Morgunblaðið - 28.03.1973, Side 23

Morgunblaðið - 28.03.1973, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1973 23 var til að dreifa hjá fátækum leiguliðum í þá daga. En máske þess vegna, og einnig áreiðan- lega fyrir áhrif frá góðri móð- ur, einstakri að öllum persónu- leika, hafa þau fengið gott vega nesti í lífinu til að styðjast við. Þeim Þorgerði og Arnljóti varð ekki barna auðið. Stjúpsynir hans voru þeir Karel (nú lát- inn), Jóhann, Einar og Svavar Guðmundssynir, allir dugmiklir manndómsmenn. Stjúpsonum sinum var Arnljótur mikill fé- lagi og börnum þeirra góður afi. Þar var um að ræða gagnkvæma hjálpsemi og hlýhug svo af bar. Um Arnljót má margt og mik- ið segja, þó að fátt eitt verði skráð hér. Nú finn ég bezt sann leiksgildi þeirra orða, sem vitur maður sagði eitt sinn: að erfitt væri að minnast vina sinna nema þá helzt í þögn. Byrj- andi lífi fylgir yfirleitt eftir- vænting og gleði. 1 því sam- bandi minnist ég oft þess, er ég kom eitt sinn inn í baðstofuna heima að Selhaga í Skörðum og sá þar barnkrili í vöggu, með gerðarlegt nef og falleg augu, sem ég vissi síðar að voru ætt- areinkenni. Þetta var Arnljótur, skírður einnig Ólafsson eftir langafa sínum. Þá var hann tveggja nátta. Um ástæðuna til þessara vistaskipta verður ekki fjölyrt hér, en sársaukalaust hefur það ekki verið fyrir föð- ur og móður. Þó mun það hafa verið þeim raunabót, að bamið komst í góðar hendur móður minnar og föður, þeirra Sól- veigar Guðmundsdóttur ljósmóð ur og Halldórs Hjálmarssonar. Hjá þeim ólst hann upp fram til unglingsára, eða þar til þau brugðu búskap. Síðar var hann til heimilis hjá þeim á Akureyri unz hann varð að leita sér lækn inga i Reykjavík sökum afleið- inga lömunarveiki. Lömunar þessarar bar hann menjar alla ævi og bar það mótlæti með ein- stakri karlmennsku. Frá bernsku okkar, sem og síðari samvistum, á ég fjölmarg- ar góðar minningar, sem geym- ast en gleymast mér ekki, því að hann var þá lifsglatt og skemmtilegt barn. Hann sagði mér siðar, að hann myndi fyrst eftir mér sem fóstru sinni, og lét þá fylgja ýmsar skemmtileg- ar athugasemdir. Mér fannst Arnljótur vera fæddur til stórra hluta og víst er það, að umsvif hans hefðu orðið meiri á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, ef hann hefði gengið heill til skóg- ar. En það er líka afrek, að geta tekið mótlæti með æðru- leysi og karlmennsku eins og hann gerði. En hvernig maður var svo þessi fósturbróðir minn? Hann var drengur góður, og ætti þá að vera nóg sagt. Þó vil ég segja lítið eitt fyllra þar frá. Hann var góðum gáfum gædd- ur. Sjálfmenntaður í bezta skiln ingi þess orðs, enda bókhneigð- ur og kunni þar að velja og hafna. Orðhagur vel og hittu orð hans og athugasemdir oft vel í mark, bæði í bundnu og óbundnu máli, þó venjulegast í öilu græskuleysi. Glaðvær var hann og skemmtinn, hrókur alls fagnaðar og höfðingi heim að sækja. Hann var drenglyndur og skapríkur nokkuð, en hafði stjórn á skapsmunum sínum. Hann var sjálfstæður í skoðun- um og athugull og lét ekki rek- ast í neina isma. Hann mátti helzt ekkert aumt sjá og vildi leysa annarra vanda eftir getu. Sem sagt, drengur góður. Ég held, að þeir sem bezt til þekkja, séu mér sammála, að hér sé ekki oftalað. Dauða fylgir oftast sorg og söknuður, en góðar minningar frá samskiptum vina eru mikill auður. Þann auð hefur Arnljót- ur eftirlátið til vandamanna sinna og vina, þar á meðal okk ar eftirlifandi fósturbræðra hans, Sigurðar og undirritaðs, sem hér með færa konu hans og aldraðri móður, systkinum og stjúpsonum og börnum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Útför hans fer fram í dag kl. 3 siðdegis frá Neskirkju. Hafsteinn Halldórsson. Minning: Matthías Vilhjálmur Gunnlaugsson Fæddur 24. júli, 1919. Dáinn 21. niarz, 1973. 1 dag, þegar þú verður lagð- ur til hinztu hvildar, vil ég minnast þín, Matti minn, með nokkrum orðum. Enda þótt við vissum að þú gengir eigi heill til skógar, grunaði okkur ekki að svona skyndilega féllir þú frá. Þú áttir svo margt eftir að gera, og varst áreiðanlega ekki viðbúinn því að flytja svona fljótt héðan, frá fjölskyldunni, sem nú syrgir ástkæran maka, föður og afa. En tíminn, hinn mikli græðari, mun lækna og græða sárin, en eftir verður ljúf minning um góðan dreng, skemmtilegan félaga, listelskan og skýran persónuleika, ástkær an og umhyggjusaman heimilis- föður og eiginmann. Matthías var búinn að stríða við sjúkdóm sinn í mörg ár, en nú síðast lá hann á Landspítal- anum, og þar andaðist hann 21. marz s.l. Fyrir rétt rúmum hálfum mán uði komum við hjónin í heim- sókn til ykkar og þá datt manni ekki í hug, að það væri í síðasta skipti, sem við spiluðum saman og grinuðumst, í það minnsta hérna megin landamæra lífs og dauða, eins og við segjum hér á jörðinni. En svona eru vegir guðs, duldir fyrir okkur flestum og óræðir. Um framhaldslífið töl uðum við oft, og vorum við sannfærðir um tilveru þess. Þekki ég fáa menn, sem voru eins trúaðir og þú, enda þótt þú flíkaðir því eigi. En fullviss er ég um, að bjargföst trú þín á guðlega forsjón, prúðmennska og góðsemi verður þér gott vega nesti inn í hin ýmsu stig fyrir- heitna landsins. Eitt sinn skal hver okkar fara þessa hina sömu leið, og er þá gott fyrir okkur að mega eiga von i þvi að þú aðstoðir okkur yfir móð- una miklu. Þar sjáumst við aft- ur, og hver veit nema við get- um þá tekið nokkra slagi, eða þá að þú reynir að kenna mér hestamennsku sem aldrei vannst tími til hér. Kæri vinur, við hjónin þökk- um þér af heilum hug fyrir ánægjulegar samverustundir. Jafnframt sendum við eigin- konu þinni, Steinunni Loftsdótt ur, börnunum, tengdasyni, barnabörnum og systkinum þín um innilegar samúðai'kveðjur Blessuð sé minning þín. Vinir. 1 dag verður gerð útför tengdaföður míns, Matthíasar Vilhjálms Gunnlaugssonar. Hann var fæddur 24.7. 1919 í Döl um i Vestmannaeyjum. Foreldr- ar hans voru þau Gunnlaugur Ásmundsson og Guðrún Jóns- dóttir. Þau voru þrjú systkin- in. Móður sina missti Matthías 12 ára gamall og var það mikill missir. Hann fluttist til Reykja- víkur árið 1938. Árið 1944 kynnt ist hann eftirlifandi konu sinni Steinunni Loftsdóttur, og eign- uðust þau sjö indæl börn. Ár- ið 1958 setti hann upp bílasölu. Matthías hafði barizt við sjúk- dóm síðan hann var unglingur, og dáðist ég að dugnaði hans og bjartsýni, því Guð einn veit, hve mikið hann fékk að líða. Hann fór í hjartaaðgerð árið 1969. Ég minnist þess, þegar hann kom úr þessari aðgerð full ur bjartsýni á lífið og tilveruna. - En kallið kom fyrr en búizt var við. Matthías var lagður inn á Landspítalann 11. marz og hafði legið þar í 10 daga, þegar hann andaðist. Elsku Matti minn, ég kveð þig nú hryggur í huga og þakka þér fyrir árin, sem við áttum saman, en þau voru allt of fá. Þú varst mér bæði sem faðir og félagi. Mig tekur það sárt að sjá af þér, og söknuðu þinnar ástkæru eigin- konu og barna verður ekki með orðum lýst. Ég votta þeim mína dýpstu samúð, og mun ég veita þeim alla þá aðstoð, sem ég get veitt. Megi Guð styrkja þau á þessari erfiðu stund. Tengdasonur. Við kveðjum þig nú í hinzta sinn, elsku pabbi minn. Það er svo sárt að missa þig nú, loks þegar við héldum að þú værir að ná þér úr þínum langvarandi veikindum. Við munum ætið minnast þín sem ástríks og góðs föður. Guð geymi þig, elsku pabbi. Börnin. Útgerðarmenn — Skipstjórar Hraðfrystihúsið Heimir h.f., Keflavík óskar eftir humar- og rækjubátum í viðskipti á komandi sumri. Upplýsingar gefur HÖRÐUR FALSSON, Keflavík, sími 92-2107 — 92-2600. Akurnesingnr — Akurnesingnr Komið og sjáið fagrair litmyndir úr sögu kristnirm- ar í félagsheimilinu Reyn í kvöld kl. 20.30. Blandaður kvartett syngur. Allir velkomnir. Sigurður Bjarnason, Jón H. Jónsson. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR 5JÁVARÚTVEGURINN GULLKI5TA þJÓÐARINNAR Hvers virði er sjóvarútvegurinn fyrir þjóðarbúskapinn? Koma nýjar tegundir af skipum? Fækkar mönnum um borð? Getum við aðstoðað nóttúruna með fiskeldi? Hvernig vilja húsmæðumar fó fiskinn tilreiddan órið 1985? Verður fiskur fluttur með flugvélum? Hver verða óhrif útfærzlu landhelginnar? Hvað fóum við mikinn fisk? Verður sóknin ó miðin takmörkuð? Hver ó að gera það? Hvernig ? Er rannsóknarstarfsemin nægilega virk? Eru niðurstöður sérfræðinga byggðar ó þekkingu eða eru þær véfrétt? Hver eru óhrif vinstri stjórnarinnar ó sjóvar- útveginn? Hver eru eðlileg afskipti ríkisvaldsins af sjóvarútvegi? RÁÐSTEFNA 30.— 31. MARZ 1*73, föstudag og laugardag. Haldin aS Hótel Loftleiðum, róðstefnusal og hefst föstudag kl. 20.30. Að ræða stöðu og vandamól sjóvarútvegsins í dag, gera grein fyrir framtiðarmöguleikum hans og þýðingu fyrir þjoðarbúskapinn. þAtttakendur Ráðstefnan er öllum áhugamönnum optn. Vegna undirbúnings óskast þátttaka tilkynnt sem fyrst í skrifstofu Varðar, Laufásvegi 46, kl. 13-17.00 daglega, simi 15411. Þátttökugjald 1000.— innifalið ráðstefnugögn. DAGSKRÁ: FÖSTUDAGUR: 30. MARZ: 20.30- 20.40 Avarp: Valgarð Briem formaður Varðar. 20.45 - 21.00 MARKMIÐ OG LEIÐIR ISLENZKS SJÁVARÚTVEGS I DAG. Hver eru markmiðin? Hvers virði er sjávarút- vegurinn fyrir þjóðarbú- skapinn? Hver eru eðli- leg afskipti hins opin- bera? MÁR ELÍSSON, FISKIMÁLASTJÓRI. 21.05-21.20 FISKVEIÐARNAR. A. Hlutdeild á Islands- miðum. B. Hagsmunir á fjarlæg- um miðupi. GUNNAR INGI HAFSTEINSSON, ÚTGERÐARMAÐUR. 21.30- 23.00 Umræðuhópar IAUOAIOAOUR 31. MAKXi ll.ll-N.4l VANDAMAL VINNSLU- OG MARKAÐSSTARFSEMINNAR. Fyrir hverja æflum við að framleiða? Endurnýjun frystihús- anna. Er framleiðslugetan of mikil? Aukin notkun véla- nýjar afurðir? Verður fiskur fluttur með flugvélum? EYJÓLFUR ISFELD EYJÓLFSSON. FRAMKVÆMDASTJÓRI. 09.45-12.00 Umræðuhápar 13.30- 13.50 ER RANNSÓKNAR- STARFSEMIN NÆGILEGA VIRKT Eru nægileg tengsl á milli rannsóknarstarfsemi og atvinnufyrirtækja? Eru niðurstöður tilrauna nægilega birtar? Eru nið- urstöður sérfræðinga byggðar á nægilegri þekkingu, eða eru þær véfrétt? DR. JÓNAS BJARNASON, EFNAFRÆDINGUR. 13.50-14.30 HVAÐ ER ÆSKILEGT SAMSPIL EINKAREKSTURS OG RlKISVALDS I SJÁVARÚTVEGI? Hver eru áhrif stjórnar- sáttmólans? Hver eiga rikisafskipH að vera? Hver eru áhrif lánasjóð- anna? ULFLJÓTUR GÍSLASON, ÚTFLYTJANDI. GUÐMUNDUR H. GARÐARSSON, VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR. 14.30- 17.00 Umræðuhópar — kaffi skýrslur og frjálsar um- ræður. VÖRÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.