Morgunblaðið - 15.02.1973, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 197S ] 'J
Stokkhólmsbréf
frá Hrafni Gunnlaugssyni
Misvindar
1 sænskri pólitík
Hægrimenn gjörsigruðu
í stúdentakosningunum
Stúdentakosnin'garnar við
háskótena í Svíþjóð gefa oft
til kynna hvert straumarnir
stefna i stjórnmálalííinu. 1
st úden takosn i ng u n u m við há
skólana í Stokkhólmi og
Lundi, sem fóru fram fyrir
rúmium mánuði, gjörsigruðu
hægrimenn andsbæðinga sdna
og fengu algeran meirihluta
við báða háskólana. Þ>essi úr
slit koma eflaust ýmisum á
óvart, því það er einmiitt við
háskólana, sem vinsitri tízk-
an hefur blómstrað hvað bezt
og átt sína rót að rekja. Allt
fram til þessa dags, hefur
orðið borgerl'ig (þ.e.: borg-
aralegur) verið hálfgert.
skammaryrði í hópum
stúdenta, en nú hefur það
hins vegar gerzit, að Kisti sem
ber nafnið „Borgerliig sam-
verkan" fékk hreinan meiri-
hluta í síðustu kasmdnig'um við
háskólann í Stokkihólmi, og
sams konar fis.fi gjörsiigraði í
Lundi (Fria studenter). Þess
má einniig geta að hasgrimenn
unnu mjög á í Uppsölum.
Ástæóa sigurs hægritnanna
er eflaust margþætt, en trú-
lega vegur þar þyngst á met-
unum, að vinstri hópam-
ir sem voru í uppgan.gi fyr-
ir fáuim árum, hafa hallazt að
æ meiri öfgum, og látið ha.gs-
munabaráttu stúdenta sjál.fra
sitja á hakanum, vegna alls
konar mötmæla brölits. Þá hef
ur gætlt þreytu meðal
s.túdenta á hinu eilífa bylit-
ingarjarm.i sem þessir hópar
nærast á.. Önnur ástæða er
ekki heidur langsótt: Skatta
stefna sænsku ríkisstjórnar
innar hefur þrengt mjöig skó
háskólamanna, og er ástand-
ið stöðugt að færast í þá átt,
að langskólanám borgar sig
naumasit lengur frá efnahags
legu sjónarmiði séð. Loks má
geta þess, að þær raddir með
al stúdenta, sem vi'lja s töðva
útþenslu ríikisbáknsins,
verða nú æ háværari, enda
er þjóðfélagið að drukkna í
pappír og skrifstofugögnum.
Stúdentar eru oft fljótir til
að átta sig á nauðsyn endur-
skoðunar, og breyta gjarnan
fyrstir út frá viðteknum hefð
um. Það er því ekki ótrúlegt
að þessi sí vaxandi alda gegn
vinstri tízkunni eiigi eftir að
fá hljómgrunn mitol.u víðar i
þjóðfélaginu. Skoðanakann
anir hafa lengi benf til þess,
að vinstrimenn væru á und-
anhatdi, en fyrir fáeinum döig
um var birt ný skoðanakönn
un, sem sýnir að stjórnin hef
ur aukið fylgi sitít um tæp
4%. Hvort þessi aukning á eft
ir að ráða úrsMtum í sænsku
þiingkosnin'gunum á hausti
komanda, þann 16. sept., er
ekki hægt að slá föstu að svo
stöddu. Styrkleiki rítoisstjórn
arinnar hefur oft legið í því,
að fylgi hennar hefur sigið á
seiiglazt þegar dró að kosn-
ingadegi. Hefði verið kosið
ein'hvern tíimann á síð-
ustu tveim árum, hefði stjóm
i>n fallið með mi'kluim muo.
Ekkert verður rnú full-
yrt í bil'i um þróun mála
næstu mánuði.
Rítoisstjómin hefur nýlega
l'agt fram fjárlög, þar sem
gert er ráð fyrir miklium fjár
hagshalla, en hún býður um
leið tiil veizlu oig leggur fram
lög og umtoótatillögu'r er hún
hefur dregið síðustu tvö ár.
Trúlega eiga margar af ráð-
stöfiunum stjórnarinnar eftir
að afla henni vimsælda i bili,
en það er skammgóður verm-
ir að pissa bara í skóna.
Eitt er þó ljóst, fódto er
byrjað að þreytast á vinstri
barningnum. Staðreyndin er,
að þeir námsmenn sem boða
sósialisma af hvað
mestri sannfæringu, virðast
oft ekki gera sér greiin fyrir,
að hér er öðru fremur um
efnahagskenningar að ræða,
Hrafn Gunnlaugsson
sem hafa því miður leitt
áþján og óham'ngju yfir þá
er lent hafa undir þeim.
Sænska ríkisbáknið lákist æ
meira snjóbolta sem veltur á
sí auknum hraða n.iður brekk
ur ag hleður utan á sig meiri
snjóþyngslum. Bn stækki
sn'jóboltinn um of, veld-
ur hann ekki þyngslum sín-
um og klofnar í sundur.
Það getur verið fróðlegt
fyrir okkur Islendinga að
fylgjast með þróuninni í Svi-
þjóð, og vonandi berum við
gæfu til að vara okkur á þeim
hurðarásum sem Sviar hafa
reist sér um öxl.
H.G.
Mannauður og mannvirki
í Eyjum
Fyrir hve miklu áfalli hefur íis-
lenzka efnahagskerfið orðið af nátit
úruh'amförumu'm i Eyjum? Öllum er
Ijóst, að á siðustu vikum eldgoss og
östou hafa Vestmannaeyingar þolað
afskaplegt efnahagstjón ag andlegar
raunir, en menn spyrja: Er sjálft
þjóðarbúið á þrömtnni? Jarðel'darn-
ir í Vestmannaeyjum brenma öllum
ísiendingum á baki, og því er nauð-
synlegt að gera sér nokkra grein fyT
ir efnahagsiegum áhrifum þeLrra á
þjóðarheildina.
Lamast franileiðslugota þjóðarinn-
ar fari svo illa, að eikki hefjist aft-
ur atvinnureikstur í Vestma.nnaeyj-
um í náinni fra.mt.ið?
Vestmannaeyingar eru þarfir þegn
ar. Enda þótt þeir teljist aðieins 2,5%
af heildarmannfjöldanum í landiinu,
lögðu þeir til á undanfönnum ár-
um allt að þvi fjórum sinnum stærri
hundraðshluta útflutningsvörufmm-
l'eiðsiuininar. Ræðst þetta bæði af mikl-
um afköstum eyjarskeggja við fram-
leiðsiu sjávarafurða (m.a. vegna ná-
lægðar við miðim) oig jafmfram't af
vimmuskiptingummi i Eyjum, en þar
fétokst óvenju stór hluti vinnandi
manna við fiskveiðar oig vinns'lu
sjávarafurða. Hefur rúimlega helming
ur vinnuliiðis Vestmannaeyja starfað I
þessum greinum, en i landinu öllu
mun sú tala vera um 14—15%.
Fari svo, sem reyndar er óhugs-
andi, að Vestmannaeyingar fram-
leiði alls engar vörur til útfliutnings
á árinu 1973, verður verðmæti útflutn
ingsvara Islendinga um 10% lægra en
orðið hefði við eðlilega atvinnu-
starfsemi í Eyjum. Sveiflur af þess-
ari stærðargráðu eru algengar í efna
hagskerfl okkar, en þeim mun fágæt-
ari annars staðar á Vesburlöndum sið
ustu áratugina. Til dæmis, féllu út-
flutningstekjur Islendíniga (mældar i
dölum) hvorki meira né minna en
um 31% árið 1967, miðað við árið á
undan, vegna aflabrests og verð-
hruns á erlendum mörkuðum. Á
hinn bóginn hækkaði verð útfllutn-
ingsvara okkar um ein 24% árið
1971, enda þótt aflamagn drægist
nokkuð saman. Nú hefur verið laus-
lega áætlað, að framleiðsla Vest-
mannaeyinga muni, vegna óskápanna
undanfarið, verða helmíngi minni en
ella. Hér er þvi um að ræða 5% af
verðmæti útfliutnimgsvara og sem
næst 1,5% þjóðarframleiðslunnar.
Þess vegna má svara, ef s'purt er,
hvort Islendimgar rambi á gjald-
þrotsbarmi: Ekkí fremur venju.
Lamast framleiðslugeta Vestmamna-
eyinga mn langan aldur, glatist stór
hiiitt framleiðslntæk.jamia í Eyjuni?
I lok heimsstyrjaldarinnar síðari
var hópi hagfræðinga úr liði si'gur-
vegaranna fal.ið að meta, hve lang-
an tíma efnahagsleg viðreisn Þýztoa
lands og Japans mundi taka. Áður en
hagfræðingamir skiluðu áliti sínu,
tóku þeir í skyndi saman yfirlit um
eyðileggingu stríðsins: Byggingar,
véiar og birgðir mynduðu sótsvö.rt
hrúgöld í lamöslaginu, verksmiðjur
höfðu verið jafnaðar við jörðu,
hafnir og brýr eyðilagðar, en borg-
ir lágu i rústium. Niðurstaða þeirra
var mjög neikvæð, endurreisnin
mundi ganga hægt og taka afar lan.g
an t.iima. Framrás tímans afsannaði
þessa svartsýnisspá allrækilega. Á
örfáum ár>um ruddu Þjóðverjar og
Japanir sér braut á ný, enda iðnir
við kolann, sem alkunna er. Hvers
vegna misreiknuðu sérfræðingarnir
sig svo ilililega? Jú, við tókum nia.nn-
auðinn ekki með í reikninginn, sagði
e:nn þeirra hrakspámanna (T. W.
Sehul'tz) 15 árum siðar. Við hugsuð-
um aðeins um vélar, verksmiðjur og
önnur mannvirki, en þáttur hámennt
aðs og þjálfaðs starfsliðs við fram-
leiðslu í nútima hagkerfi gleymdist.
Menntun og starfsreynsla eru engu
kostnaðarminni þættir en sjálf fram-
leiðslutækin og fyllilega jafn arð-
bærir. Hagfræðingum hefur nú tek-
izt með tölfræðilegum aðiferðum að
rekja stóian hluta árlegrar fram-
leiðsluaukningar í ýmsum þjóðlönd-
um til aukinnar menntunar vinnu-
aftsins.
Gleymum því ekki, þó að eyðist
ýmis mannvirki í Eyjum. að þeim
auðl var bjargað, sem verðmætastur
er, mannau.ðnum, sem felst í saman-
tekinni mennt, verkþekkingu og
s'ki'P'UÍagsgéLfu eyjamanna.
Hvað getur orðið mikið eignatjón
af eldgosinu í Vestmannaeyjum?
Ekki er öll kurl komin til grafar
en end'urnýjunarvirði ailra fastafjár
muna í Vestmannaeyjum hefur mjög
lauslega verið metið á rúmlega 10.000
mi'lljónir króna. Hviiik risafjárhæð
þetta er, má sjá af því. að væri henní
skipt jafnt milli allra landsmanna
kæmu um 50.000 kr. í hlut einstakl-
ings, og þar af leiðandi 250.000 kr.
í hlut fimm manna fjölskyidu. Upp-
hæðin er um 1/6 verðmætis þjóðar-
framleiðslunnar árið 1972, og naast-
um 54% allrar fjármunamyndunar 1
landinu það ár (þ.e. íbúðarhús, bygg
ingar og mannvirk'; h'ns opinbera ag
fjármiunamyndun atvinnuveganna).
Hver á að bæta hið mikla tjón
Vestmannaeyinga?
ísle-ndinigar eru sammála um, að
tryggngarfélag það, sem hvortoi
rutokar iðgjöid né býr i g'erhúsi, en
á lögheimili og varnarþing i þjóðar-
sálinni, sé bótaskyH. Aðstoð lánds-
manna vi'ð Vestmannaeyinga á ekiki
að teljast gjafafé og þvi siður ölm-
usia, heldur bætur, sem við hinir er-
um réttkræfir um. Erlenda hjálp
þiiggjum v:ð. eigi að síður, og þökk
um af aihug.
ÞRAIIMINI EGGERTSSOINI
STRIK í REIKNINGINN