 eftir kl. 17. MÁLARINN, Bankastræti 7a. Trésmiðir — júrnsmiðir Biívélnvirkjar Óskum að rúða stúlku Vélvirkjar eða menn vanir bifreiðaviðgerðum óskast. til vélritunar og annarra skrifstofustarfa. Upplýsingar á verkstæðinu Grímsstaðarholti eða skrifstofunni Reykjanesbraut 12 og I símum 20720 og 13792. ÍSARN H.F. Umsóknir með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins merkt: ,,701 “. Félagsmúlostoínun Reykjnvíkurborgar Tryggingorfélog óskar eftir að ráða vana vélritunarstúlku og einnig vana stúlku á bókhaldsvél strax. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. auglýsir lausar til umsóknar tvær stöður deildarfulltrúa við fjölskyldudeild stofnunar- innar. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi „frá viðurkenndum skóla í félagsráðgjöf eða svipuðu námi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borizt stofnun- inni fyrir 10. febrúar n.k. Fækari upplýsingar um starfið veitir yfir- maður fjölskyldudeildar. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. Vonarstræti 4, sími 25500. ALMENNAR TRYGGINGAR HF., sími 17700. Atvinna Óskum að ráða mann eða konu nú þegar eða sem fyrst til starfa við launaútreikninga o. fl. Upplýsingar ekki gefnar í síma. ÁLAFOSS HF., Mosfellssveit. I Viljum ráða trésmiði og járnsmiði nú þegar. Húsnæði getur fylgt. Nánari upplýsingar í síma 92-7615 og á kvöld- in í síma 7570. HÖRÐUR HF., Sandgerði. Húshjdlp óskast Óska eftir að ráða stúlku vana húsverkum frá kl. 9—2 4 daga vikunnar, mjög gott kaup í boði ef um semst. Tilboð merkt: „Húshjálp — 666" sendist blað- inu fyrir laugardag. Atvinna óskast Pilt vantar vinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar milli kl. 2.00 og 6.00 í síma 30410. Júrniðnaðarmenn Viljum ráða járniðnaðarmenn og aðstoðar- menn. Vélsmiðjan KEILIR, Sími 34550. — A9 eiga veröldina Framh. af bls. 17 pides (sem eirmig var viðstaddur þessa sýningu á verki sínu) of vei. Þetta hefur verið of nálægt þeim í tímanum. Og keisararnir voru jafn neflausir eftir sýninguna og þegar við komum. Það var einkennilegt hvað þeir minntu á Maó formann sem er skáld gott eins og kunnugt er og hefur afsannað kenninguna um að stjórnmálamenn taki aldrei mark á skáldum; þ.e. hann er undan- tekningin sem sannar regluna. Og egypzku múmiurnar þama í Giyptó- tekinu létu ekki í sér heyra, á með- an á sýningunni stóð, svo að ég var farinn að halda að þær ættu að skrifa leikdóminn. Annars hefur Medea verið með in- flúensu margar undanfarnar vikur svo að fresta hefur þurft sýning- um fyrir bragðið. Þetta var ljóta in- flúensan. Hún var dýrt spaug. Af hverju fá gagnrýnendur aldrei inflú- ensu? spurði einhver. Af þvi að veir urnar koma ekki í hvaða veizlu sem er, svaraði annar. En hvað sem þvi líður tókst sýningin vel, að dómi gagnrýnenda (enda var Euripides danskur í föðurættina, eins og allir snillingar sögunnar). Og þegar per- sónur í leikriti fá inflúensu, má segja að verkið sé ekta. Ekki fyrr. XXX Ósköp gerist hér annars lítið. Blöðin eru svo léleg og leiðinleg að gula pressan heima getur ekki keppt við illgresið. Hún er bara föl- ur arfi móts við þá grósku arfa og illgresis, púðurskota, sensasjóna og umfram allt stirðnaðra leiðinda sem einkenna útbreiddustu dagblöðin hér. Og blessaður Berlingur, hann er kominn úr koparfrakkanum sín- um og er eitthvað svo umkomulaus. Lesið Pólitiken — lifandi blað, stóð um alla borgina um daginn. Þá kom Pólitíken ekki út, því að prentararn ir voru í verkfalli. Það var álika gáfulegt verkfall og önnur. Svo fór Pólitíken að koma út aft- ur — og hætti að vera lifandi blað. Ég segi þetta með þau blöð í huga sem bezt eru sunnar í álfunni. Við eigum ekki að sækja fyrirmyndir hingað, heldur sunnar. Og svo er eitthvert blað sem heitir Börsen. Ég held að mest cif upplaginu sé seht á bókasöfn. En þar hef ég ekki séð neinn lesa Börsen, þó að nafnið sé gómsætt. XXX Ríkislistasafnið gerir Kaupmanna- höfn að stórborg. Þar eru myndir eftir Rembrandt, Rubens, Matisse, Braque, Modigliani, E1 Greco, Picasso, Munch. 1 sama herbergi og hinn síðast nefndi eru Krogh og Carstens, sá síðar nefndi norsk- ur samtímamaður Munchs. Stórkost- legur málari. Aldrei hef ég séð aðra eins krossfestingu og myndina hans samnefnda þarna í herberginu. Engu líkara en verið sé að krossfesta allt mannkynið. Og svo hefur hann mál- að svo fallegan, eða öllu heldur eft- irminnilegan hest að hann gekk út úr myndinni og hefur fundið sér grænan haga í huga mínum. Annars verður maður að fara i Thorvald- senssafn til að sjá reglulega hesta. „Enginn getur gert svona lifandi og eftirminnilega hest.a,“ sagði ungur listnemi sem með mér var í Thor- valdsenssafni. Ég man Maximilian Bæjarakóngur situr á öðrum þessara hesta Thorvaldsens. Skýringin er augljós: Thorvaldsen er Skagfirð- ingur eins og Jón Stefánsson. Það er allt og sumt. Hann er með Skag- firzkt hestamannablóð í æðum. Ann- ars þótti unga listnemanum mest koma til teikninga og riss þessa gamla meistara, sem var svo fræg- ur að hann gekk ekki á fund páfa, heldur gekk páfinn á hans fund. Þá báru menn virðingu fyrir listinni. Nú bera menn ekki einu sinni virð- ingu fyrir páfanum. 1 Ríkislistasafninu er myndin fræga af Madame Matisse, með gult, grænt og bleikt andlit og blátt hár. Og sjálfsmynd hans, einnig græn í amdliti. Og hver gleymir „Dauða- stríði“ Munchs frá 1915. Það er eins og enginn hafi dáið síðan. Það vakti athygli mina að í safn- inu eru engar myndir eftir græn- lenzka listamenn, né færeyska. Það er ekkert gaman að eiga hálfnýlend- ur og flagga ekki með' þær. Ekki einu sinni mynd eftir Mikines! En kannski er hann geymdur niðri í kjallara. Hann lærði af expressjón- istunum sem voru upp á sitt bezta eftir aldamótin. En litirnir hans, „sagan“ i formum hans er harm- sögulegri en í myndunum þeirra. Það gefur þeim fjórðu víddina. Gunn- laugur Scheving sagði mér eitt sinn að hann hefði ekkert gaman af neinu nema það segði einhverja sögu. „Sög una“ vildi hanin fyrir hvem mun ekki missa úr listinni. Með það í huga er auðveldara að skilja ást hans á þjóðsögunum og myndir hans yfirleitt. x x x 1 einu herberginu í Ríkislistasafn- inu eru eintómar myndir eftir dansk- an málara, Jensen. Hann var svo heppinn að vera uppi rétt áður en myndavélin kom til sögunnar. Hann er einn þekktasti portrettmálari Dana, var mér sagt með andagt og næstum í hálfum hljóðum. Það mun- aði litlu að ég endurtæki söguna frá Dresden, þegar Guðmundur Magnússon undraðist, íslenzkum gálgahúmor og illmennsku til óend- anlegrar gleði, hvað margar mynd- ir væru eftir „Derselbe" á málverka- sýningu sem hann sá. Jensen hefur verið hræðilegur kapítalisti, hugsaði ég með mér, þegar ég hafði séð sex myndir með þessu nafni: hélt satt að segja að einhver málarinn hefði ver- ið fenginn til að mála „hele familien" og þarna væri hún saman komin, fólk á öllum aldri með kódak-andlit. En forsjónin var mér svo hliðholl að ég fór að kanna málið betur — og hef ekki i huga að breyta nafni mínu vegna þessa hrips. Enginn hefur leikið betur á ís- lenzku öfundina en Guðmundur Magnússon. Hann hafði alltaf verið hundskammaður, þangað til þessi Jón Trausti fór allt í einu að láta til sín heyra. Hver var hann? Það var nauðsynlegt að fara sér hægt í dóm- um. Þetta gæti verið eitthvert skurð- goðið. Og „Derselbe" var forsenda þess að Jón Trausti skrifaði athyglisverð ustu rómana síns tima á voru landi, og þótt víðar væri leitað. Frá nátt- úrunnar hendi, eins og sagt er á finu máli, er hann kanski mesti skáldsagnahöfundur íslenzkur frá 13. öld. XXX En ósköp var nú annars gott að ganga ekki í gildruna þama í Rík- islistasafninu. Það er svo leiðinlegt að skemmta illmennum. Og suðið í gluggakistunni getur verið ótrúlega hvimleitt og hávært, meðan á þvi stendur. Og þá hefði kannski komið fram á sjónarsviðið einhver góð- viljaður maður — ef slikur mað- ur er enn til — og spurt eins og barn: Skyldi ekki ritstjóra Morg- unblaðsins leiðast að láta krossfesta sig? M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.