Morgunblaðið - 08.03.1973, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.03.1973, Qupperneq 32
lEsm jHgrjnnl’Int.tt SfiS* ss «*»■«* KMV a veouw oncLEcn insgttttfiIftMfr FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1973 JMttðgtlttMllMfc RUGivsincmi #^-»22480 Enn skor- • ^ >• ío a tvo SKORIÐ var á togvíra tveggja brezkra togara í gær. Hefur þá alls verið skorið á togvíra 27 brezkra togara frá því er landhelgin var færð út í 50 mílur og einnig úr þremur vestur-þýzkum, eða samtals 30 togurum. Frá því á mánudag hefur verið skotið á veiðarfæri 11 brezkra tog- ara, en þeir hafa allir verið að veiðum norður af Mel- rakkasléttu nema einn, sem var að veiðum út af Húna- flóa í Reykjafjarðarál. Svo sem getið vair í Morgun- blaðiinu í gær lýsti brezka sjávar- útvegsmálaráðuineytið þvi, er sfkorið var aftain úr brezka togar- amum Arctic Vandal H 344, ein Uamdihelgisgæzlain haíði ekki gef- ið þanm togara upp á skrá yfir þá, sem klippt hatfði verið afitan úr. 1 gær tálkynmti svo Landheig- isgæzlan, að sl. mánudag, er Framhald á bls. 20 Seljandi ófundinn YFIRHEYRSLUM var í gær haldið áfram í Sakadómi Reykjavíkur vegna rannsókn- arinnar á tilvist og ferli Skild ingamerkjaumslagsins, sem sagt hefur verið frá í Mbl., en ekkert hefur komið fram í þeirri rannsókn um það, hver hafi selt umslagið úr landi. Brezkir togaraeigendur: Hafa boðið Eyja- mönnum aðstoð Sjó var stóðugt dælt á hraunið við syðri-hafnargarðinn í Eyjum í gær, en í fyrrinótt stöðvaði dæiing hrauntung- una, sem rann að miðjum hafnargarðinum t.v., en á miðri mynd sést Sandey dæla við hratinjaðarinn með sinum kraftmiklu dælum. Sandey getur ekki verið í Eyjum nema 7 daga til viðbótar. Sjá frétt á biaðsiðu 2. — Ljósm.: Mbl.: Sigurgeir. Kanna m.a. möguleika á að fá Statesman til dælustarfa í Eyjum BREZKIR togaraeigendur hafa hoðið aðstoð við björgunarstörf í Vestmannaeyjum og er m.a. verið að kanna möguleika á því að fá björgunar- og (lráttarskipið Statesman til dælustarfa í Eyj- um. Fulltrúi brezkra togaraeig- enda hafði samband í síðustu viku við Tryggva Jónasson um- boðsmann brezkra togaraeigenda í Vestmannaeyum og bauð fram aðstoð og tillögur um það í hverju hún yrði fólgin. Var tal- að um að helzt væri þörf í sam Einar Ágústsson: Erum nýrra reiðubúnir viðræðna til — um leið og einhver von er um samkomulag VEGNA ummæla sir Alec Douglas-Home, utanríkisráð- herra Breta þess efnis að hann hefði hinn 22. janúar síðastliðinn sent Einari Ág- ústssyni tillögur um að við- ræður yrðu teknar upp aftur og að hann hefði nú aftur minnt hann á þær, sneri Mbl. sér til Einars og spurði hann um þetta atriði. Einar Ágústs- son sagði: „í síðustu orðsend- ingu sögðum við að við vær- um tilbúnir til að ræða þessi mál strax og einhver von væri til að viðræður leiddu til ár- angurs. Þessi orðsending var send í janúar og hún stendur enn, þrátt fyrir atburði síð- ustu daga,“ sagði Einar. E nar Ágústsson sagði að sir Alec hefði ekki sent neinar tillögur hinn 22. janúar og engar tiLlögur hefðu komið frá honum síðan í desember í Brússel á NATO-fundinum þar. Hins vegar sagði Einar að hann hefði ítrekað svör við því hin,n 22. janúar, en þó sagðist hann ekki muna það nákvæmlega, en geta kannað málið nánar. í>á gat Einar Ágústsson þess að John McKenzie, sendi herra Breta á Islandi, hefði komið og mótmælt síðustu togvíraklippinguim auk þess sem hann mótmælti skriflega öllum togvíraklippingum frá 1. september 1972 eins og þær leggja sig, eða um 30 að tölu. Send herrann mótmælti við skrifstofustjóra utanríkisráðu neytisins Ingva Ingvarsson. bandi við hreinsun ösku úr bæn- um eða dæluskip til þess að kæla hraunið við innsiglingnna. Þótti fulltrúum brezkra togara- eigenda æskilegra að velja síðari kostinn. Tryggvi sagði í viðtaii við Mbl. í gærkvöldi að búast hefði mátt við niðurstöðu í þessari viku frá brezkum togaraeigendum. Þessi mál gengu þannig fyrir sig að boð um aðstoð komu í símskeyti til Vestmannaeyja og hafði Tryggvi þá samband við Magnús H. Magnússon bæjarstj. og bað hanm um uppástungur um hvar þörfin væri mest. — Magnús mun m.a. hafa nefnt að helzt væri þörf á tækjum í sam- bandi við hreinsun bæjarins eða kröftugum dæluskipum til þess að dæla vatni á hraunið við höfn ina til kælingar og reyna að verja innsiglinguna. Framh. á bls. 20 Lönd- unar- bið LOÐNUVEIÐI var allgóð i gær þrátt fyrir brælu á miðunum og síðdegis í gær höfðu 39 skip til- kynnt ,um afla, alls 9500 lestir. Aðalveiðisvæðið var við Faxa- flóa og voru flest r bátarnir þar en einnig var góð veiði vestan við Ingóifshöfða, en þar voru 16 skip að veiðum. Á Suðvestur- landi eru aliar þrær fullar, og á Vestfjörðum voru allar þrær að fyllast. Þróarrými var aðeins í Vestmannaeyjum og á nyrztu fjörðum Austfjarða. Víða er löng löndunarbið hjá loðinubátunum. Enn frekari hækkanir Á FUNDI hjá verðlagsstjóra í gær var samþykkt hækkun á unn um kjötvörum og sagði Kristján Gislason verðlagsstjóri að sú hækkun væri afleiðing af síðustu kjöthækkun. Kjötfars hækkar nú úr 115 kr. i 135 kr., vínarpylsur hækka úr 169 kr. í 200 kr. kg, bjúgu hækka úr 161 kr. í 177 kr. kg og kæfa hækkar úr 260 kr. í 280 kr. kg. Þá var einnig heimiluð hækkun á útseldri vinnu hjá iðnaðarmönnum og er hækkunin samsvarandi 12.16% launahækkuninni hjá þeim fyrir skömmu, en taxtahækkunin er þó minni því álagnlng hækkar ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.