Morgunblaðið - 15.02.1973, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1973
21
ITTTl
í KVIKMYNDA
HÚSUNUM
★★★★ FRÁBÆR
★★★ MJÖG GÓÐ
★★ GÓÐ
★ SÆMILEG
LÉLEG
llllli
Erlendur
Sveinsson
Sæbjörn
V aldimarsson
Steinunn Sig-
urðardóttir
Hafnarbíó:
LITLI RISINN
ÁriO 1970 segtr hinn 121 árs
gamli Jack Crabb ungum manni
frá viðburOaríkri ævi sinni. TIu.
ára aö aldri var honum rænt aí
Indíánum, vann þar hreystiverk
og komst 1 álit meOal þeirra.
Nokkrum árum siöar er hann svo
tekinn til fanga af hvitum mönn-
um, en meO því aO sanna litarhátt
sinn bjargar Jack sór frá snör-
unni. En leiöir Jacks og Indi-
ánanna eiga eftir að liggja sam-
an að ný.j u. Eignast hann þá
konu og sveinbarn. En Adam var
ekki lengi i Paradís. Skömmu sið
ar kemur Custer hershöfðingi og
stráfellir alla Indiánana og
kemst Jack undan á yfirnáttúr-
legan hátt. Snýr hann þá aftur
til hinna hvítu og leggst í drykkju
skap. En hann á eftir að koma
fram hefndum yfir Custer, við
Little Big Horn . . .
★★★★ Sjaldan eða aldrei
hefur orðið nei af vörum
manns i kvikmynd verið jafn
áhrifamikið og þegar Little
big man horfir á Indiánakonu
sina og nýfætt barn myrt
Engir nema listamenn eins og
Arthur Penn létu síðan hljóð-
ið deyja út og stríðstónlistina
smám saman heyrast á ný úr
röðum árásarliðsins.
★★★★ Penn lýsir óhugnan
legum kafla í sögu Bandaríkj-
anna, Indiánamorðunum. At-
burðum, sem ætíð eru að ger-
ast í kringum okkur — misk-
unnarleysi hins sterkari
gagnvart minnimáttar. —
Efnið er framsett oftast á
grátbroslegan hátt, enda er
myndin bráðfyndin. Leikur
Hoffmanns og Chief Dan
George er afar góður og
handrit Willinghams kjam-
gott, líkt og hans er von og
visa.
★★★ Hér er meistari Penn
í essinu sínu og hefur skapað
margslungið listaverk. Um það
mætti m.a. nota þessi lýsingar
orð: safárík, skemmtileg,
manneskjuleg, dapurleg,
hrottaleg, ljúf. Að auki er
myndin líkleg til að vekja um
hugsun.
Háskólabíó:
UNGUR
FLÓTTAMAÐUR
(Mánudagsmynd)
Hér segir frá dögum í llfi Par-
ísardrengs. Hann lendir i klandri
I skólanum og kemst að þvl að
móðir hans heldur framhjá. Hann
verður rótlaus og lendir á flæk-
ingi um stund óg hafnar á betr-
unarheimili.
★★ Ekki sérlega innihalds
rík, en mjög lipurlega gerð og
gædd vissum þokka og næmi
fyrir andrúmslofti ýmissa
staða. Bendir réttilega á,
hvemig gerðir æskufólks eru
einatt lagðar út á versta veg
Leikur Jean Pierre Leauds er
mjög góður.
Nýja bíó:
„UNDIRHEIMAR
Apaplánetunnar"
Myndin er beint framhald „Apa
plánetunnar". Gerist á sama tíma,
aO tvö þúsund árum liönum hér á
JörO, eftir aO geisað hefur alls-
herjar k.iarnorkustyr.iöld. Hún
hefst á því aO á jörðu strandar
geimfar sem ætlað er til björgun-
ar Taylor og geimförum þeim,
sem Apaplánetan fjallaöi um.
Kemst kapteinninn einn af og
finnur hann stúlkuna Novu, og
ber hún nafnspjald Taylors um
hálsinn. Hefja þau leit að Taylor
og finna þau hann að lokum fang-
inn meðal afkomenda menning-
arinnar. Hafa þeir hreiðrað um
sig i rústum New York en striO
er yfirvofandi milli þeirra og ap
anna .....
★★ Ásjálegar vísindakvik-
myndir eru fágætar, og þótt
þessi komist ekki til jafns við
fyrirrennara sinn, (er reyndar
talin sú slakasta af þeim
fjórum, sem gerðar hafa ver-
ið um Apaplánetuna), þá er
hún ágætur afþreyari og
tæknilega vel gerð.
- Líf
Framhald af bls. 15
í ljóðtínur, og á því hafa mér
stundum virzt mistök hjá þaul-
æfðum og viðurkenndium l’jóð-
skáidum. Stundum er það ráð
tekið að hafa þær sem allra
stytztar, án þess að tilga.ngur-
inn virðist annar en sá að ljóðið
taki sem mest rúm. 1 ljóðdnu
Leyndarmálið, með þess hi'k-
kenndu stemnimgu, virðlst mér
þetta ná listrænum tiigangi, en
í sumum ljóðum bókarinnar
á þefcta ekki eins vel við. Loks
virðist mér orðalag sums staðar
lágkúrulegt. „Eilifð dylur
rökin há,“ með þessu lýkur vel
ortu lijóði, og annað endar þann
ig: „Ástin þín alidaraðir endist
— svo jarteikn hemia. í ljóð-
inu um frelsið segdr: „Og að
lotoum, þá líkamsholdið liggur
bráðið, færðu öllu ráðið“. Kvæð-
inu Drengnrinn og drekinn lýk
ur með þessu erindi:
„Lítill snáði
ljós á brá
lokar votu auga.
Drekinn slapp —
og drengsdns þrá
dó við himinbauga."
Og varla getur taldzt rökrétt
að segja, að vigi sé tvieggjað
sverð. Fleira af svipuðu tæi
mætti tína til, en því aðeins
bendi ég á þessi iýti, að skáid-
konan á að geta varazt hlið-
stæður þeirra framvegis, þvi að
yfirleitt er hún smeklkvís, orð-
færið oft bæði hnitmiðað og lag-
uryrt og miörg ljóðin hagleg,
jafnt að efnisheild og öðrum
búnaði.
Af rimuðum ljóðum nefnd ég
Samkennd, Fífur, Konungsþjón-
inn, Ymur í stráum, Ég reika
og Tii þín Kjarvai 13. apríl
1972. Og af hinum órímuðu:
Beygur, Undrið biáa, Á landa-
mærimiun ríkir þögnin, Hörpu-
diskurinn, Undir grátviðargrein
um og Hauststemning í Reykja-
vík — að ógleymdu Ueyndar-
málinu, sem er ef til viffl vand-
gerðast affls, sem Steingerður
hefur ort . . . Og að Dokutn: Svo
mjög sem þessi skáldkona ann
öfflu góðu og fögru, svo áber-
andi líftauig sem „þráðurinn að
ofan“ er i hugarflugi hennar og
lífsviðhorfum, er hún nasstum
því eins konar furðufugl í hópi
íslenzkra skálda, en héðan af
verður ekki fram hjá henni geng
ið eins og hún væri eklki tdl.
Gnðmiindur Gíslason Hagalín.
— Lýsingarorð
Framhald af bls. 15
mökkum gýs,
úr moldu lyftist gróður sæffl og
keikur.
Hér skortdr ekki lýsingarorð,
en svo öriátt er skáldið á þau að
mynd landslagsins drukknar í
orðskrúði. Lýsing skáldsins er
svo vanaleg að ljóðið kliðar að-
eins í huiga lesandans á meðan
það er les'ð og gleymist síðan.
Sama má segja um mörg önnur
ljóð í Páskasnjó. En i bókinni
eru eimnig nokkur vel ort kvæði
innan sinna takmarka; ég nefni
sem dæmi Um seinan, Af fótum
rykið þurrkar þú og Umskipti.
Síðastnefnda ljóðið er þannig:
í dag voru harðlæstar hurðir
hvar sem þú barð.r á dyr,
þvílíka þögn og kulda
þekktirðu ekki fyr.
Burt er þér bernskugleði,
burt er þér sumarönn.
Tekur á hæstu heiðar
að hlaða vetrarfönn.
Enginn flótti þér forðar,
fjallskugginn eltir þig
austur um byggð og brýtur
birtuna undir sig.
— Innlán
Fraimliald af bis. 3
ur er stærsta útlánsgreinin
en um 30% lánveitinga bank-
ans runnu til þessarar einu
greinar. Til iðnaðar, verzlun
ar og opinberra aðffla fóru
um 15% í hverja grein, en um
11% til einkaaðila, einkum í
íbúðabyggingar, og svipuð
upphæð til samgangna og
þjónustustarfsemi, en þar
með eru ferðamál talin.
STAÐAN VID
SEÐUABANKANN
Á bundnum reikningi í
Seðlaliankanum voru í árs-
lok 792 milljónir, en 20% af
inniánuni bankans eru bund
in á þennan hátt.
Á viðskiptareikningi Seðia
bankans vorn 347 miilj. kr.
í árslok og liefur innstæða á
þessum reikningi aldrei orð-
ið hærri. Reyndar var staðan
við Seðlabankann góð ailt ár
ið, og myndaðist aldrei yfir-
dráttarskuld á reikningnum.
Heildarinnstæður í Seðia-
bankanum voru því 1139
milljónir. Heildarendurkaup
Seðlabankans námu hins veg-
ar 721 milljón.
REKSTRARAFKOMAN
Rekstraryfiriit sýnir að til
varasjóðs var varið 13,9 millj.
eftir að afskrifað hafði ver-
ið af fasteignuni og húsbún-
aði 10,5 milljónir. Á árinu
1971 varð framlag til vara-
sjóðs 8,4 millj. og afskriftir
12,8 milljónir. Eigið fé bank-
ans nam í árslok 99,3
milljónum og hafði aukizt um
16,3%.
Rekstrarkostnaður varð
122 milljónir og er það 32%
hækkun en árið áður nam
aukningin 30%.
Fjöldi starfsmanna í árs-
lok var 205, þar af 53 í úti-
búum utan Reykjavikur. 1
fölum þessum um starfsmanna
fjölda er einnig talið með
starfsfólk Stofnlánadeild-
ar landbúnaðarins og
Veðdeildar Búnaðarbankans.
Á árinu var hafizt handa
um breytingu á bókunarkerfi
bankans, og eru nú allir al-
mennir sparisjóðsreikningar
færðir í rafreikni. Á þessu
ári er fyrirhugað að
taka upp rafreiknifærslu
ávísana- og hlaupareikninga.
Er þess að vænta, að þess-
ari nýju tækni fylgi bætt
þjónusta fyrir viðskiptavini
bankans.
STOFNLÁNADEILD
U ANDBtJN AÐ ARINS
1 ársbyrjun 1972 var ljóst,
að gera þurfti ráð fyrir veru
legri aukningi á útlánaþörf
ársins, miðað við fyrri ár.
Kom þar til aukning á tölu
lánsumsókna, stærri fram-
kvæmdir, hækkun bygginga-
kostnaðar og hækkun á há-
markslánum til íbúðar-
húsa. Útlánaþörf á árinu var
þá, af stjórn deildarinnar, tal
in vera 375 millj. kr. Deild-
inni var útvegað fjármagn að
láni 260 millj. og af eigin
rammleik hafði hún til útlána
um 100 mifflj. kr.
Uánveitingar á árinn nrðu
um 370 millj. kr. (var 255
millj. kr. á árinu 1971. Aukn-
ing um 45%). Taia veittra
iána var 1223 (1119 lán á ár-
inu 1971 — aukning 10%).
Við athugun á lánveiting-
um til hinna ýmsu fjárfest-
ingarframkvæmda kemur í
ljós, að aukningin er
svo langsamlega mest til
þess, er kaila má almennar
lánabeiðnir bænda (gripa-
hús, hlöður, geymsluhús, rækt
un o.fl.). Hér er þetta gróft
sundurliðað i flokka, töiur i
sviga eru frá 1971.
ntillj. kr.
ALmenn lán bænda 154 (80)
Gróðurhús 15 (17)
Vimniu- og dráttarvélar 69 (64)
Vimraslusitöðvar 60 (34)
Verkstæði 6 ( 1)
Fiskeldi 3 ( 1)
Minitoaibú 8 (15)
fbúðairhús 55 (43)
Staða deildarinnar gagn
vart Búnaðarbankanum
versnaði á árinu um 30 millj.
kr„ átti inni hjá bankanum
í ársbyrjun um 19 millj., en
var í 11 milij. kr. skuld við
bankann í árslok 1972.
Heildarútlán í ársiok 1972
námu 1673 miiij. kr., og heild-
arsknldir voru um 1260 milij.
kr„ auk skyldusparnaðar
unglinga í sveitum, sem var
nm 138 milij. kr. í ársiok.
Tekjuafgangur ársins var
um 64 millj. kr.
Eigið fé deildarinnar, þ.e.
varasjóður, var í ársbyrjun
1972 um 233 millj. kr., rýrn-
aði um 17 millj. kr. vegna
gengisfellingarinnar i des.
1972, hækkaði um tekju-
afganginn, og var því í árs-
lok 1972 um 280 millj. kr.
VEÐDEIUD
BÚNAÐARBANKA
fSUANDS
Mikil aukning var á útlán-
um deildarinnar til jarða
kaupa á árinu 1972, miðað við
fyrri ár. Hámarkslán, sem
deildin veitir tii jarðakaupa,
voru hækkuð úr 200 þiis. kr.
í 400 þús. kr.
Veitt voru á árinu 180 lán
til jarðakaupa, samtals að
fjárhæð 50,9 niillj. kr. Á ár-
inu 1971 voru veitt 87 lán til
jarðakaupa, samtals 15,3
millj. kr.
Lántökur deildarinnar á ár
inu 1972 námu 60 millj. kr.,
þar af 25 millj. kr. lántaka
hjá Lífeyrissjóði bænda.
Þá veitti deildin og lán á
árinu til að breyta lausa-
skuldum verst stæðu bænd-
anna í föst lán. Lán þessi
voru einungis veitt til þeirra,
sem leitað höfðu og fengið að
stoð sérstakrar nefndar. Þess
ar lánveitingar námu alls um
44,5 millj. kr„ og tala lána
var 147.
Heildarútlán deildarinnar
námu í árslok 1972 um 372
millj. kr. Heildarskuld-
ir deildarinnar voru um 351
mifflj. kr. í árslokin.
Eigið fé deildarinnar, þ.e.
varasjóður, var i ársbyrjun
1972 um 17,3 millj. kr. Tekju-
afgangur ársins nam um 3,3
millj. kr., og varasjóður því
í’ árslok um 20,6 millj. kr.
NÝTT BANKARÁÐ
f desember var nýtt banka
ráð kjörið á Alþingi. Það
skipa:
Stefán Valgeirsson, alþing-
ismaður, formaður, Guðmund
ur Hjartarson, framkv.stjórl,
varaformaður, Friðjón Þórð-
arson, alþingismaður, Gunn-
ar Gíslason, alþingismaður og
Karl Ámason, forstjóri.
(Frá Búnaðarbankanum)