Morgunblaðið - 08.03.1973, Side 15

Morgunblaðið - 08.03.1973, Side 15
. a. u.. ... - -;i u iia s h"T9\ imj m .í g'^Jiw""? .1 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1973 15 Matthía* Mathiesen: Algjört stjórnleysi í eínahagsmálum ríkisins MIKI.AR umræður urðu í Sam einuðu þingi í fyrradag um van- tráusttillögu Sjálfstæðisflokks- ins. — I umræðunum tóku þátt Geir Hallgrímsson, Matthías Mathiesen, Jónas Ámason, Magnús Jónsson, Bragi Sigur- jónson, Ólafur G. Einarsson, Jón Ármann Héðinsson, Halldór E. Sigurðsson, Gylfi í>. Gíslason, Magnús Kjartansson og Jóhann Hafstein. Matthías Mathiesen sagði m.a.: Jónas Árnason sagði hér áð- an, að landhelgissamningurinn frá 1961 væri með þeim hætti, að hann þess vegna vildi fyrir- byggja að til valda gætu komizt menn, sem stæðu að einhverju slíku. Mig langar til þess að vekja athygli þessa þingmanns á þvi, að samningurinn frá 1961 er fyrsti samningurinn, sem gerður er um 12 mílna landhelgi. Landhelgin var færð út árið 1958 en það er fyrst 1961, sem tókst að fá viðurkenningu á 12 mílna landhelgi. Og þetta er fyrsta viðurkenningin, sem til er um 12 milna landhelgi. Á eftir komu svo fjölmargar þjóð Matthias Mathiesen ir. Og ég segi hiklaust, að hefði þessi samningur ekki verið gerð ur hefði þróunin í landhelgis- málunum ekki orðið sú, sem hún hefur orðið. Við íslendingar stæðum ekki í dag frammi fyrir því, að verja 50 mílur. Það hefði dregizt á langinn að koma áfram okkar málum í landhelg inni ef þessi samningur hefði ekki verið gerður. 1 upphafi naut ríkisstjómin stuðnings 32 þingmanna. Það er þegar farið að kvarnast úr þingliði ríkisstjörnarinnar, hvað þá um kjörfylgi hennar. Við heyrðum einnig í gærkvöldi heimiiiserjur þeirra frjálslyndra og vinstri manna. Þær voru gerð ar þjóðinni kunnar í útvarpsum- ræðum og ég held einmitt, að þær heimiliserjur séu talandi tákn fyrir það samkomulag, sem er í stjórnarflokkunum nú um þessar mundir. Ég held, að slíkt hafi ekki átt sér stað í um það bil þrjá áratugi, ef ekki lengur, að ríkisstjórnin hafi misst á valdatíma sínum einn þingmann úr hópi síns þingfylgis. Er hægt fyrir forsætisráðherra að koma hér í ræðustól og lýsa undrun sinni yfir flutningi tillögu, þeg ar umræður og tillöguflutningur inn leiðir í ljós, að ríkisstjórnin hefur misst þingfylgi. Strútur- inn stingur höfðinu í sandinn og heldur, að það sjái hann enginn. Það voru sjálfumglaðir ráð- herrar, sem fluttu mál sitt hér í gærkvöldi. Vitaskuld reyndu þeir að fegra störf og stefnu ríkis- stjórnarinnar með mismunandi háfleygum og fallegum lýsingar orðum og með samanburði eins langt aftur í tímann og þeim var mögulegt, til þess að út úr þvi kæmu einhverjar hagstæðar nið urstöður. Hefði samanburðurinn verið gerður miðað við daginn í dag, hefði niðurstaðan hjá þeim orðið þeim óhagkvæm og þess vegna var það látið vera. Ég er sannfærður um, að slíkur mál- flutningur nær ekki að blekkja kjósendur. Þeir gera sér grein fyrir aukinni skattbyrði, fyrir skefjalausri verðbólgu, fyrir al- geru stjórnleysi í efnahags- og fjármálum rikisins og þeir munu ekki gleyma þvi. Enda þótt okk ur sjálfstæðismönnum takist ekki nú að losa þjóðina við þá ríkisstjórn, sem situr og koma fram kosningum, þá mun þjóðin, þegar hún færi tækifæri til þess losa sig við núverandi ríkisstj. Ólafur G. Einarsson, sagði m.a.: Ég get ekki látið hjá líða að lýsa undrun minni yfir málflutn ingi fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsumræðunum í gærkvöldi. Þótt ýmislegt hafi heyrzt úr þeirri áttinni undanfarin misseri þá held ég að sá málflutningur, sem þá var hafður í frammi hljóti að slá öll fyrri met. Forsæt isráðherrann taldi þessa van- trauststillögu sem hér er til um- ræðu, einbera sýndarmennsku, sem flanað væri að á þeim tíma, sem þjóðin þarf að standa sam an og að þjóðin ætlist til annars af þingmönnum sínum en blása að ófriðareldi. Samgöngumálciráð herra sagði að t'llagan hefði verið flutt þegar Bjarni Guðnason, hv. 3. landskjörinn sagði sig úr þing- flokki SF, en ráðherrann bendir um leið á, að litið traust sé i hálmstrái. Þetta eru nafngiftim Ólafur G. Einarsson ar, sem fyrri samherjar fá. Eftir þeim orðahnippingum, sem far- ið hafa fram á milli þessara 2ja manna, þá kann nú þetta að vera gagnkvæmt álit, en það er rétt hjá ráðherranum að það er lítið hald í hálmstráum, en mér segir svo hugur, að það verði fleiri en Bjami Guðnason, sem verði hálmstrá í augum ríkisstjórnar- innar á næstunni. Hannibal taldi gleðilegan tímamótaatburð, að Alþýðufiokkurinn hafi verið ófá anlegur til að standa að van- traustinu. Það hlýtur að hafa dregið nokkuð úr gleði hans þeg ar formaður Alþýðuflokksins lýsti því yfir nokkrum minút- um síðar að flokkurinn styddi til löguna. Það er satt að segja dá- litið furðulegt að Hannibal Valdi marsson skuli ekki vera betur upplýstur um fyrirhugaðar gerð ir Alþýðuflokksins svona í allra nánustu framtíð. Er ekki stefnt að sameiningu? Eða er kannski verið að kljúfa Alþýðuflokkinn einu sinni enn? Ef til vill tekst einhverjum ónefndum að verða fjögurra flokka kljúfur áður en Framhald á bls. 20 — Úrræðaleysi Framhald af bls. 14 þeim flestum og látið þau lönd og ieið. Fyrst og fremst verður svo afð vera um hnútana búið, að at- vinnuvegir landsmanna hafi rekstrargirundvöll. Tii þesis, að hann verði tryggður verða frjáls- ir samningar að byggjast aninars vegar á greiðsiiiugetu atvinnuveg- anna og hins vegar á réttmætri hlutdeild launþegamna í þjóðar- tekjunum. Þessu skilyrði var ekki fullnægt, þegar ríkisstjórn- in tók frjálsan samningsrétt að hluta til úr höndum aðiia vinnu- markaðarins með málefnasamn- ingi sínum og loforðalista. Því var ekki fuilnægt, er forsœtis- ráðherra sagði við aðila vinnu- mahkaðarins við saminiinigana 1971, að þeir skyldu bara fleygja sér til sunda, þótt þeir sæju ekki til lands. Og því verður ékki fullnægt, ef fylgt verður stefnu Lúðviks Jósepssonar, og samið verður um kjör á togurunum, án þess að vitað sé hvemig rekstr- argrundvöllur þeirra verfcur 'tryggður. ERLENDAR SKULDIR AUKIZT UM 6500 MILLJÓNIR Auk þess að rekstrargrund- völlur atvinnuveganna er frum- skiiyrði heilbrigðs atvinmu- og efnahagsilífs, er annað skilyrði að viðskfptajöfnuður haldist við útlönd í vörum og þjónustu, að jafnvægi sé milli framboðs og eftirspumar, sem er frumskil- yrði stöðugrar gengisslkrániingar. Auðvitað getur ekki verið um að ræða jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar, þegar þjóð- arbúslkapurinin er rekinn svo, að halli í viðskiptum vlð útlönd skiptir þúsundum milljóna ár eftir ár og er borinn uppi með erlendri skuldasöfmun á þanin veg, að á síðustu tveim árum hafa fastar erlendar skuldir aukizt um meira: en 50% eða um 6500 milljónir. Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni, að kaupmáttaraukning hefði verið meiri á tímabili nú- verandi ríkisstjómar en áður, og einkaneyzlan í hámarki. En hvaða vandi er að sýna fram á kaup- máttaraukningu eða neyzluauikn- ingu um stuttan afmarkaðan tíma, ef aukningin er borin uppi af lánitökum. Þrilðja grundvall.arskilyrðið til þess, að um heilbrigt efnahags- líf sé að ræða mieð þjóðinni er, að likiSbúskapurinin sé rekinn með fohsjálni. Þegar teikið er til- lit til þess, að fjárlög hafa tvö- faldazf á tveimur árum og þegar tilli.t er tekið til þess, að fjár- lög yfirstandamdi árs eru þeim annmörkum háð, að stórar upp- hæðir eru þar ekki meðtaldar, þá er ijóst mál, að ríkisbúskap- urinn er í raun rekinn með greiðsl'uhalla, og sízt af öllu með þeirri fonsjálni, sem nauðsynileg er, tiíl að harnila á móti dýrtið og verðbólgu. Þanrndg vantar í fjárlögin 500 miiiljónir til niður- greiðslina, samkVæmt viðurkenn- ingu fjánmálaráðherra sjálfs, 160 milljónáir vegna bátaútvegs- inis. Þá er óleyst mál fyrir ríkis- sjóð, hvemig á að koma tog- urunum á flot. Það erljós't að ef ríkiábúskapur inn á að vera rekinn með því að- haldi, sem nauðsynlegt er, verð- ur að stilila skattaálögunum í hóf og hyggja betur að því en gert hefur verið með fyrstu sporum núv. hæstv. ríkisstj., að ekki sé genigið óhæfilega í beina skattheimtu. Hæstv. fjmrh. hrós- aði sér af því í ræðu sinni hér í útvarpsumr. í gær, að skatt- vísitalan væri ákveðin 128 í stað þess að ákveða hana 110 sem breytingu á framfæirsluvísitölu milli áranna 1971 og 1972, ella gæfi til kynna. Skattvisdtalan 128 miðaðdst við þá hækkun á akneninum laun'atekjum, sem búast mætti við. Þetta hljómaði ákaflega fagurlega. En við skul- um nú kanna nánar, hvernig þetta kemur niður, sérstaklega | á hiinum lægst lauinuð-u. Það er talið, að tekjur hinna lægst laun- uðu eiins og þeirra, sem taka laun samkv. lægsta taxta Dagsbrúnar eða taxta hafnarverkamanna hafi hækkað á milli þessara ára um 33—38%. Skattvísitala 128 gerir það að verkum, að hlut- fallsle-ga þyngist skattbyrðin á hinum lægst launuðu. Og svo var hæstv. félmrh. að hrósa sér af því og múv. ríkisstj. að hugsa aðallega um hag hinna lægst laun'uðu. Það er ljóst, að leið- rétta verður þetta óréttlæti, sem þessu fólki er sýnt. Mörg fleiri meginatriði í skattal. þarfnast lagfæringar. Meðal þeirra má niefna: 1) Að alim'ennar tekjur verka- manin-a verði ekki skattlagðar og persónufrádráttur miðaður við það. 2) Að bid skattþrepa sé aukið, svo að fólk með meðaltekjur komist ekki strax upp í hæsta skattstiga. 3) Að fólk greiði ekki undir n-einum kringumstæðum meira en heiming tekna til hins opin- bera. ríkis og sveitarfélaga. 4) Að svo mifcl-u leyti, sem eigi er unnit að draga úr eyðslu hins opimbera, sem birtisit í því, að í tíð núverandi ríkisstjórinar hafa útgjöld fjárlaga tvöfaldazt, verði te-kna a’flað með óbekuum sköttum og í því sambandi kannað, hvort uinn-t er að gera þá kerfisbreytingu að breyta söluskatti í virðisaukaskatt til þess að tryggja öruggari skatt- heimtu og örva framleiðsluaf- köst. 5) Að feila gredðslu fjölskyldu- bóta inn í skattakerfið og fella þá niður samsvarandi útgjöld ríkissjóðs og nú felast í fjöl- skyldubótum m-eð fyrsta barni, enda fái þeir, sem svo eru tekjulágir, að þeir geti ©kki nýtt persónufrádrátt, þá upphæð greidda. Stefna okkar sjálfstæðism-anna hefur verið sú að skafitleggja beri fremur eyðsCuna með óbein- um sköttum en tekjuöflunina með beinuim sköttum. Sú stefna á vaxandi fyigi að fagna. Menn gera sér grein fyrir því, að í kjöl- far tekjuöflunar einstaklilnga á sér stað verðmætasköpun í þjóð- félaginu, sem við getum ekki verið án, ef við viljum bæta lífs- kjör almenn.ings í landiinu. En núv. annmarka á skattakerfinu sjá allir, að bamlaus hjón eru komin upp í hæsta skattstiga, 56—57%, af hverri krónu eftir að hafa 377 þús. kr. í tekjur. Og fyriir hvert barn er aðeins um persónufrádrátt að ræða að upp- hæð 38400 kr. FRIÐUNARRÁÐSTAFANIR VANRÆKTAR Þótt landhelgismálið sé tilfinn- in.gamál hjá okfcur fslendingum þá er það þess eðlis að við verðum að kanna með kaldri raunsærrí skynsemi, á hvern hátt við tryggjum bezt friðun fisfcstofn-anna og yfirráð yfir veiðumum. Við höfum átt i samningavið- ræðuim við Breta og Vestur- Þjóðverja, og þar hefur verið talað um magntakmarkanir, en af síðustu frét'tum og upplýsing- um um leyndáaítlun Breta er Ijóst, að þær eru ekki einhlítar, enda er það haft fyrir satt, að sá fiskur, sem Bretar fái fyrir Austurlandi sé fremur þyrskling- ur en þorskur, svo srnár sé hann. Þess vegna verða að koma til sókmartakmarkanir, svæðistak- markanir, tímatakmarkanir og friðunarráðstafanir, bæði fyrir íslend-inga og útlendiinga, svo og friðurra rráðsta fan.ir, er virða rétt íslenzkra línu- og netabáta. Al- meninar friðunaráðstafanir, sem við hefðum getað sett einhiiða, hafa verið vanræktar, og undir- búningur að þeim látinn undir höfuð leggjast. MÁLFLYTJENDUR TIL HAAG Þar sem Alþjóðadómstóllinn hefur talið sig eiga lögsögu um lögmæti útfærslunnar ve-rð- um við og hljótum við að taka til meðferðar með hvaða hætti við eigum að reka mál okkar fyrir AlþjóðdómsitólTiium. Við skulum ékki leyfa okkur að fara út í harðvítugar deilur um það, ern skulum hugleiða þá kosti, sem fyrir hendi eru. Það er margt og ég hygg flest, sem bendir til þess að við eigum að reka mál okkar til sóknar og vamar fyrir Alþjóðadóimstóln- uim í Haag. Það er í fyrsta lagi alveg ljóst, að það er skaði fyrir málsitað okkar ef við gerum það ekki. Ef málsástæður okkar eru ektki skýrðar og rök okkar ekki tiílgreind. Það er í öðru lagi ljóst, að það er ávinningur fyrir okk- ur að mæta. Við fáum með mál- flutningi fyrir A1 þj óðadómstó]in- um vettvang til þess að kynina þörf ofckar fyrir staérri fiskveiði- lögsögu. Við fáum vettvang til þess að skýra fyrir þeim sem mestan áhuganin hafa á fisikveiði réttindum, í hverju ráðstafanir okkar eru fúlignar og hvaða lífs- hagsmunir liggja þar að baki. Það værd ófyrirgefanlegt að glopra úr höndum okkar þessum möguleika, þessu tækifæri til þess að vimna málstað okkar lið. í þriðja lagi mundi það vera þá á valdi okkar, hver gainguir máisins yrði, hver hraði væri á máls- meðferð dómstólsins. Hér á ég ekki við, að við eigum með rétt- arfarslegum brögðum að tefja málsmeðferðina, en eðlilegar ókkir okkar mundu felast í því að leggja fram margvísleg gögn um fiskstof-nana hér við land og önniur atriði málsinis, sem geta skipt máli við dómsúrskurð. Það er og alveg Ijóst, að úrskurður dómistólsins gengur þá ekki fyrr en hafréttarráðstefmjrmi er lokið. I fjórða lagi tel ég, að við séum í raun og veru jafmháð úr- skurði dómstólsins, hvort sem við maétum eða mætum ekki. Við getum með sama hætti fmmfylgt ’ögsögu okkar. En í f'mmta og síðasta lagi er trú okkar á mál- stað okkar svo sterk, að við höf- um lög að mæla, að úrskurðuir dórmstólsins hljóti að ganga okk- ur í vil. Verður hann þá loka- sigur okkar í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.