Morgunblaðið - 15.02.1973, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEIBRÚAR 1973
LEIKFÉL.AG Seltjamamess
frnmsýnir á laug-ardagr barna-
leikritið „Gosa“. Er það sam-
ið af Jóhannesi Steinssyni i
Vík i Mýrdal upp úr hinni
frægu ítölsku barnasögu um
Gosa. Iæikstjóri er Jón Hjart-
arson, en I/Uja Hallgrímsdótt-
ir hefur samið dansa við leik-
ritið. Tónlistin er eftir
Magnús Ingimarsson og ljóð-
in, sem sungin em, eru samin
af Jóni Óskari. Leiktjalda-
myndir eru gerðar af Magnúsi
Pálssyni. I leikritinu eru 19
hlutverk og með þau fara 17
leikarar. Aðalhlutverkið,
Gosa, leikur Þráinn Skúlason,
13 ára, en yngstu leikaramir
eru 12 ára. 1 leikritínu leika
einnig futlorðnir leikarar,
þannig að þar leika bæði böm
og fullorðnir. Verður fyrsta
sýningin næsta laugardag,
sem að framan greinir og fer
fram í Félagsheimilinu á Sel-
tjaraarnesi.
— Þetta er óvenju viðamik-
ið verkefni fyrir nýstoEnað
áhiugamannafélag, sagðd lei'k-
stjórinn, Jón Hjartarson, þeg
ar frébtamaður MI>1. hittti hann
að mál'i á ætfiingu. — ÁstæA
an er einkum, að þetta út-
heimtir talsvert mikið af
skrauti í tjöldum og búning-
um, eins og svo gjaman ger-
ist í ævintýraleikritum. t>að
er t.d. verið að koma fyrir
risastórum hval uppi á svið-
inu og eiitt atriðið gerist síð-
an inni í hvaln’Um.
Annars gerum við okkur
vonir um, að þetta leikrit
verði vel sótt ag þá ekki ein-
vörðungu af Seltirningium,
heldur af Reykvíikinguim al-
mennt og fleirum, enda þótt
við gerum okkur grein fyrir,
að við gebum aldrei keppt við
leikhúsin í bonginni.
En það hefiur komið mér á
óvart, hve blómlegit félagsltf-
ið er hér á Selitjamamesinu
og þá ekki bara á vettvamgi
leiklistarinnar. Stafar þetta
að sjálfsögðu af hinu góða
félagisheimili hreppsins.
— Þetta var svolíitið erfitt
í fyrstu, sagði aðalleikarinn,
Þráinn Skúlason, — en það
varð auðveldara, þegar unnt
var orðið að táka allt leikrit-
ið í heild fyrir í einu, frá byrj
un til enda.
Ég hef ekki ákveðið að
verða leikari, svaraði hann að
spurður, — en það er mjög
skemmtilegt að taka þábt í
þessu.
— Við höfum verið með
leiklistamámsfceið, eitt í vet-
ur og tvö í fyrra og það fjórðá
hefst eftir nokkra daga, sagðii
Jón Jónsson, formaður Leik-
félags SeLtjamarness. — Það
er ætlunin að halda þessum
námskeiðum áfram eftir
föngum til þess að bl'ása sem
allra mestu lifi i félagið, sem
er með yngistu leikfélögum á
landinu, stofinað 13. okt. 1971.
Efsta mynd til hægri: Gísli gamli Guðjón Jónatansson) virðir
fyrir sér son sinn Gosa (Þráinn Skúlason), eftir að álfadísin
hefur snortið þann síðarnefnda með töfrasprota sínnm, svo að
hann er orðinn að lifandi dreng. Á myndinni þar fyrir neðan
ræða refurinn (Jón Jónsson og klsa (Vera Björk Einarsdótt-
ir) við Gosa. Þau telja honum trú um, að enginn sé þeim fær-
ari til þess að ávaxta peningana hans. Á neðstn myndinni er
farandsalinn (Skúli Skúlason) að bjóða strák (Guðmundi Dav
íðssyni) vöm sína. Á myndinni hér fyrir neðan sést Gosi
ásamt þeim Palla (Jóhanni Steinssyni) og Kalla (Óiafi Hauk
Ólafssyni). Fyrir ofan þá stendur Eldibrandur (Jóhann Thor-
oddsen), eigandi brúðuleikhússins.
GOSI
Ævintýrið sýnt sem barnaleikrit
af Leikfélagi Seltjarnarness